Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FLESTAR hugmyndir um jarð- göng í vegakerfinu eru fram komnar til að hafa áhrif á byggðaþróun í land- inu. Í langtímaáætlun um vegagerð er miðað við að atvinnu- og skólasvæði verði tengd saman í eitt samgöngu- svæði eftir því sem unnt er. Aðstæður á Breiðadals- og Botnsheiði voru þær verstu sem um getur á vegum sem reynt hefur verið að opna reglulega, enda voru þær oftast illfærar og lok- aðar vikum saman. Markmiðið með jarðgangagerð undir Breiðadals- og Botnsheiði var að allt svæðið milli Þingeyrar og Ísafjarðar yrði eitt at- vinnu- og þjónustusvæði.Telja verður að það hafi tekist þó að Þingeyri hafi ákveðna sérstöðu þar sem vegalengd- in til Ísafjarðar er 48 km en aðeins um 20 km frá Flateyri og Suðureyri. Síð- an hafa skólabílar í tengslum við Framhaldsskólann á Ísafirði gengið alla leið til Þingeyrar. Íbúar á norð- anverðum Vestfjörðum og við Ísa- fjarðardjúp voru spurðir hversu miklu göngin undir Breiðadals- og Botnsheiði hefðu breytt fyrir þeirra heimabyggð. Um níu af hverjum tíu svöruðu: miklu máli. Þarna skáru Bol- víkingar sig áberandi úr og aðein fimm af hverjum tíu töldu þau hafa skipt miklu máli fyrir Bolungarvík. Fjárhagslegur sparnaður sem hægt er að rekja til jarðganga beint eða óbeint hefur helst verið í sjávarútvegi og svo sparnaður neytenda vegna lægra matvöruverðs sem afleiðing af aukinni samkeppni. Þannig hefur ákveðinn sparnaður náðst þegar fyr- irtæki eða stofnanir hafa getað fækk- að starfsfólki sem hluta af hagræð- ingu vegna ganganna. Hagræðing í sambandi við vinnuafl virðist oftast vera sú að nýting á starfsfólki er betri þar sem um þjónustu er að ræða. Um- ferðaróhöpp í Vestfjarðagöngunum vekja spurningar um hvort öruggara hefði verið að hafa gangamunnana inn í Önundarfjörð og Súgandafjörð tví- breiða. Þarna geta stórir flutningabíl- ar með tengivögnum aftan í á leiðinni frá Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og að norðan frá Ísafirði lokað inni lög- reglu, slökkviliðs- og sjúkrabíla þótt gangamunninn úr Tungudal sé tví- breiður. Einbreiðir gangamunnar með útskotum inn í Önundarfjörð og Súgandafjörð bjóða vandræðunum heim þegar mínútur geta skilið milli lífs og dauða. Þetta hefðu kjörnir þingmenn Vestfirðinga og fleiri sem að þessu máli komu átt að vita þegar útboð Vestfjarðaganganna var ákveð- ið í tíð Steingríms J. Sigfússonar þá- verandi samgönguráðherra. Til þess að minnka slysahættuna hefði verið ódýrara að hafa alla þrjá gangamunn- ana tvíbreiða strax og framkvæmdir hófust í Vestfjarðagöngunum fyrir ellefu árum í stað þess að þurfa að hleypa kostnaðinum upp mörgum ár- um síðar. Til eru hugmyndir í Jarð- gangaáætlun og hjá Vegagerðinni um tveggja km löng veggöng undir Hrafnseyrarheiði úr tölunni 290 m y.s. upp í 360 m y.s. milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þarna eru jarðfræði- legar aðstæður slæmar. Á þessu svæði getur verið hætta á snjóflóðum og aurskriðum sem erfitt yrði að sjá fyrir. Við innanverðan Borgarfjörð og Dýrafjörð eru jarðfræðilegar aðstæð- ur taldar góðar þar sem 4–5 km löng veggöng hafa verið ákveðin um 10 km frá Þingeyri. Með þessum veggöng- um einum og sér úr Dýrafirði inn í Borgarfjörð verða heilsárs sam- göngur milli Barðastrandar, Vestur- byggðar og Ísafjarðar aldrei tryggð- ar. Vel uppbyggðir vegir yfir Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Klettsháls geta aldrei orðið öruggir fyrir blindbyl og snjóþyngslum í suð- vestanáttum. Vel uppbyggður vegur yfir Dynjandisheiði getur kostað 1–2 milljarða króna. Hugmyndir í lang- tímaáætlun Vegagerðarinnar um þrenn veggöng undir Dynjandisheiði eru óraunhæfar og geta aldrei rofið vetrareinangrun Vesturbyggðar við Ísafjarðarsvæðið án þess að opna aðr- ar dyr inn í Trostansfjörð. Þessi veg- göng undir Dynjandisheiði, þ.e.a.s. 10,8 km löng og önnur tvenn inn í Geirþjófsfjörð sem hvor um sig yrðu um 4–5 km löng úr Dynjandisvogi og Vatnsdal, geta aðeins tengt Barða- strönd við Ísafjarðarsvæðið allt árið um kring en ekki Vesturbyggð. Heils- árs samgöngur milli Barðastrandar, Vesturbyggðar og Ísafjarðar verða best tryggðar ef gerð yrðu tvenn veg- göng inn í Geirþjófsfjörð úr Dynjand- isvogi og Trostansfirði og þaðan þau þriðju undir Breiðafell og Tröllaháls. Slysahætta í Vestfjarða- göngunum Eftir Guðmund Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. „Markmiðið með jarð- gangagerð undir Breiða- dals- og Botnsheiði var að allt svæðið milli Þingeyrar og Ísafjarðar yrði eitt atvinnu- og þjónustu- svæði.“ Í DAG er alþjóðlegur mannrétt- indadagur. Hann ber upp á þann tíma sem flestir eru önnum kafnir við jólaundirbúning. Mannréttinda- dagurinn er sá dagur ársins sem minnir okkur á þau réttindi sem við öll höfum en langt er enn í land að allir fái notið þeirra réttinda að fullu. Í þessari grein ætla ég að huga að mannréttindaástandinu í heiminum og þeim öflum sem eru að verki og hafa bein eða óbein áhrif á framfylgd Mannréttindayf- irlýsingarinnar. Fátækt sem mannréttindabrot Lengst af hefur verið litið svo á að það sé ríkisvaldið sem fyrst og fremst beri ábyrgð á því að réttindi séu virt. Þessi mynd hefur nokkuð breyst á undanförnum árum og í auknum mæli er fjallað um að fjár- málastofnanir, alþjóðleg fyrirtæki og einkageirinn hafi ekki síður ábyrgð að axla í mannréttindamál- um. Margir fræðimenn hafa reynt að greina áhrif hinnar svokölluðu hnattvæðingar á mannréttindi og bent á að hnattvæðingin auki ójafn- an aðgang að auðlindum, grafi und- an sjálfsákvörðunarrétti þjóða, ógni virðingu fyrir réttindum verkafólks og viðmiðum í umhverfisvernd. Í dag hafa 85% íbúa jarðar aðgang að 25% auðlinda. Hin mikla fátækt sem meirihluti jarðarbúa lifir við hefur neikvæð áhrif bæði á borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi, svo og félagsleg og menningarleg réttindi. Ef ríkisstjórnir, fyrir- tækjasamsteypur, efnahagslegar elítur svo og alþjóðlegar fjármála- stofnanir takast ekki á við þennan mikla aðstöðumun sem er á milli fólks í hinum ólíku heimshlutum og vinna raunhæft að útrýmingu fá- tæktar á næstu árum munum við sjá enn frekari brot á borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. Slík brot munu verða framin til þess að kveða niður allar kröfur um end- urbætur. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að fátækt í heiminum eykst frá ári til árs og helmingur jarðarbúa býr við fátækt. Fram til þessa hefur verið tekið á þessu vandamáli út frá sjónarhorni góðgerðar og samúðar, en slík nálg- un hefur ekki breytt ástandinu í raun. Breyta þarf nálgun að fátækt- arvandamálinu og skoða fátækt sem mannréttindavandamál. Í Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er fjallað um fimm grund- vallarréttindi; borgaraleg réttindi, stjórnmálaleg réttindi, menningar- leg réttindi, efnahagsleg réttindi og félagsleg réttindi. Í yfirlýsingunni er áréttað að öll þessi réttindi tilheyri öllu mannkyni og þegar fólk búi við fátækt sé verið að brjóta á rétti þess. Með því að beita réttindahugtakinu á fátækt- arvandamál heimsins eru meiri lík- ur á því að hægt verði að vinna bug á þessu mikla vandamáli. Fátækt er staðreynd og helmingur jarðarbúa býr við ómannúðlegar aðstæður og hinn hluti mannkyns horfir á og lætur sér fátt um finnast. Engin áætlun um afnám fátæktar mun ná því markmiði ef ekki er tek- ið tillit til mannréttinda. Einungis með því að nálgast fátækt sem mannréttindamál munum við geta gefið heimsvæðingunni manneskju- lega ásýnd. Breyttar áherslur Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa starfað í fjörutíu og eitt ár og Íslandsdeild samtak- anna hefur starfað í tuttugu og átta ár. Á fyrstu árum starfsins ein- beittu samtökin sér að því að leysa samviskufanga úr haldi. Á síðustu árum hefur starfsvettvangur sam- takanna breyst nokkuð og fleiri fórnarlömb mannréttindabrota not- ið aðstoðar samtakanna. Okkur sem störfum með Amnesty International verða æ ljósari þau tengsl sem eru á milli fátæktar og mannréttinda- brota um heim allan. Hinir fátæku eiga frekar á hættu að verða fyrir brotum á réttindum en hinir efna- meiri. Hin svokallaða hnattvæðing hefur leitt til efnahagslegrar þenslu, en henni hafa líka fylgt auknar skuldir, fátækt og aukin mismunun. Mjög margar ríkis- stjórnir tala máli mannréttinda en færri trygga í raun þau réttindi og vantar þar fyrst og fremst raun- verulegan pólitískan vilja. Ríkis- stjórnir heimsins þurfa að sýna að á baki orðræðunnar sé ákveðinn vilji til að tryggja þau réttindi sem sett eru fram í Mannréttindayfirlýsing- unni. Mannréttindasamtökin Am- nesty International fylgjast náið með framferði ríkisstjórna á sviði mannréttinda og hlutverk okkar er eftir sem áður að vekja athygli á mannréttindabrotum og reyna að koma í veg fyrir þau. Samtímis hafa samtökin tekið á sig að reyna að auka meðvitund um mannréttinda- skyldur fyrirtækja og fjármála- stofnana, sérstaklega þeirra sem starfa í löndum þar sem mannrétt- indabrot eru algeng. Á síðustu ár- um hafa samtökin m.a. bent á tengsl demantaframleiðslu og vopnaðra átaka, t.d. í Sierre Leone. Samtökin hafa einnig vakið athygli á verslun með ýmis tæki og tól sem notuð eru til að pynta fólk, en slík tæki eru framleidd í um 22 ólíkum löndum og seld um heim allan. Amnesty Int- ernational hefur auk þess á síðustu árum aukið samskipti við Alþjóða- bankann og bent á nauðsyn þess að fullt tillit sé tekið til mannréttinda í störfum bankans. Þau öfl sem berjast gegn mann- réttindum eru valdamikil, en sam- tök eins og Amnesty International sameina einstaklinga úr öllum röð- um samfélagsins, fólk sem er reiðubúið til að vinna að heimi þar sem öll ákvæði Mannréttindayfir- lýsingarinnar eru virt. Heimsvæð- ing og mann- réttindi Eftir Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur „Tengsl milli fátæktar og mannrétt- indabrota um heim all- an verða æ ljósari.“ Höfundur er mannfræðingur og framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, fer mikinn þessa dagana. Það vakti sérstaka athygli hennar að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði sátu hjá við afgreiðslu á jólauppbót- um. Björk þurfti ekki á aðstoð okkar að halda við samþykkt þeirrar af- greiðslu, ekki frekar en hún þurfti hana þegar R-listinn samþykkti að hækka leiguna í leiguhúsnæði borg- arinnar eða að skera niður fjárveit- ingar til félagsstarfs aldraðra. R-list- inn er í meirihluta í félagsmálaráði, borgarstjórn og öllum öðrum nefnd- um og ráðum borgarinnar. R-listinn ber ábyrgð á fjármálum borgarinn- ar, hann ber ábyrgð á þenslu og skuldsöfnun undanfarinna ára. Hann ber ekki minni ábyrgð á því að hátt í 1.000 manns er á biðlista eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði og að hækkun leigu bitnar hvað verst á atvinnu- lausum og öryrkjum. Valdi fylgir ábyrgð og ættu borgarfulltrúar R- listans að sjá sóma sinn í að viður- kenna það. Ábyrgð Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði. „Hækkun leigu bitnar hvað verst á atvinnulaus- um og öryrkjum.“ C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.