Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það þolir ekkert þjóðfélag barbabrellur í 30 ár, fúskararnir ykkar. GAMLI eikarbáturinn sem sökk í Fossvogi 7. október sl. náðist á flot á laugardag. Kópavogshöfn samþykkti björgunartilboð frá Sjóverki ehf. og hófust kafararnir Árni Kópsson og Kjartan Hauksson handa við björgun bátsins ásamt aðstoðarmönnum sínum snemma á laug- ardagsmorgun. Báturinn er 36 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1945. Engar skemmdir urðu á bátnum þrátt fyrir tveggja mánaða sjóbað á sex metra dýpi. Um 200 lítrar af dísilolíu voru í bátnum og óttast var að olían tæki að leka frá honum, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Báturinn var fluttur út í Straumsvíkurhöfn en eftir er að ákveða framtíðargeymslustað. Morgunblaðið/Júlíus Eikarbátnum bjargað Hafréttarsamningur SÞ tuttugu ára Ísland hafði veruleg áhrif HafréttarsamningurSameinuðu þjóð-anna var lagður fram til undirritunar fyrir 20 árum, hinn 10. desem- ber 1982. Af því tilefni er efnt til hátíðarfundar í alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 9. og 10. desember. Formaður sendinefndar Íslands er Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra. Tómas H. Heiðar er þjóðréttarfræð- ingur í utanríkisráðuneyt- inu og jafnframt forstöðu- maður Hafréttarstofnunar Íslands. Hann situr einnig hátíðarfundinn. – Hvert er meginefni hafréttarsamningsins? „Samningurinn var gerður á þriðju hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem stóð yfir í alls níu ár, frá 1973 til 1982. Hafrétt- arsamningurinn er fyrsti og eini heildstæði alþjóðasamningurinn á sviði hafréttar og voru með honum ýmist staðfestar gildandi venju- reglur eða settar nýjar reglur um öll not hafsins. Samningurinn tek- ur til allra hafsvæða auk loftrým- isins yfir þeim og hafsbotnsins og botnlaganna undir þeim. Hann hefur m.a. að geyma ákvæði um landhelgi, efnahagslögsögu, land- grunn, úthafið, alþjóðlega hafs- botnssvæðið, réttindi strandríkja og annarra ríkja til fiskveiða, ann- arrar auðlindanýtingar, siglinga og flugs, verndun gegn mengun hafsins og lausn deilumála.“ – Hvert var framlag Íslands til gerðar hafréttarsamningsins? „Ísland hafði veruleg áhrif á þróun hafréttar á síðari hluta 20. aldar, m.a. á mótun hafréttar- samningsins. Íslendingar gegndu sem kunnugt er lykilhlutverki við útvíkkun fiskveiðilögsögu strand- ríkja í áföngum allt þar til sam- komulag náðist á hafréttarráð- stefnunni um 200 sjómílna efnahagslögsögu strandríkja. Við nutum ómetanlegrar leiðsagnar Hans G. Andersen, þjóðréttar- fræðings og sendiherra, sem var einn fremsti sérfræðingur og frumkvöðull á sviði hafréttar í heiminum og var formaður sendi- nefndar Íslands á hafréttarráð- stefnunni. Hann lést árið 1994 og víst er að margir munu hugsa til hans á hátíðarfundinum í New York. Hafréttarstofnun efndi til athafnar í Háskóla Íslands full- veldisdaginn 1. desember í fyrra til að heiðra minningu Hans G. And- ersen. Fulltrúi þeirra, sem tóku þátt í hafréttarráðstefnunni af Ís- lands hálfu, á hátíðarfundinum verður Guðmundur Eiríksson sem var varaformaður íslensku sendi- nefndarinnar á ráðstefnunni, síðar þjóðréttarfræðingur og sendi- herra og þar til nýverið dómari í Alþjóðlega hafréttardóminum.“ – Hvenær öðlaðist hafréttar- samningurinn gildi og hver er staða hans í dag? „Ísland fullgilti haf- réttarsamninginn 21. júní 1985, fyrst vest- rænna ríkja. Samning- urinn öðlaðist hins veg- ar ekki gildi fyrr en 16. nóvember 1994, árið eftir að tilskilinn fjöldi ríkja, 60, hafði fullgilt hann. Í kjöl- farið tóku þær þrjár stofnanir til starfa sem komið var á fót með samningnum: Alþjóðlegi hafrétt- ardómurinn, Alþjóða hafsbotns- stofnunin og Landgrunnsnefndin. Aðildarríki samningsins eru nú alls 138 og fjölgar þeim stöðugt. Samningurinn sem slíkur bindur ekki önnur ríki, en mörg ákvæði hans hafa stöðu þjóðréttarvenju og eru því bindandi fyrir öll ríki heims.“ – Hverjar eru áherslur Íslands að því er hafréttarsamninginn varðar? „Hagsmunir Íslands sem strandríki, sem byggir afkomu sína að verulegu leyti á nýtingu lif- andi auðlinda hafsins, eru vel tryggðir í hafréttarsamningnum. Við leggjum áherslu á að standa vörð um samninginn, að ákvæðum hans sé framfylgt og að ekki beri að opna að nýju mál sem voru til lykta leidd á hafréttarráðstefn- unni. Í þessu sambandi er mikil- vægt að hafa í huga að niðurstaða ráðstefnunnar fól í sér pakkalausn þar sem einstök ríki höfðu sitt fram á sumum sviðum en urðu að gefa eftir á öðrum.“ – Hver eru helstu verkefni hér á landi á sviði hafréttar í dag? „Við gengum nýlega frá sam- komulagi við Færeyjar um af- mörkun hafsvæðisins milli land- anna og var þar með lokið afmörkun efnahagslögsögunnar gagnvart nágrannalöndunum. Stærsta verkefnið næstu árin er án efa landgrunnsmálin. Sérstak- ur starfshópur var skipaður til að vinna greinargerð til Landgrunns- nefndarinnar um ytri mörk land- grunns Íslands utan 200 sjómílna. Ríkisstjórnin veitti 700 milljónir króna til þessa verkefnis, en fram- kvæma þarf umfangs- miklar og kostnaðar- samar mælingar á landgrunninu. Mæli- svæðið er alls um 1.350.000 ferkíló- metrar að stærð eða þrettánfalt landsvæði Íslands. Í fyrrahaust urðu tímamót í Hatton/Rockall málinu þegar fyrsti fjórhliða fund- ur deiluaðila, Íslands, Danmerkur/ Færeyja, Bretlands og Írlands, var haldinn í Reykjavík. Annar fundur var haldinn nýlega og við- ræðum aðila verður haldið áfram á næsta ári.“ Tómas H. Heiðar  Tómas H. Heiðar er þjóðrétt- arfræðingur í utanríkisráðuneyt- inu og forstöðumaður Hafrétt- arstofnunar Íslands, stundakennari í þjóðarrétti og hafrétti við lagadeild HÍ og fyr- irlesari Ródos-akademíunnar í hafrétti. Fæddur í Reykjavík í ágúst 1962. Lauk kandídatsprófi í lögfræði við HÍ 1988, stundaði lögmennsku 1988–92. Fram- haldsnám í Evrópurétti og þjóð- arrétti við Hafnarháskóla 1992– 93 og við Europa Institut í Saar- brucken 1993–94. Í sambúð með Ólöfu Sigríði Valsdóttur óp- erusöngkonu og eiga þau einn son, Guðmund Tómas. Þrettánfalt landsvæði Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.