Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 70
UMRÆÐAN
70 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
w
w
w
.f
o
rv
al
.is
MARGIR dásama hin nýju og
glæsilegu mislægu gatnamót sem
nýverið risu yfir Reykjanesbraut
við Breiddina og tengja saman
Breiðholt og Kópavog. Get ég verið
þar sammála hvað glæsilegt útlit
og arkitektúr varðar, en öðru máli
gegnir þegar hönnunargallar brú-
arinnar eru skoðaðir, en á þeim eru
fleiri umferðarljós en þurfa þykir
og skapa þau stórhættu fyrir veg-
farendur.
Þegar umræðan um þessi gatna-
mót stóð sem hæst var lögð meg-
ináhersla á að byggð skyldu mis-
læg gatnamót til að fækka
árekstrum en þess í stað virðist
áherslan vera sett á fegurð brúar-
innar. Það virðist vera sívaxandi
tíska að brúarsmíð gangist undir
einhvers konar fegurðarsam-
keppni, stundum tekur fegurð ör-
yggi vegfarenda fram. Það sama
gildir um Höfðabakkabrúna.
Þessi gatnamót eiga það sameig-
inlegt að í stað slaufa er troðið nið-
ur ótæpilegu magni af götuljósum
sem valda því að bílar þurfa að
stoppa og bíða í tíma og ótíma, í
stað þess að geta ekið ótrautt
áfram eins og gerist þar sem Ár-
túnshöfði gengur yfir Reykjanes-
brautina. Þar eru engin ljós, heldur
einungis slaufur.
Það er löngu vitað að gatnamót
með slaufum eru öruggasti kost-
urinn. Slík gatnamót eru eitthvað
dýrari í byggingu en ekki má
gleyma því að þau borga sig fljótt
upp með fækkun slysa. Að setja
upp og viðhalda götuvitum er einn-
ig kostnaðarsamt. Að leggja niður
ein umferðarljós þar sem fremur
þung umferð er sparar þjóðfélag-
inu allt að 20 milljónir á ári sé tillit
tekið til bremsu- og dekkjaslits,
aukinnar bensíneyðslu og slits á
malbiki, að ekki sé talað um tíma-
sparnað og minni mengun. Því má
nærri geta að væru umferðarljós
lögð til hliðar á Kópavogsbrúnni og
þeirra í stað settar slaufur myndi
slík framkvæmd borga sig upp á
skömmum tíma. Þar er nóg pláss
fyrir slaufur og dylst það engum
sem þar á leið um. Einnig er nægi-
legt rými við Höfðabakkabrúna að
ekki sé talað um brúna þar sem
Réttarholtsvegur mætir Skeiðar-
vogi og liggur yfir Miklubraut.
Það versta við þessar götuljósa-
brýr er að ekki er eins að aka yfir
neinar þeirra, og þegar ókunnugir
aka upp á þær vita þeir ekkert
hvert á að fara nema kannski ef til
stendur að aka beint yfir þær.
Menn lenda oft í sjálfheldu og vill-
ast af leið, og aka því jafnvel yfir
umferðareyjar til að komast í rétta
stefnu. Til að komast frá Skeið-
arvogi og vestur í bæ þarf að
beygja til austurs, þvert fyrir um-
ferðina á móti, og taka stóran sveig
undir brúna til að komast í vest-
urátt. Með einfaldri afrein á stöpl-
um væri hægt að beygja strax til
vesturs áður en komið er inn á
brúna og beint inn á Miklubraut.
Þá gæti umferðin á móti ekið
óhindrað áfram án frekari tafa og
slysahættu. Það ætti hver maður
að sjá hve frumstætt það er að
hugsa ekki fyrst og fremst út í um-
ferðaröryggi þegar ráðist er í svo
veigamikla og kostnaðarsama
framkvæmd sem slík brúarsmíði
er.
Nú er í umræðunni að byggð
skuli mislæg gatnamót við Kringl-
una, við stærstu gatnamót landsins
þar sem flestir árekstrar verða.
Sjálfstæðismenn vilja gatnamót
með slaufum en R-listinn vill
gatnamót með götuljósum. Sam-
kvæmt því sem Ingibjörg Sólrún
borgarstjóri sagði í viðtali fyrir
stuttu snýst málið einna helst um
að gatnamót með slaufum taka of
mikið pláss til að geta verið við-
unandi, og þar með séu ljósin betri
kostur. Sjálfsagt er hún að hugsa
út í það ónæði sem slaufuumferð
ylli næstu íbúum, en slaufurnar
þurfa alls ekki að vera mjög stórar
þar sem umferðarhraði um slaufur
er frekar hægur.
Erfitt er að ímynda sér hvaða
máli það skiptir að hafa gatnamót-
in á sem minnstu svæði þegar verið
er að ræða um umferðaröryggi og
fækkun slysa. Með slaufugatna-
mótum fækkar slysum þarna um
90% en með því að setja niður um-
ferðarljós allt að 50%. En er allt að
50% fullnægjandi þegar 90% eru í
boði?
Getur Ingibjörg Sólrún ábyrgst
orð sín? Ég efast um að hún sé
reiðubúin að fara upp á sjúkrahús
til að segja hinum slösuðu að slys-
farir þeirra séu viðunandi í skjóli
plássins sem hún náði að spara.
Umferðarslys valda ekki bara
þjáningum, heldur eru þau ótrú-
lega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélag-
ið. Þegar maður slasast alvarlega
og tekið er tillit til allra þátta eru
tölurnar sláandi. Þar má gera ráð
fyrir að tvær bifreiðir gereyðilegg-
ist. Sjúkrahúsvist kostar um
100.000 krónur á dag auk aðgerða-
og lyfjakostnaðar. Vinnutap og
fjárhagstjón geta verið gríðarleg.
Þá koma til miskabætur og ör-
orkubætur auk kostnaðar vegna
endurhæfingar innan og utan
stofnana auk umönnunar það sem
eftir er ævinnar. Að endingu má
gera ráð fyrir að viðkomandi verði
ekki skattgreiðandi aftur þar sem
hann verður ófær um að stunda
vinnu en það eitt skiptir miljóna-
tugum í tap fyrir ríkið og það
sveitarfélag sem hann er búsettur
í. Þá er alltaf einhver kostnaður
því fylgjandi að fá slökkvilið og
sjúkraflutningamenn á staðinn til
að klippa menn út úr bílflökum og
koma þeim sem fyrst á sjúkrahús.
Það þarf ekki að velta vöngum
lengi yfir því hve hagkvæmt það er
að setja slaufur í stað ljósa þegar
slíkar niðurstöður liggja til grund-
vallar. Það er alveg ljóst að því
fyrr sem ráðist verður í þess hátt-
ar framkvæmd, því betra.
Umferðarmannvirki
eða umhverfisslys?
Eftir Baldur Sigurðsson „Gatnamót
með slauf-
um eru
öruggasti
kosturinn.“
Höfundur er framkvæmdastjóri.
NÝLEGA var greint frá því í dag-
blöðum að talsverðar breytingar eru
fyrirhugaðar á lóð Knattspyrnu-
félagsins Vals á Hlíðarenda við ræt-
ur Öskjuhlíðar, þar sem félagið hef-
ur haft aðstöðu frá því um miðja
síðustu öld. Fyrir liggur nýtt deili-
skipulag þar sem íþróttasvæðið er
minnkað um tæpan þriðjung, niður í
tæpa 6 hektara. Fram kemur að gert
sé ráð fyrir þremur fjölbýlishúsum
fyrir námsmenn, 1,7 ha fara undir
byggingar til atvinnustarfsemi og
heimild verður fyrir byggingu hótels
á svæðinu sem hið nýja deiliskipulag
nær yfir. Það sem vekur ekki síst at-
hygli er að gert er ráð fyrir að rífa 15
ára gamalt íþróttahús, nýja Vals-
heimilið!
Valur utan hliðarlínunnar
Sem Hlíðabúi og Valsari frá
barnsaldri sperri ég augu og eyru
við þessi tíðindi. Í gegnum tíðina
hafa börn og unglingar úr gamla
austurbænum og Hlíðahverfinu átt
brýn erindi á Valsvöllinn á Hlíðar-
enda. Sjálfur á ég ljúfar æskuminn-
ingar um óteljandi hlaupaferðir nið-
ur á Hlíðarenda og þindarlausa
knattleiki á Valsvellinum. Mér er þó
löngu ljóst að staðsetning og aðkoma
að svæðinu hefur aldrei verið not-
endavæn, allra síst fyrir yngstu not-
endurna. Bústaðavegurinn, einhver
mesta umferðaræð höfuðborgar-
svæðisins, hefur alltaf skorðað Hlíð-
arenda rækilega frá nágrannahverf-
unum. Eftir að Bústaðavegurinn var
færður í aukana hér um árið, upp í
Öskjuhlíðina og nær Hlíðarenda, var
Valur nánast kominn út af vellinum,
út fyrir hliðarlínuna. Hið nýja deili-
skipulag sem kynnt var um daginn
bætir í engu þar um, þvert á móti er
sýnt að Valssvæðið verði afgirt á alla
vegu af miklum umferðarmannvirkj-
um.
Miðlægur sess
Hið nýja deiliskipulag vekur
spurningar um hvaða hugsun liggi
því til grundvallar. Ég lít svo á að
starfsemi íþróttafélaganna sé fyrst
og fremst uppeldisstarf, að helstu
skjólstæðingar þeirra séu börn og
unglingar. Íþróttafélögin í gömlu
Reykjavík eru með elstu stofnunum í
þjóðfélaginu. Valur er rúmlega ní-
ræður og KR varð hundrað ára fyrir
stuttu, svo dæmi séu nefnd. Stórir
hópar barna og unglinga hafa sótt til
íþróttafélaganna allt frá því að
Reykjavík fór að taka á sig mynd og
svo mun verða áfram. Saga þessara
félaga er og verður rækilega samofin
sögu borgarinnar. Íþróttafélögin
hafa því unnið sér sterkan þegnrétt í
borgarsamfélaginu og enginn efi rík-
ir um gildi íþróttastarfs fyrir alla
aldurshópa. Þess vegna er ekki hægt
að draga aðra ályktun en þá að starf
íþróttafélaganna verðskuldi e.k. mið-
lægan sess í skipulagi borgarinnar.
Rætur Vals í austurbænum
Áttum okkur líka á því að íþrótta-
félögin eiga sér landfestar í vissum
hverfum. Sem slík gegna þau býsna
merku hlutverki í siðmenningunni.
Þau veita útrás vissri frumstæðri til-
finningu hjá mörgum okkar, eins
konar ættflokkakennd, um að til-
heyra hópi sem berst fyrir og ver sitt
svæði. Það erum við og svo þau í hin-
um hverfunum! Valur er íþróttafélag
þess hluta gömlu Reykjavíkur sem
liggur austan Lækjar, sem og Hlíða-
og Holtahverfisins. Allar hugmyndir
sem heyrðust um tíma um að flytja
Val í Grafarvog hljóma því annar-
lega. Hvað segðu Vesturbæingar um
að flytja KR upp á Kjalarnes?
Klambratún heimavöllur
Tími breytinga er þó augljóslega
runninn upp hjá Val. Fátt mælir
gegn því að starfsemi félagsins verði
fundinn nýr og hagfelldur staður
innan síns hefðbundna hverfis og er
þar kominn kjarni þessara skrifa.
Mér sýnist sem skipulagsyfirvöldum
í Reykjavík og hugsanlega forsvars-
mönnum Vals einnig hafi yfirsést
langeðlilegasti kosturinn fyrir fram-
tíðaraðstöðu félagsins. Klambratún
er í nokkurra hundraða metra fjar-
lægð frá Hlíðarenda, um 10 hektara
svæði sem ætlað er til útivistar en
hefur nýst illa sem slíkt. Borgarbúar
virðast ekki sækja mikið í túnrækt-
ina á Klambratúni. Hugmyndin um
slík græn svæði er barn síns tíma og
líklega úrelt, hafi hún nokkurn tíma
verið virkilega nothæf við okkar að-
stæður. Klambratún er ekki Hyde
Park og verður ekki. Öskjuhlíðin,
þarna rétt hjá, þykir mun álitlegra
útivistarsvæði til að skokka, viðra
hundinn o.þ.h.
Miklabrautin í stokk
Klambratún er miðsvæðis í þeim
hverfum sem Valur þjónar. Börnum
og unglingum stafar mun minni um-
ferðarógn af Rauðarárstíg, Flóka-
götu og Lönguhlíð en Bústaðaveg-
inum. Miklabrautin þarf svo að fara í
stokk eins og rætt hefur verið um og
þá er Klambratúnið nánast orðið
eins og bakgarður fyrir meginhluta
Hlíðahverfisins. Klambratúnið gæti
þá orðið miðlægt og afar aðgengilegt
íþrótta- og útivistarsvæði. Þar væru
leikvellir fyrir alla aldurshópa, leik-
vangur og knatthús sem færa líf og
fjör á svæði sem sáralítil not eru af í
dag en liggur þó á einhverju dýr-
mætasta landi í allri Reykjavík. Það
verður ekki betur séð en huga þurfi
að slíkum breytingum nákvæmlega
núna þegar hvort eð er á að rífa nið-
ur og byggja nýtt undir merki Vals.
Valur og íþróttir
austan Lækjar
Eftir Björn Guðbrand
Jónsson
„Hið nýja
deiliskipu-
lag vekur
spurningar
um hvaða
hugsun liggi því til
grundvallar.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
og býr í Hlíðunum.
GILDI starfsmanna fyrir fyrir-
tæki hefur farið ört vaxandi á und-
anförnum árum. Verðmestu eignir
fyrirtækja eru ekki lengur vélar og
húsnæði, heldur er menntun starfs-
fólks það verðmætasta sem fyrir-
tæki á. Fyrirtæki sem vilja sækja á
ný mið þurfa frjóa og velmenntaða
einstaklinga. Erlendis hafa menn
verið meðvitaðir um þetta, þar nota
fyrirtæki mikla fjármuni í háskóla-
menntun starfsfólks og greiða fyrir
frumrannsóknir innan háskóla.
Þessi fjárfesting byggir á þeirri
staðreynd að þekking er það verð-
mætasta sem fyrirtæki á. Ef fyr-
irtæki veit meira en keppinauturinn
þá verður það ofan á og verður
fyrst til að markaðssetja nýjungar.
Hér á landi eru tengsl atvinnu-
lífsins við háskóla enn á frumstigi.
Háskólamenntun er í mörgum til-
vikum ekki metin sem skyldi. Oft er
sagt að heimurinn sé að verða eitt
atvinnusvæði og hvað háskóla-
menntað fólk varðar er þetta stað-
reynd. Sem dæmi má nefna að ef
maður bætir við sig MBA gráðu og
fær það ekki metið frá atvinnurek-
enda getur hann allt eins farið að
vinna erlendis í starfi við hæfi. Í há-
skólum landsins liggur fjársjóður
atvinnulífsins, þar eru stundaðar
þær frumrannsóknir sem nauðsyn-
legar eru hverri grein. En háskól-
arnir hafa líka að geyma aðra auð-
lind. Auðlind sem með réttri
meðferð er óþrjótandi og það eru
þeir stúdentar sem stunda þar nám
hverju sinni. Stúdentar eru að
leggja á sig margra ára nám til
þess að verða sem hæfastir ein-
staklingar. Nokkrir halda áfram
innan háskóla við rannsóknir og
kennslu en langflestir sækja út á
atvinnumarkaðinn að námi loknu.
Háskólar eru gull- og demantanám-
ur fyrirtækja, um þá gilda sömu
lögmál og um aðrar námur, maður
fær miklu meira út úr þeim við að
grafa og leggja á sig vinnu en að
tína bara af yfirborðinu. Hver
króna sem fer í verkið skilar sér
margfalt til baka. Tengsl milli fyr-
irtækja og háskóla þurfa að stór-
aukast ef við viljum nýta að fullu þá
gjöfulu auðlind sem hugvit og ný-
sköpun er. Einn vettvangur sem í
boði er í byrjun hvers árs eru
Framadagar http://www.framadag-
ar.hi.is , á þeim vettvangi tengjast
fyrirtæki beint við nemendur og
selja sig sem framsækna vinnustaði
og ákjósanlega samstarfsaðila í
framtíðinni. Mannauðurinn er mesti
fjársjóður jarðar, fyrirtæki verða
að virkja mannauð háskólanna með
virkara hætti en verið hefur til að
dafna í harðnandi samkeppni.
Fjársjóður atvinnulífsins
Eftir Inga Þór Finnsson
Höfundur er nemi við
Verkfræðideild Háskóla Íslands.
„Tengsl milli
fyrirtækja og
háskóla
þurfa að
stóraukast.“