Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÍFURLEGT tjón varð í gamla bænum í Edinborg er eldur kom þar upp snemma síðastliðið laug- ardagskvöld. Eyðilögðust að minnsta kosti 13 byggingar, stein- hús, sem sum voru frá 14. og 15. öld, og standa nú bara útveggirnir uppi. Óttast er, að þeir geti hrunið þegar minnst varir. Er fjárhags- legt tjón af völdum brunans metið á hundruð milljóna íslenskra króna en aldrei verður unnt að bæta fyr- ir þann menningarsögulega skaða, sem orðinn er. Voru sumar bygg- inganna í gamla hverfinu í mið- borginni á minjaskrá Sameinuðu þjóðanna en svo virðist sem þær hafi sloppið. Slökkviliðsmenn unnu við það enn í gær að slökkva eldana, meira en hálfum öðrum sólarhring eftir að þeir brutust út, og var búist við, að það gæti tekið nokkra daga að slökkva í síðustu glæðunum. Var mikill fjöldi manna að störfum og margir við það eitt að koma í veg fyrir, að eldurinn blossaði upp aft- ur. Upptökin líklega í næturklúbbi Ekki er fullljóst enn hvar eða hvernig eldsvoðinn byrjaði en óstaðfestar fréttir eru um, að hann hafi komið upp í næturklúbbi, La Belle Angele, í Grassmarket, sem er hluti af gamla bænum. Hafi eld- urinn síðan borist með loftræst- istokki upp um alla bygginguna, sem var sex hæðir. Var nætur- klúbburinn við Cowgate, sem er ein elsta gatan í Edinborg eða frá 13. öld. Eldsvoðinn er með þeim mestu á Bretlandi í nokkurn tíma og allar aðstæður voru mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn. Eru húsin sam- liggjandi, hlaðin úr steini en gólf og allt milliverk úr timbri. Eldhaf- ið varð því strax gífurlegt og barst auðveldlega úr einu húsinu í ann- að. Eftir stendur skelin ein. Getur hún hrunið fyrirvaralaust og verð- ur henni líklega ekki bjargað hvort eð er. Merkustu húsin sluppu Nokkrar gamlar byggingar urðu eldinum að bráð en slökkviliðs- mönnum tókst hins vegar að bægja eldinum frá einni þeirra, Adam House, en hún þykir mjög merk út frá byggingarsögulegu sjónarmiði. Urðu aðeins á henni nokkrar reykskemmdir. Þá þykir það mikil mildi, að þær byggingar, sem voru á minjaskrá Sameinuðu þjóðanna, sluppu við mikinn skaða. Í gamla bænum, sem nær frá Edinborgarkastala til Holyrood- house-hallarinnar, aðsetri Elísa- betar drottningar þegar hún er í Skotlandi, eru margar frægar byggingar, meðal annars St. Gilés- dómkirkjan, Edinborgarháskóli, The City Chambers og Skoska þjóðminjasafnið. Þar er líka The Guilded Balloon en þar hafa verið settar upp leiksýningar á Edin- borgarhátíðinni. Er sú bygging nú ónýt. Þá varð háskólinn fyrir nokkru tjóni er gögn vegna rann- sókna á gervigreind eyðilögðust í eldinum. Ekkert manntjón varð í eldinum en flytja varð á brott um 150 manns og finna fólkinu bráða- birgðahúsnæði. Var stórum hluta gamla bæjarins lokað fyrir umferð og hefur það valdið töfum og nokkru umferðaröngþveiti annars staðar í borginni. Frestuðu verkfalli Breskir slökkviliðsmenn hafa verið með verkfallsaðgerðir að undanförnu og til stóð, að þeir hæfu átta daga verkfall síðastlið- inn miðvikudag. Þeir frestuðu því vegna nýrra viðræðna. Ljóst þyk- ir, að tjónið hefði orðið enn meira í eldsvoðanum í Edinborg, hefðu slökkviliðsmennirnir verið í verk- falli enda hafa hermenn, sem hafa leyst þá af, ekki þá þekkingu, sem þarf til að berjast við stórbruna af þessu tagi. Aðeins sótsvört skel- in stendur enn uppi AP Slökkviliðsmaður fyrir framan eina af byggingunum við Cowgate. Þótt þær standi enn, þá er allt brunnið inni í þeim og líklega ekki um annað að ræða en ryðja þeim burt. AP Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Cowgate á sunnudaginn. Að minnsta kosti 13 byggingar í gamla bænum í Edinborg eyðilögðust í eldsvoða VLADIMÍR Pútín Rússlands- forseti hvatti Atlantshafsbanda- lagið (NATO) til þess í gær að auka sam- starf sitt við Rússa og lagði áherslu á að stækk- un banda- lagsins að landamær- um Rúss- lands mætti ekki grafa undan gagn- kvæmu trausti. Sagði Pútín á fundi með Georg Roberston, framkvæmdastjóra NATO, að nauðsynlegt væri að það lægi ljóst fyrir hverjir yrðu sam- starfsaðilar Rússa eftir að stækkunin kæmi til fram- kvæmda. Robertson hafði áður lagt áherslu á, að NATO hefði engar áætlanir um að verða „lögregla heimsins“ og að sam- starf bandalagsins og Rússa væri forsenda þess að árangur næðist í baráttunni við alþjóð- lega hryðjuverkastarfsemi. Kosningarn- ar ógildar ENN kom babb í bátinn í lýð- ræðisþróuninni í Serbíu þegar forsetakosningar, er fram fóru í landinu á sunnudaginn, reynd- ust ógildar sökum ónógrar þátt- töku. Vojislav Kostunica, sem hlaut flest atkvæði, hótaði að virða niðurstöðuna að vettugi. Um 6,5 milljónir voru á kjör- skrá, en óháðir eftirlitsmenn sögðu að ekki hefði náðst tilskil- in 50% kjörsókn. Var þetta í annað sinn á tveim mánuðum sem ekki náðist næg þátttaka í forsetakosningum í Serbíu. Kostunica sagði að á kjör- skránni hefðu verið um 400.000 fölsuð nöfn og þess vegna í raun- inni rangt að segja að kjörsókn hefði ekki verið næg. Al-Qaeda lýsa ábyrgð ÖRYGGISGÆSLA hefur verið hert til muna í Kenýa eftir að hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, al-Qaeda, lýstu því yfir að þau hefðu borið ábyrgð á tveim tilræðum sem kostuðu 16 manns lífið í Kenýa í síðasta mánuði. Hátt settir öryggislög- reglumenn í Kenýa sögðu að gæsla hefði einkum verið hert við byggingar sem hýstu er- lenda ferðamenn og erlend sendiráð. Tilræðin í nóvember beindust gegn ísraelskum ferða- mönnum í landinu og létust þrír Ísraelar í sprengjutilræði á hót- eli í Mombasa. Tíu Kenýamenn féllu og þrír tilræðismenn. Duncan Smith fer hvergi IAIN Duncan Smith, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hafnaði í gær kröfu hátt setts flokks- manns um að hann segði af sér. Það var Michael Heseltine, fyrr- verandi ráðherra, sem setti þessa kröfu fram í viðtali sem birtist í blaðinu The Independ- ent í gær. Sagði hann að Duncan Smith hefði mistekist að auka vinsældir flokksins. STUTT Vilja nánari samvinnu Pútín „ÓHÆTT er að segja, að það var mikil mildi, að ekki fór verr. Það tókst að verja sögufræg- ustu byggingarnar og það var lán í óláni, að eldurinn kom upp snemma kvölds þegar fátt fólk var á ferli í hverfinu og slökkviliðsmenn- irnir, kunnugir heimamenn, voru við vinnu en ekki í verkfalli eins og stundum undanfarið,“ sagði Ingólfur Johannessen í samtali við Morg- unblaðið. Er hann lektor í veirufræði við læknadeild Edinborgarháskóla og hefur búið í borginni í fimm ár. Starfar hann á Gamla spít- alanum, sem er vernduð bygging og skammt frá húsunum, sem brunnu. Ingólfur sagði, að Edinborgarháskóli væri allur í Gamla bænum, uppi á dálítilli hæð í kringum Edinborgarkastala. Þar væri mikið af alls kyns veitingahúsum og krám, sem stúdentar væru duglegir við að sækja. „Eldurinn kom líklega upp í næturklúbbi bakatil í húsa- röð og barst þaðan um allt húsið á skömmum tíma og eftir húsaröðinni. Eru húsin úr steini en allt innanstokks úr timbri, gólf og veggir, og búið að hólfa allt sundur vegna þeirrar starfsemi, sem þarna fer fram. Það vantaði því ekki eldsmat- inn í samliggjandi húsunum,“ sagði Ingólfur. Segir hann, að bak við húsaröðina sé garður og handan hans önnur húsaröð, sem sé mjög mikilvæg frá byggingarsögulegu sjónarmiði. Þar sé til dæmis Skoska þjóðminjasafnið og fleiri gersemar. „Mikil áhersla var lögð á að verja þessar byggingar en óttast var, að eldurinn bærist eftir húsaröðinni þar sem hann kom upp, síðan í hús fyrir enda hennar og yfir í hina húsaröð- ina. Tæki sem sagt eins konar u-beygju. Þá var líka hætta á, að eldtungurnar næðu bara á milli húsaraðanna og þess vegna var sprautað stanslaust á húsin, sem reynt var að verja. Þetta tókst og því er óhætt að segja, að það hafi farið betur en á horfðist. Að sjálfsögðu er mikill missir að þeim gömlu húsum, sem brunnu, en þau voru þó ekki með þeim sögu- frægustu,“ sagði Ingólfur. „Mikil mildi að ekki fór verr“ Ingólfur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.