Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 56
MINNINGAR
56 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ég býst við, að það
verði nokkur tími liðinn,
þar til maður áttar sig á
því að svo nákominn
vinur og ættingi er lát-
inn. Mínar minningar
um Sigurlinna eru þannig að þótt ég
sé um einu og hálfu ári eldri finnst
mér ég hafa alltaf litið svolítið upp til
hans. Hann var nú líka alltaf svolítið
fyndinn og hafði gott lag á að stríða
manni. En ekki minnist ég þess að
slíkt hafi nokkurn tíma sært mig eða
aðra. Ég held að hann hafi haft þenn-
an meðfædda hæfileika og hafi fyrst
SIGURLINNI
SIGURLINNASON
✝ Sigurlinni Sigur-linnason fæddist í
Hafnarfirði 12. júní
1927. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 26. nóv-
ember síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Garðakirkju 6.
desember.
og fremst notað hann
til að gera lífið svolítið
notalegra og betra í
umhverfi sínu.
Á síðustu árum
minnist ég þess sér-
staklega hvað alltaf
var skemmtilegt að
koma til þeirra Ingi-
bjargar að Hraunhól-
um. Og hvað það gat
verið notalegt að sitja
uppi á loftinu og hlusta
á frásagnir frá Afríku,
skoða myndir frá þeim
framandi heimi. Ég
held að Sigurlinni hafi
komist að því þar, að menning er
ekki endilega mest þar sem ytri gæði
eru mest áberandi. Aldrei heyrði ég
hann fara niðrandi orðum um aðra
kynstofna.
Að lokum votta ég Ingibjörgu og
syni þeirra, Þórhildi dóttur hans og
öðrum ættingjum samúð mína.
Bergur P. Jónsson.
✝ Kristrún J. Karls-dóttir fæddist í
Keflavík 14. ágúst
1928. Hún lést í
Sjúkrahúsinu á Húsa-
vík 26. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Karl
Valdimar Runólfsson,
ættaður frá Móum á
Kjalarnesi, og Berg-
þóra Sólveig Þor-
bjarnardóttir, ættuð
frá Ártúni við Reykja-
vík. Bróðir Kristrún-
ar er Þorbjörn pró-
fessor, kvæntur Svölu
Sigurðardóttur. Hinn 12. nóvem-
ber 1949 giftist Kristrún Ásmundi
Bjarnasyni frá Húsavík, f. 17. febr-
úar 1927. Börn þeirra eru sex: Karl
verkfræðingur, búsettur í Banda-
ríkjunum, kvæntur Bergþóru Guð-
björnsdóttur, þau eiga þrjá syni og
tvö barnabörn, Bergþóra, starfs-
maður Landsbankans á Húsavík,
gift Arnari Guðlaugssyni, þau eiga
þrjú börn og eitt barnabarn, Bjarni
skipatæknifræðingur, búsettur á
Akureyri, kvæntist Birnu Hreið-
arsdóttur, þau eiga þrjár dætur,
þau slitu samvistir, Jóhanna,
launafulltrúi hjá Olíuverzlun Ís-
lands hf., var gift Jóni Friðriki
Benónýssyni, þau eiga eina dóttur,
þau slitu samvistir. Maki Jóhönnu
er Erling Ólafur Aðalsteinsson,
þau eiga tvö börn,
Anna Kristjana,
kennari við Grunn-
skólann á Flúðum,
gift Sigurði Inga Jó-
hannssyni, þau eiga
þrjú börn, og Sigrún,
starfar á Morgun-
blaðinu, gift Kjartani
Ásmundssyni, þau
eiga tvö börn og
Kjartan á auk þess
einn son.
Kristrún ólst upp í
Keflavík til 16 ára
aldurs þegar foreldr-
ar hennar fluttust bú-
ferlum til Reykjavíkur. Hún tók
stúdentspróf frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1948 úr stærðfræði-
deild og lauk prófi frá Kennara-
skóla Íslands 1974. Kristrún og Ás-
mundur fluttust til Húsavíkur árið
1963 og áttu þau heimili þar upp
frá því. Hún var kennari við
Grunnskóla Húsavíkur og síðar
unglingadeildir Framhaldsskóla
Húsavíkur frá 1970–1994. Kristrún
var lengi í stjórn Kvenfélags Húsa-
víkur, þar af formaður í 10 ár, og í
stjórn Kvenfélagasambands Suð-
ur-Þingeyjarsýslu um árabil. Síð-
ustu árin starfaði hún með hand-
verkshópnum Kaðlín á Húsavík.
Útför Kristrúnar verður gerð
frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Vorið 1963 fluttust til Húsavíkur
frá Reykjavík hjónin Kristrún J.
Karlsdóttir og Ásmundur Bjarnason
ásamt börnum sínum fjórum, því
yngsta nokkurra mánaða gömlu, það
elsta varð eftir í Reykjavík í umsjá
móðurforeldra. Á Húsavík fjölgaði
börnunum um eitt svo þau urðu alls
sex.
Er norður kom tók Ásmundur að
vinna við útgerð Helga Flóventsson-
ar þar sem hann var hluthafi og
einkum vann hann næstu árin við
síldarsöltunarstöð fyrirtækisins í fé-
lagi við Kaupfélag Þingeyinga. Og
húsmóðirin hafði ærið að starfa við
heimilishaldið á þeim árum. Ásmund
þekktu Húsvíkingar frá því hann
ólst upp á Húsavík og höfðu fylgst
með hans íþróttaferli og afrekum á
þeim vettvangi. En færri vissu hver
kona hans var.
Kristrún fæddist í Keflavík. For-
eldrar hennar voru Karl Runólfsson,
járnsmiður, og kona hans Bergþóra
Sólveig Þorbjarnardóttir. Í Keflavík
ólst Kristrún upp fram á táningsár
er fjölskylda hennar flutti til
Reykjavíkur. Þegar Kristrún var sjö
ára gömul upplifði hún atburð sem
henni var minnisstæður til æviloka
og hún skrifaði um í Bergmáli, Árs-
riti Kvenfélagasambands Suður-
Þingeyjarsýslu. Í grein þessari rifj-
aði Kristrún upp þann hörmulega
atburð sem varð í Keflavík 30. des.
1935 þegar jólatrésskemmtun var
haldin í húsi Ungmennafélags Kefla-
víkur og eldur varð þar laus og barst
með ógnarhraða um húsið svo að við
ekkert varð ráðið og sex manns fór-
ust og þrír létust síðar af völdum
brunasára: Samkomuhúsið gjöreyði-
lagðist á hálfri klukkustund. Krist-
rún var meðal 180 barna á aldrinum
6–14 ára sem jólatrésskemmtunina
sóttu. Komst hún út úr húsinu nauð-
uglega svo og bróðir hennar Þor-
björn, sem var árinu eldri en Krist-
rún. Í Keflavík lagði Kristrún stund
á sund og hlaut þar eitt sinn titilinn
Sunddrottning Suðurnesja sem þá
þótti eftirsóknarverður titill enda
mikill sundáhugi þar um slóðir á
þeim tíma. Og á unglingsárum starf-
aði hún um skeið við Sundlaug
Keflavíkur. Í Reykjavík stundaði
Kristrún nám við Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi
úr stærðfræðideild 1948. En á þeim
tíma sóttu stúlkur fremur nám í
máladeild.
Kristrún var snemma spengileg
og bar sig vel á velli meðan heilsa
entist. Hún átti því snemma aðdá-
endur meðal ungra manna. Ég
minnist þess þegar Kristrún var
orðin kennari við Gagnfræðaskóla
Húsavíkur að kunnur maður í þjóð-
lífinu á þeim tíma kom í skólann til
að kynna nemendum alþjóðlegan fé-
lagsskap sem hafði m.a. starfað á Ís-
landi. Ég gekk með gestinum inn á
kennarastofu í frímínútnahléi þar
sem við ræddum um stund við kenn-
arana sem þar sátu. Á leið okkar
fram á gang að loknu spjalli innti
hann mig eftir einni kennslukonunni
sem á kennarastofunni var og hver
hún væri. „Kristrún Karlsdóttir,“
svaraði ég. Þá varð honum að orði:
„Já, var þetta Kristrún? Mér fannst
það. Við vorum allir bálskotnir í
henni strákarnir.“ En í ljós kom að
hann og Kristrún höfðu verið á sama
tíma nemendur í Menntaskólanum í
Reykjavík. Það var því mikið kapp-
hlaup meðal þessara ungu aðdáenda
sem gerðu hosur sínar grænar fyrir
hinni ungu glæsilegu stúlku. Hlut-
skarpastur á því skeiði varð sprett-
hlaupari frá Húsavík, Ásmundur
Bjarnason, sem um þær mundir
skipaði sveit vaskra íþróttamanna
íslenskra sem þá báru hróður Ís-
lands víða. Ásmundur og Kristrún
voru gefin saman í hjónaband í
Reykjavík 12. nóv. 1949. Kynni okk-
ar Kristrúnar hófust ekki fyrr en
1970 er hún gerðist kennari við
Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Þar
störfuðum við saman í 17 ár og bar
aldrei skugga á samstarf okkar.
Hún var samviskusöm, bar með sér
góðan þokka, glaðvær og hýr í við-
móti. Hún ákvað eftir að hafa kennt
fáein ár við skólann að ná sér í
kennsluréttindi og 1973–1974 lagði
hún stund á og lauk kennslurétt-
indanámi frá Kennaraskóla Íslands,
jafnhliða því sem hún starfaði við
Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Þar
kenndi hún ýmsar greinar en lengst
kenndi hún þar íslensku. Hún hafði
metnað til að ná sem bestum ár-
angri. Fagnaði ef vel gekk en þótti
miður ef á annan veg fór en vænt-
ingar stóðu til. Og sjaldnast ná
kennarar til allra nemenda sinna á
táningsaldri, þeim árum þegar ung-
lingarnir eru í mótun og finnst sum-
um flest nauðsynlegra og skemmti-
legra en tileinka sér persónu, tíð,
hátt og mynd í málfræðinámi. Og
ekki öruggt að sá vísdómur hafi ætíð
ratað rétta leið til allra þrátt fyrir
góðan vilja. Það þekkja málfræði-
kennarar manna best. En með
seiglu, lagni og lipurð tókst Krist-
rúnu að ná til nemenda sinna og
koma til skila því efni sem fyrir var
lagt.
Kristrún kenndi til ársins 1994 og
hafði þá kennt í 24 ár. En um þær
mundir fór heilsa hennar og þrek að
bila. Eins og margir kennarar, ekki
síst á landsbyggðinni, kom Kristrún
við sögu félagsmála. Á Húsavík var
hún varabæjarfulltrúi 1974–1978. Í
stjórn sjúkrasamlagsins á staðnum
sat hún 1974–1978. Starfaði lengi í
Kvenfélagi Húsavíkur og gegndi
formannsstöðu þar um skeið. Einnig
sat hún í stjórn Kvenfélagasam-
bands S- Þingeyjarsýslu. Öll sín
störf rækti hún af kostgæfni og sam-
viskusemi, samvinnufús og gott með
henni að starfa.
Eftir að Kristrún hætti kennslu
1994 starfaði hún ásamt nokkrum
konum í félagsskap sem þær nefndu
Kaðlín. Þar voru stundaðar hann-
yrðir af ýmsum toga, gerðir búta-
saumsdúkar og fengist við prjóna-
skap og fleira. Var þetta jafnframt
söluvarningur og skiptust konurnar
á við söluna. Stundum bar útlend-
inga að garði til að skoða og kaupa
og kom sér þá vel málakunnátta
Kristrúnar en hún hafði dvalið um
tíma í Bandaríkjunum á yngri árum
og hafði gott vald á enskri tungu.
Kristrún var ekki óvön því að vinna
ýmislegt í höndum því að meðan
börnin voru að alast upp saumaði
hún öll föt á þau, svo og á sjálfa sig,
því að ekki veitti af að drýgja tekj-
urnar á mannmörgu heimili.
Á síðustu árum hrakaði heilsu
Kristrúnar. Hún bar sig þó vel og
brá á léttara hjal þegar um heilsuna
var spurt. En séð var til hvers dró
og fengu læknar þar ekki að gert.
Síðustu vikurnar dvaldi hún á Heil-
brigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík,
þar sem hún lést þriðjudaginn 26.
nóv. sl.
Börn þeirra Ásmundar og Krist-
rúnar eru öll á lífi: Karl, verkfræð-
ingur í Bandaríkjunum, Bergþóra,
starfar hjá útibúi Landsbanka Ís-
lands á Húsavík, Bjarni, skipatækni-
fræðingur á Akureyri, Jóhanna,
launafulltrúi hjá Olís í Reykjavík,
Anna Kristjana, húsfrú í Syðra-
Langholti í Hrunamannahreppi og
kennir við grunnskólann á Flúðum,
Sigrún, prófarkalesari við Morgun-
blaðið.
Við leiðarlok eru efst í huga góð
kynni og samstarf um árabil þar
sem Kristrún með sinni hýru lund
og glöðum hlátri létti jafnan and-
rúmsloft meðal þeirra sem með
henni störfuðu. Ásmundi og börnum
þeirra hjóna og öðrum aðstandend-
um er vottuð innileg samúð.
Blessuð sé minning Kristrúnar
Karlsdóttur.
Sigurjón Jóhannesson.
Í dag, þegar við kveðjum Krist-
rúnu, tengdamóður okkar, er hugur
okkar fullur sorgar og trega. Krist-
rún eða amma Didda eins og börnin
kalla hana lést eftir langvinn veik-
indi þriðjudaginn 26. nóvember síð-
astliðinn. Þegar heilsan brestur er
lífið eilíf barátta og að lokum þverr
allur þróttur og lífsneisti. Hún
tengdamóðir okkar kvaddi þennan
heim, sátt við alla menn og búin und-
ir ferðalagið mikla.
Kristrún var gift eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Ásmundi, í 53 ár.
Það er langur tími, svo langur að
erfitt verður að hugsa til tengda-
föður okkar í framtíðinni án þess að
Kristrún komi þar við sögu.
Heimili Kristrúnar og Ásmundar
var lengst af á Uppsalavegi 20 á
Húsavík eða uppi á hól eins og kallað
var og uppi á hól var það sannarlega.
Útsýni stórfenglegt en veðrátta erf-
ið eins og gefur að skilja. Einhvern
veginn tókst Kristrúnu með óbilandi
þrautseigju og elju að rækta garð
með ótal rósum og trjám sem ekki
hefðu átt að þrífast við þessar að-
stæður. Innanhúss var ræktunar- og
sköpunargleðin líka ríkjandi;
plöntur, skreytingar, hannyrðir og
margir hlutir hvaðanæva úr veröld-
inni sem þau hjón höfðu eignast á
ferðum sínum erlendis, ferðum sem
bæði höfðu yndi af. Já, hún Kristrún
var iðjusöm, hún var eiginlega alltaf
að. Nú síðustu árin áttu hannyrðir
allan hennar hug og bera heimili
okkar þess ríkulegt vitni.
Á meðan heilsan leyfði fengum við
alltaf konunglegar móttökur þegar
við komum að sunnan. Á hátíðar-
stundum í fjölskyldunni tókst Krist-
rúnu ætíð að galdra fram stórfeng-
legar veislur, að því er virtist án
nokkurrar áreynslu og af því hafði
hún sannarlega gaman.
Kærar þakkir fyrir samfylgdina.
Blessuð sé minning Kristrúnar
Karlsdóttur.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
Arnar Guðlaugsson,
Kjartan Ásmundsson,
Erling Aðalsteinsson.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Með þessum örfáu orðum viljum
við kveðja ömmu okkar. Minning
hennar lifir allt í kringum okkur og
hvort sem er á degi eða nóttu umvef-
ur hún okkur hlýjum örmum.
Valgerður, Gyða og Ásbjörn.
Ég er ekki enn alveg búin að átta
mig á því að elsku amma sé farin yfir
í hinn betri heim og eigi aldrei eftir
að koma aftur. Þrátt fyrir að ég viti
innst inni að það var best fyrir hana
að fá hina eilífu hvíld af því að hún
var orðin svo veik. Það er svo sárt að
hugsa til þess að ég á aldrei eftir að
hitta hana aftur.
Það eru svo ótal margar minn-
ingar sem rifjast upp þegar komið
er að kveðjustund sem þessari. Til
dæmis hvernig amma beit í neðri
vörina þegar hún hló, hve garðurinn
á Uppsalavegi 20 var ævintýralega
flottur, hve mikinn metnað hún hafði
varðandi nám okkar barnabarnanna
og svona gæti ég haldið endalaust
áfram.
Fyrstu minningar mínar frá Upp-
salaveginum eru hvað mér þótti
saumaherbergið hennar ömmu ótrú-
lega spennandi. Saumavélin stóð
alltaf tilbúin á borðinu, út úr skápn-
um flæddu óendanlega margar gerð-
ir af efnum, gólfið var alþakið þráð-
um og spottum og svo rúsínan í
pylsuendanum, kassinn sem var
undir skrifborðinu. Hann var fullur
af tómum tvinnakeflum sem hægt
var að raða upp á ótrúlega marga
vegu.
Á öllum heimilum barna ömmu og
barnabarna er að finna hluti sem
hún bjó til. Ég man t.d. eitt sumarið
sem ég var fyrir norðan, þá sá ég
saumablað með stelpu á forsíðunni
sem var í ofboðslega fallegum
„prinsessukjól“. Ég varð alveg dol-
fallin yfir þessum kjól og amma tók
greinilega eftir því af því að fyrir
næstu jól fékk ég sendan alveg eins
kjól, meira að segja úr alveg eins
efni.
Ömmu fannst mjög gaman að
velta íslensku máli fyrir sér og ég
man oft eftir henni sitjandi inni í eld-
húsi að leysa krossgátur. Jafnvel
þegar hún lá veik á sjúkrahúsinu
voru staflarnir af krossgátublöðum
allt í kring.
Elsku afi, missir okkar allra er
mikill en þinn er þó mestur. Þú veist
að við styðjum þig öll og ég vil að þú
vitir hvað mér þykir vænt um þig.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín,
Nanna Rún.
Þá er hún fallin frá, ástkær amma
okkar, eftir löng og erfið veikindi og
er erfitt að horfa á eftir henni en við
huggum okkur við það að vita að
núna er hún á betri stað.
Garðurinn á Uppsalavegi 20 var
ömmu alltaf mjög hugleikinn, eyddi
hún ófáum dögunum þar og þegar
við lítum til baka er alltaf mjög
minnisstætt þegar við vorum að
leika okkur í garðinum hennar
ömmu. Þá var það oftar en ekki fót-
bolti sem við vorum í, við vissum vel
að það var ekki vinsælt hjá ömmu að
við værum nálægt fallegu blómun-
um hennar með boltann en aldrei
gerðist það að hún skammaði okkur
fyrir það, heldur var hún alltaf jafn-
ánægð með okkur. Þannig var það
alltaf þegar við komum í heimsókn
og er ömmu lýst mjög vel á þann
hátt. Það var alltaf gaman að koma
við hjá ömmu eftir skóla og spjalla
um daginn og veginn, hún var alltaf
til í að heyra hvað væri um að vera í
kringum okkur, hvort sem það var í
skóla eða íþróttum.
Það var aldrei komið að tómum
kofunum hjá þeim ömmu og afa og
áttum við ófáar gleðistundirnar þar.
Amma var virkilega góð í öllu sem
sneri að handavinnu og eigum við öll
barnabörnin eitthvað fallegt sem
hún bjó til handa okkur; teppi, vett-
linga eða húfur, alls kyns hluti sem
hafa komið sér virkilega vel og er
hún alltaf að hluta til með okkur í
gegnum þessa hluti.
Amma Didda var ein af virtustu
og bestu kennurum sem hafa kennt
á Húsavík og erum við bræður báðir
til vitnis um það og erum við sam-
mála um að aldrei hafi það bitnað
neitt á okkur þó að amma hafi verið
að kenna okkur. Hún var ákveðin í
tímum, svo þegar við hittum hana
utan tíma var tekið við þetta jafn-
aðargeð sem einkenndi hana alltaf.
Sem dæmi um vinsældir hennar sem
kennara var það eitt árið að hún var
kosin árshátíðardrottning á árshátíð
Framhaldsskólans á Húsavík.
KRISTRÚN J.
KARLSDÓTTIR