Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanseduo, Daian Maru no 1 og Kinsho Maru no. 18 koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss og Hestia komu í gær til Straumsvíkur. Ocean Tiger kemur í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er mánudagsins 9. des- ember er 99888. Númer þriðjudagsins 10. desem- ber er 6154. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Sam- söngur kl. 14, stjórnandi Kári Friðriksson. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 10.30 leik- fimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu og smíða- stofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er opið mánu- og fimmtu- daga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ing kórs eldri borgara í Damos. Enn eru til að- göngumiðar á jólahlað- borðið fimmtudaginn 12. des. hjá Svanhildi e.h. á Hlaðhömrum. Félags- starfið verður til 19. des. og endar þá með hátíð- arstund á Hlaðhömrum kl. 14. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 9 hár- greiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ferð á Nesja- velli í boði sýslumanns- ins í Hafnarfirði og lög- reglunnar í Garðabæ þriðjudaginn 10. des. kl. 12.30. Sýning á búta- saumi á Garðabergi. 10 konur, nemendur í bútasasumi hjá El- ísabetu Magnúsdóttur á vegum FAG, hafa opnað sýningu á handverki á haustönn í Garðabergi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13.30 pútt í Hraunseli kl. 13.30. Ferð að Nesjavöll- um í boði lögreglunnar. Rúta frá Hraunseli kl.12.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13. Morg- unkaffi, blöðin og matur í hádegi. Þriðjudagur: Skák kl. 13. Ljósa- skreytingar á Akranesi stutt dagsferð 15. des- ember, brottför frá Ás- garði Glæsibæ kl. 14. Byggðasafnið í Görðum o.fl. Kaffihlaðborð. Þeir sem hafa skráð sig vin- samlegast sækið farmið- ann fyrir föstudag. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Skrifstofa félags- ins er í Faxafeni 12, sími. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Vinnustofur opna kl. 9– 16.30 m.a. glerskurður, kl. 13. boccia. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 16. Kl. 15 kínversk leikfimi. Handverksmarkaður verður í Gjábakka mið- vikudaginn 11. desem- ber frá kl. 13. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans, kl. 19 gömlu dansarnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunaferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14–15 jóga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15–15.30 alm. handavinna, kl. 13– 16 frjáls spilamennska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð- ir og leikfimi, kl. 13 handmennt m.a. mosaik, kl. 14 félagsvist. Háteigskirkja eldri borgara á morgun mið- vikudag, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Óla- son. Tekið við pöntunum í söng í s. 553 5979 Jón, s. 551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á miðviku- dögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundar- tíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, félagsheimilið Hátúni 12. Kl. 19.30 fé- lagsvist. Eldri borgarar tengdir félagsmiðstöðinni Gjá- bakka standa fyrir uppá- komum þriðjudaginn 10. des kl. 16.30–18 í Hress- ingarskálanum Austur- stræti. Kaffi og Hressó- tertur. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s. 487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Ír- is, Austurvegi 4, s. 482- 1468 og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. Í Þorláks- höfn: hjá Huldu I. Guð- mundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garða- braut 69, s. 422-7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421- 1102 og hjá Íslandspósti, Hafnargötu 89, s. 421- 5000. Í Vogum: hjá Ís- landspósti b/t Ásu Árna- dóttur, Tjarnargötu 26, s. 424-6500, í Hafn- arfirði: í Bókabúð Böðv- ars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630 og hjá Penn- anum - Eymundsson, Strandgötu 31, s. 555- 0045. Í dag er þriðjudagur 10. desember, 344. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner væri dauður í Hebron, féll- ust honum hendur, og allur Ísrael varð óttasleginn. (II Sam. 4, 1.-2.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 viðbragðsfljótur, 8 land, 9 skoðun, 10 munir, 11 köngull, 13 bind sam- an,15 auðbrotin, 18 hryggð, 21 reyfi, 22 mat- skeið, 23 fýla, 24 þolan- legur. LÓÐRÉTT: 2 bitur kuldi, 3 grasgeiri, 4 samþykk, 5 eyddur, 6 veik, 7 varmi, 12 sekt, 14 stök, 15 sæti, 16 kóf- drukkni, 17 vissu, 18 gamla, 19 flöt, 20 heimili. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 virkt, 4 gráða, 7 keyra, 8 tregt, 9 fát, 11 róar, 13 Ægir, 14 áleit, 15 garn, 17 tákn, 20 ótt, 22 fliss, 23 ert- an, 24 reiði, 25 trana. Lóðrétt: 1 vikur, 2 reyta, 3 traf, 4 gott, 5 ágeng, 6 aftur, 10 áheit, 12 Rán, 13 ætt, 15 gæfur, 16 reipi, 18 áætla, 19 nenna, 20 óski, 21 tekt. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur fylgst meðáformum enska knattspyrnu- félagsins Arsenal um að byggja sér nýjan leikvang í Lundúnum. Hinn sögufrægi leikvangur félagsins, Highbury, er fyrir margt löngu orð- inn of lítill – tekur aðeins ríflega 38 þúsund manns í sæti en Arsenal gæti hæglega selt 60 þúsund miða á heimaleiki sína í deild og enn fleiri á leiki í meistaradeild Evrópu. Það liggur því í augum uppi að það er hagur allra, bæði félagsins og stuðn- ingsmannanna, að nýr völlur rísi. Það er á hinn bóginn ekki einfalt mál að flytja rótgróið fyrirbæri eins og Arsenal. Félagið á rætur sínar í Norður-Lundúnum, nánar tiltekið í Islington-hverfinu, og þar býr harð- asti kjarni stuðningsmanna þess. Þegar hreyfing komst á málið fyrir nokkrum árum skoðaði stjórn Arsen- al ýmsa kosti en þegar upp var staðið var auðvitað samþykkt að leita allra leiða til að félagið gæti verið áfram í Islington. Það var aðeins eitt vanda- mál: Land undir mannvirki af þessu tagi liggur ekki beinlínis á lausu inni í miðri stórborg. Kynnum til sögunnar Antony nokkurn Spencer, ríflega fertugan eiganda fyrirtækis í Lundúnum sem sérhæfir sig í fasteignaráðgjöf – og gallharðan Arsenal-aðdáanda. Hon- um rann blóðið til skyldunnar og fór að skoða málið í frístundum sínum. Ekki leið á löngu uns Spencer var dottinn niður á lausnina: Ashburton Grove, athafnasvæði steinsnar frá Highbury. Gott ef Martin Keown „hreinsar“ ekki eina eða tvær tuðrur þangað á góðum laugardegi. Svo skammur er vegurinn. x x x VERTU ekki með þessa vitleysu,lagsi,“ voru fyrstu viðbrögð stjórnar Arsenal þegar Spencer viðr- aði hugmyndina. Það var ekkert hugsanlegt rými fyrir nýjan leikvang í 500 metra fjarlægð frá Highbury. En viti menn. Spencer lagði spilin á borðið og nú, fimm árum síðar, eru framkvæmdir hafnar í Ashburton Grove. Einhverjir íbúar á svæðinu reyndu að malda í móinn, eins og gengur, og einhverjar byggingar verða að víkja á kostnað Arsenal en heilt yfir hefur verkefnið verið lofi hlaðið. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, hefur meðal annars notað orðið „fyrirmynd“ til að lýsa því. En hvernig sá Spencer það sem enginn annar kom auga á? Ekki stendur á svari: Lesblinda. Hann staðhæfir að þessi „fötlun“ sín geri það að verkum að hann skoði hluti, í þessu tilfelli kort af landsvæði, með öðrum hætti en annað fólk. „Þegar ég var að skoða kort af svæðinu starði hvítur þríhyrningur lands á mig. Það var Ashburton Grove. Þetta var Eur- eka-augnablik hjá mér. Ég lagði mynd af Wembley-leikvanginum of- an á það og rak upp stór augu þegar ég sá að hún smellpassaði,“ segir Spencer í samtali við Arsenal-tíma- ritið. Og hann getur verið sáttur við sitt framlag. Hann hefur ekki aðeins lagt drög að framtíð félagsins heldur skapað fjölmörg störf í Islington á næstu misserum. Áætlað er að nýi leikvangurinn verði tekinn í notkun haustið 2005. Oft er sagt að lesblint fólk búi yfir öðrum hæfileikum – annarri sýn – sem vegi upp á móti lestrarerfiðleik- unum. Mál Spencers er lýsandi dæmi um það. LEIKSKÓLI barns á að vera staður þar sem barnið finnur sig öruggt og á heimavelli. Við sem þar störfum með börnunum teljum mikilvægt að börnin tengist okkur og félögunum í barnahópnum. Við trúum því staðfastlega að öryggi sé forsenda náms hjá ung- um börnum. Því vil ég sem leikskólakennari með yfir 20 ára starfsreynslu reyna að upplýsa reynslulausa pólitíkusa og unga foreldra, sem að sjálfsögðu eru þátt- takendur í atvinnulífi bæði sem starfsmenn og vinnu- veitendur, um þá, að mér virðist augljósu staðreynd, að fjögurra vikna lokun leikskóla í sumarleyfi hent- ar flestum ágætlega. Þau rök að það sé minna rask fyrir barn að vera í skólan- um sínum mönnuðum af- leysingafólki að hluta (ef það þá fæst og með hvernig reynslu eða menntun?) í þrjá mánuði en að hugsan- lega þurfi að bjarga málum fyrir horn í fjórar vikur eða minna hjá fáum börnum annars staðar en í skólan- um eru út í hött. Mig langar líka að láta fylgja að í mín- um leikskóla var fyrir fáum árum gerð óformleg könn- un á því hvenær fólk vildi taka frí og niðurstaðan varð sú að 90% foreldra óskuðu eftir sama tíma eða þrjár síðustu vikur í júlí og fyrstu viku águst. Er ekki kominn tími til að við gerum okkur grein fyrir því að það að eiga börn og ala þau upp kostar skipulag og virðingu fyrir þörfum þeirra? Hugs- um því fram í tímann. Hvað ætlar þessi sami vinnu- markaður að gera þegar börnin eru orðin sex, sjö eða átta ára og grunnskól- inn lokar í sumarleyfi og vetrarfríum? Látum ekki allt sumarstarf leikskóla líða fyrir hagsmuni fárra einstaklinga. G.B. Þjónustuólund NÝLEGA birtist í Velvak- anda pistill frá kt. 300431- 0039 vegna lélegrar þjón- ustu í Náttúrulækninga- búðinni, Hlíðasmára 14. Ég tek heilshugar undir þessa ásökun því að ég hef aldrei lent í öðrum eins dónaskap hjá nokkru fyrir- tæki hvorki fyrr né síðar. Ég hringdi til að afla mér upplýsinga um boli fyrir vinkonu mína erlendis og svörin voru hreytingur og ónot af hálfu mannsins sem svaraði. Þetta var fyrir 1½ ári. Samstarfskona mín horfði einu sinni upp á uppákomu í versluninni og bar hún því ekki vel söguna sem hún varð vitni að. Það er undarlegt að eigendur verslunarinnar skuli ekki taka á þessu, því að ég veit að í mörg ár hefur verið þessi þjónustulund eða þjónustuólund. Kt. 131257-4739. Tapað/fundið Sjóngler týndust FÖSTUDAGINN 29. nóv- ember týndist sjóngler í Háskólanum, Bóksölu stúdenta eða nágrenni. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 554 1199. Þrír jólasveinar í plastpoka týndust ÞRÍR jólasveinar í plast- poka týndust föstudaginn 22. nóvember á Skólabraut- inni á Akranesi, nálægt Myndsmiðjunni. Jólasvein- arnir eru eign barna og voru teknir með í jóla- myndatökuna. Þeirra er sárt saknað. Skilvís finn- andi hringi í síma 863 9124 eða 695 3366. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Sumarlokun leikskólanna Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.