Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 51 DAGBÓK Töskur og belti Bankastræti 11 • sími 551 3930 Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Íslenskt handverk Dönsk gæði fyrir betri mat á borðið  Glerkeramik húðaðar pönnur og pottar  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Mjög auðvelt að þrífa  Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af  Þolir allt að 260° hita í ofni  Málmáhöld leyfileg  Þvoist með sápu  2 ára ábyrgð Hin fitulausa panna Síon ehf. Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. sími 568 2770 og 898 2865. ein sta ka Margar stærðir og gerðir. Líttu við hjá okkur eða pantaðu pöntunarlista Tilvalin jólagjöf ® Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Kanarí 2. janúar frá kr. 45.362 Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja komast í sólina strax eftir áramótin. Flug í eftirmiðdaginn þann 2. jan. kl. 15.40 til Kanarí. Hér getur þú getur valið um einhvern af okkar vinsælustu gististöðum. Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetrar- áfangastað Evrópu. Á meðan á dvöl- inni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Verð kr. 58.850 Verð á mann, m.v. 2 saman, Tanife, vikuferð. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Verð kr. 45.362 M.v. hjón með 2 börn, Tanife, 2. jan. vikuferð. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins hefur einstaklega fjörugt ímynd- unarafl og því ætti að ganga vel á listabrautinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Maki þinn vill gera eitthvað á heimilinu sem ekki er sam- staða um. En mundu að ekki er allt gull sem glóir og dreifðu áhættunni sem mest. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sóaðu hvorki tíma þínum né annarra. Láttu glósur ann- arra sem vind um eyru þjóta; þær eru öfund. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Við sönkum svo oft að okkur ýmsum hlutum sem við höf- um enga raunverulega þörf fyrir. Þetta krefst æfingar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þar sem þú skilur þarfir ann- arra ertu fús að leggja þig fram til að hjálpa öðrum. Það verður þá ekki við þig að sak- ast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur vakið athygli yfir- manna þinna með frammi- stöðu þinni. Mundu að sjald- an veldur einn þá tveir deila og vertu sanngjarn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eitt bros getur dimmu í dags- ljós breytt og þú munt sjá að það smitar líka út frá sér. Fáðu hlutlausan aðila til að- stoðar því hann sér málið öðr- um augum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þar kom að því að þú fékkst viðurkenningu fyrir viðleitni þína og hæfileika. Taktu því með ró sem skoðunin leiðir í ljós. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert svo kappsamur að sól- arhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Þú þarft að halda ró þinni í slíkum tilvikum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stundum skjóta gamlir draugar upp kolli og hafa áhrif á líf manns. Gleymdu þó ekki að vera til staðar og að- stoða vini þína sem á því þurfa að halda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samskipti þín við einhvern náinn verða þér uppspretta gleði og nýrra upplýsinga. Að því loknu áttu skilið að gera þér glaðan dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að leita uppi ókunn- ar slóðir og njóta þeirrar reynslu sem af því hefst. Mundu að þótt auðvelt sé að taka lán þá er erfiði að standa í skilum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það eru oft einföldustu hlut- irnir sem veita manni mesta gleði. Lífið er ekki alltaf auð- velt og á reyndar ekki að vera það. Sinntu þínum störfum af kappi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT JÓLAVÍSA Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. – Í hverri einustu Íslands sveit og afkima fram með sænum nú stendur hún jólastundin há með stjörnuna yfir bænum. Jón Þorsteinsson ÞRISVAR á ári halda Bandaríkjamenn tíu daga bridsveislu, þar sem boðið er upp á spilamennsku frá morgni til kvölds í öllum flokkum. Þetta eru opin landsmót (Nationals) og kennd við árstíðirnar vor, sumar og haust. Haustleik- arnir fóru að þessu sinni fram í Phoenix í Arizona og lauk á sunnudaginn. Bretinn aðflutti, Barry Rigal, skrifar drjúgt í mótsblað leikanna. Hann tók þátt í meistaratví- menningnum (Life Master Paires) með hinum marg- falda heimsmeistarara Bobby Wolff og er óspar á sögur af þeirri samvinnu: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ KD852 ♥ G1032 ♦ G72 ♣9 Vestur Austur ♠ G964 ♠ Á ♥ 74 ♥ 985 ♦ ÁK ♦ 9643 ♣Á10862 ♣KD743 Suður ♠ 1073 ♥ ÁKD6 ♦ D1085 ♣G5 Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass 1 hjarta Pass 3 lauf * Dobl 3 hjörtu 4 lauf 4 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Rigal var í vestur og Wolff í austur. Stökk norð- urs í þrjú lauf er svokölluð Bergen-hækkun: fjórlitar- stuðningur við hjartað og 6-9 punktar. Wolff doblaði til að benda á útspil, sem varð til þess að Rigal komst inn í sagnir. Rigal kom út með tíg- ulkóng og Wolff lét þrist- inn í slaginn, sem er frá- vísun samkvæmt hans aðferðum. Í tígulásinn lét Wolff hins vegar níuna til að biðja um spaða. En Ri- gal hafði þegar í sögnum ákveðið að spila undan laufásnum og hélt sínu striki. Wolff tók spaðaás- inn áður en hann spilaði tígli og fékk eina spaðast- ungu, en síðan átti sagn- hafi restina. Þrír niður og 500, sem gaf vel, en 800 fyrir fjóra niður hefði ver- ið enn betra. Og sú tala næst ef vestur spilar spaða í þriðja slag, því þá fær austur tvær spaðastungur. Rigal hálfskammast sín fyrir að segja frá þessu spili, enda furðulegt að treysta ekki margreyndum meistara eins og Bobby Wolff til að gefa rétt hlið- arkall í slíkri stöðu. En það getur verið erfitt að hætta við góða áætlun. Eins og sagt er í skákinni: „Sestu á puttana á þér þegar þú sérð góða leikinn – það er örugglega til ann- ar betri.“ Eric Greco og Geoff Hampson unnu tvímenn- inginn, Larry Cohen og Steve Weinstein urðu aðrir og Boye Brogeland og Tony Forrester þriðju. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Ra6 8. He1 c6 9. Bf1 Bg4 10. d5 Rb4 11. Be2 a5 12. Bg5 Ra6 13. h3 Bd7 14. Rd2 Kh8 15. a3 Db6 16. Be3 c5 17. Rb5 Rg8 18. f4 Bh6 19. Hf1 Hae8 20. Db3 exf4 21. Bxf4 Bxf4 22. Hxf4 Rc7 23. Dc3+ f6 24. a4 Ha8 25. Haf1 Re8 26. Rf3 Dd8 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu í Bled sem lauk fyr- ir nokkru. Mikhail Krasenkov (2.651) hafði hvítt gegn Zdenko Kozul (2.565). 27. e5! dxe5 28. Rxe5 Bxb5 29. axb5 Rg7 30. Rxg6+! hxg6 31. Hh4+ Rh5 32. Bxh5 g5 svartur yrði illa lemstraður eftir 32...gxh5 33. Hxh5+ Kg7 34. Dg3+ Kf7 35. Hh7+ Ke8 36. He1+. Í framhald- inu átti hann sér ekki held- ur viðreisnar von. 33. Hg4 Kh7 34. h4 Rh6 35. He4 gxh4 36. He6 Dc7 37. Hfxf6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 10. des- ember, verður sjötug Ingi- björg Jónsdóttir, Kjarn- holtum II í Biskupstungum. Hún er nú í óvissuferð með fjölskyldu sinni og verður því að heiman í dag. Hlutavelta Morgunblaðið/Sigga Þessar duglegu stúlkur, Lilja Einarsdóttir og Tara Matthíasdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.775 til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur, Sunnefa Gunnarsdóttir og Marta María Árnadóttir, voru þátttakendur í tveimur tombólum og söfnuðu kr. 5.453 og 2.328 til styrktar Rauða krossi Ís- lands. Á myndina með þeim vantar Árna Frey Gunnarsson og Ástu Lilju Lárusdóttur.               Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.