Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 47 ALLS var tilkynnt um 21 innbrot í Reykjavík um helgina, í flestum tilvikum í bifreiðar. Tilkynntir voru 11 þjófnaðir og 23 skemmdarverk. Nokkrar líkamsárásir voru tilkynnt- ar í miðborginni um helgina en ekki hlutust af þeim alvarleg meiðsli. Á föstudagskvöldið var haldið uppi sérstöku umferðareftirliti á Kringlu- mýrarbraut og voru stöðvuð rúmlega 1.400 ökutæki. Ástand almennt gott en þó nokkrir voru ekki með ökuskír- teini meðferðis og nokkrir með út- runnin ökuskírteini, en enginn ölvað- ur undir stýri. Aðeins voru tveir ökumenn grunaðir um ölvun. Tilkynnt var um 48 umferðaróhöpp og urðu í þrem tilvikum minniháttar meiðsli á fólki. Á föstudag féll maður úr 5 metra stiga í Grafarvogi er hann rann til. Var hann fluttur á slysadeild í sjúkra- bifreið en meiðsl hans ekki talin al- varleg. Þá féll maður fram af þaki í austurborginni á sunnudag er hann var að hengja upp jólaskreytingu. Hann lenti á höfðinu og hlaut áverka á höfði ásamt því að handleggs- brotna. Tilkynnt var um reyk í íbúð í Breið- holti á föstudag. Þarna hafði matur gleymst á pönnu og kom af mikill reykur. Var einn maður fluttur á slysadeild með reykeitrun. Sló og sparkaði í lögreglumann Á föstudagskvöld voru lögreglu- menn að ræða við ökumann í Þing- holtunum er kona kom aðvífandi og sló annan lögreglumanninn í andlitið og sparkaði í hann. Var konan hand- tekin og færð á lögreglustöð en hún var mjög ölvuð. Ekki gat hún gert grein fyrir háttalagi sínu. Nokkru seinna veittu lögreglu- menn á eftirlitsferð athygli þrem mönnum þar sem þeir brutu rúðu í verslun í miðborginni. Hlupu menn- irnir á brott en lögreglumennirnir náðu einum þeirra og var hann vist- aður í fangageymslu. Rúmlega tvítugur maður tók leigu- bifreið til að komast heim til sín í austurborgina á laugardagskvöldið. Er hann var kominn á áfangastað æstist hann, skemmdi gleraugu leigu- bílstjórans og skemmdi auk þess spegil og gjaldmæli bílsins. Móðir mannsins kom út leigubílstjóranum til aðstoðar og sat ofaná syni sínum þar til lögreglan kom á vettvang. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar sem móðirin treysti sér ekki til að taka við honum í þessu ástandi. Á sunnudag kviknaði í sorp- geymslu í Grafarvogi. Urðu slökkvi- liðsmenn að brjóta sér leið inn í geymsluna en þar logaði í einni tunn- unni. Talsverður reykur komst inn í anddyrið og urðu af einhverjar skemmdir. Úr dagbók lögreglu – 6. til 9. desember Aðeins tveir grunaðir um ölvun við akstur Kynningarfundur í Norræna hús- inu Heildstæð sýn á náttúrufar á hálendi Íslands verður miðvikudag- inn 11. desember kl. 16.30–18. Á fundinum í Norræna húsinu verður greint frá framvindu verkefnisins og stöðu rannsókna. Þá verður fjallað um niðurstöður sem nú þeg- ar hafa komið fram. Erindi flytja Jón Gunnar Ottósson, Sigurður H. Magnússon, Guðmundur A. Guð- mundsson og Borgþór Magnússon. Verkið var unnið í samvinnu Orku- stofnunar, Landsvirkjunar og Náttúrufræðistofnunar og kostað af þessum aðilum og með framlagi Orkusjóðs vegna rammaáætlunar. Á MORGUN EFTIRFARANDI ályktun hefur borist Morgunblaðinu frá Félagi há- skólakennara og Félagi prófessora: „Stjórnir Félags háskólakennara og Félags prófessora fordæma um- mæli stjórnarformanns Landsvirkj- unar um þrjá nafngreinda prófess- ora í sjónvarpsviðtölum undanfarna daga. Þar segir stjórnarformaðurinn að prófessorarnir þrír hafi fórnað starfsheiðri sínum í þágu pólitísks málstaðar. Félag háskólakennara og Félag prófessora leggja á það þunga áherslu að grundvallarmunur er á því annars vegar að deila um ein- stakar staðreyndir og hins vegar að saka vísindamenn um óheiðarleg og óvísindaleg vinnubrögð. Með um- mælum sínum vegur stjórnarfor- maður Landsvirkjunar að starfs- heiðri viðkomandi einstaklinga samtímis því sem virst getur að til- raun sé gerð til að hræða vísinda- menn frá þátttöku í almennri þjóð- félagsumræðu. Mikilvægt er að hafa hugfast að hverjar sem skoðanir manna á virkjunarframkvæmdum og áhrifum þeirra á náttúruna eru, geta deilur um túlkun vísindalegra gagna aldrei réttlætt að vegið sé að starfsheiðri manna. Stjórnarformað- ur Landsvirkjunar væri maður að meiri drægi hann ummæli sín til baka.“ Mótmæla orðum stjórnarformanns Landsvirkjunar Tilkynning hafði borist frá Landspítala Í frétt af kæru vegna meintra mis- taka við fæðingaeftirlit á Landspít- alanum, sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 6. desember sl., segir Haukur Valdimarsson aðstoðarland- læknir að Landspítalinn hafi ekki sent tilkynningu vegna atviksins. Við nánari skoðun hjá embættinu kom í ljós að tilkynningin hafði borist frá spítalanum 19. nóvember sl. Emb- ættið hefur beðið starfsfólk Land- spítalans afsökunar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að þessum umferðaróhöppum en í öllum tilvikum fóru þeir sem ollu tjóninu af vettvangi: Á tímabilinu frá kl. 16 föstudaginn 6. desember til kl.10 á laugardags- morgni var ekið utan í græna Ford Mondeo fólksbifreið, sem lagt var ut- an við bílskúr merktan húsi nr. 23 í Logalandi. Á sunnudaginn var ekið á bifreiðina VM-199, sem er Nissan Primera, fólksbifreið, græn að lit, og farið af vettvangi. Atvikið varð við Iðufell 4, í Reykjavík, á milli kl. 15:30 og 17. Ekið var utan í rauða Daihatsu Sir- ion bifreið sem stóð fyrir utan hús nr. 1 í Hryggjarseli, á tímabilinu frá kl. 18, föstudaginn 6. desember til kl. 12 að morgni laugardags. 7. desember á milli kl. 15:30 og 16:15 var ekið utan í gráa Hyundai Accent fólksbifreið, sem lagt var í bif- reiðastæði við Bónus við Selásbraut. Lýst er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð í Stigahlíð við Suður- ver, laugardaginn 7. desember um kl.17:45. Þarna mun dökkri fólksbif- reið hafa verið bakkað út frá bifreiða- stæði við Suðurver og ekið við það ut- an í svarta BMW fólksbifreið, sem lagt var við gangstétt í Stigahlíð. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.