Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „JÚ, ég er bjartsýnn maður, og hef aldrei miklað fyrir mér það sem ég hef tekið mér fyrir hendur, “ sagði Andri Snær Magnason eftir að hafa tekið við Íslensku bjartsýnisverð- laununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, við at- höfn í Hafnarborg í gær. „Maður þarf oft að vaða í hlutina eins og pönkarinn sem grípur í gítarinn sinn og byrjar bara að spila.“ Íslensku bjartsýnisverðlaunin, áður Bjartsýnisverðlaun Brøstes, eru menningarverðlaun sem eiga sér meir en tuttugu ára sögu. Marg- ir af fremstu listamönnum þjóð- arinnar hafa hlotið þessi verðlaun á upphafsárum ferils síns, frá því að til þeirra var stofnað. Í dag er Alc- an á Íslandi, ÍSAL bakhjarl verð- launanna, en forseti Íslands er verndari þeirra og afhendir þau. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1982, að tilstuðlan danska athafna- mannsins Peters Brøstes, sem heill- aðist af bjartsýni Íslendinga eftir að hafa fylgst með opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta til Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar árið áður. Honum fannst bjartsýnin leika um þessar dug- miklu konur. Andri Snær segir verðlaunin skipta unga listamenn miklu, þau séu mikils verður stuðningur við þá. „Það er heldur engin vanþörf á að dreifa bjartsýni um heiminn. Verðlaunin eru fimm mánaða laun fyrir listamanninn og það munar um það þegar maður þarf að fara að einbeita sér að næstu verk- efnum.“ Andri Snær er með hug- myndir að fimm nýjum verkum, en segist vera sölumaður í bili, nú þeg- ar nýjasta saga hans, Lovestar, er nýkomin út. Dómnefnd Bjartsýnisverð- launanna er skipuð Vigdísi Finn- bogadóttur, Gylfa Þ. Gíslasyni og Gunnari Friðrikssyni, sem hefur verið formaður dómnefndar frá upphafi. Vigdís talaði fyrir munn dómnefndar og vitnaði í Halldór Laxness, þar sem hann leggur Jóni prímusi þau orð í munn að sá sem ekki lifi við skáldskap lifi ekki af á jörðinni. Hún sagði að þessi orð mætti dýpka og segja að allir lista- menn væru skáld, hvert sem við- fangsefni þeirra væri. Það væri ein- mitt aðal Bjartsýnisverðlaunanna að allir sem þau fengju væru skáld. Vigdís sagði Andra Snæ haf sýnt á óyggjandi hátt með verkum sínum að hann væri góður og mjög at- hygliverður bókmenntasmiður. Morgunblaðið/Golli Andri Snær Magnason tekur við Íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. „Engin vanþörf á að dreifa bjartsýni um heiminn“ ÞETTA var mikill gleðidagur í Laugarnessókn. Nýtt orgel er Björg- vin Tómasson hefur smíðað fyrir söfnuðinn var vígt við messu um morguninn og lék Gunnar Gunnars- son, organisti sóknarinnar, þar m.a. barokk Daves Brubecks: Blue Rondo a la Turk, og síðdegis voru haldnir vígslutónleikar þar sem þeir félagar Gunnar og Sigurður Flosason fluttu sálma og ættjarðarlög, en að flestum þeirra hafa þeir unnið eftir að diskar þeirra tveir, Sálmar lífsins og Sálmar jólanna, komu út. Þó voru tvo lög af jóladiskinum á dagskrá sem eðlilegt má telja: þýski sálmurinn Ó Jesúbarn blítt og Jólasveinar ganga um gólf eft- ir Friðrik Bjarnason og blés Sigurður í barýtoninn í báðum þeirra. Svo var sálmurinn undurfagri (af Sálmar lífs- ins) Heyr himna smiður eftir Ásbirn- ingahöfðingjann Kolbein Tumason, er Þorkell Sigurbjörnsson hefur samið jafnfagran söng við, aukalag. Af nýju sálmunum á efnisskrá þeirra félaga báru tveir af, Nú hverfur sól í haf eftir Þorkel við texta föður hans, Sigur- björns biskups, sem Sigurður blés í sópranínósaxófón, minnsta saxófón þeirrar fjölskyldu, og svo Ó undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson við ljóð Þor- steins Valdimarssonar. Sá sálmur mætti heyrast oftar slík snilldarsmíði sem hann er frá beggja hendi. Jakob var hæfileikaríkur tónlistarmaður, lék um tíma á fiðlu, síðar víólu, í Sin- fóníunni, en var organisti og tónlistar- kennari er hann lést langt um aldur fram árið 1999. Sigurður blés Undur lífs í höfuðhljóðfæri sitt, altósaxófón- inn; tónninn svalur í fyrstu, veikur, en styrktist síðan uns hann fylti kirkjuna voldugur og tær með blárri undir- öldu. Þetta var áhrifaríkasta lagatúlk- un þeirra félaga ef frá er talinn flutn- ingurinn á frelsisóði Jóhannesar úr Kötlum, Íslendingaljóði 17. júní 1944, er hefst svo: Land míns föður, landið mitt, við lag Þórarins Guðmundsson- ar. Í magnþrungnum orgelleik Gunn- ars Gunnarssonar fannst manni búa ógn; linnti ekki dansinum um gullkálf- inn léki þjóðin ekki til lengdar „ung og frjáls/ undir norðurljósum“. Annað verðlaunakvæði frá lýðveldisstofnun- inni var á dagskrá: Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu við lag Emils Thoroddsen, ljúflega leikið af þeim fé- lögum – aftur á móti var lag Emils við ljóð Arnar Arnar, Íslands hrafnistu- menn, ekki eins vel heppnað í flutn- ingi þeirra. En kannski ná þeir að slípa það eins og Guðmundi Ingólfs- syni tókst með Búðarvísur sama höf- undar. Þrír sálmar sem ég hef ekki heyrt þá leika áður voru á dagskrá: Sigurhátíð sæl og blíð, Nú legg ég augun aftur og Til mín skal börnin bera, en þann síðastnefnda blés Sig- urður í tenórsaxófón í hefðbundnum djassstíl og lék Gunnar næstum göngubassa undir á orgelið. Orgelið nýja er einstaklega tónfag- urt og hljómburður er góður í Laug- arneskirkju og mikill munur á honum og í Hallgrímskirkju þar sem ég hef heyrt þá félaga til þessa. Samleikur þeirra, sér í lagi þegar Sigurður blés í altóinn, var með sanni upplifun. Svo breiður og voldugur var altótónninn á stundum að gömlu djassmeistararnir komu í huga – þeir sem ekki þurftu á hljóðnemum að halda – og ríkti þá fullkomið jafnræði milli saxófóns og orgels. Undratónar DJASS Laugarneskirkja Sigurður Flosason, sópranínó-, sópran-, altó-, tenór- og barrýtonsaxófóna; Gunn- ar Gunnarsson orgel. Sunnudaginn 8. desember. SÁLMAR OG ÆTTJARÐARLÖG Vernharður Linnet ENN er gefið út mikilvægt rit úr sjóðum frumkirkjunnar á íslensku, en mörg þeirra hafa mótað guðfræði Vesturlanda allt fram á þennan dag. Því er mikilvægt að helstu rit kirkju- feðranna séu aðgengileg þeim sem vilja kynna sér mótun kristinnar guð- fræði og hljóta áhugamenn um efnið að fagna útgáfu þessa rits. Höfundur inngangs segir að Klem- ens frá Alexandríu hafi verið fyrsti höfundurinn sem gerði ítarlega grein fyrir kristinni trú með því að nota hugtök grískrar heimspeki. Enn fremur hafi hann með ritum sínum leitast við að flétta kristna trú inn í heilsteypta trúarheimspeki þar sem ekkert svið mannlífsins væri undan skilið. Á þann hátt undirstrikaði hann að guðfræði og siðfræði yrðu ekki að- skilin og stuðlaði mjög að því að heim- færa kristindóminn upp á aðstæður og hugsun sem var utan við hugar- heim Gyðinga. Sumir hafa gengið svo langt að fullyrða að með þessu hafi Klemens orðið höfundur evrópskrar menningar. Að hans mati var allt það besta í heimspeki Grikkja í samræmi við æðstu gildi kristinnar trúar þar sem hvort tveggja væri frá Guði kom- ið. „Heimspekin er þannig sönn am- bátt guðfræðinnar, lykillinn að réttri túlkun helgra bóka og tæki sem gegn- ir því hlutverki að dýpka trú manna og sannfæringu og auka innsæi þeirra í veröld handan heims“ (s. 53). Áhrif grískra heimspekinga eins og Platóns, Aristótelesar og stóuspek- inga eru greinileg í hugsun Klemens- ar. Grísk sjálfstjórnarsiðfræði hafði, að mati höfundar inngangs, mest áhrif á kristna siðfræði Alexandríu og áhrifa hennar gætir mjög í þessu riti en markmið hennar var að gera manninn ástríðulausan eins og Guð var talinn vera. Höfundur gerir einnig grein fyrir túlkunarhefðum sem voru ríkjandi við upphaf kristninnar og hvernig þær birtast í skrifum Klem- ensar. Ritið Hjálpræði efnamanns fjallar um frásögnina af ríka manninum sem kom til Jesú og spurði hvað hann ætti að gera til að öðlast eilíft líf. Klemens túlkar hana og gefur þannig innsýn í alexandríska túlkunaraðferð. Ritið er fyrsta rit frumkristninnar er fjallar sérstaklega um efnið ríkidæmi og fá- tækt. Lögð er áhersla á hreinsun sál- arinnar og mikilvægi þess að vinna gegn ástríðum sem meðal annars þrá auðinn frekar en samfélagið við Guð. Hreinsunin leiðir til réttrar notkunar auðsins því að hann er nokkurs konar verkfæri sem hægt er að nota bæði til góðra og illra verka. Eðli hans „er að þjóna en ekki ríkja“ (s. 144). Stærsti hluti bókarinnar er inn- gangur og skýringar Carence E. Glad. Þær eru vandaðar og nákvæmar og auka mjög gildi hennar. Með þessu er hugsun Klemensar sett í sögulegt samhengi og grein er gerð fyrir helstu menningar- og heimspekistraumum samtíðar hans. Fjórir viðaukar eru aftast í bókinni. Í viðauka I er fjallað almennt um ritstörf Klemensar, í við- auka II eru þýddir textar úr Kirkju- sögu Evsebíosar sem tengjast Klem- ensi sérstaklega, í viðauka III er þýðing á 6. kafli Fræðarans þar sem Klemens heldur því fram að aðeins kristnir menn séu ríkir. Í viðauka IV er fjallað um handrit, textaútgáfur og þýðingar á ritinu Hjálpræði efna- manns. Málfar er ljóst og hnökralaust og prófarkalestur góður. Hið íslenska bókmentafélag á þakkir skildar fyrir útgáfu sína á ritum kirkjufeðranna og lætur vonandi ekki staðar numið með útgáfu þessa rits. Rétt notkun auðsins BÆKUR Trúfræði eftir Klemens frá Alexandríu í þýðingu Clarence E. Glad sem einnig skrifar inn- gang, skýringar og viðauka. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag. 322 bls. HJÁLPRÆÐI EFNAMANNS Kjartan Jónsson TÓNLEIKAR í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Þar flytja Margrét Stefánsdóttir flauta, Eydís Franzdóttir óbó, Guðrún Þór- arinsdóttir víóla, Nína Margrét Grímsdóttir píanó og Elísabet Waage harpa, Tríó sónötu í c-moll eftir Quantz, Þrjár afrískar svip- myndir eftir Alan Bush, auk verka eftir Madeleine Dring, Hendrik Andriessen, Eldin Burton og Claude Debussy. Eftir Johann Joachim Quantz liggja 550 verk og mikilvæg kennslu- bók í flautuleik (Versuch einer An- weisung die Flöte zu spielen 1752). Bókin er merkileg heimild um tón- listarstíl barokktímans. Tríósónötur Quantz voru flestar samdar í Dres- den. Sonata fyrir flautu, víólu og hörpu Three African Sketches er eitt af lítt þekktari verkum Alan Bush. Það var samið árið 1960 í virðingarskyni við afríska menningararfleifð og byggt á afrískum þjóðlögum. Sonata fyrir flautu, víólu og hörpu samdi Debussy árið 1915 sem hluta af röð kammerverka. Verkin áttu upphaf- lega að verða sex en hann lauk að- eins þremur. Útsetning Gabriels Faure á Sicil- enne er úr tónlistinni við leikverkið Pelleas og Mellisand en verk hans fyrir flautu eru fá en mikið spiluð. Eldin Burton var við nám í Juliard þegar Sonatinan hans vann tón- smíðakeppni New York Flute Club árið 1948. Burton hugðist leggja stund á tónsmíðar en lítið varð úr þeim áformum. Einhverra hluta vegna er Sonatinan eina verkið hans sem lifir í heimi flaututónbók- mennta. Madeleine Dring var tónskáld og píanóleikari. Mörg óbóverkanna samdi hún fyrir mann sinn Roger Lord sem var fyrsti óbóleikari Sin- fóníuhljómsveitar Lundúnaborgar í yfir þrjátíu ár. Hún sameinaði sér- hæfð einkenni, eins og til dæmis suð- ur-amerískan hryn og melodískt hljómfall af mikilli vandfýsni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þær halda tónleika í Salnum; Margrét Stefánsdóttir, Nína Margrét Gríms- dóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Elísabet Waage og Eydís Franzdóttir. Afrískar svipmyndir og fleira leikið í Salnum Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tón- listardeildar verða kl. 20. Steinunn Soffía Skjenstad sópran, Gróa Mar- grét Valdimarsdóttir, fiðla, Sigrún Erla Egilsdóttir, selló, og Guðrún Rútsdóttir, básúnu. Undirleikarar á píanó Anna Guðný Guðmundsdóttir og Richard Simm. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is MYNDLISTARSÝNING B. Thor á markaðstorgi Eddufelli 8 er framlengd til 23. desember. Sýning framlengd Úr verbúð í víking – vestan hafs og aust- an 1. bindi nefnist bók Ólafs Guð- mundssonar frá Breiðavík. Þar lýsir hann ævi sinni „upp á vestfirskan máta, þar sem hreinskilni og glettni er að- alsmerki frásagnarinnar“. Ólafur fór sinn fyrsta róður 11 ára gamall og sem unglingur hélt hann til í verbúðum úr torfi og grjóti. Hann starf- aði rúmlega 40 ár hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Reykjavík, Ameríku og Evrópu og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Hann vann hjá Coldwater í Bandaríkjunum á upphafsárum þar, m.a. undir stjórn Jóns Gunnarssonar, og var forstjori Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby. Ólafur segir frá þjóðkunnum frumherjum í innsta hring í útgerðar- og fisksölumálum þjóð- arinnar og samstarfi sínu við þá. Útgefandi er Vestfirska forlagið. Bókin er 199 bls., prentuð í Ásprenti – POB ehf. Verð: 4.980 kr. Frásögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.