Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 47 ALLS var tilkynnt um 21 innbrot í Reykjavík um helgina, í flestum tilvikum í bifreiðar. Tilkynntir voru 11 þjófnaðir og 23 skemmdarverk. Nokkrar líkamsárásir voru tilkynnt- ar í miðborginni um helgina en ekki hlutust af þeim alvarleg meiðsli. Á föstudagskvöldið var haldið uppi sérstöku umferðareftirliti á Kringlu- mýrarbraut og voru stöðvuð rúmlega 1.400 ökutæki. Ástand almennt gott en þó nokkrir voru ekki með ökuskír- teini meðferðis og nokkrir með út- runnin ökuskírteini, en enginn ölvað- ur undir stýri. Aðeins voru tveir ökumenn grunaðir um ölvun. Tilkynnt var um 48 umferðaróhöpp og urðu í þrem tilvikum minniháttar meiðsli á fólki. Á föstudag féll maður úr 5 metra stiga í Grafarvogi er hann rann til. Var hann fluttur á slysadeild í sjúkra- bifreið en meiðsl hans ekki talin al- varleg. Þá féll maður fram af þaki í austurborginni á sunnudag er hann var að hengja upp jólaskreytingu. Hann lenti á höfðinu og hlaut áverka á höfði ásamt því að handleggs- brotna. Tilkynnt var um reyk í íbúð í Breið- holti á föstudag. Þarna hafði matur gleymst á pönnu og kom af mikill reykur. Var einn maður fluttur á slysadeild með reykeitrun. Sló og sparkaði í lögreglumann Á föstudagskvöld voru lögreglu- menn að ræða við ökumann í Þing- holtunum er kona kom aðvífandi og sló annan lögreglumanninn í andlitið og sparkaði í hann. Var konan hand- tekin og færð á lögreglustöð en hún var mjög ölvuð. Ekki gat hún gert grein fyrir háttalagi sínu. Nokkru seinna veittu lögreglu- menn á eftirlitsferð athygli þrem mönnum þar sem þeir brutu rúðu í verslun í miðborginni. Hlupu menn- irnir á brott en lögreglumennirnir náðu einum þeirra og var hann vist- aður í fangageymslu. Rúmlega tvítugur maður tók leigu- bifreið til að komast heim til sín í austurborgina á laugardagskvöldið. Er hann var kominn á áfangastað æstist hann, skemmdi gleraugu leigu- bílstjórans og skemmdi auk þess spegil og gjaldmæli bílsins. Móðir mannsins kom út leigubílstjóranum til aðstoðar og sat ofaná syni sínum þar til lögreglan kom á vettvang. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar sem móðirin treysti sér ekki til að taka við honum í þessu ástandi. Á sunnudag kviknaði í sorp- geymslu í Grafarvogi. Urðu slökkvi- liðsmenn að brjóta sér leið inn í geymsluna en þar logaði í einni tunn- unni. Talsverður reykur komst inn í anddyrið og urðu af einhverjar skemmdir. Úr dagbók lögreglu – 6. til 9. desember Aðeins tveir grunaðir um ölvun við akstur Kynningarfundur í Norræna hús- inu Heildstæð sýn á náttúrufar á hálendi Íslands verður miðvikudag- inn 11. desember kl. 16.30–18. Á fundinum í Norræna húsinu verður greint frá framvindu verkefnisins og stöðu rannsókna. Þá verður fjallað um niðurstöður sem nú þeg- ar hafa komið fram. Erindi flytja Jón Gunnar Ottósson, Sigurður H. Magnússon, Guðmundur A. Guð- mundsson og Borgþór Magnússon. Verkið var unnið í samvinnu Orku- stofnunar, Landsvirkjunar og Náttúrufræðistofnunar og kostað af þessum aðilum og með framlagi Orkusjóðs vegna rammaáætlunar. Á MORGUN EFTIRFARANDI ályktun hefur borist Morgunblaðinu frá Félagi há- skólakennara og Félagi prófessora: „Stjórnir Félags háskólakennara og Félags prófessora fordæma um- mæli stjórnarformanns Landsvirkj- unar um þrjá nafngreinda prófess- ora í sjónvarpsviðtölum undanfarna daga. Þar segir stjórnarformaðurinn að prófessorarnir þrír hafi fórnað starfsheiðri sínum í þágu pólitísks málstaðar. Félag háskólakennara og Félag prófessora leggja á það þunga áherslu að grundvallarmunur er á því annars vegar að deila um ein- stakar staðreyndir og hins vegar að saka vísindamenn um óheiðarleg og óvísindaleg vinnubrögð. Með um- mælum sínum vegur stjórnarfor- maður Landsvirkjunar að starfs- heiðri viðkomandi einstaklinga samtímis því sem virst getur að til- raun sé gerð til að hræða vísinda- menn frá þátttöku í almennri þjóð- félagsumræðu. Mikilvægt er að hafa hugfast að hverjar sem skoðanir manna á virkjunarframkvæmdum og áhrifum þeirra á náttúruna eru, geta deilur um túlkun vísindalegra gagna aldrei réttlætt að vegið sé að starfsheiðri manna. Stjórnarformað- ur Landsvirkjunar væri maður að meiri drægi hann ummæli sín til baka.“ Mótmæla orðum stjórnarformanns Landsvirkjunar Tilkynning hafði borist frá Landspítala Í frétt af kæru vegna meintra mis- taka við fæðingaeftirlit á Landspít- alanum, sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 6. desember sl., segir Haukur Valdimarsson aðstoðarland- læknir að Landspítalinn hafi ekki sent tilkynningu vegna atviksins. Við nánari skoðun hjá embættinu kom í ljós að tilkynningin hafði borist frá spítalanum 19. nóvember sl. Emb- ættið hefur beðið starfsfólk Land- spítalans afsökunar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að þessum umferðaróhöppum en í öllum tilvikum fóru þeir sem ollu tjóninu af vettvangi: Á tímabilinu frá kl. 16 föstudaginn 6. desember til kl.10 á laugardags- morgni var ekið utan í græna Ford Mondeo fólksbifreið, sem lagt var ut- an við bílskúr merktan húsi nr. 23 í Logalandi. Á sunnudaginn var ekið á bifreiðina VM-199, sem er Nissan Primera, fólksbifreið, græn að lit, og farið af vettvangi. Atvikið varð við Iðufell 4, í Reykjavík, á milli kl. 15:30 og 17. Ekið var utan í rauða Daihatsu Sir- ion bifreið sem stóð fyrir utan hús nr. 1 í Hryggjarseli, á tímabilinu frá kl. 18, föstudaginn 6. desember til kl. 12 að morgni laugardags. 7. desember á milli kl. 15:30 og 16:15 var ekið utan í gráa Hyundai Accent fólksbifreið, sem lagt var í bif- reiðastæði við Bónus við Selásbraut. Lýst er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð í Stigahlíð við Suður- ver, laugardaginn 7. desember um kl.17:45. Þarna mun dökkri fólksbif- reið hafa verið bakkað út frá bifreiða- stæði við Suðurver og ekið við það ut- an í svarta BMW fólksbifreið, sem lagt var við gangstétt í Stigahlíð. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.