Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 45 GUÐLAUG Þorsteinsdóttir er Íslandsmeistari kvenna 2002, þótt enn sé nokkrum skákum ólokið vegna veikinda Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Guðlaug sýndi mikið öryggi á mótinu og sigr- aði í sjö skák- um, en á eftir eina skák við Lilju. Þetta er í fjórða sinn sem Guðlaug hlýtur þennan titil, en fyrst varð hún Íslandsmeistari 1975. Hún gerði langt hlé á skák- iðkun eftir að hún hóf nám í læknisfræði, en endurkoma henn- ar að skákborðinu í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún hefur sýnt mjög kraftmikla tafl- mennsku og unnið flesta andstæð- inga sína og einungis tapað einni skák. Staðan á mótinu er þessi, þegar einungis eru eftir skákir Guðfríðar Lilju úr seinni hluta mótsins: 1. Guðlaug Þorsteinsd. 7 v. + fr. 2. Harpa Ingólfsdóttir 4 v. + fr. 3. Anna B. Þorgrímsd. 2 v. + fr. 4. Guðfríður L. Grétars. 2 v.+ 4 fr. 5. Aldís Rún Lárusd. 1 v. + fr. Mótið var eitt allra sterkasta Íslandsmót kvenna sem fram hef- ur farið. Þátttakendur voru allir fulltrúar Íslands í kvennaliði Ól- ympíuskákmótsins auk Guðlaugar Þorsteinsdóttur. Einnig var keppt í B-flokki og þar sigraði Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir eftir jafna keppni við Jóhönnu Har- aldsdóttur frá Selfossi, en þær þurftu að tefla einvígi um sig- urinn: 1. Hallgerður H. Þorsteinsd. 5 v. 2. Jóhanna Haraldsdóttir 5 v. 3. Elsa María Þorfinnsdóttir 4 v. 4. Anna M. Rúnarsdóttir 3 v. 5. Ásta Lovísa Arnórsdóttir 2 v. 6.–7. Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir og Perla Ósk Hjartard. 1 v. Íslandsmót kvenna var haldið í fyrsta sinn 1975 og það var Birna Norðdahl sem var frumkvöðullinn og átti mestan þátt í því að gera veg kvennaskákarinnar sem mestan. Á þessum árum var Guð- laug Þorsteinsdóttir okkar sterk- asta skákkona og varð m.a. þrí- vegis Norðurlandameistari kvenna. Frá 1985 hefur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hins vegar borið höfuð og herðar yfir ís- lenskar skákkonur, bæði við tafl- borðið og eins í skipulagningu kvennastarfs og kennslu. Hún hefur 10 sinnum orðið Íslands- meistari. Það biðu því margir spenntir eftir að sjá viðureign þeirra Lilju og Guðlaugar á Ís- landsmótinu. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem þær hafa keppt saman á Íslandsmóti, því það hafa þær gert þrívegis áður. Árið 1984 mættust þær í fyrsta sinn, en hvorug þeirra hampaði titlinum í það skiptið, heldur var það Ólöf Þráinsdóttir sem sigraði á mótinu og var það þriðji Íslandsmeist- aratitill hennar. Þær Lilja og Guðlaug mættust síðan aftur tvö ár í röð á Íslandsmótinu, árin 1986 og 1987, en Lilja sigraði á báðum mótunum. Á mótinu í ár mætti Guðlaug hins vegar ákveð- in og vel undirbúin til leiks og sigraði af öryggi eins og áður er komið fram. Það er vonandi að endurkoma Guðlaugar eigi eftir að efla enn frekar áhuga á kvennaskák og styrkja það góða starf sem unnið hefur verið á því sviði undanfarin ár. Judit Polgar slær heimsmeistaranum við Judit Polgar sigraði á sterku skákmóti sem haldið var nýlega á Benidorm á Spáni. Hún hlaut 8 vinninga, jafnmarga og Ruslan Ponomariov heimsmeistari FIDE. Judit hafði betur í aukakeppni við hann um efsta sætið. Næstu menn voru heldur engir aukvisar, en jafnir í 3.–4. sæti urðu þeir Alexei Shirov og Anatoly Karpov með 7½ vinning. Í fimmta sæti varð hinn 12 ára gamli stórmeist- ari Sergey Karjakin. Vefsetri Kasparovs lokað Vefsetri Garys Kasparovs, kasparovchess.com, hefur nú ver- ið lokað. Að vissu leyti var þetta óvænt þar sem ekki var tilkynnt um lokunina fyrirfram. Á hinn bóginn voru skákáhugamenn orðnir varir við, að lítill kraftur var í starfseminni og uppfærslur fátíðar. Allt frá upphafi hefur þetta framtak Kasparovs verið fjárhagslegur baggi á honum, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir. Kastro slær met í skákinni Kúbumenn slógu met í fjöltefli um helgina. Teflt var á Bylting- artorginu í Havana og alls tóku 11.000 skákáhugamenn þátt í fjöl- teflinu gegn 550 skákmeisturum. Fidel gamli Kastro lét ekki sitt eftir liggja og tók þátt í taflinu. Töluvert var fjallað um þennan viðburð á erlendum sjónvarps- stöðvum, eins og CNN og BBC. Guðlaug Þorsteinsdóttir Íslandsmeistari kvenna Dadi@vks.is Daði Örn Jónsson SKÁK SKÁKÞING ÍSLANDS – KVENNAFLOKKUR 29. nóv. – 8. des. 2002 Guðlaug Þorsteinsdóttir EFTTIRFARANDI yfirlýsing hef- ur borist frá Hólmgeir Baldurs- syni, stofnanda Íslenska sjónvarps- félagsins ehf., f.h. fyrrverandi starfsmanna félagsins: „Um Íslenska sjónvarpsfélagið og uppruna þess: Eins og kennitala félagsins ber með sér er félagið stofnað 1993 eða fyrir 9 árum. Fé- laginu var breytt í hlutafélag 1996 og það selt Suðurljósum ehf. 1999. Félagið Íslenska sjónvarpsfélag- ið fékk úthlutað sjónvarpsleyfi og hóf útsendingar undir merkjum Skjás 1 í október 1998. Það er því varla stofnað 1999 af þeim Árna og Kristjáni eins og lesa má í viðtali við umræddan Árna Þór í viðtali í Mbl. Þótt verulegar breytingar hafi átt sér stað á rekstri sjónvarps- stöðvarinnar við kaup Suðurljósa á sjónvarpsstöðinni Skjá 1 og hluta- félaginu 1999 er óþarfi hjá Árna að gera sífellt lítið úr starfi þess ágæta fólks sem braut ísinn og rak sjónvarpsstöðina í þau tæpu tvö ár sem hún var í rekstri áður en þeir ásamt öðrum keyptu félagið og þar með þau réttindi og skyldur sem fylgdu sjónvarpsleyfi og tíðniút- hlutun félagsins, sem þá var í full- um rekstri og stundaði sjónvarps- útsendingar af kappi. Ég vil því hvetja Árna Þór að fara framvegis með staðreyndir vegna uppruna Ís- lenska sjónvarpsfélagsins, enda engin skömm að því að hafa tekið við starfsemi sem þegar var hafin. Það er venja í íslensku viðskiptalífi að fólk sem starfar við jafnkrefj- andi rekstrarumhverfi og sjónvarp er, sé stolt af uppruna sínum og má t.d. geta þess að nú nýverið hélt Norðurljós upp á starfsafmæli Stöðvar 2, og þrátt fyrir að aðrir rekstraraðilar haldi þar um stjórn- taumanna, þá hefur aldrei komið þar fram sama vanvirðing við upp- hafsmenn stöðvarinnar og gagn- vart því góða fólki sem sannanlega stóð í ströngu við innleiðingu fyrstu opnu og gjaldfrjálsu sjónvarps- stöðvarinnar hér á landi. Þetta fólk braut ísinn fyrir þá Árna og félaga og gerði þeim eftirleikinn auðveld- ari og því er þessi afstaða þeirra fé- laga alveg með ólíkindum. F.h. þessa fólks tel ég mig knúinn til að leiðrétta enn og aftur ummæli Árna Þórs og vona svo sannarlega að hann sjái villu síns vegar og láti nú af þessu í eitt skipti fyrir öll og fari með staðreyndir málsins hér eftir.“ Um Íslenska sjón- varpsfélagið og uppruna þess ÚTVARP Íslendingafélagsins í Malmö er með útsendingar alla laugardaga kl. 12–14 á FM 89,2. Verða sendingar nú um jól og ára- mót 21. desember og 28. desem- ber. Þeir sem vilja senda vinum og vandamönnum á Skáni jóla- og ný- árskveðjur frá Íslandi geta gert það á eftirfandi hátt: Rafpóstur (e- mail): hilmar.jonasson@telia.com, loftsdottir@swipnet.se, seim- on@home.se. Bréflega: Útvarp ÍMON Riksdalergatan 18, 212 33 Malmö. Símleiðis á símsvara fé- lagsins og lesið sjálf inn kveðjuna: 040–97 00 98. Frá Íslandi 00–46– 40 7 00 98. Kveðjurnar eru birtar endugjaldslaust, segir í frétt frá Íslendingafélaginu í Malmö og ná- grenni. Jólakveðjur til Íslendinga í Suður- Svíþjóð ♦ ♦ ♦ Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðir og annað lausafé verð- ur boðið upp við gömlu lögreglustöðina Fjarðarstræti, Ísafirði, þriðjudaginn 17. desember 2002, kl. 17:00. Bifreiðir: PY-272, NF-383, IY-603, XT-989 Tjaldvagn XX-967 Toyota 5FBE18 lyftari JL-3785, ser no. 24641 árg. 1998 Einnig reiðhjól í vörslu lögreglunnar á Ísafirði. Uppboðið á sér stað eftir kröfu ýmissa gerðar- beiðanda. Greiðslu verður krafist við hamars- högg. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 9. desember 2002. Anna Svava Þórðardóttir, fulltrúi. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF  EDDA 6002121019 III  FJÖLNIR 6002121019 I Jf.  HLÍN 6002121019 IV/V I.O.O.F. Rb. 1  15212107 - JV* Til leigu — Tangarhöfði 6 Til leigu er fallegt og bjart 100 fm atvinnu- húsnæði á jarðhæð. Lofthæð 3,5 metrar. Upplýsingar í vinnusíma 562 6633 og GSM 693 4161. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Austurbæ-Norðurmýri verður haldinn í Valhöll fimmtudaginn 12. desember kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Garðabæ Aðalfundur verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisfélags Garðabæjar á Garðatorgi 7, Garðabæ, í dag, þriðjudaginn 10. desember, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staða bæjarmála. Frummælendur: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri, og Erling Ásgeirsson, form. bæjarráðs. 3. Alþingiskosningarnar að vori. Frummælandi: Bjarni Benediktsson, 5. maður á D-lista í Suðvesturkjördæmi. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Konur Kópavogi Munið áður boðaðan aðalfund félagsins í kvöld, þriðjudaginn 10. desember kl. 19.30, í Hamraborg 1. Að loknum aðalfundi er jóla- fundur félagsins sem er opinn öllu sjálfstæðisfólki. Sérstakir gestir: Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður, og Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi. Góðar veitingar. Stjórnin. Til leigu Til leigu við Suðurlandsbraut 110 fm 3. hæð. Hentar vel fyrir arkitekta, verkfræðinga, bókhaldsstofu o.fl. Upplýsingar í síma 568 9230 og 897 3047. R A Ð A U G L Ý S I N G A R UPPBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.