Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 37 VERNON Smith, nýbakaðan nób- elsverðlaunahafa í hagfræði, má með sanni kalla föður tilraunahagfræðinn- ar. Hann er hvort tveggja óumdeild- ur brautryðjandi í framkvæmd til- rauna um atferli á mörkuðum og lykilmaður í þróun sjálfstæðrar að- ferðafræði í tilraunum hagfræðinga. Daniel Kahneman, sem einnig hlýtur Nóbelsverðlaunin í ár, hefur tekist að greina og skýra margvíslegt mis- ræmi milli tilraunaniðurstaðna og viðtekinna kenninga. Að þessu sinni virðist sænska vís- indaakademían hafa komið mörgum á óvart með vali sínu á verðlaunahöfum í hagfræði. Vissulega verðskulda til- raunahagfræði og frumkvöðlar innan hennar viðurkenningu, en óvenjulegt er að svo ungt fræðasvið fái svo mik- ilsmetna viðurkenningu svo snemma. Það er því ekki úr vegi að útskýra í stuttu máli um hvað þessi fræðigrein fjallar. Plássins vegna er umfjöllunin einskorðuð við framlag Smiths og það sem helst telst markvert í faginu í dag. Hagræn vindgöng Smith var nemandi Edwards Chamberlins, sem fyrir rúmum 50 ár- um framkvæmdi tilraunir í eigin kennslustofu þar sem nemendur tóku að sér hlutverk kaupenda og seljenda sem síðan gátu samið um viðskipti sín á milli, tveir og tveir í einu. Niður- stöðurnar stönguðust í grundvallar- atriðum á við viðtekna kenningu um fullkomna samkeppni og taldi Chamberlin niðurstöður sínar vís- bendingu um að kenningin væri röng. Fjórtán árum síðar (1962) birti Vernon Smith niðurstöður úr eigin tilraunum sem voru sambærilegar við tilraunir Chamberlins, að því frá- töldu að Smith setti upp skipulagðan tilboðsmarkað. Í þetta skiptið voru niðurstöðurnar á allt annan veg, þar sem verð á tilraunamörkuðum var það sama og hin hefðbundna kenning sagði fyrir um. Ótal sambærilegar til- raunir hafa stutt þá niðurstöðu Smiths, að skipulag markaða skiptir miklu máli. Ennfremur að hægt sé að skipuleggja markaði með þeim hætti að niðurstaðan sé í samræmi við klassísku samkeppniskenninguna. Þessi tilraun Smiths hratt af stað samfelldri bylgju tilrauna á skipulagi markaða, sem sífellt hafa orðið þró- aðri og ítarlegri. Víða um lönd hafa verið settar upp tilraunastofur þar sem margs konar markaðsreglur og uppboðsform eru prófuð og borin saman áður en þeim er hrint í fram- kvæmd, líkt og líkön af flugvélum og bílum eru iðulega prófuð í vindgöng- um áður en framleiðsla hefst. Hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands má meðal annars finna vísi að slíkri starfsemi. Tilraunahagfræði hefur ennfremur gjörbreytt þróun fræðilegrar hag- fræði, því að tilraunir eru vel til þess fallnar að prófa kenningar. Í flestum tilvikum er hægt að setja upp um- hverfi í tilraunastofu sem er sam- bærilegt við þá einfölduðu veröld sem kenning er smíðuð í. Ef kenningin stenst ekki nánari skoðun í tilrauna- stofu má telja afar ólíklegt að hún hafi eitthvað með raunveruleikann að gera. Úrslitakostaleikurinn Tilraunir eru ekki aðeins gagnleg- ar við að hafna heldur einnig við þró- un nýrra kenninga, rétt eins og í flestum greinum vísinda. Ástæðan er einfaldlega sú að oft og tíðum koma niðurstöður tilrauna mjög á óvart og beina fræðimönnum inn á nýjar og spennandi brautir. Eitt besta dæmi um slíkt er bálkur af tilraunum um hinn svokallaða úrslitakostaleik (e. ultimatum game). Tveir taka þátt í leiknum. Leikmaður A gerir tillögu um hvernig skipta skuli tiltekinni fjárhæð á milli hans og leikmanns B. Leikmaður B fær síðan að sjá tillög- una og getur samþykkt hana eða synjað henni. Ef B samþykkir fá báð- ir sinn hluta fjárhæðarinnar sam- kvæmt tillögu A, en ef B samþykkir ekki fær enginn neitt. Hefðbundin hagfræði gerir ráð fyrir, að hinn hagsýni maður (l. homo economicus) B samþykki hvaða tilboð sem færir honum einhvern ávinning, þó ekki sé nema eina krónu. Enn- fremur, að A geri sér grein fyrir þessu og bjóði B aðeins örlítið brot af heildarupphæðinni. Tilraunir með þennan leik hafa verið gerðar víða um heim, þar sem tengsl milli þátttak- enda eru mismunandi og upphæðin sem er til skiptanna er mishá. Nið- urstöðurnar eru nær alltaf svipaðar. A-leikmenn bjóða flestir skiptingu þar sem B fær að minnsta kosti þriðj- ung „kökunnar“ og margir stinga upp á jafnri skiptingu. Ennfremur, að B- leikmenn sem fá „ósanngjörn“ tilboð, t.d. aðeins 20% fyrir sig, hafna tilboði A í flestum tilvikum. Eru dagar homo economicus taldir? Síðustu 15 ár eða svo hafa fjöl- margir hagfræðingar, með Ernst Fehr í fararbroddi, glímt við þessa gátu. Athyglin hefur einkum beinst að félagslegu tilliti í vali einstaklinga og þá sérstaklega gagnkvæmni í sam- skiptum. Í framhaldi af því hafa fjöl- margar viðteknar kenningar innan hagfræðinnar verið teknar til gagn- gerrar endurskoðunar, því í mörgum tilvikum getur gagnkvæmni haft um- talsverð áhrif á niðurstöður. Þessi dæmi sýna að tilraunahag- fræði hefur bæði skotið sterkari stoð- um undir margar viðteknar hag- fræðikenningar, en á sama tíma dregið verulega úr trúverðugleika annarra. Þó má teljast langt í land að skýra megi með almennum hætti, hvenær óhætt er að nota forsenduna um hinn skynsama mann og hvenær ekki við hagfræðilega greiningu. Tilraunahagfræði Eftir Jón Þór Sturluson „Tilrauna- hagfræði hefur bæði skotið sterk- ari stoðum undir margar viðteknar hagfræðikenningar, en á sama tíma dregið verulega úr trúverð- ugleika annarra.“ Höfundur er sérfræðingur á Hagfræðistofnun HÍ. Dæmi um verð: Áður: Nú: Vatterað vesti 4.100 1.900 Prjónavesti 4.500 2.700 Bómullarpeysa 4.600 2.800 Jakkapeysa rennd 5.800 2.900 Bolur m. satínkraga 2.800 1.200 Slinkybolur 3.400 1.900 Tunika 3.600 1.900 Jakkapeysa m. loðkraga 4.300 2.600 Skyrta m. fellingum 3.900 1.900 Gallajakki 4.800 2.900 Dömujakki 6.400 2.900 Kápa m. loðkraga 6.500 3.900 Pils 3.700 2.300 Rúskinnsbuxur 8.900 4.400 Herraskyrta 4.000 2.400 Herrapeysa 6.100 2.900 Herramokkajakki 8.900 4.900 ...og margt margt fleira stærðir 36-52 hefst í dag 40—60% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl. 10.00-18.00 ÚTSALA - ÚTSALA Klapparstíg 27, sími 552 2522 GÖNGUGRIND M. LEIKBORÐI OG BREMSU kr. 6.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.