Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 55 SPÆNSKI leikstjórinn Pedro Almodovar var ótví- ræður sigurvegari Evrópsku kvikmyndaverð- launanna 2002 sem afhent voru við athöfn í Róm á laugardag. Mynd hans, Habla Con Ella, eða Ræddu málin, hlaut fimm verðlaun, þar á meðal sem besta myndin, Almodovar var valinn besti leikstjórinn og besti handritshöfundurinn. Þá fékk hann áhorf- endaverðlaun sem besti leikstjóri og Javier Cam- ara fékk áhorfendaverðlaun sem besti karlleikari fyrir leik sinn í myndinni, en Camara sótti Ísland heim fyrr á árinu og var viðstaddur frumsýningu verðlaunamyndarinnar hér á landi, sem var opn- unarmynd Spænskrar kvikmyndahátíðar. Í ljósi þessa yfirburða Almodovars á vettvangi evrópskrar kvikmyndagerðar vekur athygli að mynd hans mun ekki eiga kost á að endurtaka leik- inn vestanhafs við afhendingu Óskarsverð- launanna í mars komandi því Spánverjar völdu í hennar stað sem framlag sitt til Óskarsins Los lu- nes al sol, eða Mánudagar í sólinni, eftir Fernando León de Aranoa. Ítalinn Sergio Castelitto var valinn besti karl- leikarinn fyrir leik sinn í myndinni Bella Martha og átta franskar leikkonur skiptu með sér leik- konuverðlaunum, þær Catherine Deneuve, Isa- belle Huppert, Emmanuelle Beart, Fanny Ardant, Virgine Ledoyen, Daniele Darrieux, Ludivine Sag- nier og Firmine Richard, en þær léku allar aðal- hlutverk í myndinni 8 Femmes. Breska leikkonan Kate Winslet fékk áhorfendaverðlaun fyrir mynd- ina Iris. Besta myndin frá þjóðlandi utan Evrópu var val- in af evrópsku akademíunni palestínska myndin Divine Intervention eftir Elia Suleiman, mynd sem ekki fær að keppa um Óskarinn sem besta erlenda myndin vegna þess að Óskarsakademían við- urkennir ekki Palestínu sem sjálfstætt þjóðríki. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2002 Yfirburðir Almodovars Reuters Sigursæll Almodovar. MINORITY Report, framtíð- artryllir gerður eftir smásögu Philip K. Dick með Tom Cruise í aðal- hlutverki, er almennt talinn með betri myndum gullkálfsins Stevens Spielbergs og verður eflaust of- arlega á listum yfir frambærilegustu myndir ársins. Þykir Spielberg líka gefa nýjan og dýpri tón en hann hef- ur áður gert, málamiðlanir færri, efnistök djarfari og myndmálið myrkara. Unnendur Dick, sem eru heittrúa mjög, hafa það sem meira er lagt blessun sína yfir útkomuna – eftir því sem næst verður komist í það minnsta. Það þarf því vart að koma á óvart að mynddisksútgáfan af Minority Reports teljist af þeim sem um mynddiska fjalla til stærri útgáfa á árinu. Ekki einasta vegna mynd- arinnar sjálfrar heldur líka vegna þess að Spielberg hefur sýnt þessum nýja miðli mikinn áhuga og lagt áherslu á að fútt sé í mynd- diskaútgáfum sínum. Fyrir það fyrsta er ekki ólíklegt að sölumenn mynddiskaspilara eigi eft- ir að nota Minority Report-útgáfuna, alveg óháð hvort hún falli mönnum í geð eður ei, sem dæmi um gæði mynddiska framyfir myndböndin t.d. Myndin er mikið sjónarspil og útlits- lega er óhætt að flokka hana sem visst afrek. Tæknivinnan öll er í raun vitnisburður um hversu langt kvik- myndatæknin hefur þróast og hvar hún stendur í dag, eða réttara sagt hvert hún stefnir. Þannig virðist hreinlega sem hún hafi verið sniðin fyrir mynddiskaútgáfu, bæði hvað hljóð- og myndgæði áhrærir, Minor- ity Report. Útgáfan er á tveimur diskum, myndin á þeim fyrri og síðari upp- fullur af aukaefni þar sem allt það hefðbundna er á boðstólnum og gott betur. Eina sem vantar eru frásagnir leikstjóra og leikara ramma fyrir ramma, sem orðinn er býsna algeng- ur valmöguleiki á mynddiskum í dag. Höfðu greinilega ekki tíma til þess karlangarnir Spielberg og Cruise að setjast niður og horfa á myndina til enda og lýsa því sem fyrir augu bar. Uppsetningin á aukaefninu er nokkuð nýstárleg því að í stað nokk- urra hefðbundinna heimildarmynda er hægt að velja um eina fjörutíu efn- iskafla, horfa þannig á þá þætti kvik- myndagerðarinnar sem höfða til manns en sleppa hinum. Þeir kalla þetta víst gagnvirka framsetningu í þessu mynddiskabransa. En þetta er kostur og gerir ferðalagið um auka- efnisfrumskóginn mun greiðara og markvissara. Framtíðin í hljóði og mynd                                                        !  !   " # #$#%& #$#%&  " # #$#%& #$#%& #$#%& #$#%&  " # !  #$#%& !  !   " # !  #$#%& !  #$#%& ' ( #  ( #  ( #  ' ' ( #  ' ( #  ( #  ) # ' ' ( #  ' ( #  ' ( #  ( #  '                        !" #$ %&$ %&!   '   (  )  * +  ,"  -         (    #  / 0          Minority Report er vafalítið ein af stærri mynd- diska- útgáfum ársins. Minority Report komin út á mynddiski Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30 og 8.30. B.i.12 ára BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com www.regnboginn. is RadíóX DV YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Sýnd kl. 6 og 8. www.laugarasbio.is BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER Sýnd kl. 10. B. i. 16. . “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. RadíóX DV YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.