Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VON ER á samningamönnum frá Alcoa til landsins í dag eða í fyrramálið en samninga- fundur verður haldinn á morgun, miðvikudag, ef ekkert óvænt kemur upp á. Vonir eru bundnar við að mönnum takist að leiða viðræð- urnar til lykta og að hægt verði að árita samn- inga um byggingu álvers í Reyðarfirði og virkj- un við Kárahnjúka á föstudaginn kemur. Gangi þetta eftir er þess að vænta að samningarnir verði formlega undirritaðir seinni hlutann í janúar og, ef að líkum lætur, geti ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo þá hafið fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun strax á vori komanda. Tæpur hálfur mánuður í úrskurð Skipulagsstofnunar Reikna má með að úrskurður Skipulags- stofnunar vegna samræmds umhverfismats muni liggja fyrir skömmu fyrir jól ef ekki þarf að fara fram á frekari upplýsingar frá fram- kvæmdaaðila. Samningarnir verða síðan væntanlega lagðir fyrir stjórn Alcoa til samþykktar dagana 9. og 10. janúar en þá stendur til að halda stjórn- arfund félagsins. Ætla má að þá muni sam- þykki stjórnar Landsvirkjunar (LV) liggja fyr- ir. Þegar samningar hafa svo verið undirritaðir mun Landsvirkjun í kjölfarið undirrita samn- inga við bjóðendur, að öllum líkindum við ítalska fyrirtækið Impregilo, vegna fram- kvæmda við stíflugerð og aðrennslisgöng, en fyrirtækið bauð lægst í verkið. Ætla má að sérfræðingar LV séu þegar byrjaðir eða muni byrja við áritun samning- anna að endurskoða og uppfæra alla arðsem- isreikninga miðað við útboð og endanlegan samning við Alcoa. Þá mun Landsvirkjun um leið yfirfara alla aðra kostnaðarútreikninga, fara yfir spár um þróun á álmörkuðum, vaxta- þróun og þróun á gjaldeyrismörkuðum. Nið- urstaða á þeirri greiningu verður síðan kynnt stjórn og eigendum Landsvirkjunar og iðnað- arnefnd Alþingis, væntanlega fyrir áramótin. Landsvirkjun ákaflega traustur skuldari Ekki er ástæða til að ætla annað en LV muni sækjast fjármögnunin vel; um mánaðamótin október-nóvember hækkaði Moody’s lánshæf- iseinkunn Landsvirkjunar vegna erlendra langtímaskulda félagsins úr Aaa í Aa3 á er- lendum. Þetta er hæsta einkunn sem fyrirtæki geta fengið hjá Moody’s og sambærileg við lánshæfiseinkunn erlendra skulda íslenska rík- isins enda eru eigendur LV, þ.e. ríkið, Reykja- víkurborg og Akureyrarbær, ábyrgir fyrir skuldum LV. Hækkað lánshæfismat mun auðvelda LV að- gengi að lánsfé á góðum kjörum og væntanlega betri kjörum en áður. Undirbúningur LV vegna fjármögnunar verksins er að nokkru leyti hafinn, þ.e. menn hafa þreifað fyrir sér að sögn Þorsteins Hilmarssonar hjá LV: „Menn eru búnir undir það að gefa í þegar á þarf að halda til þess að ganga frá þeim þætti.“ Skipulagsstofnun barst samanburðar- skýrsla á umhverfisáhrifum þess álvers sem Norsk Hydro hugðist reisa og fyrirhugaðs ál- vers Alcoa hinn 22. nóvember. Að sögn Stefáns Thors skipulagsstjóra eru umsagnir frá stofn- unum, sem að málinu koma, að skila sér inn þessa dagana og stofnunin rétt að byrja að fara yfir þær. „Við reynum að gera þetta eins fljótt og við getum en ég held að það sé óraunhæft að ætla að við úrskurðum áður en fresturinn er úti.“ Stefán segir að tafir geti orðið á úrskurði ef biðja þurfi um frekari upplýsingar frá fram- kvæmdaraðila og hann taki sér tíma til þess að svara. Ekki hafi þó verið farið fram á slíkar upplýsingar til þessa. Samningamenn frá Alcoa verða á fundum með Landsvirkjun á morgun og fram á föstudag Stefnt er að áritun samning- anna á föstudag LAUNAMUNUR karla og kvenna hér á landi er með þeim mesta sem þekkist í sex aðildarríkjum Evr- ópska efnahagssvæðisins, þ.e. Aust- urríki, Bretlandi, Danmörku og Grikklandi, auk Noregs og Íslands. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á vegum ESB. Í op- inberum störfum hafa íslenskir karlar 39% hærri laun en konur miðað við greitt tímakaup. Í sam- anburðarlöndunum er þessi munur milli 6% og 14%. Á almennum vinnumarkaði eru íslenskir karlar með 27% hærri laun en konur en í samanburðarlöndunum er munur- inn 16-27%. Stafar þetta að hluta til af mjög löngum vinnutíma íslenskra karla og því vega yfirvinnulaun þeirra miklu þyngra í greiddu tíma- kaupi en hjá kynbræðrum þeirra í Evrópu. Í rannsókninni var kannaður launamunur kynjanna í þremur starfsgreinum, hjá framhaldsskóla- kennurum, verkfræðingum og fisk- vinnslustarfsfólki. Að auki var launamunur kannaður í matvæla- iðnaði þar sem fiskvinnsla kom ekki við sögu. Skoðuð voru tvö fyrirtæki í hverri starfsgrein í löndunum sex og tekin þrjú viðtöl í hverju fyr- irtæki. Furðulega mikill launamunur hjá hinu opinbera Þorgerður Einarsdóttir, lektor íkynjafræði við Háskóla Íslands, vann að rannsókninni ásamt Gunn- hildi Kristjánsdóttur fyrir Rannsóknastofu í kvennafræðum í um- boði Jafnréttisráðs. Hún segir það undrun sæta hversu mikill launamunur sé á milli kynjanna hérlendis í opinbera geiranum. Þess ber að geta að 60% af starfsmönnum ríkisins eru konur og hjá sveitarfélögunum eru konur yfir 70%. „Ég held að þessi mikli launamunur sé merki um að menntun kvenna á Íslandi sé e.t.v. að skila þeim minna en kynsystrum þeirra erlend- is. Í opinbera geiranum er mikið af sérfræðimenntuðu fólki og mennt- unarstigið er hærra þar en á al- mennum vinnumarkaði,“ segir Þor- gerður. Hún segir það jafnframt vekja at- hygli að hvergi annars staðar en á Íslandi var launamunurinn meiri í opinbera geiranum, þ.e. 39% á móti 27% á einkamarkaði, miðað við greitt tímakaup. Rannsóknin sýnir ennfremur að því meiri sem launadreif- ing er á vinnumarkaði því meiri verður launamunur kynjanna. „Þetta stafar að því að þar sem er mikil launadreifing raðast konur gjarnan í lægstu launaflokkana. Þetta er vel þekkt úr öðrum rannsóknum, t.d. voru heildarsamningar og miðstýrð- ir launasamningar mjög algengir í Skandinavíu. Þeir gögnuðust konum vel og þá var launamunur kynjanna mjöglítill til skamms tíma. En nú er áherslan að aukast alls staðar á dreifistýringu launa og launadreif- ingu, s.s. með einstaklingssamning- um. Menn finna vísbendingar um að þetta geti verið konum skeinuhætt og rannsókn okkar styrkir þær grunsemdir.“ Kynjaskipting eykur launamun Rannsóknin sýnir ennfremur að kynjaskipting á vinnumarkaði eykur launamun. „Það kom í ljós að kynja- skiptingin eykst eftir því sem fjöl- breytileiki starfanna er meiri. Þetta sást mjög greinilega í starfsgreinum á borð við fiskvinnslu og matvæla- vinnslu en í þessum stéttum var mjög algengt að konur röðuðu sér í lægst launuðu störfin, s.s. pökkun og hreinsun. Í viðtölunum var þetta rökstutt með því að halda því fram að konur væru betur til þess fallnar að vinna fínvinnu sem þessa. Karla- störfum í þessum starfsgreinum fylgdi gjarnan peningaleg umbun, þ.e. að þeir fengu ýmiss konar launaviðbætur fyrir t.d. að vera á lyftara eða vinna í frystiklefunum og því um líkt. Viðmælendur héldu því þó ekki fram að karlastörf sem slík væru betur borguð, heldur væri borgað í samræmi við eðli starf- anna, hvort sem þau unnu karlar eða konur, en hinu er ekki að neita, að karlar röðuðu sér í verðmætustu störfin. Þetta mynstur var ekki við- líka eins áberandi í kennara- og verkfræðingastétt, þar sem launa- munur kynjanna var mun minni en meðal fiskvinnslufólks í öllum lönd- unum nema Íslandi. Heildarlauna- munur kynja var reiknaður fyrir þessar þrjár stéttir úr evrópskum gagnagrunni, sem Ísland er ekki með í, og reyndist munurinn 14% hjá verkfræðingum, um 9% hjá kennurum og um 20% hjá starfs- fólki í fisk- og matvælavinnslu. Á Ís- landi reyndist munurinn hærri en Evrópumeðaltalið hjá kennurum og hjá verkfræðingum hjá hinu opin- bera en minni en Evrópumeðaltalið hjá verkfræðingum í einkageira og í fiskvinnslu. Það er mikilvægt að rannsaka betur í hverju sérstaða Ís- lands er fólgin og hvað skýrir hana.“ Þess má geta að niðurstöður rannsóknarinnar eru á heimasíðu verkefnisins: www.genderpaygap.no Launamunur karla og kvenna á Íslandi með þeim mesta í sex löndum samkvæmt ESB-rannsókn Karlar hjá hinu opinbera með 39% hærri laun en konur Dr. Þorgerður Einarsdóttir lektor. BALDVIN Þorsteinsson EA 10 – hið nýja fjölveiðiskip Samherja hf. kemur til heimahafnar á Akureyri nk. laugardag. Skipið hélt frá Riga í Lettlandi á sunnudags- kvöld, þar sem staðið hafa yfir um- fangsmiklar breytingar á skipinu. Það var m.a. lengt um tæpa 18 metra, er nú um 86 metrar að lengd og lengsta skip íslenska fiskiskipaflotans. Hinn nýi Baldvin Þorsteinsson EA hét áður Hann- over NC og þar áður Guðbjörg ÍS. Gamli Baldvin Þorsteinsson EA var seldur til Deutsche Fishfang Union í Þýskalandi, DFFU og Hannover keyptur í hans stað. Breytingarnar á nýja Baldvini Þorsteinssyni EA hafa tekið mun lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir en heildarkostnaður við verkið er um 500 milljónir króna. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar útgerðarstjóra Samherja er verkið 4–5 mánuði á eftir áætlun. Hann sagði að umfang verksins hefði verið meira en verktakinn í Riga hefði gert sér grein fyrir og hann ekki í stakk búinn til að mæta því. Kristján sagði að það hefði vissu- lega komið sér illa fyrir Samherja af vera með svo stórt og öflugt lengi svona lengi utan reksturs. Kristján sagði ráðgert að skipið færi í prufutúr fyrir áramót. Skip- stjórar á Baldvini Þorsteinssyni EA verða tveir, þeir Hákon Þröst- ur Guðmundsson og Árni Þórð- arson, margreyndir skipstjórar hjá fyrirtækinu. Í áhöfn verða 16– 26 menn, allt eftir því hvaða veiði- skapur er stundaður. Aðalvél skipsins er 6.000 hest- öfl, frystilestar eru um 1.600 rúm- metrar að stærð, sem er um helm- ings stækkun frá því sem var. Fyrir voru um borð fullkomnar vinnslulínur fyrir bolfisk og rækju. Búið er að setja upp búnað á dekki fyrir uppsjávarveiðar en að auki verður sett upp vinnslulína fyrir uppsjávartegundir. Skipið mun geta fryst 140–150 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring og borið um 750 tonn af frystum af- urðum, eða um 600 tonn ef afurð- unum er komið fyrir á brettum í frystilest. Endurbótum á Baldvini Þorsteinssyni EA, lengsta skipi íslenska fiskiskipa- flotans, er lokið. Myndin er tekin af skipinu við bryggju í Riga í Lettlandi. Nýr Baldvin Þorsteinsson EA á leið heim til Akureyrar frá Lettlandi Lengsta skip íslenska fiski- skipaflotans RÚMLEGA 100 karlar og konur sóttu um störf slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins, SHS, í kjölfar atvinnuauglýsinga í nóvember, fleiri en nokkru sinni fyrr. Karlmenn voru sem fyrr í miklum meirihluta um- sækjenda en fimm konur sóttu um að þessu sinni. Eftir að mat hafði verið lagt á menntun umsækjenda minnk- aði hópurinn niður í 60. Þar af eru fjórar konur. Umsækjendur þreyttu ýmis próf í síðustu viku og má búast við að að- eins um 20 umsækjendur verði eftir í þessari viku. Stefnt er að því að ráða fjóra til átta nýja starfsmenn. „Það er mjög ánægjulegt hve mik- ill áhugi er fyrir því að starfa hjá SHS. Við fundum fyrir miklum áhuga strax eftir fyrstu birtingu at- vinnuauglýsingarinnar og sáum í hvað stefndi þegar 90 manns komu á kynningarfundinn sem við héldum í síðustu viku,“ segir Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri útkallsdeildar á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins. 100 sóttu um störf slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.