Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 66
UMRÆÐAN
66 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sendu jólakveðju
til vina og vandamanna!
Nú getur þú farið inn á mbl.is og sent
jólakveðjur til vina og ættingja.
Þú velur úr fjölda skemmtilegra mynda,
kveðjum á ýmsum tungumálum
og skrifar inn eigin kveðju.
Með því að skrá þig getur þú nýtt
þér eftirfarandi þjónustu:
Þú getur notað myndir og keypt myndir
úr Myndasafni Morgunblaðsins sem fylgja eiga
korti. Hver mynd úr Myndasafninu kostar 500 kr.
Tekið lista yfir keyptar myndir og notað þær aftur
án frekari greiðslu.
Haft yfirlit yfir þá sem þú hefur sent jólakort.
Fengið tölvupóst sem staðfestir að kort
hafi verið lesin.
Einföld leið til að gleðja vini og
vandamenn hvar í heimi sem er!
mbl.is
Ný þjónusta!
ÓVÍÐA á byggðu bóli á sér stað
jafnöflug landmótun af náttúrunn-
ar hendi og á Íslandi. Á síðustu 10
þúsund árum eða frá lokum síðasta
ísaldarskeiðs hafa náttúruöflin
staðið að látlausri sköpun og breyt-
ingum á ásýnd landsins og svo er
enn. Tiltektir mannanna eru enn á
okkar dögum sem hjóm eitt í þess-
um samanburði. Alveg sérstaklega
á þetta við um hálendið, þar sem
eldgos, vatn og vindar hafa gjör-
breytt ásýnd landsins síðan ísald-
arjökullinn skreið í sjó fram.
Vegna landfræðilega ungs aldurs
landsins og legu þess eru náttúru-
legar sviptingar í ásýnd og vist-
kerfi þess enn miklu meiri en víð-
ast hvar annars staðar. Rask vegna
framkvæmda, t.d. á hálendinu,
hverfur algerlega í skugga ham-
fara, er verða af völdum flóða og
eldgosa.
Með fyrirmynd í löggjöf erlendis
frá hefur Alþingi samt sett lög um
mat á umhverfisáhrifum til að
tryggja lágmarksrask á umhverf-
inu af mannavöldum. Lögformlegt
umhverfismat er dýrt, en getur
virkað hvetjandi til verkfræðilegra
úrlausna, sem nýta sér beztu fáan-
legu tækni á hverjum tíma.
Með hliðsjón af framansögðu
minnir baráttan við vandlega und-
irbúnar og lögformlega samþykkt-
ar framkvæmdir mest á baráttu
riddarans hugumstóra, Don Kík-
óta, við vindmyllurnar forðum tíð.
Munurinn er aðeins sá, að vind-
mylluriddarar nútímans eru
snöggtum leiðinlegri.
Undirstaðan
Nauðsynlegt er að auka útflutn-
ingstekjur landsmanna. Aukning
útflutnings hefur lengstum verið of
hæg. Ástæðurnar síðustu tvo ára-
tugina eru ástand lífríkis hafsins
og alltof litlar erlendar fjárfesting-
ar í landinu. Lífríkið verður alltaf
sveiflukennt, en fjárfestingarum-
hverfinu ráðum við sjálf.
Sem betur fer horfir nú væn-
legar um stórframkvæmdir og
verulega aukna gjaldeyrisöflun en
oft áður. Um þessar mundir er
hagvöxturinn nánast enginn, og
slíkt jafngildir samdrætti á vinnu-
markaðnum, því að framleiðnin vex
stöðugt og fólkinu fjölgar. Hætta
er á verðhjöðnun á Vesturlöndum,
eins og Japanir hafa mátt búa við í
um áratug. Slíka kreppu getum við
forðazt hérlendis með einum samn-
ingi um stórfellda fjárfestingu í
orkukræfum iðnaði. Aðrar útflutn-
ings- og þjónustugreinar munu
njóta góðs af og dafna í skjóli nýrr-
ar stóriðju og stórvirkjunar. Stór-
iðjan fellur með öðrum orðum afar
vel að annarri starfsemi í landinu.
Búdrýgindi
Ekki fer á milli mála, að fjárfest-
ingar, sem nema að jafnaði yfir 6%
af vergri landsframleiðslu á næstu
4 árum, munu hleypa nýju fjöri í
efnahagslífið, en þó án umtals-
verðrar verðbólguhættu vegna
verðhjöðnunaráhrifa erlendis frá.
Flutningar og þjónusta hvers kon-
ar munu njóta góðs af. Engum
blöðum er um það að fletta, að
bætt aðgengi að hálendinu og
hæsta stífla Evrópu munu laða að
sér aukinn fjölda ferðamanna.
Stöðuvatnið Hálslón mun og verða
mörgum augnayndi, eins og dæmin
sanna frá öðrum vatnsmiðlunum á
landi hér.
Til að reisa og reka stórvirki
þarf ekki aðeins mikið fjármagn,
heldur einnig mikla tækniþekk-
ingu. Hún er nú fyrir hendi í land-
inu og þarfnast verðugra verkefna.
Ekki verður skilið við sérfræði-
þekkinguna án þess að nefna hug-
búnaðargeirann. Vegna gríðarlegr-
ar sjálfvirkni orkuvera og álvera
opnast hugbúnaðarsmiðum hér af-
ar áhugaverður markaður.
Orkumálin
Undirstaða framfaranna, sem
hér hafa verið gerð að umtalsefni,
er beizlun orkunnar í fallvötnum
landsins og gufuorkunnar í iðrum
jarðar. Verði þetta hins vegar látið
hjá líða, blasir við efnahagsleg
stöðnun á Íslandi. Allt orkar tví-
mælis þá gert er, en hætt er við, að
afkomendur okkar kynnu okkur
litlar þakkir fyrir að halda að okk-
ur höndum nú. Ástæðan er sú, að
hér er um að ræða þá auðlind
landsins, sem mest er vannýtt nú
um stundir. Til að gefa nasasjón af
öllu því, sem nýta má hana til, má
nefna, að íslenzk raforka gæti allt í
senn knúið álver til framleiðslu
einnar milljónar tonna af áli, leyst
af hólmi allt eldsneyti, sem nú er
notað til lands og sjávar (af Íslend-
ingum) og séð einni milljón manns
fyrir nægu rafmagni til almennra
nota.
Þrátt fyrir allt þetta væri a.m.k.
fjórðungur virkjanlegs afls enn
ónýttur, t.d. af verndunarástæðum.
Hagkvæmar virkjanir varða veg-
inn til blómlegs og fjölskrúðugs at-
vinnulífs og skjóta stoðum undir
mennta- og velferðarkerfi, sem ella
mun standa á brauðfótum.
Framfarir eða stöðnun
Eftir Bjarna Jónsson „Hagkvæm-
ar virkjanir
varða veg-
inn til blóm-
legs og fjöl-
skrúðugs atvinnulífs og
skjóta stoðum undir
mennta- og velferðar-
kerfi…“
Höfundur er rafmagnsverkfræð-
ingur.
NÚ eru liðin 70 ár frá því að einn
af frumkvöðlum knattspyrnunnar á
Íslandi, Axel Andrésson, flutti til
Akraness. Hann var búsettur hér frá
1933 til 1941 og markaði hann strax
djúp spor í íþrótta- og æskulýðs-
störfin. Axel átti eftir að hafa meiri
áhrif á framgang knattspyrnunnar á
Akranesi en nokkur annar á undan
honum, bæði þau 8 ár sem hann var
búsettur hér og einnig við sendi-
kennslu allt fram á sjötta áratuginn.
Axel var fyrsti formaður Knatt-
spyrnufélagsins Víkings, en hann
átti stærstan þátt í því að félagið var
stofnað, enda oft kallaður fyrsti Vík-
ingurinn. Axel hefur lengst allra ver-
ið formaður Víkings og lengi aðal-
þjálfari félagsins auk þess sem hann
tók dómarapróf. Hann þjálfaði úr-
valslið úr félögunum í Reykjavík árið
1930, en það var fyrsti íslenski knatt-
spyrnuflokkurinn sem fór til keppni
á erlendri grund.
Íþróttaráð Akraness var stofnað
1934 og var Axel fyrsti formaður
þess. Hann hóf að þjálfa keppnis-
flokka, bæði hjá K.A. og Kára, hélt
námskeið í knattspyrnu og einnig
námskeið fyrir dómara. Mikið líf
færðist í alla íþróttastarfsemi á
Akranesi við komu Axels, sem birtist
m.a. í því að um svipað leyti var nýja
vallarsvæðið byggt upp á Jaðar-
sbökkum og formlega tekið í notkun
1935. Sú framkvæmd varð reyndar
byrjunin á þeirri miklu uppbyggingu
íþróttamannvirkja, sem síðan hefur
staðið yfir á Akranesi.
Axels-kerfið
Árið 1941 réðst Axel sem sendi-
kennari Í.S.Í. í knattspyrnu og hand-
knattleik. Fljótlega mótaði hann
kerfi sem hann notaði við kennsluna,
og sem talin voru taka mjög fram
fyrri aðferðum í þessum efnum.
Urðu kerfi þessi landskunn, kennd
við Axel og kölluð Axelskerfin. Það
er talið að Axel hafi kennt 15 þúsund
ungmennum samkvæmt kerfunum á
rúmlega 15 ára tímabili. Á sumrum
starfaði hann fyrir íþróttafélögin vítt
og breitt um landið, en á vetrum í
hinum ýmsu skólum, til sjávar og
sveita. Alls staðar var hann aufúsu-
gestur og allir kepptust við að fá
hann til sín. Má með sanni segja að
Axel hafi átt hvað mestan þátt í hin-
um vaknandi áhuga æskunnar fyrir
knattleikjum.
Í stuttu máli má segja að hann hafi
gert æfingarnar að leik sem hann
felldi svo í kerfi. Hann lagði rækt við
að kenna réttar leikreglur og drengi-
lega framkomu í leik auk þess að
kenna ýmsa tækni í knattmeðferð.
Sjálfur sagði Axel: „Ég setti aðal-
kerfið saman strax 1941 og hand-
knattleikskerfið árið eftir. Vöggu-
kerfið svokallaða handa yngstu
nemendunum setti ég saman 1947.
Því kerfi mætti líkja við það þegar
börnin eru að læra að stafa, allt und-
irstöðuatriði. Börnin læra að hlýða
og koma vel fram, feimnin hverfur og
sjálfstraustið eykst. Keppni kemur
fram á öllum stigum kerfisins, en hún
er þó ekki markmiðið, heldur drengi-
legur leikur. Keppendur eru fyrst og
fremst allir vinir og félagar“ sagði
Axel.
Axel hylltur af Þorsteini
frá Hamri
Þann 4. febrúar 1954 var Axel
haldið samsæti í Reykholtsskóla og
voru þar margar ræður haldnar.
Einn nemandinn, Þorsteinn Jónsson,
15 ára gamall, las þar frumort kvæði,
sem sennilega hefur ekki birst á
prenti áður:
Við biðum með óþreyju eftir þér hér
því allir þig þráðu að vonum,
og komu þess manns sem að álitinn er
með Íslands djörfustu sonum.
Og knattspyrnan upplífgar ungdómsins sál
og auðgar að gleði og mætti.
Og hún er sú íþrótt sem þörf er og þjál
og þjóðir um aldir hún bætti.
Og göfug er lund þín og göfug þín svör,
af göfugri Íslendings tungu.
Og hvar sem þú lifir er leikur og fjör,
þú leiðir til gleði þá ungu.
Þú stendur á velli sem óbrigðul eik
og enginn á þróttinum tapar.
Þú gerir oss taman þann göfuga leik,
sem giftu og heilbrigði skapar.
Sá æskunnar vin, sem við kveðjum í kvöld,
og kærasta vinsemd við bárum.
Hann minnir á fornkappans framfara öld
og frægð, sem er liðin að árum.
Sá jöfur er veitti þér þol móti þraut
og þig lét ei mótlætið baga.
Hann lýsi þér Axel, á lukkunnar braut,
og landið mun auðga þín saga.
„Ekki á færi annars en Axels“
Nafn Axels Andréssonar hefur því
miður oft gleymst þegar frumherja
knattspyrnunnar er getið; einnig
handboltans. Hans er t.d. hvergi get-
ið í Alfræðisafni Menningarsjóðs um
íþróttir, þar sem margir minni spá-
menn fá vandlega umfjöllun. Axel
var sérstæður persónuleiki,
skemmtilegur og í raun ógleyman-
legur þeim sem kynntust honum.
Einn nemandi Axels í Reykholti,
Anton Örn Kjærnested, síðar for-
maður Víkings, minnist Axels svo í
bókinni Áfram Víkingur eftir Ágúst
Inga Jónsson: „Axel hafði lag á að
gæða alla leiki lífi og draga fram í
mönnum keppnisgleðina og veður og
aðrar ytri aðstæður hömluðu ekki
æfingum og útileikjum þegar Axel
var annars vegar. Einn laugardags-
eftirmiðdag átti að vera kappleikur
milli bekkja, en um nóttina kyngdi
niður snjó, svo að hnéfallinn snjór
huldi allan völlinn. En Axel var nú
ekki aldeilis á því að fella niður leik-
inn, heldur var öllum nemendum
safnað saman, rúmlega hundrað
manns, og öll hersingin látin marsera
fram og aftur um völlinn þar til hann
var keppnisfær, nokkuð sem ég held
að hafi ekki verið á færi nokkurs ann-
ars en Axels að fá liðlega hundrað
unglinga til að gera og sennilega alla
með gleði“. Á svipaðan hátt og öðrum
æskulýðsleiðtoga, sr. Friðrik Frið-
rikssyni, tókst Axel að virkja ung-
lingana á jákvæðan hátt við að taka
þátt í drengilegum leik, leik sem
stuðlaði að heilbrigðri sál í hraustum
líkama. Axel lést 13. júní 1961.
Brautryðjand-
inn Axel
Andrésson
Eftir Ásmund Ólafsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Dvalarheimilisins Höfða, Akranesi.
„Nafn Axels
Andréssonar
hefur því
miður oft
gleymst
þegar frumherja knatt-
spyrnunnar er getið;
einnig handboltans.“
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.