Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   !      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MANNRÉTTINDADAGUR Sameinuðu þjóðanna er 10. desember. Síðan 1956 hefur Alþjóðasamband Sorop- timista valið þennan sama dag sem alþjóðadag So- roptimista. Víða í heim- inum ríkir mikil fátækt og neyð og hefur forseti al- þjóðasambandsins árlega valið verkefni þennan dag til að hjálpa konum og börnum sem eru í mjög brýnni þörf fyrir aðstoð. For- setinn leggur fram beiðni eða ákall til allra Soroptimista, þar sem sér- hver Soroptimisti er beðinn að neita sér um einhvern munað þennan eina dag og leggja andvirðið af mörkum til verkefnisins. Í ár er verkefnið unnið í samvinnu við samtökin „Læknar án landa- mæra“ og beinist að alnæmissmit- uðum í Úkraínu. Á árinu 2001 voru um 300.000 íbúar Úkraínu HIV- smitaðir. Alþjóðaforseti Soroptim- ista biður um að safnað verði í sjóð til að hægt verði að hjálpa konum í Úkraínu að komast í læknismeðferð svo koma megi í veg fyrir að alnæmi berist frá móður til barns. Til að stemma stigu við útbreiðslu alnæm- is leggja „Læknar án landamæra“ áherslu á að hjálpa fólki sem greinst hefur með vírusinn. Samtökin hafa verið að vinna í Úkraínu frá 1999 og fengu þau friðarverðlaun Nóbels það sama ár. Áætlað framlag Soroptimista til samtakanna er 200.000 bresk pund. Auk þess að leggja eitt- hvað af mörkum til þeirra sem minnst mega sín 10. desember ár hvert velur stjórn Alþjóðasambands Soroptimista verkefni fjórða hvert ár sem unn- ið er sameiginlega að. Verkefnið 1999–2003 nefn- ist „Limbs for Life“ en í maí sl. höfðu þegar safnast 600.000 bresk pund í þetta fjögurra ára verkefni. Verkefnið er unnið í samvinnu við Alþjóðanefnd Rauðakrossins í Genf (ICRC) og er innt af hendi í Georgíu, Angóla og Afganistan. Mikið er af fórnarlömbum jarð- sprengna í þessum löndum og er markmiðið að endurheimta mann- lega reisn þeirra sem misst hafa út- limi af völdum jarðsprengna með því að gefa þeim gervilimi og hjálpa þeim þannig til að eignast nýtt líf og verða aftur virkir þátttakendur í þjóðfélaginu. Fórnarlömbin fá bæði andlega og líkamlega endurhæfingu. Soroptimistar vinna jafnframt að ýmsum mannúðarmálum hver í sinni heimabyggð sem og á landsvísu. Höfuðmarkmið þeirra er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi. HILDUR HÁLFDANARDÓTTIR, upplýsingafulltrúi SI/Í. Alþjóðadagur Soropt- imista 10. desember Frá Hildi Hálfdanardóttur: JAKOB Frímann Magnússon, tón- listarmaður og frambjóðandi í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík á dögunum, ritar grein í Morgunblaðið 7. desember um Reykjavíkurbréf blaðsins 17. nóv- ember. Segir hann bréfið hafa markað „vatnaskil í áralangri bar- áttu hins íslenska tónlistar- og vit- undariðnaðar fyrir því að tilvist greinarinnar sé yfir höfuð viður- kennd hér á landi“. Vill Jakob Frímann lækka skatta á þennan iðnað og breyta skatt- heimtu. Þá vill hann opinberan ferða- og markaðssetningarsjóð og nefnir til sögunnar útflutnings- og tónlistarsjóð, sem hann segir lengi hafa verið á teikniborði viðskipta- og iðnaðarráðherra en ég hafi veitt hugmyndinni markvissa og stað- fasta andstöðu og beri „stærsta ábyrgð á því að málið er aftur kom- ið á núllpunkt“. Hér er hallað réttu máli, eins og ég hef margsinnis skýrt, en þessi stjórnmálaandstæðingur minn vill ekki viðurkenna. Áður en ég kem að sjóðnum vil ég minna Jakob Frí- mann og aðra á þá staðreynd varð- andi skattamálin, að ég beitti mér fyrir niðurfellingu skemmtana- skatts, sem hafði um árabil verið þyrnir í auga tónlistarmanna. Í tíð minni tilnefndi menntamála- ráðuneytið fulltrúa í nefnd á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins til að fjalla um sjóðinn, sem Jakobi Frímanni er svo kær. Frá nefndinni kom tillaga að frumvarpi. Þegar fjallað var um frumvarpið á vett- vangi ríkisstjórnar spurði ég, hvort þetta málefni félli undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti eða mennta- málaráðuneyti. Forsætisráðuneytið svaraði spurningunni á þann veg, að málið félli undir menntamála- ráðuneytið. Beindi ég málinu þá í þann farveg, að tekið yrði af skarið í heildarlöggjöf um tónlistarmálefni, en vinnu við hana hafði ég ýtt úr vör. Rói menn á röng mið fiska þeir ekki. Þeir, sem treysta leiðsögn Jakobs Frímanns Magnússonar vegna þessa frumvarps, róa á röng mið. Fráleitt er fyrir Jakob Frí- mann að varpa eigin ábyrgð á mín- ar herðar. Að iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið skuli ekki hafa áttað sig sjálft á valdmörkum sínum í þessu máli heldur hafi forsætisráðuneytið þurft að úrskurða um þau er um- hugsunarefni fyrir áhugamenn um stjórnsýslulega hlið málsins. Mál- flutningur Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, með- al annars hér í Morgunblaðinu, vegna andstöðu við raforkulaga- frumvörp hennar í þingflokkum rík- isstjórnarinnar, sýnir, að henni er hvorki tamt né auðvelt að líta í eig- in barm til að leita að farsælli leið fyrir frumvörp sín, þegar þeim er andmælt með skýrum og efnisleg- um rökum. BJÖRN BJARNASON, Alþingi. Róið á röng mið Björn Bjarnason skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.