Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 31 Einn af helstu vísindaráð-gjöfum Saddams Huss-eins Íraksforseta, AmerSaadi, sagði á sunnudags- kvöld að í tæplega 12.000 síðna skýrslu, sem Írakar afhentu Sam- einuðu þjóðunum á laugardag, kæmu ekki fram neinar nýjar upp- lýsingar sem sönnuðu að Írakar hefðu eyðilagt sýkla- og efnavopn sín á síðasta áratug eins og þeir hafa haldið fram. Hann skoraði á Banda- ríkjastjórn að leggja fram gögn sem hún teldi afsanna þá staðhæfingu Íraka að þeir ættu ekki lengur ger- eyðingarvopn. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta og eftirlitsmenn Sam- einuðu þjóðanna höfðu krafist þess að Írakar legðu fram nýjar upplýs- ingar sem staðfestu að þeir hefðu eyðilagt allar birgðir sínar af efna- og sýklavopnum. Embættismenn Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna hafa lengi dregið staðhæf- ingu Íraka í efa og krafist sannana fyrir því að þeir hafi eyðilagt sýkla- og efnavopn sem þeir framleiddu á laun á níunda áratug síðustu aldar. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í skýrslu árið 1999 að Írakar hefðu ekki gert grein fyrir því hvað orðið hefði um þau sýkla- og efnavopn, sem þeir hefðu viður- kennt að hafa framleitt, og það væri mikilvægasta óútkljáða málið eftir vopnaleit þeirra í Írak. Gögnin eyðilögð Saadi sagði að Íraksstjórn hefði ekki fundið nein gögn um eyðingu vopnanna önnur en þau sem Írakar lögðu fram á síðasta áratug. „Við höfum rannsakað þetta eins ræki- lega og hægt er og fundum ekki eitt einasta skjal.“ Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsmannanna, dró þessa staðhæf- ingu Íraka í efa nýlega. „Fram- leiðsla á sinnepsgasi er ekki eins og marmelaðiframleiðsla,“ sagði hann. „Það hljóta að vera til einhver gögn um þetta.“ Í ummælum Saadis komu fram ýtarlegustu upplýsingarnar til þessa um innihald nýju skýrslunnar sem getur ráðið úrslitum um hvort Írakar teljist hafa brotið gegn nýj- ustu ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna í Íraksmálinu. Banda- rískir embættismenn hafa hótað árásum á Írak verði Írakar staðnir að slíkum brotum. Írakar viðurkenndu í nokkrum yf- irlýsingum á síðasta áratug að hafa framleitt þrenns konar sýkla- og efnavopn, meðal annars vopn sem dreifir miltisbrandssýklinum. Írak- ar viðurkenndu einnig að hafa fram- leitt nær fjögur tonn af VX-tauga- gasi og 100–150 tonn af saríngasi. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna hafa hins vegar aldrei getað staðfest fullyrðingar Íraka um að stjórn Saddams hafi látið eyðileggja vopnin á laun. „Þetta er ekki aðeins staðhæfing heldur staðreynd,“ sagði Saadi en lagði áherslu á að Írökum hefðu orðið á mistök með því að hafa ekki aðeins eyðilagt vopnin heldur einnig öll gögnin um þau. Pappírsflóð til að fela sannleikann? Skýrslan er 11.807 síður og henni fylgdu 352 síðna viðaukar og að minnsta kosti tíu tölvudiskar. Nokkrir bandarískir stjórnmála- menn hafa lýst skýrslunni sem „símaskrá“ með yfirborðskenndum upplýsingum og sagt að markmið Íraka væri væri að fela sannleikann með pappírsflóði. Saadi neitaði þessu og sagði að skýrslan væri svona löng vegna þess að í ályktun Sameinuðu þjóðanna væri kveðið á um að Írakar ættu að tilgreina allar verksmiðjur, sem hugsanlega væri hægt að nota til að framleiða gereyðingarvopn, jafnvel þótt þær væru ekki notaðar í þeim tilgangi. „Menn verða ef til vill hissa þegar þeir sjá að innanríkisráðu- neytið er tekið með í skýrslunni vegna þess að það rekur vatns- og skolphreinsunarstöðvar sem þurfa að nota klór og önnur efni,“ sagði Saadi. Hann bætti við að í skýrsl- unni væri einnig fjallað um ýmsar verksmiðjur, svo sem niðursuðu- verksmiðjur og ölgerðir, sem not- uðu tæki til gerjunar; sjúkrahús með rannsóknarstofur; olíuvinnslu- stöðvar, áburðarverksmiðjur og matvælaverksmiðjur; og allar verk- smiðjur sem nota meira en 10 mega- vött af rafmagni. „Jafnvel mjólk- urbú sem framleiða ost eru tilgreind í skýrslunni,“ sagði hann. Saadi virtist staðfesta það mat vestrænna ríkja að Írakar hefðu verið nálægt því að búa til kjarn- orkusprengju árið 1990. „Við höfum ekki sett saman sprengju eða prófað hana,“ sagði hann. „Það er verkefni Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar að dæma um það hvað við vor- um nálægt því. Segi ég ykkur að svo hafi verið er það huglægt mat.“ Sendiherra Íraks í Moskvu, Abb- as Khalaf, sagði í gær að í skýrsl- unni væri listi yfir vestræn fyrirtæki sem hefðu aðstoðað Íraka við hag- nýta kjarnorkuna en áréttaði að þeir ættu engin kjarnavopn. „Eina markmiðið með áætluninni var að nýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi,“ sagði hann. Umfangsmikil rannsókn framundan Talsmaður Alþjóðakjarnorku- málastofnunnarinnarinnar (IAEA) í Vín sagði í gær að við fyrstu sýn virtist skýrslan í samræmi við þær fullyrðingar Íraka að þeir ættu ekki kjarnavopn eða efni til að framleiða þau. Sérfræðingar stofnunarinnar eru nú að lesa þann hluta skýrslunn- ar sem fjallar um kjarnorkumál, alls 2.400 síður, og þurfa að bera stað- hæfingar Íraka saman við hundruð þúsunda skjala sem stofnunin hefur safnað í tölvugagnagrunn frá því að hún hóf vopnaeftirlit sitt í Írak snemma á síðasta áratug. Auk þess þarf að þýða um 300 síður sem voru skrifaðar á arabísku. Talsmaður stofnunarinnar sagði að hún hygðist afhenda öryggis- ráðinu bráðabirgðaskýrslu um mál- ið innan tíu daga og ýtarlegri skýrslu í lok janúar. Deilt um hverjir fái að lesa skýrsluna Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna og Bandaríkjanna segja að það taki marga daga og jafnvel vikur að lesa skýrsluna ofan í kjölinn. Banda- rísk stjórnvöld reyndu um helgina að fá eintök af skýrslunni en Al- þjóðakjarnorkumálastofnunin var treg til þess að afhenda aðildarríkj- um öryggisráðsins skýrsluna af ótta við að upplýsingum um kjarna- vopnaáætlun Íraka yrði lekið til annarra ríkja sem sækjast eftir kjarnavopnum. The Los Angeles Times kvaðst hafa heimildir fyrir því að náðst hefði málamiðlunarsamkomulag um að ríkin fimm sem eru með fastafull- trúa í ráðinu – Bandaríkin, Bret- land, Rússland, Kína og Frakkland – fengju óstytt eintök af skýrslunni. Hin ríkin tíu, sem eiga kjörna full- trúa í ráðinu, fengju síðan stytta út- gáfu af skýrslunni þar sem sleppt yrði upplýsingum sem gætu auð- veldað ríkjum að þróa gereyðingar- vopn. Hermt er að aðildarríki öryggis- ráðsins deili einnig um hvort Banda- ríkjamenn og Bretar geti lagt fram leyniþjónustugögn til að auðvelda eftirlitsmönnum SÞ að afsanna stað- hæfingar Íraka án þess að upplýs- ingunum verði lekið eða að upp komist um heimildarmennina. Líklegt er að einnig verði deilt um hvað gera eigi ef eftirlitsmennirnir geta ekki staðfest þá staðhæfingu Bandaríkjastjórnar að Írakar hafi ekki orðið við kröfum öryggisráðs- ins eða ef ekki verður samstaða um það í ráðinu hvort Írakar hafi brotið gegn ályktunum þess. „Rakin lygi“ Margir bandarískir þingmenn, jafnt demókratar sem repúblikanar, voru mjög vantrúaðir á skýrsluna og lýstu henni sem „rakinni lygi“. Demókratinn Bob Graham, sem á sæti í leyniþjónustunefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings, sagði að ekkert væri að marka staðhæfingar Íraka. „Ég tel að við höfum undir höndum óyggjandi sannanir fyrir því að Saddam Hussein hafi í mörg ár getað þróað, framleitt og birgt sig upp af gereyðingarvopnum,“ sagði hann. Graham varaði einnig við því að leiðtogar Íraks kynnu að standa fyr- ir hryðjuverkum í Bandaríkjunum ef árásir yrðu gerðar á Írak til að steypa þeim af stóli. „Við þurfum að fullvissa okkur um það á næstu dög- um og vikum að við höfum gert allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að Írakar geti framið slík hryðju- verk í Bandaríkjunum.“ Reynist staðhæfingar Íraka í skýrslunni vera rangar hafa þeir brotið síðustu ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og það þarf því að koma saman til að ákveða hvern- ig bregðast eigi við brotinu. The Washington Post sagði í for- ystugrein í gær að Bandaríkjastjórn þyrfti að leggja tafarlaust fram gögn sem sönnuðu að Írakar ættu gereyðingarvopn ef þeir viður- kenndu það ekki í skýrslunni. Verði slíkar sannanir lagðar fram er lík- legast að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra geri árásir á Írak til að koma Saddam Hussein frá völdum. Blaðið sagði að það yrði mikill sig- ur fyrir Saddam og stjórn hans ef öryggisráðið ákvæði að fela eftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna að halda eftirlitinu áfram. Þeir væru engan veginn færir um að finna vopn, sem Írakar vildu ekki gera grein fyrir, því það væri hægðarleik- ur að fela þau. Telja auknar líkur á friðsamlegri lausn Júrí Fedotov, aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, sagði hins veg- ar að skýrsla Íraka yki líkurnar á því að hægt yrði að leysa deiluna með friðsamlegum hætti og ekki væri hægt að nota hana til að rétt- læta árásir á Írak. Hann lagði áherslu á að aðeins öryggisráðið gæti ákveðið hvernig bregðast ætti við skýrslunni. Kínverska utanríkisráðuneytið tók í sama streng og hvatti sérfræð- inga Sameinuðu þjóðanna til að gæta hlutleysis þegar þeir leggja mat á skýrsluna. Ítalska dagblaðið La Repubblica sagði að Bush Bandaríkjaforseti væri staðráðinn í því að hefja stríð í Írak. „Við lítum á þessa skýrslu sem snöru böðulsins,“ sagði blaðið í for- ystugrein. „Þetta er 12.000 síðna og 58 kílógramma reipi og á enda þess er hnútur til að hengja Saddam Hussein með stríði Bush.“ Reuters Íraskir öryggisverðir stöðva blaðamenn sem reyndu að fara að hergagnaverksmiðju um 90 kílómetra norðvestan við Bagdad til að fylgjast með vopnaleit eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna í gær. Þrýst á stjórn Bush um að afsanna yfirlýsingu Íraka Írakar tóku áhættu með því að árétta í nýrri skýrslu um vopnabúr sín að þeir réðu ekki yfir gereyðingarvopnum. Í Bandaríkjunum er fast lagt að stjórn lands- ins að leggja fram sann- anir fyrir því að Írakar eigi slík vopn og hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðs SÞ. The Washington Post, Los Angeles Times, AFP, AP. ’ Rússar segja aðekki sé hægt að nota skýrsluna til að réttlæta árásir. ‘ raforku í n ESB og n kaupir ni raforku rkjun má ðlilegt að dsvirkjun. amkeppni þess þarf fjármagni a þá liggja r Alfreð. æra il OR rp til raf- mið fram ljós hvaða með sér. i að nauð- a að selja nn segist að reyna að fram- una, þar aðrar að- r á landi. i að koma í ljós hvort borgin selji allan eign- arhluta sinn eða eingöngu hluta hans. Þar sem Landsvirkjun sé ekki hlutafélag geti borgin einungis selt hlutinn til ríkis eða sveitarfélaga. Sveitarfélögin séu ekki nægilega burðug til að fara í slíka fjárfest- ingu og því sé ríkið líklegasti kaup- andinn. Hann og borgarstjóri hafi oft á síðustu misserum ámálgað þetta við ráðherra í ríkisstjórninni, einkum að ríkið keypti hluta af eignarhluta borgarinnar. Segir Al- freð að það hafi verið rætt um að borgin seldi fjóra milljarða af sínum hlut, sem alls er um 16 milljarðar miðað við eigið fé Landsvirkjunar. T.d. hafi verið rætt um að ekki væri óeðlilegt ef Sogsvirkjanir yrðu teknar út úr Landsvirkjun og færð- ar inn í Orkuveitu Reykjavíkur. Margfölduð skuldbinding vegna Kárahnjúkavirkjunar Ólafur F. Magnússon, F-lista, segir skuldbindingar Reykjavíkur- borgar vegna eignarhlutarins orðn- ar svo miklar að ef til kastanna kæmi ætti borgin varla fyrir þeim. „Ef Landsvirkjun ræðst í Kára- hnjúkavirkjun höldum við áfram að fá lítinn, kannski engan arð úr fyr- irtækinu, en erum komin í margfalt stærri skuldbindingar vegna þátt- tökunnar í Landsvirkjun en nokkru sinni fyrr. Þetta eru svo miklar skuldbindingar að Reykjavíkur- borg á varla fyrir þeim. Heildar- eignir hennar eru ekki nægilegar til að mæta því ef Kárahnjúkavirkjun færi á höfuðið og við þyrftum að standa fyrir okkar ábyrgð, sem er að minnsta kosti 45 milljarðar króna, raunar er það að mínu mati vægt áætlað.“ Ólafur segir að hann hafi lýst því yfir að það komi ekki til greina að Reykjavíkurborg taki þátt í Kára- hnjúkavirkjun. „Ein leið til þess er auðvitað sú að reyna að selja okkur út úr Landsvirkjun. Þetta eru gríð- arlegar skuldbindingar en ávinn- ingurinn getur aldrei orðið nema sáralítill í samanburði við þann litla arð sem við erum að fá frá Lands- virkjun í dag.“ Segist Ólafur telja að það fé sem Reykjavíkurborg eigi í Landsvirkjun gæti nýst borginni miklu betur. „Þær virkjunarfram- kvæmdir sem OR hefur staðið fyrir og hyggst standa fyrir á næstu ár- um eru mun hagkvæmari en Kára- hnjúkavirkjun. Við eigum alveg nóg með þær fjárfestingar, þær skila vissulega arði til borgarsjóðs en ekki Kárahnjúkavirkjun sem er að mínu mati fyrst og fremst pólitísk framkvæmd. Landsvirkjun, sem fyrirtæki í eigu þjóðarinnar, er að mínu mati fyrst og fremst rekið á pólitískum grundvelli í þágu stjórn- arflokkanna,“ segir Ólafur. Fráleitt að borgin hlaupist undan merkjum nú Björn segir að samstarf um rekstur Landsvirkjunar hafi gengið vel í áranna rás og orðið eigendum sínum til mikilla hagsbóta. „Með að- ild Reykjavíkur að fyritækinu var lagður sterkur grunnur að þátttöku höfuðborgarinnar í virkjun orku fyrir alla þjóðina og fráleitt að hlaupast undan þeim merkjum þeg- ar nú á að leggja í stórvirkjun á Austurlandi. Þá eru undarleg þau rök að úr því að ríkið eigi handbært fé fyrir sölu banka eigi þeir fjár- munir að renna til Reykjavíkur- borgar. Þá er fráleitt að hafa það sjónarmið að leiðarljósi að Reykja- vík fari úr Landsvirkjun til að veikja fyrirtækið og spilla framtíð þess. Slík skemmdarfýsn sýnir í hvaða blindgötur menn geta ratað þegar þeir sjást ekki lengur fyrir vegna andúðar á einstökum mann- virkjum,“ segir Björn. ið/Þorkell vort ur 44,5%. verði félag ut viti tinn láns- ands- þeir lagi. t í ábyrgð fyrir í Landsvirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.