Morgunblaðið - 10.12.2002, Side 14
FRÉTTIR
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT sveitarstjórnarkosninga í
Borgarbyggð á laugardag urðu
þannig að B-listi Framsóknarflokks
hlaut 562 atkvæði eða tæp 41%, D-
listi Sjálfstæðisflokks hlaut 518 at-
kvæði eða tæp 38% og L-listi Borg-
arbyggðarlistans hlaut 294 atkvæði
eða 21%. Auðir og ógildir voru 26. Á
kjörskrá voru 1.793 og kusu alls
1.400 sem felur í sér 78% kosn-
ingaþátttöku. Utankjörfund-
aratkvæði voru 130. Í kosningunum
í vor var einnig 78% kjörsókn og
jafnmörg untankjörfundaratkvæði.
Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 41,1%
atkvæða, Framsóknarflokkur 39,3%
og Borgarbyggðarlistinn 19,6%.
Hlutkesti réð þá úrslitum um hvort
fjórði maður af B-lista eða annar
maður af Borgarbyggðarlistanum
næði kjöri í Borgarbyggð, þar sem
jafnmörg atkvæði voru á bak við
báða. Vann Borgarbyggðarlistinn
og fékk því 2 fulltrúa, Framsókn-
arflokkurinn 3 og Sjálfstæð-
isflokkur 4. Núna verður sveit-
arstjórnin þannig skipuð að
B-listinn nær fjórða manninum inn
(bætir við sig einum) , D-listinn nær
þremur (tapar einum) og Borg-
arbyggðarlistinn heldur sínum 2
fulltrúum.
Þegar niðurstöður kosninganna
lágu fyrir var leitað álits hjá efstu
mönnum flokkanna þriggja. Helga
Halldórsdóttir, oddviti Sjálfstæð-
isflokks, sagði það vissulega vera
mikil vonbrigði að missa sæti í bæj-
arstjórn. Ljóst var að í kosning-
unum í vor hefðu sjálfstæðismenn
fengið ákveðið lausafylgi sem ekki
hefði gengið eftir nú. Oddviti
Borgðarbyggðarlistans Finnbogi
Rögnvaldsson sagði að sér kæmi
mest á óvart hve kosningarnar væru
líkar þeim í vor, kjörsókn, fylgi
flokkanna í aðalatriðum og utan-
kjörfundaratkvæði og fleira. Hann
vildi jafnframt geta þess í ljósi
reynslunnar að það þyrfti að vera til
einhver ein ,,yfirkjörstjórn“ yfir öllu
landinu sem hægt væri að leita til
með vafaatkvæði og álitamál í sveit-
arstjórnarkosningum. Finnbogi var
sáttur við að halda stöðu frá því í
vor með tvo menn inni í bæjarstjórn
og meira fylgi á bak við sig. Þor-
valdur T. Jónsson, oddviti fram-
sóknarmanna, var mjög ánægður
með niðurstöðuna. Efst í huga hans
var gleði yfir því að nú væru fram-
sóknarmenn komnir með konu (Kol-
finnu Jóhannesdóttur) í bæjarstjórn
sem hefur mikla reynslu af sveit-
arstjórnarstörfum. Þorvaldur mat
fylgisaukninguna þannig að fólkið
hér vildi breytingar, og var jafn-
framt ánægður með að kæra þeirra
á kosningarnar í vor hefði ekki unn-
ið gegn fylgi flokksins.
Kosning-
ar í Borg-
arbyggð
Borgarnes
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Þorvaldur T. Jónsson fagnar sigri Framsóknarflokks, Finnbogi Rögnvalds-
son Borgarbyggðarlista og Helga Halldórsdóttir Sjálfstæðisflokki.
SAMTALS neyttu 1.400 kjós-
endur atkvæðisréttar síns í
sveitarstjórnarkosningunum í
Borgarbyggð sl. laugardag eða
78% þeirra sem voru á kjörskrá.
Þetta er hlutfallslega sama kosn-
ingaþátttaka og í kosningunum í
maí sl. Þá bárust nákvæmlega
jafnmörg utankjörstaðaatkvæði í
kosningunum nú og í kosning-
unum sl. vor eða 130 utankjör-
fundaratkvæði.
Við kosningarnar sl. vor voru
1.775 á kjörskrá í Borgarbyggð
og kusu 1.392, sem 78% kosn-
ingaþátttaka. Við kosningarnar
um seinustu helgi hafði fjölgað á
kjörskrá frá því í vor. Voru 1.793
kjósendur á kjörskrá, 1.400 kjós-
endur neyttu atkvæðisréttar
síns eða átta fleiri en við kosn-
ingarnar sl. vor en kosningaþátt-
takan var eftir sem áður sú sama
sem hlutfall af heildarfjölda
kjósenda á kjörskrá eða 78%.
Ólafur Þ. Harðarson, prófess-
or í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, segir þetta ótrúlega til-
viljun að sama hlutfall kjósenda
taki þátt í kosningunum nú og
síðastliðið vor og að borist hafi
nákvæmlega jafnmörg utankjör-
fundaratkvæði. Minnist hann
þess ekki að slíkt hafi áður gerst
við kosningar hér á landi.
Mun færri auð og ógild
atkvæði en í vor
Auðir og ógildir atkvæðaseðl-
ar voru mun færri við kosning-
arnar sl. laugardag en í kosning-
unum sl. vor eða 26 í
kosningunum nú samanborið við
63 auð og ógild atkvæði í kosn-
ingunum í maí sl.
Að sögn Hilmars Más Arason-
ar, formanns yfirkjörstjórnar,
gekk kosningin á laugardaginn
vel og atkvæðatalningin gekk
einnig ljómandi vel að hans sögn.
Talningin stóð þó yfir nokkuð
lengur en gert hafði verið ráð
fyrir en skýringin var fyrst og
fremst sú, að hans sögn, að
starfsmenn lögðu sig fram um að
vanda sig við talninguna.
Kosningarnar í Borgarbyggð
Sama kjörsókn og
jafnmörg utan-
kjörstaðaatkvæði
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá embætti forseta Ís-
lands. Tilefnið er frétt í DV í gær
þar sem fjallað er um kostnað við
forsetaembættið.
„Aðalefni fréttar DV er að
kostnaður við embætti forseta Ís-
lands á árabilinu 1996–2001 hafi
hækkað um 20% að raungildi þótt
blaðið nefni einnig 40% ef ekki er
tekið tillit til verðlagsbreytinga. Í
umfjöllun verður hins vegar að
miða við raunbreytingar og er
nauðsynlegt að hafa í huga að meg-
inskýringarnar á þessari 20%
hækkun eru ákvarðanir sem tekn-
ar hafa verið af öðrum en forseta-
embættinu. Þær eru:
1. Alþingi breytti árið 2000 lögum
um launakjör forseta og hinna
þriggja handhafa forsetavalds á
þann veg að afnema skattfrelsið
og hafði sú ákvörðun í för með
sér umtalsverða hækkun á þess-
um liðum.
2. Húsnæðiskostnaður forseta-
embættisins hefur vaxið þar sem
ríkisstjórnin ákvað árið 1996 að
færa skrifstofu forseta úr
Stjórnarráðshúsinu í Staðastað
á Sóleyjargötu 1, en áður hafði
rekstrarkostnaður skrifstofunn-
ar verið hluti af rekstri Stjórn-
arráðshússins. Þá hafa fast-
eignagjöld embættisins
stórhækkað í kjölfar nýbygg-
inga, endurbóta og uppbygging-
ar á Bessastöðum sem ákveðin
var löngu fyrir embættistíð nú-
verandi forseta.
3. Laun starfsmanna embættis for-
seta Íslands hafa hækkað til
samræmis við almenna
launaþróun í samfélaginu og
kjarasamninga opinberra starfs-
manna. Starfsmenn embættisins
eru þó jafnmargir nú og þeir
voru fyrir áratug síðan.
Þá er rétt að ítreka að kostnaður
við embætti forseta Íslands sveifl-
ast nokkuð frá einu ári til annars af
ýmsum ástæðum. Því er hæpið að
leggja aðeins árið 1996 til grund-
vallar eins og gert var í fréttinni.
Þannig var kostnaður embættisins
til dæmis 121,5 milljónir króna árið
1994, tveimur árum áður en emb-
ættistíð núverandi forseta hófst
eða svipaður og árið 2001 og mætti
því með sama hætti og gert var í
fréttinni segja að útgjöld embætt-
isins hafi ekkert hækkað frá árinu
1994.“
Yfirlýsing frá embætti forseta Íslands
5. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir
leikskólakennari, Sauðárkróki.
6. Eva Sigurbjörnsdóttir hótel-
stýra, Djúpuvík, Strandasýslu.
7. Ragnar Elbergsson verkamað-
ur, Grundarfirði.
8. Sigrún B. Valdimarsdóttir
ferðaþjónustubóndi, Dæli,
Húnaþingi vestra.
9. Halldóra Játvarðardóttir bóndi,
Miðjanesi, Reykhólahreppi.
10. Gunnlaugur Haraldsson þjóð-
háttafræðingur, Akranesi.
11. Magnús Jósefsson bóndi, Stein-
nesi, Austur-Húnavatnssýslu.
12. Gunnar Sigurðsson járnsmiður,
Bolungarvík.
13. Ásmundur Daðason búfræðing-
ur, Lambeyrum, Dalabyggð.
ALÞINGISMENNIRNIR Jón
Bjarnason og Árni Steinar Jó-
hannsson skipa tvö efstu sætin á
framboðslista Vinstrihreyfingarinn-
ar–græns framboðs (VG) í Norð-
vesturkjördæmi fyrir alþingiskosn-
ingarnar í vor. Jón skipaði efsta
sæti á lista VG í Norðurlandskjör-
dæmi vestra fyrir síðustu kosning-
ar og Árni Steinar var í öðru sæti á
lista flokksins í Norðurlandi eystra
fyrir síðustu kosningar en fer nú í
annað sæti í Norðvesturkjördæmi.
Kjördæmisráð VG í Norðvestur-
kjördæmi hélt aðalfund sinn í Mun-
aðarnesi í Borgarfirði sl. laugardag.
Á fundinum bar uppstillingarnefnd
fram tillögu sína að skipan framboðs-
listans og var hann einróma sam-
þykktur. Listann skipa eftirtaldir:
1. Jón Bjarnason alþingismaður,
Blönduósi.
2. Árni Steinar Jóhannsson al-
þingismaður, Akureyri.
3. Lilja Rafney Magnúsdóttir
varaforseti Alþýðusambands
Vestfjarða, Suðureyri.
4. Hildur Traustadóttir landbún-
aðarstarfsmaður, Brekku,
Borgarfjarðarsveit.
14. Ísak Sigurjón Bragason fram-
haldsskólanemi, Borgargerði,
Skagafirði.
15. Már Ólafsson sjómaður, Hólma-
vík.
16. Guðmundur Ingi Guðbrandsson
líffræðingur, Brúarlandi á Mýr-
um, Borgarbyggð.
17. Guðrún Sigurbjörg Guðmunds-
dóttir geislafræðingur, Sauðár-
króki.
18. Gísli Skarphéðinsson skipstjóri,
Ísafirði.
19. Halldór Brynjúlfsson bifreiða-
stjóri, Borgarnesi.
20. Ragnar Arnalds, rithöfundur og
fyrrverandi alþingismaður,
Reykjavík.
Framboðslisti VG í Norðvesturkjördæmi samþykktur
Jón Bjarnason og Árni
Steinar í efstu sætum
FAMBOÐSLISTI Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi var sam-
þykktur samhljóða á aðalfundi
Samfylkingarinnar í Suðurkjör-
dæmi, sem haldinn var í Festi í
Grindavík á laugardag.
Eftirtaldir skipa listann:
1. Margrét Frímannsdóttir al-
þingismaður, Árborg.
2. Lúðvík Bergvinsson alþingis-
maður, Vestmannaeyjum.
3. Björgvin G. Sigurðsson verk-
efnastjóri, Árborg.
4. Jón Gunnarsson framkvæmda-
stjóri, Vogum.
5. Brynja Magnúsdóttir, sjúkra-
liði og háskólanemi, formaður
Félags ungra jafnaðarmanna á
Suðurnesjum.
6. Önundur S. Björnsson sóknar-
prestur, Rangárvallasýslu.
7. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir,
formaður Vökuls – stéttar-
félags, Hornafirði.
8. Gerður Pétursdóttir leikskóla-
stjóri, Reykjanesbæ.
9. Drífa Kristjánsdóttir forstöðu-
maður, Bláskógabyggð.
10. Unnur Kristjánsdóttir grunn-
skólakennari, Sandgerði.
11. Hörður Guðbrandsson, forseti
bæjarstjórnar Grindavíkur,
Grindavík.
12. Már Ingólfur Másson, fram-
haldsskólanemi og formaður
nemendafélags FSU, Árborg.
13. Þorsteinn Gunnarsson bóndi,
Mýrdalshreppi.
14. Ragnheiður Hergeirsdóttir
bæjarfulltrúi, Árborg.
15. Kristín Valtýsdóttir fisk-
vinnslukona, Vestmannaeyjum.
16. Guðrún Olga Clausen, grunn-
skólakennari, Hveragerði.
17. Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágr. og varafor-
maður Starfsgreinasambands-
ins, Reykjanesbæ.
18. Elín Björg Jónsdóttir, formað-
ur FOSS, Þorlákshöfn.
19. Gísli Sverrir Árnason, for-
stöðumaður Menningarmið-
stöðvar Hornafjarðar, Horna-
firði.
20. Karl Steinar Guðnason, fyrrv.
alþingismaður og forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins,
Reykjanesbæ.
Samfylkingin Suðurkjördæmi
Framboðslisti
samþykktur
GENGIÐ var frá framboðslista
Samfylkingarinnar í Norðaustur-
kjördæmi fyrir alþingiskosningarn-
ar í vor á fundi kjördæmisráðs sl.
laugardag. Frambjóðendur í tveim-
ur efstu sætunum voru valdir í
flokksvali en uppstillingarnefnd
lagði fram tillögu um skipan í 3. til
20. sæti. Eftirtaldir skipa framboðs-
lista flokksins í kjördæminu í vor:
1. Kristján L. Möller, alþingismað-
ur, Siglufirði.
2. Einar Már Sigurðarson, alþing-
ismaður, Fjarðabyggð.
3. Lára Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri, Akureyri.
4. Örlygur Hnefill Jónsson, héraðs-
dómslögmaður, Laugum.
5. Þorgerður Þorgilsdóttir, sjúkra-
liði, Akureyri.
6. Jónína Rós Guðmundsdóttir,
framhaldsskólakennari, Austur-
Héraði.
7. Henrý Már Ásgrímsson, verk-
stjóri, Þórshöfn.
8. Cecil Haraldsson, forseti bæjar-
stjórnar, Seyðisfirði.
9. Jón Ásberg Salómonsson, húsa-
smiður, Húsavík.
10. Rannveig Edda Hjaltadóttir,
kennari, Dalvík.
11. Aðalheiður Birgisdóttir, húsmóð-
ir, Stöðvarfirði.
12. Tryggvi Gunnarsson, sölumaður,
Akureyri.
13. Gunnar Reynir Kristinsson,
form. Sjómannaf. Ólafsfjarðar,
Ólafsfirði.
14. Kristbjörg Sigurðardóttir, kaup-
maður, Kópaskeri.
15. Eydís Ásbjörnsdóttir, hársnyrti-
meistari, Fjarðabyggð.
16. Óðinn Svan Geirsson, verslunar-
stjóri, Eyjafjarðarsveit.
17. Svanfríður Jónasdóttir, alþingis-
maður, Dalvík.
18. Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri,
Vopnafirði.
19. Gunnlaugur Stefánsson, sóknar-
prestur, Breiðdalsvík.
20. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, fyrrv.
bæjarfulltrúi Húsavík, Akureyri.
Samfylkingin í Norðausturkjördæmi
Lára Stefánsdótt-
ir í þriðja sæti