Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 76
SKOÐUN 76 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkru átti sér stað opin- ber umfjöllun í ljósvakamiðlum og dagblöðum um umhverfisáhrif fram- kvæmda. Tilefnið var m.a. ásakanir þriggja vísindamanna á hendur Landsvirkjun, ákveðnum starfs- mönnum hennar og VSÓ Ráðgjöf ehf. um að hafa beitt vísindamenn þrýst- ingi, jafnvel falsað niðurstöður eða valið með óeðlilegum hætti úr niður- stöðum þeirra við gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Norðlinga- ölduveitu. Eins og kunnugt er féllst Skipulagsstofnunin á framkvæmd- ina. Úrskurðurinn var síðan kærður til umhverfisráðherra sem mun væntanlega kveða upp fullnaðarúr- skurð innan skamms. Í umræðunum koma fram efa- semdir hjá sömu vísindamönnum og reyndar alþingismönnum um að sjálft matsferlið, eins og það er fest í lögum nr. 106/2000 um mat á um- hverfisáhrifum og reglugerðum er þeim fylgja, tryggi nægilega vandaða umfjöllun um umhverfisáhrif fram- kvæmda áður en leyfisveitandi tekur ákvörðun. Gott samstarf við vísindamenn Um áðurnefndar ásakanir verður ekki rætt hér en vísað í yfirlýsingar Landsvirkjunar og starfsmanna hennar þar sem þeim er algerlega vísað á bug sem órökstuddum og ómaklegum. Frekari upplýsingar um þetta mál má finna á vefsíðum Lands- virkjunar og VSÓ Ráðgjafar. Hins vegar er full ástæða til að fjalla al- mennt um rannsóknarstarf vegna virkjana, gildandi lög um mat á um- hverfisáhrifum og fyrirhugaðar breytingar á þeim lögum. Miklu skiptir að haldið sé á slíkri umræðu með málefnalegum hætti. Landsvirkjun hefur í gegnum tíð- ina staðið fyrir og kostað margvísleg- ar náttúrufarsrannsóknir á fyrirhug- uðum virkjunarsvæðum. Í tengslum við þær hefur fyrirtækið með örfáum undantekningum átt ágætt samstarf við tugi vísindamanna og aðra sér- fræðinga og aldrei reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður þeirra. Hins vegar er eðlilegt að leita eftir skýringum og rökstuðningi fyrir nið- urstöðum sérfræðinga, ekki síst þeg- ar þær eru notaðar til að leggja mat á framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Nálægt tuttugu vísindamenn og sérfræðingar komu að gerð endan- legrar skýrslu um mat á umhverfis- áhrifum Norðlingaölduveitu en mun fleiri að rannsóknum enda eru rann- sóknarskýrslur orðnar um fimmtíu talsins. Öll þessi gögn eru lögð fram þegar Skipulagsstofnun fær mats- skýrsluna til skoðunar. Skipulagsstofnun ber að sann- reyna áður en hún kveður upp úr- skurð að tilvitnanir sem koma fram í matsskýrslu og vísa í rannsóknir vís- indamanna séu í samræmi við það sem kemur fram í frumskýrslum þeirra. Við vinnu sína hefur því stofn- unin aðgang að öllum grunnheimild- um. Það gefur augaleið að fram- kvæmdaaðili hefur engan ávinning af að reyna að hagræða niðurstöðum vísindamanna. Slíkt mundi einfald- lega koma í bakið á framkvæmda- aðila þegar skýrslan er tekin til skoð- unar hjá Skipulagsstofnun og ráð- herra. Grunnrannsóknir Rannsóknir á náttúrufari landsins eru af fremur skornum skammti enn sem komið er. Þetta er ólíkt því sem gerist hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Þar geta orkufyrirtækin og aðrir sem vinna við mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda gengið að upp- lýsingum hjá viðkomandi sérfræði- stofnunum hins opinbera. Hér hefur það hins vegar komið í hlut Lands- virkjunar að kosta slíkar grunnrann- sóknir á fyrirhuguðum virkjunar- svæðum og hefur fyrirtækið varið til þeirra hundruðum milljóna króna undanfarna áratugi. Svæðin sem um ræðir eru m.a. Þjórsár-, Blöndu-, Eyjabakka-, Kröflu-, Bjarnarflags-, Skaftár- og Kárahnjúkasvæðið. Umfang þessara rannsókna hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin m.a. eftir að lög um mat á umhverfisáhrif- um voru fyrst sett árið 1993. Engin svæði á hálendinu eru jafnvel rann- sökuð og virkjunarsvæðin og því eðli- legt að athyglin beinist að þeim. Það er ekki fyrr en með rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem nú er unnið að á vegum stjórnvalda, að gerð er tilraun til að rannsaka önn- ur svæði. Með því móti mun fást betri heildarsýn yfir náttúruverðmæti ein- stakra svæða og jafnframt raunhæf- ari samanburður þegar leggja á mat á slík verðmæti. Vinnuferli við mat á umhverfisáhrifum Eins og áður segir voru lög um mat á umhverfisáhrifum fyrst sett hér á landi árið 1993 en nú eru í gildi lög nr. 106/2000. Lögin eru byggð á tilskip- unum Evrópusambandsins No. 85/ 337/EBE og 97/11/EB. Megintil- gangur laganna er að tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar um um- hverfisáhrif matsskyldra fram- kvæmda liggi fyrir áður en leyfisveit- andi tekur ákvörðun um hvort heimila eigi framkvæmdina. Lögin eiga einnig að tryggja að almenningi og öllum þeim sem hagsmuna eiga að gæta gefist kostur á að koma athuga- semdum sínum á framfæri. Í grófum dráttum er matsferlið þannig:  Framkvæmdaaðili sendir tillögu að matsáætlun til Skipulagstofn- unar og kynnir hana umsagnarað- ilum og almenningi. Matsáætlunin setur umgjörð um innihald mats- skýrslunnar.  Skipulagstofnun fer yfir áætlunina og gerir athugasemdir við hana ef svo ber undir. Fallist stofnunin á matsáætlun hefst vinna við sjálfa matsskýrsluna.  Drög að matsskýrslu eru send til Skipulagsstofnunar sem fer yfir þau og sendir athugasemdir til framkvæmdaaðila.  Framkvæmdaaðili eða ráðgjafar á hans vegum vinna síðan endanlega matsskýrslu sem send er til Skipu- lagsstofnunar til athugunar ásamt öllum rannsóknaskýrslum og öðr- um grunngögnum.  Skipulagsstofnunin metur hvort skýrslan uppfyllir kröfur sem sett- ar eru í lögum og reglugerðum og hvort hún sé í samræmi við mats- áætlun.  Uppfylli skýrslan kröfur Skipu- lagsstofnunar er hún auglýst í blöðum.  Framkvæmdaaðili stendur fyrir kynningu á skýrslunni í samráði við Skipulagsstofnun. Skýrslan er einnig aðgengilega á netsíðu stofn- unarinnar.  Skýrslan er látin liggja frammi á aðgengilegum stað í sex vikur en á þeim tíma gefst öllum tækifæri á að koma athugasemdum á fram- færi við Skipulagsstofnun.  Skipulagsstofnun leitar umsagnar leyfisveitanda og umsagnaraðila um skýrsluna.  Framkvæmdaaðila er gefinn kost- ur á að svara athugasemdum og ábendingum sem komið hafa fram við matsskýrsluna og framkvæmd- ina.  Skipulagsstofnun kveður upp rök- studdan úrskurð; a) fallist er á framkvæmdina með eða án skil- yrða eða b) lagst gegn framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfis- áhrifa.  Úrskurðurinn er auglýstur og kynntur á sama hátt og mats- skýrslan.  Allir geta kært úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og sé það gert gefst umsagnarað- ilum aftur kostur á að gera athuga- semdir.  Ráðherra kveður síðan upp fulln- aðarúrskurð á stjórnsýslustigi. Eins og fram kemur í upptalning- unni hér á undan er mönnum gefinn kostur á að koma fram með athuga- semdir þrisvar sinnum þ.e.a.s. við matsáætlun, matsskýrslu og í kæru til ráðherra. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum Umhverfisráðherra hefur opinber- lega lýst óánægju sinni með gildandi lög nr. 106/2000 og hafin er vinna við að endurskoða lögin. Markmiðið er að færa lögin nær því sem gerist í öðrum Evrópulöndum en þar tíðkast ekki að sjálfstæð stofnun úrskurði hvort fallist sé á framkvæmdir eða þeim hafnað. Hugmynd ráðherra er að Skipulagsstofnun gefi einungis út álit sem leyfisveitendum bæri að taka tillit til þegar leyfi fyrir framkvæmd- um er veitt. Umhverfisráðherra hefði þá ekki úrskurðarvald líkt og í dag en gæti haft áhrif ef framkvæmd bryti í bága við stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum eða gengi gegn ákvæði alþjóðasamninga. Orkufyrirtækin geta tekið undir hugmyndir umhverfisráðherra um breytingar á lögunum. Við endur- skoðun laganna þyrfti jafnframt að huga að samræmingu tengdra laga- bálka, t.d. laga um náttúruvernd og skipulags- og byggingarlög. Í þessu sambandi má benda á að þrátt fyrir að Alþingi eða ráðherra heimili fram- kvæmd getur málið tafist eða jafnvel stöðvast á lægri stjórnsýslustigum þar sem einnig þarf að afla heimilda eða leyfa fyrir framkvæmdinni. Hverjir bera ábyrgð? Hér eins og víðast í nágrannalönd- um okkar í Evrópu er það á ábyrgð framkvæmdaaðila að láta vinna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Ályktanir sem settar eru fram í mats- skýrslu um áhrif framkvæmdarinnar eru einnig á ábyrgð framkvæmda- aðila. Vísindamenn og sérfræðingar rannsaka áhrif framkvæmdar á um- hverfið. Það er hins vegar ekki í þeirra verkahring né framkvæmda- aðila að fella dóma um það hvort framkvæmd sé leyfð. Það verður að vera á ábyrgð stjórnvalda á grund- velli upplýstrar ákvörðunar. VIRKJUNARRANN- SÓKNIR OG MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM Eftir Agnar Olsen „Vísinda- menn og sérfræð- ingar rann- saka áhrif framkvæmdar á um- hverfið. Það er hins veg- ar ekki í þeirra verka- hring né framkvæmda- aðila að fella dóma um það hvort framkvæmd sé leyfð.“ Höfundur er framkvæmdastjóri verkfræði- og framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. UMRÆÐAN Á BORÐUM R-listans liggja fyrir tillögur um að byggja bílageymslu- hús í norðurenda Tjarnarinnar fyrir rúmlega sjö hundruð milljónir króna. Þessar tölur kunna að breytast eitt- hvað og samkvæmt reynslunni lík- lega til hækkunar. Í þessu dæmi skipta hins vegar einhverjir milljóna- tugir til eða frá líklega minnstu máli. Skorturinn litli Í miðbænum er nú þegar fjöldi bílastæða og nokkur bílastæðahús. Samkvæmt skýrslu bílastæðasjóðs er nýting bílageymsluhúsanna frá 50–70% að meðaltali og fer einstaka sinnum á álagstímum upp í 80 til 90%. Það kemur aldrei fyrir að þessi hús séu svo full að þar sé ekki hægt að fá stæði. Svipaða sögu er að segja um stæði við götur og á bílaplönum að þar er yfirleitt unnt að leggja bíl ekki langt frá áfangastað. Sú stað- hæfing borgaryfirvalda, að vanti kringum þúsund bílastæði í miðbæn- um, mun byggð á reglugerðum um bílastæðaþörf miðað við þéttleika byggðar en er í engu samræmi við daglegan veruleika. Nú er umrædd reglugerð annað- hvort fengin frá guði og því óskeikul eða hún er samin af mönnum. Það er hæpið að guð sé mikið að skipta sér af bílastæðum á þessum veraldar- hjara, þannig að umrædd reglugerð hlýtur að teljast mannaverk og þess vegna ætti að vera hægt að breyta henni eða horfa framhjá henni. Sam- kvæmt reynslunni og skýrslum bíla- stæðasjóðs er enginn skortur á bíla- stæðum í miðborginni og því engin knýjandi þörf á að eyða stórfé í enn eitt bílamusterið á þessu svæði. Bílastæði undir tónlistarhúsi Lengi hafa verið uppi ráðagerðir um að byggja tónlistarhús við aust- anverða gömlu höfnina og munu þær hugmyndir vera að komast á koppinn um þessar mundir. Þar er gert ráð fyrir miklum bílakjöllurum svo fólk komist úr bílunum sínum í tónleika- salina án þess að þurfa að fara út undir bert loft. Yfirleitt fer flutning- ur listefnis fram á kvöldin og um helgar. Það er því ljóst að bílakjall- ararnir í grunni þessa húss munu standa auðir á virkum dögum þegar helst er þörf fyrir bílastæði í Kvos- inni. Ef um einhvern bílastæðavanda er að ræða í miðbænum, annan en fræðilegan talnaleik á pappír, ætti þessi bygging að bæta úr honum. Almenningssamgöngur Á stefnuskrá núverandi borgar- stjórnarmeirihluta er að efla al- mannasamgöngur. Til þess þarf að fjölga ferðum strætisvagna á álags- tímum og lækka verð á fargjöldun- um. Í fljótu bragði gæti þetta sýnst kosta talsverða peninga, en þegar lengra er litið sést að efling almenn- ingssamgangna sparar peninga. Nú er svo komið, eftir að stræt- isvagnakerfið hefur meðvitað og ómeðvitað verið látið drabbast niður, að sáralítill hluti bæjarbúa notar strætisvagna. Fargjöldin eru of há, ferðir eru strjálar og leiðakerfið ekki nógu þétt. Ef tækist að tvöfalda eða gott bet- ur þann fjölda fólks sem ferðast með strætó mætti að óbreyttu lækka far- gjaldið verulega og fjölga ferðum. Það hefði líka þann sparnað í för með sér að síður þyrfti að ráðast í rándýr umferðarmannvirki, breikka götur, byggja mislæg gatnamót og eyða stórfé í endalausar malbikunarfram- kvæmdir. Umferðin yrði greiðari og það drægi úr umferðaróhöppum og slysum með tilheyrandi sársauka og kostnaði. Þegar lagt var upp með R-listann voru bættar almennings- samgöngur eitt af leiðarljósunum. Efndirnar hafa því miður nánast engar verið. Peningar bílastæðasjóðs Efling almenningssamgangna kostar talsvert fé þótt það skili sér síðar, beint og óbeint. Hjá Reykja- víkurborg eru til miklar fjárhæðir sem eru eyrnamerktar til umferðar- mála. Hér er átt við peninga svo- nefnds bílastæðasjóðs, en þar á bæ hafa borgaryfirvöld safnað nokkrum hundruðum milljóna króna. Hugmyndir forsvarsmanna R-list- ans eru þær að nota þessa peninga til að reisa umrætt bílastæðahús á botni Tjarnarinnar. Hins vegar virðist upplagt að nota þá til að bæta stræt- isvagnakerfið í borginni og gera strætó að raunverulegum valkosti við einkabílinn. Efling almennings- samgangna dregur úr álaginu á bíla- stæðin, svo lítið sem það nú er, og þar með koma þessir peningar bíla- stæðasjóðs að þeim notum sem þeim er ætlað. Fáránleg hugmynd Nú þegar hefur R-listinn varið talsverðum fjárhæðum til að þróa hugmyndina um bílastæðakjallara í Tjörninni. Búið er að gera drög að slíku húsi og er gert ráð fyrir 231 bílastæði, nákvæmni útreikninganna er svona mikil. Miðað við nýtingu annarra bílastæðahúsa í miðbænum munu kringum hundrað stæði í þessu húsi standa auð alla daga ársins árið um kring. Hér er um rándýra fram- kvæmd að ræða sem getur ekki með nokkru móti staðið undir sér rekstr- arlega. Þetta er að fara illa með fjár- muni almennings. Á sínum tíma var reist ráðhús í Tjörninni. Þeirri byggingu var ákaf- lega mótmælt sem kom þó fyrir ekki vegna ofríkis og þráa þáverandi borgarstjórnarflokks. Nú virðist R-listinn hafa bitið í sig að djöflast í Tjörninni, perlu Reykjavíkur, með enn meira afgerandi hætti en fyrr- verandi borgarstjórnarmeirihluta nokkru sinni dreymdi um. Sumir þeir flokkar, sem standa að R-listanum, hafa kennt sig við um- hverfisvernd, sjálfbæra þróun og önnur slík tískuhugtök. Í orði er talað um friðun náttúrunnar, vistvænt þetta og sjálfbært hitt, almennings- samgöngur og svo framvegis. Í verki er vaðið inn á friðað svæði Tjarnar- innar, lífríkinu raskað og hlaðið undir einkabílismann. Þetta minnir dálítið á gamlan boðskap úr Mattheus- arguðspjalli: Lát þína vinstri hönd eigi vita hvað hin hægri gjörir. Bílastæðahús í Tjörninni Eftir Jón Torfason Höfundur er íslenskufræðingur. „Hér er um rándýra framkvæmd að ræða sem getur ekki með nokkru móti staðið undir sér rekstr- arlega.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.