Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Símon ÁsgeirGrétarsson
fæddist á Selfossi 15.
janúar 1950. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands 1. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Grétar Símonarson
fyrrv. mjólkurbú-
stjóri, f. 18.2. 1920,
og kona hans Guð-
björg Sigurðardóttir
frá Akranesi, f. 23.5.
1929, búsett á Sel-
fossi. Systkini hans
eru Þóra, f. 1947,
Örn, f. 1951, kvæntur Sesselju Sig-
urðardóttur, Sigurbjörg, f. 1954,
og Sigurður, f. 1958, kvæntur Sól-
veigu Sjöfn Ragnarsdóttur, öll bú-
sett á Selfossi. Einnig ólst upp um
tíma á foreldraheimili Símonar
Kristín Guðmundsdóttir, uppeldis-
systir Grétars.
onar er Guðný Vigdís Indriðadótt-
ir, búsett á Stokkseyri. Hennar
börn eru Karitas og Hákon Steinn.
Símon lauk hefðbundinni skóla-
göngu á Selfossi. Einnig var hann
við nám í Héraðsskólanum á Skóg-
um einn vetur. Hann lauk sveins-
prófi í rafvirkjun árið 1974. Hann
starfaði við iðn sína víða, m.a. sem
þjónustufulltrúi við mjólkurfram-
leiðendur hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna um tíma. Árið 1984 flutti
Símon að Efra-Seli á Stokkseyri og
stundaði þar loðdýrarækt og
hrossabúskap. Símon var kunnur
tamningamaður og meðlimur í Fé-
lagi tamningamanna á þessum ár-
um. Þegar Símon hætti loðdýrabú-
skap og flutti frá Efra-Seli árið
1992 starfaði hann bæði til sjós og
lands við iðn sína svo og trilluút-
gerð, og einnig við fangavörslu á
Litla-Hrauni um tíma. Nú síðustu
árin starfaði hann sem rafvirki hjá
Fossraf á Selfossi eða þar til sl.
sumar, síðustu tvo mánuði var
hann matsveinn á fraktskipinu
Ernir.
Útför Símonar Ásgeirs verður
gerð frá Selfosskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Símon kvæntist
Jakobínu Sveinbjörns-
dóttur. f. 1952, d.
1992. Þau skildu.
Þeirra synir eru: 1)
Grétar, f. 29.10. 1969,
sambýliskona hans er
Signý Yrsa Péturs-
dóttir, f. 5.1. 1969,
þeirra börn eru Pétur
Geir, f. 14.11. 1989;
Símon Brynjar, f. 6.2.
1995, og Birta Rún, f.
20.2. 2000 2) Ásgeir
Hrafn, f. 2.5. 1975, á
soninn Hlyn Snæ, f.
25.9. 1995, móðir
Ragnheiður Eggertsdóttir. Einnig
átti Símon soninn Andra Dag, f.
19.8. 1987, móðir hans og fyrrver-
andi sambýliskona Símonar er
Dagrún Mjöll Ágústsdóttir; og son-
inn Sigurð Hauk, f. 30.12. 1990,
sem tekinn var í fóstur til Keflavík-
ur. Eftirlifandi sambýliskona Sím-
Í dag verður til moldar borinn
elskulegur bróðir minn Símon Ás-
geir Grétarsson.
Á kveðjustundu rifjast upp
margar minningar. Símon var lit-
ríkur persónuleiki og hvers manns
hugljúfi, alltaf hrókur alls fagnaðar
og vinamargur.
Líf Símonar var ekki alltaf dans
á rósum, alltaf stóð hann upp aftur
og barðist áfram, hann bar ekki
þjáningar sínar á torg. Það sem
hjálpaði honum mikið var hans
létta lund.
Við Símon náðum vel saman í því
að ræða um baráttuna við Bakkus
konung, hann leitaði oft til mín og
þar ríkti gagnkvæmur trúnaður á
milli okkar. Stundum var það erfitt
en það góða stendur efst í minning-
unni.
Ég kveð Símon bróður full af
þakklæti fyrir allt sem hann gerði
fyrir mig. Að lokum vil ég þakka
fyrir hvað Símon á yndislega
drengi og barnabörn. Hann var
stoltur af sínum afkomendum sem
munu halda uppi minningu hans.
Sigurbjörg systir.
„Þar sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt en
jörðin fær hlutdeild í himninum.
Þar búa ekki framar neinar sorgir
og þessvegna er gleðin ekki nauð-
synleg, þar ríkir fegurðin ein ofar
hverri kröfu.“ (H. K. Laxness.)
Að kvöldi dags í birtu fyrsta að-
ventuljóssins, slokknaði lífslogi
míns góða bróður Símonar. Við
sem eftir stöndum lútum höfði,
hönd í hönd, og beygjum okkur
undir vilja alvaldsins. Í huga mín-
um bærast tilfinningar trega og
missis, en einnig gleði yfir að hafa
átt þess kost að hafa hann í sam-
fylgd frá barnsaldri. Bernskuárin
voru björt og ærslafull á stundum,
og ekki alltaf auðvelt að skokka í
fótspor þessa tápmikla bróður.
Hann lifði hratt, var hvers manns
hugljúfi í kerskni sinni. Hann rakst
ekki vel í hóp, fór sínar eigin leiðir
á sínum forsendum. Hann var
gæddur góðri kímni og hafði ein-
stakan frásagnarhæfileika og gam-
ansögur flugu yfir borðum sem
enduðu gjarnan í háum hláturs-
rokum svo undir tók. En stundum
kemur grátur eftir skellihlátur.
Hann fékk sinn skerf af mótlæti í
lífinu og fann ekki alltaf beinu
brautina, en hver sosum finnur
hana? Vinur var hann sannra vina
sinna. Hann hafði gott hjartalag og
að honum hændust yngstu börnin í
fjölskyldunni. Þrátt fyrir hið and-
lega góða hjartalag varð sjúkt
hjarta að lúta í lægra haldi og
stöðvaðist. Það er bjart yfir minn-
ingu Símonar. Hann fetar nú för
sína að himnaborðum.
„Bráðum skín sól upprisudagsins
yfir hinar björtu leiðir þar sem hún
bíður skálds síns. Og fegurðin mun
ríkja ein.“ (H. K. Laxness.)
Far þú í friði, bróðir sæll.
Þóra.
Kæri bróðir og vinur, það er svo
sárt að þurfa að kveðja svona
snemma, þó eitt sé víst, að allir
verða að deyja, þá er dauðinn svo
fyrirvaralaus þegar hann kemur.
Eftir sitja ættingjar og vinir og
hugsa: Gat ég einhverju breytt eða
haft áhrif á? Ég held ekki, Símon
var með hjartasjúkdóm sem hann
tók ekki alvarlega. Við fæðumst í
þennan heim með þeim kostum og
göllum sem fylgja okkur á lífsleið-
inni, hvort sem okkur líkar betur
eða verr, spurningin er hvernig
einstaklingurinn getur látið þá
vega salt, kostina og gallana, svo
hvorugir yfirvinni hina því annars
missum við jafnvægi á þessari lífs-
ins göngu. Símon bróðir minn hafði
marga góða kosti en eins og aðrir
hafði hann líka galla. Í mínum huga
standa kostir hans langt upp úr
öllu öðru en hann náði ekki að láta
vega salt, svo stundum varð ójafn-
vægi. Ég vil minnast hans fyrst og
fremst sem náttúrubarns, sem
hvergi leið betur en á fjöllum fjarri
áreiti umheimsins, friðlandið að
fjallabaki var hans skjól og þangað
sótti hann lífsnæringu hvenær sem
kostur var. Í mínum minninga-
banka á ég stórar innlagnir frá
honum úr veiðiferðum að fjallabaki.
Þær munu fylgja mér og verða
veganesti það sem eftir er. Einnig
vil ég minnast hans sem hraust-
mennis og íþróttamanns frá náttúr-
unnar hendi, því ekki var þjálfun
fyrir að fara, og skákaði hann oft
öðrum sem lögðu mikla rækt við
sína íþrótt. Símon bróðir minn
vann oft stóra sigra í lífi sínu en
stundum gaf líka hressilega á bát-
inn. Það var á þeim stundum sem
hann fann ekki sitt eyrarblóm eins
og segir ljóði Jóns Thoroddsen sem
Labbi vinur hans samdi svo fallegt
lag við, en Símon hélt mikið upp á
lag og ljóð sem eftir á að hyggja
virðist lýsa lífsgöngu hans:
Það var eitt sinn eyrarblóm
á eyðistað,
og lítill fugl að kvöldi kom
og kyssti það.
Hann elskaði svo undurheitt
sitt eyrarblóm,
og veröldin var án þess öll
svo auð og tóm.
Að morgni eftir nepjunótt
og nístingsél
fram og aftur flögrar hann
um frosinn mel.
Símon hefur fundið sitt eyrar-
blóm að eilífu. Far þú í friði, kæri
bróðir, og hafðu þökk fyrir allt og
allt, við munum aldrei gleyma þér.
Þinn bróðir
Sigurður.
Mig langar að minnast í örfáum
orðum elsku besta frænda míns.
Hver á núna að stríða mér og
kalla mig Grúbjagur? Eða Guð-
björg Þóra, feita og stóra?
Þú varst alltaf svo góður við litlu
frænku. Þegar ég var 14 ára lán-
aðir þú mér símboðann þinn af því
að ég var aldrei heima og því engin
leið að ná í mig.
Þegar ég var að vinna í fiski á
Eyrarbakka þá vorum við vinkon-
urnar eitthvað að vandræðast
hvernig við ættum að koma okkur
á milli, þar sem engin af okkur var
komin með bílpróf. Þér fannst
þetta nú ekki mikið vandamál þar
sem þú áttir hús á Eyrarbakka sem
þú gast bara lánað okkur, minnsta
mál.
Þetta er alveg lýsandi fyrir þig,
Símon minn, alltaf tilbúinn til að
gera allt sem þú gast fyrir þitt fólk.
Ég sakna þín svo mikið, frændi, en
ég veit að þér líður vel núna. Þú
heldur áfram að fylgjast með okk-
ur.
Ef þú hefðir náð að kveðja hefðir
þú örugglega sagt: Verið hress,
ekkert stress, bless, bless.
Ég ætla að kveðja þig með þess-
um orðum eftir Ralph Waldo
Emerson:
„Að deila með öðrum mikið og
oft...
Að vita aðeins einn anda léttar
vegna þess að þú lifðir. Það er vel-
gengni.“
Takk fyrir allt, elsku besti
frændi.
Guðbjörg Þóra Sigurðardóttir.
SÍMON ÁSGEIR
GRÉTARSSON
Fleiri minningargreinar um Sím-
on Ásgeir Grétarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Faðir okkar,
REYNIR ÁRMANNSSON,
1922—2002,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. desember
kl. 13.30.
Ásta Reynisdóttir,
Bergþóra Reynisdóttir,
Ármann Reynisson,
Halldór Reynisson,
Sigrún Reynisdóttir.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
VALGERÐAR HÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Böðvar Sigurjónsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samhug og
virðingu við fráfall og útför systur okkar og
frænku,
JÓHÖNNU ERASMUSDÓTTUR
frá Háu-Kotey í Meðallandi.
Sveinbjörg Erasmusdóttir,
Guðríður Erasmusdóttir,
Helga Erasmusdóttir,
Lilja Benediktsdóttir,
Páll Jóhannesson.
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og vinarþel við andlát
STELLU ÁRNADÓTTUR,
Skólavörðustíg 24a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
TÓMAS EMILSSON,
Öldugötu 11,
Seyðisfirði,
lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar föstudaginn
6. desember.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugar-
daginn 14. desember kl. 14.00.
Þórdís Bergsdóttir,
Bergur Tómasson, Ásdís Benediktsdóttir,
Sigurður Tómasson, Hafdís Guðmundsdóttir,
Hildur Tómasdóttir, Valdimar Jörgensen,
Þórdís Tómasdóttir, Þór Ingólfsson,
Emil Tómasson, Anna Karlsdóttir,
Tómas Tómasson, Berglind Sigurðardóttir,
afabörn og langafabörn.
Okkar ástkæra
STEINUNN NÓRA ARNÓRSDÓTTIR,
Hrísrima 25,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 11. desember kl. 13.30.
Tómas Ríkarðsson,
Laufey Lind Sturludóttir,
Oddur Sturluson,
Ríkarður Tómas Tómasson.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu mér og
fjölskyldu minni samúð og hlýhug við fráfall
eiginmanns míns,
GUÐMUNDAR KRISTJÁNS
HERMANNSSONAR
frá Súgandafirði,
Lautasmára 3,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Kristjánsdóttir.