Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 26
LANDIÐ 26 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 Þetta langar mig í .... Ari Trausti hefur komið víða við og veit að íslensk myndlist er einstök. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur Gallerí Fold — fyrir jólin Erró Gunnlaugur Blöndal Bragi Ásgeirsson Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Á SNÆFELLSNESI hafa starfað þrjár almannavarnir í stærstu bæj- arfélögunum. Nú hefur orðið breyt- ing á. Oddvitar og bæjarstjórar sveit- arfélaganna á Snæfellsnesi og lögreglustjórinn á Snæfellsnesi hafa skrifað undir samkomulag um skipan sameiginlegrar almennavarnanefnd- ar og aðgerðarstjórnar á Snæfells- nesi. Skipulag almannavarna á Snæ- fellsnesi felst í því að verkefninu er skipt niður á þrjár nefndir. Efst trón- ir almannavarnanefnd með lögreglu- stjórann á Snæfellsnesi sem formann. Auk hans eiga sæti í nefndinni odd- vitar og bæjarstjórar á svæðinu. Að- gerðarstjórn starfar svo í umboði al- mannavarnanefndar og á að skipuleggja og undirbúa viðbragð- sáætlanir og verklagsreglur vegna neyðaraðgerða í sýslunni. Í aðgerð- arstjórn eiga sæti fulltrúar slökkvi- liða í sýslunni, heilbrigðisstofnana, björgunarsveita, Rauða kross Íslands og tæknideilda bæjarfélaga. Þriðja nefndin er vettvangsstjórn sem starfar í hverjum bæ á Snæfells- nesi, þ.e. Snæfellsbæ, Grundarfjarð- arbæ og Stykkishólmsbæ. Hlutverk hennar er að bregðast tafarlaust við áföllum í heimabyggð, sem eru um- fangsmeiri en svo að dagleg neyðar- þjónusta anni þeim. Vettvangsstjórn sinnir verkefnum sem lúta eingöngu að heimabyggð. Vettvangsstjórn er skipuð einum aðila frá lögreglu, ein- um frá slökkviliði og einum frá björg- unarsveit. Markvissari viðbrögð Í máli Ólafs Ólafssonar sýslumanns kom fram að markmiðið með þessu samkomulagi er að gera viðbrögð á neyðarstund markvissari og einfald- ari. Hann taldi að sú nefnd sem mest mundi mæða á væri vettvagnsstjórn- irnar þrjár. Fljótlega yrði skipað í þær nefndir eftir að hafa fengið tilnefningar frá þeim aðilum sem ætlað er að skipa í nefndina. Hann var mjög ánægður með þetta skref sem eykur samvinnu Snæfellinga. Almannavarnir á Snæ- fellsnesi sameinaðar Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Forsvarsmenn sveitarfélaganna á Snæfellsnesi skrifuðu fyrir skömmu undir samkomulag um sameinaðar almannavarnir á Snæfellsnesi. Frá hægri eru Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Björg Ágústs- dóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykk- ishólmi, Ólafur Kr. Ólafsson sýslumaður, Guðbjartur Gunnarsson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Benedikt Benediktsson, oddviti Helgafells- sveitar, og Ólafur Sigvaldason, oddviti Kolbeinsstaðahrepps. KVEIKT var á jólatrjám í Snæ- fellsbæ laugardaginn 30. nóv- ember. Byrjað var á Hellissandi, en jólatréð þar var staðsett á horni Snæfellsáss og Höskuldarbrautar. Í Ólafsvík var kveikt á jólatré sem staðsett er við Pakkhúsið. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfells- bæjar kveikti ljós á trjánum eftir að hafa fengið aðstoð hjá nærstöddum ungmennum við að telja niður. Eftir að ljósin höfðu verið kveikt hófu viðstaddir að syngja og þar á meðal voru börn úr leikskólanum Krílakoti. Nýstofnaður barnakór Tónlistarskóla Ólafsvíkur söng nokkur jólalög undir stjórn Valent- inu Kai og einnig söng Kirkjukór- inn. Jólasveinar sem voru heldur snemma á ferðinni ef tekið er mið af dagatalinu, komu skoppandi inn í mannfjöldann og gáfu þægum krökkum poka með gotteríi í. Inni í Pakkhúsinu var búið að setja upp sýningu á gömlum jóla- kortum og ilminn lagði af heitu súkkulaði og kökum sem verið var að selja. Á meðan fólk gæddi sér á góðgætinu flutti léttsveit Tónlistar- skóla Ólafsvíkur nokkur lög undir stjórn Jens Togøj og kirkjukórinn söng undir stjórn Veronicu Oster- hammer. Afskaplega notaleg jóla- stemming er í Pakkhúsinu um þess- ar mundir og ættu allir að gefa sér tíma til að skoða það. Morgunblaðið/Alfons Í Pakkhúsinu gæddi fólk sér á heitu súkkulaði og kökum. Fjölmenni við jólatré Ólafsvík FJÓRIR kórar í Rangárvallasýslu héldu nýlega sína árvissu jólatónleika í upphafi aðventunnar. Tónleikarnir voru í Heimalandi og vorufyrir fullu húsi áheyrenda. Í kórunum voru um 90 manns sem hlýtur að teljast hátt hlutfall syngjandi fólks í um 3.000 manna sýslu, en að auki eru starfandi í sýslunni margir aðrir kórar. Áheyrendur voru heillaðir af ynd- islegum söng kóranna, sem komu með aðventuna í svo fallegum jóla- söngvum og hljóðfæraleik til hvers og eins. Jólatónleikarnir kveiktu stemningu aðventunnar og áreiðan- lega fundu margir barnið í sjálfum sér frammi fyrir þeirri hátíð sem kemur með jólalögunum, sálmunum, söngnum og tónunum. Fyrst söng kvennakórinn Ljósbrá lögin Jólasnjór og Jólin alls staðar og á eftir söng stúlknakórinn Hekla lag- ið Gleðifréttir og síðan sungu kvennakórarnir saman Boðun Maríu en við það lag söng Guðríður Júl- íusdóttir einsöng. Kórarnir sungu undir stjórn Nínu Maríu Morávek við undirleik Guðjóns Halldórs Óskars- sonar en þær Írena Sólveig Stein- dórsdóttir og Unnur Lilja Her- mannsdóttir spiluðu með á þverflautur. Þá söng Samkór Rangæinga lögin Komið þið hirðar, Hátíð fer að hönd- um ein, Óskin um gleðileg jól og Ljós á kertum loga við undirleik og stjórn- un Stefáns Þorleifssonar. Sigmundur Páll Jónsson lék með á altosax og Birgit Myschi á kontrabassa. Því næst söng Karlakór Rang- æinga lögin Kemur heilög hátíð, Þú borgin litla Betlehem, Guðs kristni í heimi og Syng gleðibrag undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar við undirleik Hédi Maróti. Síðast sungu allir kórarnir saman lögin Jólafriður, Heill þér himneska orð og Ding dong. Á milli söngatriða spiluðu hjónin Hédi Maróti á píanó og László Czen- ek á horn tvívegis, fyrst Ave María og í seinna skiptið Ó, helga nótt. Tónleikar að Heimalandi V–Eyjafjöll Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Fjórir kórar héldu jólatónleika að Heimalandi og voru viðtökur áheyrenda mjög góðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.