Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 35 HVER er munurinn á Lands- banka og Þjóðkirkju? Enginn að því leytinu til að hvorugri stofnun ætti að bera sérstök vernd frá Alþingi. Bankinn er nú seldur, en hvað um kirkjuna? Meirihluti landsmanna vill að hún öðlist sjálfstæði frá ríkisvald- inu og er tími til kominn. En hverjar eiga að vera forsendurnar fyrir slíku sjálfstæði og hver á þá að eiga kirkj- una þegar af slíku verður? Ráðherra dóms- og kirkjumála vill gefa kirkjunni 84 jarðir og hús auk 150 milljóna króna meðgjafar. Var- lega áætlað er hér um að ræða einn milljarð króna, eða eina milljón fyrir hvert ár guðs kristni í landinu. Þetta eru eignir almennings og ráðherra hefur ekkert vald til að gefa þær ein- um eða neinum, hvað þá gefa með þeim. Sem betur fer voru viðsemj- endur ráðherra ekki greindari en svo að þeir vildu ekki þiggja gjöfina. Þeir voru reyndar snöggir að hirða millj- ónahundruðin, sem alþingi gaf stofn- uninni í 1000 ára afmælisgjöf fyrir stuttu síðan, þvert á vilja þjóðarinn- ar. Auk þess er það móðgun við bændur þessa lands að setja góðar bújarðir undir presta kirkjunnar, sem hvorki hafa vilja til né getu, né heldur ættu að sinna búskap. Hvers vegna njóta prestar þeirra forrétt- inda, einir stétta, að fórnað sé undir þá jörðum og húsakosti? Prófessorar og hæstaréttardómarar eru einnig æviráðnir, en ekki er mulið undir þá á þennan hátt. Meðlimir þjóðkirkjunnar eru auð- vitað allsendis vanhæfir til að semja um aðskilnað ríkis og kirkju við sjálfa sig vegna hagsmunaárekstra. Reyndar er um ósköp lítið að semja ef út í það er farið. Eða hvernig hefur biskup hugsað sér eignarhald á auð- æfum kirkjunnar þegar til aðskiln- aðar kemur? Hver verður handhafi afsals fyrir Skálholt, Hóla eða Val- þjófsstað? Staða kirkjunnar er um margt lík stöðu sparisjóðanna í land- inu, sem enginn á að því er manni skilst. Stofnfjárfestar kirkjunnar er fólkið í landinu, fyrr og síðar og auð- vitað réttlætismál að það fá notið ávaxtanna af þeim fjárfestingum. Þar er ekki einungis átt við þá sem játast undir helsi þjóðkirkjunnar heldur alla Íslendinga. Nú verða e.t.v. einhverjir til að benda á að margt sem kirkjan á hef- ur henni verið ánafnað í gegnum tíð- ina. Fyrir því er sú einfalda ástæða að fyrir lýðveldisstofnun gegndi kirkjan svipuðu hlutverki og ríkið gerir í dag. Fram til 1944 áttu er- lendir konungar landið og fóru með að vild sinni. Kirkjan sat í krafti kon- ungs ein að kjötkötlunum og sölsaði undir sig hvað eina sem kóngur gat ekki flutt úr landi, m.a. landið sjálft. Íbúarnir fylgdu með ofurseldir dutl- ungum geistlegs yfirvalds, sem stjórnaði harðri hendi með hótunum um helvítiseld að lokinni aumri hér- vist. Margir reyndu að kaupa sig frá slíkum örlögum og gáfu því kirkjunni lönd og lausa aura sér til sáluhjálpar. Ef steingerður naflastrengur kirkju og ríkis verður loksins rofinn, mun drottinn sjálfsagt sjá um sína. Alþingi er hins vegar að bregðast skyldum sínum ef með í þeim gjörn- ingi fylgja eigur þjóðarinnar og e.t.v. „rífleg milligjöf“. Það er auðvitað ekki annað hægt en að selja eignir þær sem þjóðkirkjan hefur haft til prívat brúks, lysthafendum þegar að því kemur að bandið slitnar. Áhuga- samir söfnuðir geta þá keypt „sínar“ kirkjur, ráðið sér prest og keppt á frjálsum markaði um sálir lands- manna rétt eins og aðrir söfnuðir gera nú þegar. Fénu sem aflað yrði á þennan hátt mætti svo verja til þarf- legri og jarðbundnari hluta en trúar- hjals. Hluta fjárins væri t.a.m. vel varið sem verðlaun í samkeppni um nýjan þjóðsöng, sem ekki er uppfull- ur af mærð og ósönghæfur með öllu. Þjóðkirkjan er ríkisstofnun og því ríkisins, þ.e. almennings, að selja, rétt eins hver annar banki eða áburð- arverksmiðja. Ekki verður skilist við umræðuna um einkavæðingu kirkj- unnar öðruvísi en að minna á að að- skilnaður kirkju og ríkis er ekki ein- ungis fjárhagslegs eðlis, heldur verður einnig að losa kverkatak kirkjunnar af skólum og menntamál- um. Það er óeðlilegt að óheftur áróð- ur sögulegs undirlægjuháttar fái óhindrað að kennd séu ævintýri og bábiljur sem gallharðar staðreyndir. Í fyrsta bekk barnaskóla er fyrsta markmið kristinfræðikennslu skv. kennsluskrá menntamálaráðuneytis sköpunartrú! Er ekki mál til komið að hætta svona vitleysu? Einkavæðum Þjóðkirkjuna Eftir Guðmund Guðmundsson „Meðlimir þjóðkirkj- unnar eru auðvitað allsendis vanhæfir til að semja um aðskilnað ríkis og kirkju við sjálfa sig vegna hagsmuna- árekstra.“ Höfundur er vísindamaður. ÞEGAR maður eldist verður les- efnið eftir því – það sem áður var lærdómur og leiðindatorf verður skemmtilestur. Nýlega las ég bæk- ur Jóns Jóhannessonar „Íslend- inga saga“ I. og II. Atburðir lið- inna ára og ekki síður vikna og þeirra kosninga sem framundan eru hafa svo aftur leitt hugann að stöðu okkar í dag og samanburði við þá tíma sem þar er fjallað um. Ég hef frá því í gagnfræðaskóla hugsað með virðingu til Gizurar Þorvaldssonar og Guðmundar biskups góða – enda var að mig minnir ekki illa talað um þá í gömlu Íslandssögunni minni. Gizur komst með snjöllum hætti lífs af úr Flugumýrarbrennu og reyndar fleiri hildarleikjum og Guðmundur góði hjálpaði þeim sem minna máttu sín, fátæklingum og ein- stæðingum, og vígði heil ósköp af stöðum, lindir, björg og guð má vita hvað sem síðan hafa verið taldir heilsubrunnar eða hættulitl- ar brekkur! Nú kemst ég svo að því að þarna fara tveir af mestu óhappamönnum Íslandssögunnar, menn sem áttu stóran þátt í að skapa þær aðstæður sem komu landinu undir Noregskonung (og páfadóm) og leiddu af sér þá eymd og niðurlægingu sem landið bjó við frá 14. öld og fram undir vora daga. Gizur fór fram með lygum og svikum bæði gagnvart Íslending- um og Noregskonungi og Guð- mundur gerði í nafni trúarinnar kröfur um völd og áhrif kirkjunnar sem skapaði klofning í þjóðarsál- inni auk þess sem liðsafnaður hans fór eins og logi yfir akur og át bændur og búalið út á gaddinn. Hið sama hljóta reyndar líka allar þessar herfarir fram og aftur um landið að hafa gert. Valdamenn fóru svo utan og leituðu sér met- orða og þess réttlætis sem þeim fannst þeir ekki finna hér – gerð- ust margir lendir menn (hirðmenn) Noregskonungs og allt endaði þetta með ósköpum eins og menn vita – EN ÞAÐ TÓK NOKKUR HUNDRUÐ ÁR! Nú er spurningin: Er einhver samsvörunin við aðstæður dagsins í dag – stendur nú yfir Sturlunga- öld hin nýja? Má ekki segja að valdablokkir þjóðfélagsins í dag samsvari höfðingjaættum Sturl- ungaaldar? Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn í vasa LÍÚ sem hef- ur fiskveiðiauðlindina í valdi sínu – eign sem svarar til hvað land og búfé var á þjóðveldistímanum! Það er líka líklegt að andstaða LÍÚ og Sjálfstæðisflokksins við inngöngu í ESB sé ekki af þjóðernislegum toga spunnin heldur séu þeir hræddir um að missa spón úr aski sínum. Samfylkingin (og Halldór Ásgrímsson) vill hins vegar semja sig inn í ESB þrátt fyrir að aug- ljóst sé hverjum heilvita manni að það er sami verknaðurinn og var að selja sig undir Noregskonung á sínum tíma og innleiða hans reglur og réttlæti svo vel sem það nú reyndist! Sjálfstæðið, Framsókn og líklega Samfylkingin einnig vilja virkja og selja orkuna erlend- um álrisum, sennilega að undirlagi einhverra auðvaldsafla sem ég ekki kann skil á. Þetta á að gerast nán- ast alveg án tillits til umhverfisins og þeirra spjalla sem þar verða. Framkvæmdir þessar eru kostaðar með ríkistryggðum lánum og engu má ljóstra upp um hvað fáist fyrir orkuna. Réttlætingin á þessu gagnvart þjóðinni er fyrst og fremst atvinnumál ákveðinna landsfjórðunga – Kárahnjúkar eiga að bjarga byggð á Austurlandi og Þjórsárverin Suðvesturlandi! Eins og á Sturlungaöld er lofað, samið, logið og svikið til hægri og vinstri eftir því sem hentar. Við þetta lið bætast svo allir frjálshyggjupost- ularnir sem vilja opna allar gáttir og eins og hinir lofa þeir lýðnum – þ.e. þjóðinni gulli og grænum skógum – meiri leikum, meira brauði – og ódýrara! Í framhaldi af þessu verður maður að spyrja hvernig í ósköp- unum það má vera að allt að 85% þjóðarinnar virðist styðja þessa hópa sem í raun eru hver um sig aðeins fámenn klíka valda- og auðssjúkra einstaklinga alveg eins og ættirnar voru sem öllu réðu við lok þjóðveldis og seldu okkur á vald Noregskonungi. Eru menn svo skyni skroppnir að þeir sjá ekki að velferð og vegur þjóðarinn- ar er hvorki fólginn í inngöngu í ESB, virkjunum og álverum eða þessu frjálshyggjurugli! Það sem við þurfum er réttlæti – réttlát skipting fiskveiðiheimilda, réttlát- ur aðgangur að ódýru fjármagni til uppbyggingar og stuðnings at- vinnurekstri vítt og breitt um landið. Auk þess þurfum við að sýna lífríkinu, hvort heldur er á landi eða sjó, það réttlæti og virð- ingu sem því ber en bæði stór- iðjustefnan með sín virkjanalón og álver og fiskveiðistefnan þar sem togarar slóðadraga sjávarbotninn og henda hiklaust hluta aflans eru vanvirða við þau sjónarmið. Okkur líður ekki illa í dag en okkur mundi líða miklu betur ef núverandi valdaklíkur féllu af stól- um sínum og réttlætið væri sett í hásætið – og það merkilega er (og það er frábrugðið því sem var á Sturlungaöld!) að við getum fellt klíkurnar með atkvæðum okkar og samstilltu átaki. Þá mundu fáeinir fá minna en allur almenningur miklu meira! Því miður brestur mig vit og þekkingu til að skipta hlutverk- unum á þessari nýju Sturlungaöld en af því ég nefndi Guðmund Ara- son biskup góða í upphafi vil ég beina því til kirkjufeðranna að þeir stígi varlega til jarðar, hugi vel að því hver saga kristni og kirkju er og ekki síður hver á hvað og hvers vegna! Sturlungaöld hin nýja! Eftir Ragnar Eiríksson „Það sem við þurfum er réttlæti.“ Höfundur er fyrrverandi ráðunaut- ur, bóndi og verslunarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.