Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ H ver er þessi venju- legi maður? Skrifuð hefur verið heil bók um það hvað Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkja- forseti, var venjulegur (Ronald Reagan: How an Ordinary Man Became an Extraordinary Lead- er eftir Dinesh D’Souza, 1999). Reagan vissi að hann var bara venjulegur maður og gerði út á það í allri sinni pólitík. Hann gerði meira að segja óspart grín að því hvað hann var venjulegur, vildi til dæmis láta áletra skrifstofustól sinn í Hvíta húsinu með orðunum: „Ronald Reagan svaf hér.“ Og samstarfs- menn hans höfðu þetta í flimt- ingum; einn af helstu ráðgjöfum hans, Robert McFarlane, sagði að ráðgátan á bak við forsetann væri sú að hann vissi svo lítið en afrek- aði samt svo mikið. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi tekið því óstinnt upp að Reagan væri kallaður venjulegur maður. Þegar Clinton var tekinn við horfðu menn aftur til Reagan- tímabilsins og sögðu dreymnir: Það var í þá daga þegar það að sofa hjá forsetanum þýddi að mæta á ríkisstjórnarfund. En þegar Hallgrímur Helgason fer að tala um sig sem venjulegan mann hér uppi á Fróni þá verður allt vitlaust, eins og þar með hafi illu orði verið komið á þennan þjóðfélagshóp. Hvað segir þetta okkur um aumingja Hallgrím? Og hvað segir þetta okkur um venju- lega Íslendinga? Ég skildi Hallgrím þannig að hann væri að tala um almenning, fólkið sem sækist ekki eftir völd- um og talar ekki út úr stofnunum, sinnir með öðrum orðum ekki hagsmunagæslu fyrir formlegan félagsskap, stofnun eða fyrirtæki. Þetta þýðir ekki að venjulegt fólk hafi engra hagsmuna að gæta – það þarf auðvitað að gæta sinna eigin hagsmuna og sinna nánustu, eins og allir – en það hefur sem sé ekki atvinnu af því að tala út úr stofnun. Þetta er því, að mínu mati, fólk sem hægt er að taka talsvert mark á. Þetta eru hinir „venjulegu borgarar“ sem Gunn- ar Smári Egilsson talaði um í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag en skammaðist sín fyrir að til- heyra, kannski vegna þess að honum finnst ekki vera hægt að taka mark á sér. En það virðist sem sé vera búið að koma illu orði á venjulegt fólk vegna þess að þetta er fólk sem vinnur fyrir sér, á fjölskyldu og er að kaupa húsnæði en heimtar samt að eiga sér einhverja mál- svara á Alþingi. Til hvers þarf fólk, sem hefur vinnu, á fjölskyldu og er að koma sér þaki yfir höf- uðið, málsvara á Alþingi? Við þeirri spurningu átti ötull málsvari og hagsmunagæslumað- ur öryrkja, Garðar Sverrisson, ekkert svar í Silfri Egils á sunnu- dag. Hann skildi að minnsta kosti ekki hvað venjulegir menn eins og Hallgrímur Helgason og und- irritaður voru eiginlega að biðja um í greinum sínum um landleysi venjulegs fólks og hægrikrata í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu fyrir stuttu. Garðar dró þá álykt- un að við Hallgrímur hlytum að vera vondir menn að vera að tala um þetta og reyndar sagði hann að málflutningur okkar líktist áróðri Hitlers í Þriðja ríki nasista á síðustu öld. Við gætum heldur ekki verið á meðal þess meiri- hluta íslensku þjóðarinnar sem vildi sýna samhug með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Allt þetta sagði Garðar í fúl- ustu alvöru. Og hann ljómaði eins og honum fyndist hann standa með pálmann í höndunum. Og það er auðvitað rétt að ef við Hall- grímur værum í keppni við Garð- ar um réttlátasta málstaðinn þá ættum við ekki séns. En snýst umræða um íslenska pólitík um það? Er það ekki fullmikil einföld- un? Eða er það virkilega svo að eitt umhugsunarefni útiloki annað þegar pólitíkusar eiga í hlut? Get- ur til dæmis einn og sami stjórn- málaflokkurinn ekki borið hag tveggja þjóðfélagshópa fyrir brjósti? Spyr sá sem ekki veit. Hér hef ég auðvitað ekki rúm til að setja fram heildstæða mál- efnaskrá svo að Garðar og fleiri átti sig á því um hvað er verið að tala þegar rætt er um hægrikrat- isma og meðalmenn eða venjulegt fólk í þjóðfélaginu. Ég tel það raunar ekki vera hlutverk mitt sem kjósanda að setja fram slíka málefnaskrá, þótt ég telji mig hafa leyfi til að kalla eftir slíkri málefnaskrá hjá stjórn- málamönnum. En það ber reynd- ar svo vel í veiði að nú er nýkomið út fyrra bindi af ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar sem heitir Tilhugalíf. Þar er að finna kjarnann í hugmyndafræði nú- tímalegra jafnaðarmanna settan fram á mannamáli, eins og stund- um er sagt. Þessa hugmynda- fræði er ekki að finna í neinum stjórnmálaflokki á Íslandi í dag – og þess sakna ég. Ég vil benda Garðari á að fá sér eintak af bók Jóns Baldvins og lesa hana gaum- gæfilega. Ég vil líka hvetja ís- lenska pólitíkusa sem telja sig vera jafnaðarmenn til að lesa þessa bók. Hún gæti hjálpað. Að endingu vil ég nota tæki- færið til að þakka Garðari Sverr- issyni fyrir að segjast lesa skrif mín um bókmenntir. Og ég vil þakka honum fyrir að hrósa mér svona mikið fyrir þessi skrif. En ég vil þó í breyskleik mínum bæta við: Garðar, ég vil miklu frekar vera góður maður og vondur gagnrýnandi en vondur maður og góður gagnrýnandi, eins og þú sagðir að ég væri. Ég vil vera góður maður, Garðar, góður mað- ur, eins og þú, með réttan mál- stað! Venjulegi maðurinn og sá góði En þegar Hallgrímur Helgason fer að tala um sig sem venjulegan mann hér uppi á Fróni þá verður allt vitlaust, eins og þar með hafi illu orði verið kom- ið á þennan þjóðfélagshóp. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is RÍKISREKIN vísindastofnun er ekki hafin yfir gagnrýni. Það er skylda, ekki síst stjórnmálamanna, að vekja athygli á því þegar eitthvað fer stórkostlega úrskeiðis. Umhverfi Hafrannsóknastofnun- ar getur ekki kallað fram þá vísinda- umræðu sem nauðsynleg er. Það blasir við hverjum manni að það er eitthvað mjög mikið að varðandi haf- rannsóknir. Sama stofnun hefur á því einkaleyfi að rannsaka og vinna síðan úr og túlka gögn samkvæmt sínu eigin höfði. Margir mjög vel menntaðir líffræðingar hafa vissu- lega lengi haft efasemdir um þetta og gagnrýnt harðlega en þær raddir eru miskunnarlaust kæfðar. Staða þeirra vísindamanna sem gagnrýna Hafró er líka næsta vonlaus, þeir hafa ekki að baki sér það afl sem til þarf og það getur reynst vísinda- mönnum til lítils frama að rísa upp gegn ægivaldi „Ríkisvísindanna“. Allir sem gagnrýnt hafa Hafró eru stimplaðir óábyrgir og jafnan er því bætt við að „þetta sé nú besta fáan- lega þekking, hvað sem öllu líður“. En er það svo? Er túlkun og aðferða- fræði Hafrannsóknastofnunar á þeim rannsóknargögnum sem fyrir liggja „besta fáanlega þekking“? Reynslan af þeim skóla sem Hafró hefur rekið hér bendir ekki til þess. Í 30 ár hefur Hafrannsóknastofn- un haldið fram þeirri hugmynd að eina leiðin til að vernda og byggja upp þorskstofninn á Íslandi sé að ástunda friðun á smáþorski. Þannig muni stofninn byggjast upp, verða stór og sterkur þannig að Íslending- ar geti árlega veitt úr honum ekki minna en 4–500 þúsund tonn. Á þessu tímabili hafa verið fram- kvæmdar óteljandi aðgerðir sem all- ar hafa átt að þjóna þeim tilgangi að vernda smáfisk og á síðastliðnum 12 árum hefur tillögum stofnunarinnar um leyfilegan hámarksafla verið fylgt í nær einu og öllu. Niðurstaðan er skýr. Árangurinn er enginn og verri en það, okkur hefur miðað aft- ur á bak en ekki fram. Eftiráskýringar Fyrir skemmstu sýndu rannsókn- ir Hafrannsóknastofnunar að það vantaði 600 tonn af þorski í hafið, sem samkvæmt fyrri rannsóknum og reikniforsendum stofnunarinnar sjálfrar áttu að vera þar. Stofnuninni var ómögulegt að horfast í augu við þessar staðreyndir. Það var betra að vanvirða allar fyrri mælingar og rannsóknir heldur en að viðurkenna að reiknimódelið þeirra var rangt. Því kom fram sú skýring þeirra að þessi 600 þúsund tonn hefðu aldrei verið til og ekkert hefði því týnst! Þetta var ótrúleg útskýring. Ástæða þess að ég dreg þetta hér fram er að þetta er skýrt dæmi um þau vinnu- brögð sem Hafrannsóknastofnun stundar. Vinnubrögð sem eiga lítið skylt við vísindi og þekkingarleit en helgast alltaf af því viðhorfi að taka eigin reiknilíkan fram yfir veru- leikann hvað sem það kostar og skirrast þar einskis. Vísindakenning sem á að geta sagt fyrir um lífríki hafsins og spáð um samspil veiða og náttúru verður að hafa eitthvert for- spárgildi. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að raunveruleikinn er annar en sá sem Hafró hélt fram en í stað þess að huga að því hvort kenn- ingin og forsendur hennar séu réttar er ætíð gripið til eftiráskýringa og kenningin varin fram í rauðan dauð- ann og jafnvel enn lengur. Geta þetta talist vísindaleg vinnubrögð? Hvað þarf stofnunin til dæmis að týna miklum fiski til þess að menn fari að efast um fræðin sem allt er byggt á? Gagnrýnin hugsun úti í hafsauga Allir sem þekkja til vísinda eru sammála um að það sé grundvallar- atriði að fram fari opinská og gagn- rýnin umræða um vísindakenningar. Þannig og bara þannig er hægt að nálgast sannindin, ef þau eru þá til, leiða í ljós villur og rangfærslur og greina rétt frá röngu. Hvar á Íslandi fer fram vísindaleg gagnrýni og um- ræða um kenningar þær sem Haf- rannsóknastofnun byggir allt sitt á? Hún er hvergi. Í eðlilegu vísindaum- hverfi hefði eftiráskýring Hafró um 600 þúsund tonna hvarfið aldrei lið- ist. Ekki kom fram nein gagnrýni frá vísindamönnum við Háskóla Íslands, þeir þögðu, enda báðir þeir aðilar sem gegnt hafa prófessorsstöðu í fiskifræði við skólann komnir frá Hafrannsóknastofnun og annar þeirra reyndar fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar. Í ljósi þess hversu ónákvæm vísindi Hafró eru og hversu umdeilanlegur og veikur grunnur stofnunarinnar er þá er skorturinn á umræðu alveg hörmu- legur. Þar sem ekki fer fram gagn- rýnin umræða snúast vísindi upp í andhverfu sína og verða að trúar- brögðum og bábilju. Hafrannsóknir við Ísland eru mik- ilvægasta hagsmunamál þjóðarinn- ar. Efnahagsleg velmegun á Íslandi stendur og fellur með því að okkur auðnist að skilja lífríkið í hafinu. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá að sú skipan mála sem nú er, þar sem ein ríkisstofnun hefur nánast einka- leyfi á að rannsaka og vinna úr rann- sóknargögnum og engin vísindaleg gagnrýni kemst að, hlýtur að bera dauðann í sér. Eða hefðu menn kannski einhverntíma sætt sig við að öll umræða um hagfræði á Íslandi færi fram í einni ríkisstofnun, t.d. Þjóðhagsstofnun, og sú skoðun sem þar ríkti væri hin eina rétta, hinn eini samþykkti sannleikur og þeir sem efuðust stimplaðir óábyrgir? Um hvað er deilt? Eftir Einar Odd Kristjánsson „Efnahags- leg velmeg- un á Íslandi stendur og fellur með því að okkur auðnist að skilja lífríkið í hafinu.“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokks á Vestfjörðum. BORGARSTJÓRI kynnti í lið- inni viku drög að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Fram kom m.a. að svokallað hand- bært fé frá rekstri borgarinnar yrði ríflega fjórir milljarðar 2003. Væri sú fjárhæð því til ráðstöfunar til fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda. Við þetta tækifæri lét borgarstjóri þau orð falla að sam- bærileg tala hjá ríkinu væri nei- kvæð um fjóra milljarða. Tilgang- urinn með þessu var augljóslega sá að fegra stöðu borgarsjóðs með því að gera lítið úr stöðu ríkis- sjóðs. Vandinn er hins vegar sá að þessi samanburður er ekki réttur og leiðrétti ég það opinberlega degi síðar. Sambærileg tala hjá ríkissjóði er um 12 milljarðar í plús. Meginskýringin á því er sú að ríkissjóður gjaldfærir fjárfest- ingar jafnóðum og þær falla til en afskrifar þær ekki á lengri tíma. Hafa þær því verið teknar með í reikninginn þegar handbært fé er reiknað út. Borgarstjóri brá þá í útvarps- viðtali til gamals úrræðis rökþrota fólks, sem sé að drepa málinu á dreif án þess þó að geta hrakið ummæli mín. Nefndi Ingibjörg Sólrún t.d. til sögunnar stöðu reikningsskilaráðs og reglur um gerð sjóðstreymis. Ekkert af því snertir kjarna málsins, nefnilega þann að hún fór með rangt mál um stöðu ríkissjóðs. Um fjárlög, ríkisreikning og annað tengt bókhaldi ríkissjóðs gilda sérstök fjárreiðulög. Það er leitt að borgarstjórinn skuli ekki þekkja til þeirra. En varðandi ætl- aða afkomu borgarsjóðs annars vegar og ríkissjóðs hins vegar árið 2003 vil ég aðeins benda á eitt at- riði: Ráðgert er að borgarsjóður greiði niður skuldir að fjárhæð 120 milljónir króna á meðan sambæri- leg fjárhæð hjá ríkissjóði er 13.600 milljónir. Skyldu þessar tölur ekki segja nokkra sögu? Blekking borgarstjórans Eftir Geir H. Haarde „Tilgang- urinn var augljóslega sá að fegra stöðu borg- arsjóðs.“ Höfundur er fjármálaráðherra. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatnaPIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRANÍT MORTEL áður kr. 4.500 Nú kr. 3.300 Stærð15 cm www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.