Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 49 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10– 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmti- göngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbæna- stund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókn- inni er hvatt til að koma og eiga kyrrðarstund í önnum dagsins. Fyrir- bænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Tólfspora- fundur í kvöld kl. 19. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri- borgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju kl. 20. Sr. Bjarni Karls- son sóknarprestur fræðir um mannslík- amann í ljósi Biblíulestrar ogtrúar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lof- gjörðarstund þar sem Þorvaldur Hall- dórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknarprest- ur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbæna- þjónusta kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og bænahóps kirkjunnar. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borg- ara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Allir velkomnir. Foreldramorgnar miðvikudaga kl. 10–12. Slysavarnir ung- barna. Herdís Storgaard kemur í heim- sókn. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. Kirkjustarf TTT (10–12 ára) kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. STN – Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.15–17.15. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.30 með dansi í spariföt- unum. Léttur málsverður. Hátíðardag- skrá, samvera og kaffi. Strengjasveit leikur, stjórnandi Unnur María Ingólfs- dóttir. Seinasta samvera fyrir jól. (Sjá www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund í safnaðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Síðasta fjölskyldustundin fyrir jól og þá mun Lilja djákni tala um að- ventuna og boðið verður upp á gott meðlæti með kaffinu. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æsku- lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferm- ingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30– 18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðs- starf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára krakka. Jólaföndur. Kl. 18.30 æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hóp. Jólalögin. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Jólafundur með jólablæ. Kl. 15.30 helgistund á Ási. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Aðaldeild KFUK, Holtavegi 28. Enginn fundur í kvöld. Sameiginlegt aðventu- kvöld verður með aðaldeild KFUM á fimmtudag kl. 20 á Holtavegi 28. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30 í safnaðar- heimili. Hópur 1 – 8.A Lundarsk. og 8.A Brekkusk. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja SAMVERA á aðventu fyrir syrgj- endur verður í Grensáskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 20. Samveran er sérstaklega ætluð þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni. Hún er fyrir alla fjölskylduna og öllum opin. Þau sem vilja geta tendrað ljós til að minnast ást- vina sinna. Eggert Kaaber leikari segir jólasögu, sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson annast hugvekju og sr. Miyako Þórðarson túlkar á táknmáli. Aðalheiður Elín Péturs- dóttir syngur einsöng og jólalög verða sungin við undirleik Árna Arinbjarnarsonar organista. Boð- ið verður upp á léttar veitingar eftir samveruna. Starfsfólk frá eftirtöldum að- ilum tekur þátt í samverunni: Heimahlynningu Krabbameins- félags Íslands, Hjúkrunarþjónust- unni Karitas, prestur fatlaðra, prestur heyrnarlausra og fanga- prestur. Sjúkrahúsprestar og sjúkrahúsdjákni Landspítala– háskólasjúkrahúss ásamt starfs- fólki hinna ýmsu deilda sjúkra- hússins. Áhrif atvinnumissis á líðan fólks MIÐVIKUDAGINN 11. desember kl. 13:30 verður haldinn fræðslu- og umræðufundur á kirkjuloftinu í Dómkirkjunni, um atvinnumissi – áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregð- ast við. Á undanförnum mánuðum hef- ur nokkur fjöldi fólks sem orðið hefur fyrir því að missa vinnuna, komið saman og leitt hugann að því hvaða áhrif mótlæti sem þetta hefur á hugarástand og líðan þess. Fyrirlestrar og umræður hafa skapað vettvang til að glíma við erfiðleikana, sem geta fylgt í kjölfar atvinnumissis. Á næstu samverustund mun Þórir S. Guð- bergsson kynna bók sína Lífs- orka. Fjallar bókin m.a. um leiðir til að rækta hug og hönd og hvernig hægt er á öllum ævi- skeiðum og í öllu mótlæti að horfa til framtíðar. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson mun vera með jólahugleiðingu og leiða samtal ásamt Bryndísi Valbjarnardóttur guðfræðingi. Kærleiksþjónustusvið bisk- upsstofu stendur fyrir fundinum og býður alla velkomna. Þess skal getið að kyrrðar- og bænastund er í Dómkirkjunni kl. 12.10. Á eftir er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu gjaldi. Fundarstjóri er Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðingur. Samvera syrgjenda í Grensáskirkju FRÉTTIR Hef opnað læknastofu í miðbæ Garðabæjar, Garðatorgi 7. Sérgrein: Almennar barnalækningar. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8 til 16 í síma 517 7700. Viðtalstími: Allir mánudagar eftir hádegi, miðviku- og fimmtudaga. Komin aftur til starfa á tannlæknastofu mína á Garðatorgi 7. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8 til 16 í síma 565 9080. Ingólfur Einarsson barnalæknir Áslaug Óskarsdóttir tannlæknir Samtök fjárfesta almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda A Ð A L F U N D U R Fundarstaður: Háskóli Íslands, Oddi við Sturlugötu, STOFA 101 Fundartími: Þriðjudagurinn 10. desember 2002 kl. 17.15 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins Erindi: Pétur Blöndal, alþingismaður. „Vegurinn til verðtryggingar“ Áhrif verðtryggingar á lífeyrissjóði, sparnað og forsendur fyrir virkum verðbréfamarkaði.    Fundurinn er öllum opinn SAMTÖKIN Friður 2000 hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir m.a. að „þær hótanir undir rós um mál- sókn á hendur friðarsamtökum sem forráðamenn Atlanta,“ hafi látið hafa eftir sér „eru vægast sagt mjög óvið- eigandi.“ Undir yfirlýsinguna ritar Ástþór Magnússon. Er með fyrr- greindum orðum í yfirlýsingunni verið að vísa til þeirra ummæla Haf- þórs Hafsteinssonar, forstjóra Atl- anta, sem hefur sagt að villandi um- ræða og rangar upplýsingar um rammasamning flugfélagsins við ut- anríkisráðuneytið vegna flutninga fyrir Atlantshafsbandalagið (NATO) hafi verið flugfélaginu skaðlegar. Sagði Hafþór m.a. á blaðamanna- fundi í síðustu viku að í raun væri um atvinnuróg að ræða og að til greina kæmi að flugfélagið leitaði réttar síns fyrir dómstólum. Í yfirlýsingu Friðar 2000 segir um þetta mál. „Ljóst er að ábyrgð á þessu máli hvílir að fullu á flugfélag- inu Atlanta og íslensku ríkisstjórn- inni og þá sérstaklega á þeim Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að friðarsamtök heims standi ein- huga í þessu máli. „Forráðamönnum Atlanta ætti að vera ljóst að ef þeir láta sig dreyma um málsókn á hend- ur einstökum friðarsamtökum mun friðarhreyfingin eins og hún leggur sig um allan heim snúa bökum sam- an í slíku máli gegn félaginu.“ Friður 2000 Friðarsamtök heims standa saman STJÓRN Félags leikskólakennara hefur sent frá sér ályktun þar sem er fagnað þeirri stefnubreytingu hjá Reykjavíkurborg að ætla að loka leikskólum borgarinnar í sumarleyf- um. „Félag leikskólakennara hefur lengi haft í stefnuskrá sinni að svo beri að gera og hvatt öll sveitarfélög til að gera slíkt.“ „Í leikskólastefnu Félags leik- skólakennara stendur: „FL leggur áherslu á að leikskól- um sé lokað að minnsta kosti 4 vikur samfellt á sumrin og að leikskóla- starfsemi sé skipulögð þannig að leikskólaárið hafi upphaf og endi.“ Félag leikskólakennara gengur fyrst og fremst út frá þörfum barns- ins í skólastefnu sinni og hefur að leiðarljósi það sem leikskólakennar- ar telja að sé börnum fyrir bestu. Reglufesta og stöðugleiki í leik- skólastarfinu skiptir miklu máli fyr- ir öryggi barnsins og vellíðan. Þar fyrir utan auðveldar sumarlokun starfsmannahald og skipulag skóla- starfsins. Því telur félagið mikil- vægt að leikskólaárið hafi upphaf og endi þannig að öll börnin og starfs- fólkið fari á sama tíma í sumarfrí og hefji skólastarfið samtímis að því loknu. Þetta kallar á að foreldrum sé gert kleift að fara í sumarfrí á sama tíma og skólar barna þeirra loka. Lítið samfélag ætti að hafa alla burði til að skipuleggja sumarleyfi á þann hátt að hagsmunir barna og foreldra fari saman. Þetta er gert meðal stórþjóða og þykir sjálfsagt mál. Það er brýnt að fulltrúar sveitar- félaga, samtaka launamanna og at- vinnurekanda ræði þessi mál og finni lausn sem allir geti sætt sig við. Í þeim viðræðum á að hafa hagsmuni og velferð barna í fyr- irrúmi. Íslenskt þjóðfélag á að sýna það í verki að það vilji vera barn- vænt samfélag, m.a. með því að styðja við bakið á foreldrum ungra barna og taka tillit til aðstæðna þeirra,“ segir í ályktun félagsins. Leikskólakennarar styðja sumarlokun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.