Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fortíðin mun tengja þau!  HL. MBL  SK RadíóX  ÓHT Rás2  HK DV 1/2 Kvikmyndir.com TILRAUNIN Sýnd kl. 10.15. Ísl. texti. B.i. 16.Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.05. B.i. 12. POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 5.50 og 8. 1/2MBL  1/2 Roger Ebert  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 4 7 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 7 D Ö G U M 1/2HL MBL  RadíóX Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap Jólamyndin 2002 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Kvimyndir.is Yfir 53.000 áhorfendur 8 Eddu verðlaun WITH ENGLIS H SUB - TITLES AT 5.4 5 Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 4.45, 6.50 og 9. Vit 485 ÁLFABAKKI Kvikmyndir.is Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem Jólamyndin 2002 Kvimyndir.is 4 7 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 7 D Ö G U M E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. B. I. 16. VIT 469. SJALDAN hefur plata komið eins skemmtilega á óvart og fyrsta skífa þeirra Rottweilerhunda sem gerði allt vitlaust á síðasta ári. Sú var upp- full af guðlasti, klámi og almennri viðurstyggð og vakti óhug hjá við- kvæmum sálum. Eftir allt það umtal sem sú skífa vakti er nokkuð ljóst að þeir félagar eiga ekki eftir að vekja annað eins umtal með þeirri plötu sem hér er gerð að umtalsefni hversu góð sem hún annars er. Upphafið á Þú skuldar er afskap- lega vel heppnað hjá Erpi Eyvind- arsyni, gaman að heyra hann á lágu nótunum og ógnin sem kraumar undir kemur sterkt í gegn. Hann er aftur á móti ekki eins sterkur í seinni hlutan- um, eða í það minnsta ekki eins beinskeyttur og málefnalegur. U- manden er líka góður í „Þú skuldar“, danska er svo skemmtilega steikt í rappi, liggur flöt fyrir öllu; „klipper dine fingre med en fukkin’ havesaks / vil du beefe?“ „Blogga blogga“ er einnig mjög gott lag og þar fer Erp- ur sérdeilis vel með, seinna innlegg hans er mjög gott. Þeir Erpur og Dóri DNA eru í miklu stuði á „Jihad“, en í því lagi hamast þeir á Bandaríkjamönnum og þeim sem þá styðja – skjóta föstum skot- um á Adam Smith, bandaríska versl- unarmenningu, Alþingi, síonista og svo má telja: „Vestrænt frelsi er að mega segja hvað sem er meðan eng- inn heyrir það.“ „Brekkusöngur“ þeirra Rottweilerhunda er líka skemmtilegur, krafmikilar rímur og vel útfærð tónlist þar sem þeir Erp- ur og Bent fara á kostum, en annars er Bent saknað, fulllítið af honum á diskinum. Að vísu er hann einnig með félögum sínum í aukalagi disks- ins, en það hljómar eins og menn séu að öryrkja og því varla marktækt. Innskot Gylfa Pálssonar „Að hlusta á Rottweilerhunda er …“ o.s.frv. eru skemmtileg, gefa stemmningu og brjóta flæðið á disk- inum upp á skemmtilegan hátt, ekki síst á leið í aukalagið, en Ragnar Jón „Harði Babar“ Ragnarsson er líka skemmtilega harður og ósvífinn í sínum sprettum. Eftirtektarvert er á skífunni hvað tónlistin sem liggur undir er vel heppnuð, ýmist stór og hrífandi eins og í „Jihad“, ógnandi seiður eins og í „Þú skuldar“ eða stuðsveifla eins og í „Blogga blogga“ og „Eins og skepn- an deyr“. Lúðvík Páll er að gera verulega góða hluti, en einnig skilar lifandi hljóðfæraleikur mjög góðu, sjá til að mynda „Þú skuldar“ og „Vaknaðu“. Meðal gesta á skífunni er Ómar Örn Hauksson sem er aldeilis magn- aður í „Taktu þitt eigið“, mætti gera meira af því að rappa á íslensku; „ég bið litla krakka um að koma út að leika / en þau vita ekki að ég er með sex hundruð sextíu og sex persónu- leika“. Í því lagi er reyndar eftirtekt- arvert að þótt undirtónninn sé mjög ógnandi og drungalegur eru lokaorð Erps „vor færist nær og hlutir fær- ast í lag“. Eru menn að detta í bjart- sýni? Eins og getið er í upphafi er ekki við því að búast að Þú skuldar eigi eftir að vekja aðra eins athygli og fyrsta plata þeirra Rottweilerhunda og jafnvel ekki ná að seljast eins vel. Þetta er þó mun betri plata, tónlist- arlega mikil framför og bendir til þess að þeir félagar séu að taka skrefið úr groddanum í meiri pæl- ingar. Tónlist Mikil framför XXX Rottweilerhundar Þú skuldar Dennis/Skífan Þú skuldar, breiðskífa XXX Rottweiler- hunda. Á plötunni eru hundarnir Erpur Ey- vindarson sem kallar sig BlazRoca, Ágúst Bent Sigbertsson og Lúðvík Páll Lúðvíksson sem kallar sig Lúlla, en fjöl- margir aðrir koma við sögu: Hrannar Ingi- marsson stýrði upptökum, annaðist hljóðblöndun, lék á hljómborð og lagði þeim Erpi og Lúðvíki lið við útsetningar, Baldur Már Arngrímsson lék á gítar í nokkrum laganna, Gunnar Bernburg á bassa, Ásgeir Hermann Steingrímsson á trompet, Hildur Ingveldardóttir Guðna- dóttir á selló, Arnar Þór Gíslason á trommur og svo má telja. Árni Matthíasson Í umsögn um Þú skuldar, nýja plötu Rottweiler- hunda, segir að þeir séu að taka skref „úr grodd- anum í meiri pælingar“. Morgunblaðið/Sverrir ÞÆR eru skemmtilegar sveiflurnar í bíóaðsókninni vestanhafs þessa dag- ana. Samkeppnin milli Bond og Pott- er er það sem allt snýst um og spurn- ingin hvor nái toppsætinu og spyr þá enginn um muninn á milli myndanna en hann hefur allar þrjár vikurnar sem þær hafa átt í samkeppni verið hárfínn. Um síðustu helgi, þakkar- gjörðarhelgina, hafði Potter betur, eins og búist var við, en nú, kannski sumum að óvörum, er það Bond sem hefur Potter undir. Myndin er komin í 120 milljónir dala á þremur vikum og verður áreiðanlega tekjuhæst allra Bond-mynda vestanhafs og gæti það gerst strax í vikunni því sú tekjuhæsta hingað til, The World is Not Enough, þénaði 127 milljónir dala. Spekingar telja hinsvegar út- séð um að Potter-myndin nái forvera sínum. Viskusteinninn endaði í 318 milljónum dala en gert er ráð fyrir að Leyniklef- inn fari ekki mikið ofar en í 290 milljónir. Viðtökur við mafíugríninu Analyze That með Billy Cryst- al og Robert De Niro – rúm- lega 11 milljónir dala – ollu að- standendum hjá Warner miklum vonbrigðum enda fór hún mun hægar af stað en for- veri hennar Analyze This árið 1999 en hún aflaðu rúmlega 18 milljóna dala á sinni fyrstu helgi. Eina ástæðuna fyrir þessum takmarkaða áhuga má eflaust rekja til nei- kvæðra ummæla gagnrýn- enda sem upp til hópa sögðu mynd- ina eftirbát fyrstu myndarinnar. Empire, sem náði 4. sæti, er glæpadrama með John Leguizamo í um helgina þegar fólk af þeim uppruna reyndist mikill meirihluti bíógesta. Disney-teiknimyndin Treasure Planet heldur áfram að valda vonbrigðum og ku stjórarnir hjá þessum mikla afþreyingarisa vera frekar spældir yfir gengi hennar enda ljóst að það mun draga veru- lega úr hagnaði fyrirtækisins á árinu. Um næstu helgi er búist við öllu betri bíóaðsókn en þá verða allnokkrar myndir frumsýndar, m.a. About Schmidt með Jack karlinum Nicholson, sem fengið hefur vægast sagt góða dóma fyrir frammistöðu sína, The Hot Chick með Rob Schneider og Maid in Manhattan með Jennifer Lopez. Bond og Potter skiptast á um toppsætið vestanhafs Fyrst Potter, svo Bond, svo Potter, svo Bond                                                                                             !  " #$  %           &'() &&(' &)() *(' +(, +(- +( (# (* (+ &)(- &&(' &'(. *(' '(# &)( )(- .(& &&&( &'(' Meint ástarsam- band kvikmynda- stjörnunnar Gwyneth Palt- row og Chris Martin söngvara Coldplay er runnið út í sand- inn – ef marka má nýjustu fregnir. Hún ku nefnilega farin að gera hosur sínar grænar fyrir einum konungbornum en það hefur sést til hennar á fínni veitinga- húsum heimsins í félagsskap Niku- lásar Grikklandsprins. Vel hefur farið á með þeim og segja þeir sem séð hafa greini- lega meira vera í gangi en kunn- ingsskap. Prins- inn hefur áður verið í slagtogi við fyrirsætuna Elle MacPher- son en Paltrow hefur sjálf verið veik fyrir prinsum og var um tíma eitthvað að dandal- ast með Filippusi krónprins af Spáni ... Pink beit öryggisvörð sinn til blóðs á dögunum. Atvikið átti sér stað þegar söngkonan óstýriláta var með ólæti á Hilton hótelinu í Ade- laide í Ástralíu á dögunum. Eftir að hafa skolað niður einum of mörgum æddi hún upp á borð og hóf að dansa og syngja nærstöddum til lítillar gleði. Þegar starfsfólk hótelsins bað hana um að róa sig gekk hún gjör- samlega af göflunum og tók að sparka og lemja í allt og alla sem nærri henni voru. Til að forða henni frá frekari vandræðum ákvað örygg- isvörður hennar því að taka málin í sínar hendur og reyndi að hemja hana með áðurnefndum afleiðingum ... Nýjar sögusagnir eru nú á kreiki um orsökina fyrir sambandslitum Britney Spears og Justin Timber- lake, nefnilega þær að hún hafi átt í leynilegu ástarsambandi við Ben Affleck í næstum tvö ár, sambandi sem einungis nýverið tók enda og það vegna Jennifer Lopez, hinnar nýju ástkonu Afflecks! Langsótt mjög en það er líka flest annað í lífi fína og fræga fólksins ... FÓLK Ífréttum Gwyneth Paltrow Pink Robert De Niro og Billy Crystal bregða sér afturí hlutverk mafíuforingjans og sálfræðingsins ígamanmyndinni Analyze That. aðalhlutverki eiturlyfjasala sem reynir að bæta ráð sitt. Myndin er leynt og ljóst stíluð inn á rómanska áhorfendur og það kom berlega í ljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.