Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í BÓKINNI Fjandsamleg yfirtaka, sem er nýkomin út, sakar Bogi Þór Siguroddsson, fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar, Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson, kaupendur meirihluta hlutabréfa í Húsasmiðj- unni í sumar, um fjandsamlega yfir- töku og óheiðarleg vinnubrögð. Bogi Þór segir í bókinni að sl. vor hafi hann í samstarfi við Árna rætt við Kaupþing um svokölluð skuldsett kaup á Húsasmiðjunni. Hann birtir m.a. tölvupóst sem hann fékk frá Árna þar sem hann lýsir vangavelt- um sínum um hugsanleg kaup. Í lok hans segir: „Gaman væri að fara yfir þetta með Kaupþingsmönnum.“ Bogi segir einnig frá fundi sem hann og Árni áttu með Kaupþingsmönn- um um málið. Bogi Þór fór í sumarfrí til Spánar í byrjun júní, en hann segir að þá hafi málið verið í eðlilegum farvegi hjá Kaupþingi. Áður en hann fór út seg- ist hann þó hafa orðið þess áskynja að Búnaðarbankinn Verðbréf hafi sýnt því áhuga að hafa milligöngu um viðskiptin. Bogi Þór segir síðan frá því að hann hafi fengið símtal til Spánar um að búið væri að selja Húsasmiðjuna og kaupendur væru Árni Hauksson og Hallbjörn Karls- son, starfsmaður Kaupþings. Kaupin voru gerð fyrir milligöngu Búnaðar- bankans. Símtal til Spánar Bogi Þór segir í bókinni frá því að Árni hafi hringt í sig til Spánar og greint sér frá kaupunum. „Gat verið að Árni Hauksson væri búinn að svíkja mig og hafa mig svo rækilega að fífli? Vitandi um fyrirhugað frí til útlanda með upplýsingar úr öllum áttum? Var hann búinn að spila þennan póker lengi með öll spilin uppi í erminni? Á þessu augnabliki gerði ég mér mjög skýra grein fyrir því að ég yrði að vera yfirvegaður og að þetta símtal gæti orðið mjög af- drifaríkt og mikilvægt. Ég yrði að freista þess að fá sem allra gleggstar upplýsingar áður en ég sleppti Árna úr símanum. Ég gekk út úr versl- uninni og ákvað að reyna að átta mig á hvað raunverulega hefði gerst. Eftir á og alla tíð síðan kom það mér á óvart hvað Árni sagði mér mikið í þessu símtali. Ég velti því fyrir mér hvort það hefði verið með- vituð ákvörðun hjá honum, og jafn- vel að hann hefði sagt mér eitthvað sem hentaði honum. Eða kom þetta bara á óvart? Þeir tveir fundir sem ég átti eftir að eiga með honum báru það greinilega með sér að drengur- inn var í miklu uppnámi þessa dag- ana. Kaldrifjuð svik og vandlega undirbúin atburðarás verða hins vegar ekki aftur tekin, enda Árni að hrifsa til sín verðmæti sem jafngiltu hundruðum milljóna króna. „Gummi í Búnaðarbankanum hafði samband við mig á föstudag og bauð mér dílinn. Hann var algjörlega búinn að pakka honum inn, tryggja sér bréfin og alla fjármögnun. Þetta var þvílíkt tilboð að ég gat ekki hafn- að því. Ég reyndi eins og ég gat að fá hann til að samþykkja að þú yrðir með en það var sama hvað ég reyndi, hann var algjörlega ófáanlegur til þess. Þeir vilja fá rekstrar- og fjár- málakall eins og mig í þetta verkefni. Þú hefur orð á þér fyrir að vera út- rásar- og markaðsmaður, en það hentar ekki í þessu tilfelli því það á að pakka rekstrinum saman.“ Í bókinni hefur höfundur eftir Árna að sá síðarnefndi hafi sett það sem skilyrði að hann færi frá málinu með reisn. „Ég get ekki gert að því þótt Búnaðarbankamenn vilji ekki hafa þig með. Ég sagði þér líka að ég hefði sett skilyrði um að þú færir frá þessu máli með reisn. Það er allt vit- laust í bankanum því það var annar hópur í bankanum sem var að vinna fyrir manninn sem þú fundaðir með sumardaginn fyrsta, en við vorum á undan. Gesturinn þinn hefði kastað þér frá borði umyrðalaust. Þú getur ver- ið þakklátur fyrir að það er ég sem stýri því hvernig þessi mál verða gerð upp en ekki hann,“ hefur Bogi eftir Árna í bókinni. Bogi Þór segir í bókinni að Árni hafi upphaflega gefið þá skýringu á niðurstöðunni að Búnaðarbankinn hafi krafist þess að hann yrði ekki með í kaupunum, en bankastjóri Búnaðarbankans hafi neitað því að hafa sett fram slíka kröfu. Bogi Þór segir að Árni Hauksson hafi komið aftan að sér. Hann bendir á að Árni, Hallbjörn og Guðmundur Guð- mundsson hjá Búnaðarbankanum séu skólabræður og vinir og segir viðskiptasiðferði þeirra fyrir neðan allar hellur. Ekki um meira að tala Bogi Þór segir að Árni hafi upp- haflega sagt að hann myndi tryggja að Bogi gæti farið frá Húsasmiðj- unni „með reisn“. Þegar á reyndi hafi hann ekki staðið við þetta. „Ég sagði honum að við hefðum ekki um meira að tala. Þannig endaði síðasta samtalið sem ég átti við Árna Hauksson. Auðvitað átti ég að hata hann eins og hann sagði að ég myndi gera það sem eftir væri ævinnar. En það voru ekki þær tilfinningar sem ég hafði gagnvart þessum aumkun- arverða dreng þegar ég horfði á eftir honum út. Ég skildi það ekki sjálfur, en ég vorkenndi honum! Ég vildi svo sannarlega ekki vera í sporum Árna Haukssonar fyrir öll auðæfi heims- ins. Mér fannst sorglegt að þurfa að kynnast því með svo persónulegum hætti hvað hann var tilbúinn að leggjast lágt fyrir peninga. Þar með var fullreynt að ég gæti treyst þessum manni framar og von- in um að Árni Hauksson myndi beita sér fyrir því að ég kæmist sómasam- lega frá málinu varð að engu. En áætlun hans heppnaðist fullkomlega. Hann var búinn að kaupa sér þann tíma sem hann þurfti alla vikuna og mesti óróinn liðinn hjá í Húsasmiðj- unni. Andrúmsloftið í fyrirtækinu átti þó eftir að vera sérstakt áfram, þar sem hvorki Jón Snorrason, sem starfandi forstjóri og fulltrúi selj- enda, né Árni Hauksson, vildu hreyfa við neinum málum meðan ekki væri búið að ganga formlega frá kaupunum. Það var ekki nóg með að Árni Hauksson sviki mig. Hann sveik einnig aðra nánustu samstarfsmenn sína sem hefðu átt þess kost að taka þátt í kaupunum á Húsasmiðjunni, ef Kaupþingsverkefnið hefði gengið eftir. Ég hef mikið hugsað um það hvernig þessum fyrrverandi sam- starfsmönnum mínum og félögum í hópi stjórnenda líður við þessar að- stæður með Árna Hauksson yfir sér sem forstjóra,“ segir Bogi Þór í bók- inni. Fjandsamleg yfirtaka GUÐMUNDUR Guðmundsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbanka Íslands, segir að fjölmargar rangfærslur séu í bók- inni, sérstaklega þau atriði er lúta að meðferð trúnaðarupplýsinga. „Ýmsar staðhæfingar pirra mann, þótt þær séu augljóslega út í loftið, en þegar ég var búinn að loka bók- inni fannst mér hún fyrst og fremst sorgleg,“ segir hann. Spurður hvort hann telji ásakanir í sinn garð alvarlegar segir Guðmundur: „Ég hefði tekið þær alvarlega ef þær hefðu verið settar fram í öðru sam- hengi og af öðrum manni, en það er svo margt í bókinni þess eðlis að ekki er hægt að taka hana trúverð- uga.“ Í bókinn kemur fram að Guð- mundur hafi útbúið samninginn um kaupin á Húsasmiðjunni og ekki viljað að Bogi Þór kæmi að málum. Að sögn Guðmundar leitaði Bogi Þór aldrei til Búnaðarbankans. „Þetta var aðeins spurning um fjár- mögnun,“ segir Guðmundur og vís- ar til þess að haustið 2000 hafi Jón Snorrason veitt Boga Þór umboð til að kaupa fyrirtækið eins og fram komi í bókinni. „Í tvö ár var hann búinn að leita til ýmissa fjármála- fyrirtækja til að fjármagna með sér kaupin án árangurs. Staðreynd málsins er sú að Boga tókst ekki að fylkja að baki sér fjárfestum eða fjármálafyrirtækjum til verksins.“ Bogi Þór hefur eftir Árna Hauks- syni að Guðmundur sé „arkitektinn að Húsasmiðjukaupunum og sá sem pakkaði dílnum inn fyrir félaga sinn.“ Guðmundur segir að starfs- menn bankans hafi lagst yfir reikn- inga félagsins, eins og þeir hafi ver- ið birtir á Verðbréfaþinginu og við „töldum okkur sjá þarna tækifæri. Í bókinni er vísað í að menn hafi haft óeðlilegar upplýsingar um duldar eignir en það er einfaldlega rangt. Þetta kemur allt fram í ársreikn- ingum, skýringum þeirra og öðru birtu efni,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson hjá Búnaðarbankanum „Fjölmargar rangfærslur“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Árna Haukssyni, forstjóra Húsasmiðj- unnar, og Hallbirni Karlssyni, framkvæmdastjóra sölusviðs Húsa- smiðjunnar. „Á undanförnum dögum hafa undirritaðir verið spurðir marg- sinnis um okkar hlið á því máli sem fyrrverandi forstjóri Húsasmiðj- unnar, Bogi Þór Siguroddsson, ger- ir að umtalsefni í nýútkominni bók sinni. Við höfum vikið okkur undan því að svara á opinberum vettvangi um einstök efnisatriði málsins og leiðrétta bæði rangfærslur og mis- skilning sem víða gætir í frásögn forstjórans fyrrverandi. Sú afstaða okkar að láta kyrrt liggja helgast einkum af þeirri staðreynd, sem reyndar er rauður þráður í bókinni og sömuleiðis í fjölmiðlaspjalli höf- undarins, að atburðarásin öll ræðst því miður af erfiðum fjárhagslegum aðstæðum Boga Þórs undanfarin tvö ár. Enda þótt bókarhöfundur segi í formála að eignarhaldsbreyt- ingar á Húsasmiðjunni hafi verið rothögg fyrir fjárhag sinn má glögglega sjá af lestri bókarinnar að fjárhagsvandi Boga Þórs er ekki af- leiðing af atburðarásinni heldur or- sök. Á því tvennu er mikill munur. Ásakanir Boga Þórs eru margvís- legar. Þær beinast að okkur, Bún- aðarbankanum, Jóni Snorrasyni fyrrverandi stjórnarformanni Húsasmiðjunnar og nokkrum nafn- greindum einstaklingum sem öllum er það sameiginlegt að eiga að hafa snúið baki við Boga á ögurstundu. Sömuleiðis gerir höfundur því skóna að með viðskiptabrellum hafi undirritaðir hagnast um hundruð milljóna króna eins og hendi væri veifað og annars staðar í bókinni gefur höfundur í skyn að seljendum hafi verið mismunað, bankastarfs- maður hafi hagnast óeðlilega og áfram mætti lengi telja. Ekkert af þessu á við nokkur rök að styðjast. Þeir sem best þekkja til taka þó einnig eftir veigamiklum þáttum málsins sem ekki eru gerðir að um- talsefni í bókinni. Þau atriði, rétt eins og svo margar skýringar og svör við ásökunum höfundarins, eru tengd fjárreiðum hans. Einmitt þess vegna höfum við forðast að ræða málið í einstökum efnisatrið- um á opinberum vettvangi. Sú mynd sem bókarhöfundur dregur upp, og þau samtöl sem hann marg- sinnis setur í gæsalappir og telur sig þannig muna frá orði til orðs, er að okkar mati óravegu frá þeim raunveruleika sem við blasir. Í trausti þess að starfsfólk og við- skiptavinir Húsasmiðjunnar gjaldi varhug við þeim fullyrðingaflaumi sem bókin inniheldur, og með hlið- sjón af því hve atburðarásin er sam- ofin persónulegum aðstæðum bók- arhöfundar, munum við víkja okkur undan efnislegri umræðu í fjölmiðl- um eftir því sem kostur er og von- umst við til þess að þeirri ákvörðun verði sýndur skilningur.“ Yfirlýsing frá eigendum Húsasmiðjunnar um ásakanir Boga Þórs Fjarri raun- veruleikanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsasmiðjan skipti um eigendur í sumar í óþökk fyrrverandi forstjóra. ÖLLU fé á bænum Njálsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu hefur verið fargað eftir að riða greindist þar. Þetta er eina tilfellið af riðu sem hefur greinst á landinu í haust. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum, var það bónd- inn á bænum sem gerði viðvart um veikindi og eftir skoðun dýralæknis kom í ljós að um riðuveiki var að ræða. „Þegar riðuveiki kemur upp er öllu fé fargað á viðkomandi bæ og þetta voru liðlega 170 kindur.“ Aðspurður segir Sigurður þetta vera eina riðuveikitilfellið sem hafi greinst á þessu hausti en það sé nokk- urt áfall að hún skyldi koma upp. „Það eru líklega 16–17 ár síðan þarna var riða. Það sýnir bara að menn þurfa að vera á varðbergi og verða að láta vita um kindur sem eru laslegar með ein- kenni frá miðtaugakerfi. Þá mega menn ekki hýsa fé frá öðrum og eiga ekki að versla með fé á milli bæja. Það er stórhættulegt einmitt vegna þess að riðan getur leynst ennþá.“ Sigurður segir mikinn árangur hafa náðst í baráttunni við riðuveikina og nefnir í því sambandi að veikin hafi greinst á yfir 200 bæjum á landinu fyrir 16–17 árum en síðustu ár hafi hins vegar aðeins örfá tilfelli greinst. Öllu fé á Njálsstöð- um fargað vegna riðu „ÞETTA horfir mjög vel enda munu þarna takast á þingið og þjóðin,“ sagði Bjarni Harðarson, upplýsinga- fulltrúi Kvæðaþingsins á Selfossi, sem fram fer í kvöld á Hótel Selfossi klukkan 20.30. Þar takast á lið Alþingis með þeim Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð- herra og Steingrími Sigfússyni al- þingismanni og lið þjóðarinnar með Hjálmari Jónssyni dómkirkjupresti, Flosa Ólafssyni leikara og Hákoni Aðalsteinssyni, náttúrulífsmanni af Austurlandi. Ómar Ragnarsson fréttamaður blæs til leiks klukkan 20.30 og þá mun Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kasta fram stöku og hefja leikinn. Síðan mun Ómar etja liðunum saman og kynda undir skáldanáttúru liðanna. Þingið og þjóðin kveða á kvæðaþingi Selfossi. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FJÓRIR fyrrverandi starfsmenn Bónuss á Ísafirði, á aldrinum 18–22 ára, hafa í Héraðsdómi Vestfjarða verið fundnir sekir um að hafa dreg- ið sér fé úr sjóðvélum verslunarinnar á nokkurra mánaða tímabili. Menn- irnir notuðu starfsmannakort til að skrá rafrænar peningafærslur í bók- haldsgögn fyrirtækisins sem skuld- færðar voru á launareikninga fólks- ins. Fjárhæðirnar voru skuldfærðar á fólkið og síðan dregnar af launum þess við launauppgjör að frádregn- um starfsmannaafslætti. Samtals drógu starfsmennirnir sér með þess- um hætti samtals um 154 þúsund krónur. Fram kemur í dómnum að sak- borningarnir játuðu greiðlega brot sín sem framin voru frá desember á síðasta ári fram í mars á þessu ári. Með tilliti til þess og ungs aldurs sakborninganna þótti dómnum rétt að fresta ákvörðun refsingar þeirra og fellur refsingin niður að tveimur árum liðnum haldi fólkið almennt skilorð. Einum sakborningnum var gert að greiða rúmar 14 þúsund krónur í skaðabætur. Drógu sér fé úr sjóðvélum Bónuss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.