Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 25
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 25 HEIMILISLÆKNARNIR á Suð- urnesjum virðast almennt hafa horf- ið frá því að ráða sig aftur til starfa á heilsugæslustöðvunum þar. Þeir tveir sem búið var að fá til starfa og áttu að byrja á föstudag og í gær hættu við. Framkvæmdastjóri stofn- unarinnar vill halda viðræðum áfram. Gunnar Þór Jónsson, einn þeirra tólf lækna sem létu af störfum 1. nóv- ember, segir að heimilislæknarnir hafi rætt saman um helgina um til- boð Heilbrigðisstofunar Suðurnesja (HSS) um endurráðningu. Segir hann að fram hafi komið hjá fram- kvæmdastjóranum að ekki standi til að endurráða nema hluta þeirra. „Við erum reiðir og sárir yfir því og höfum verulegar áhyggjur fyrir hönd skjólstæðinga okkar af því hvers konar þjónustu eigi að bjóða þeim upp á í framtíðinni,“ segir Gunnar Þór. Segir hann að rætt sé um að ráða 7 til 8 lækna en læknar á Suðurnesjum eigi að vera ellefu til tólf samkvæmt viðmiðun heilbrigð- isráðuneytisins um fjölda íbúa á bak við hvern lækni. Í tilboði Heilbrigðisstofnunarinn- ar felst einnig að felld eru niður öll þau staðbundnu starfskjör sem læknarnir höfðu áður en þeir sögðu upp. Gunnar Þór leggur áherslu á að læknarnir hafi boðist til að koma til baka og vinna í þrjá mánuði án nokk- urra kjarabóta og vonast til að það myndi fyrnast yfir þau leiðindi sem skapast hefðu í deilunni. „Við höfum sem hópur ekki tekið afstöðu til til- boðs Heilbrigðisstofnunarinnar en mér virðist menn hafa orðið afhuga því að fara þangað aftur til vinnu,“ segir Gunnar. Sjálfur segist hann hafa ákveðið að sækja ekki um vinnu í Keflavík í bili og hafa gert ráðstaf- anir til að komast í vinnu annars staðar og segist vita að þetta sé af- staða fleiri félaga hans. Vill halda áfram viðræðum Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri HSS, segir ekkert ákveðið um það hve margir læknar verði ráðnir. Hún segist hafa verið í starfinu í viku, hafi komið að heilsu- gæslunni læknislausri og ekki geti talist óeðlilegt að hún vilji fara yfir skipulag stofnunarinnar og hug- myndir að breytingum á því. Tekur þó fram að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Þá vekur hún at- hygli á því að í viðræðum við læknana sé aðeins verið að tala um tímabundna ráðningu, til 1. mars næstkomandi, en það er sá tími sem Félag heimilislækna og heilbrigðis- ráðuneytið gáfu sér til að ræða um breytt fyrirkomulag. Tveir heimilislæknar eru nú starf- andi á heilsugæslustöðinni í Kefla- vík. Búið var að fá tvo til viðbótar, annar hóf störf á föstudag og hinn ætlaði að hefja störf í gær. Þeir hættu hins vegar við um helgina, að sögn Sigríðar, og gáfu þær skýring- ar að þeir treystu sér ekki til að vinna við þær kringumstæður sem þar eru nú. Þegar haft var samband við Sig- ríði í gær taldi hún sig ekki vera búna að fá formlegt svar við tilboði sínu til læknanna og vildi halda áfram viðræðum við þá. Heimilislæknarnir farnir að huga að öðrum störfum Hættu við að hefja störf um helgina Keflavík MEÐ gleðiraust og helgum hljóm er yfirskrift aðventutónleika Kvennakórs Suðurnesja og Söng- sveitarinnar Víkinga sem haldnir verða næstu daga. Í dag, þriðjudag, verða tónleikar í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og á morgun, miðvikudag, í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin. Kórarnir flytja jólalög og kirkju- tónlist frá ýmsum tímum. Sigrún Ósk Ingadóttir syngur einsöng með kvennakórnum og Peter Szklenár leikur á franskt horn. Stjórnendur kóranna eru þau Krisztina Szklenár og Sigurður Sævarsson. Undirleikari er Elín Davíðsdóttir. Aðgangseyrir er 1.200 krónur. Formenn kóranna hvetja Suður- nesjamenn til að líta upp úr jóla- undirbúningnum til að njóta tón- listarinnar. Með gleðiraust og helgum hljóm Sandgerði/Njarðvík JÓLASTUND fyrir fimm til átta ára börn í Reykjanesbæ verður haldin í Duus-húsum dagana 10. til 13. desember. Dagskráin hefst klukkan 9.30 í dag og hina tvö dag- ana og stendur í um það bil klukku- stund. Fluttur verður leikþátturinn Jóla- gjöfin hennar Grýlu sem skrifaður er og leikinn af Jóni Páli Eyjólfssyni og Ingibjörgu Þórisdóttur. Einnig verður dansað í kringum jólatré við undirleik harmóníkuleikara. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar býður börnunum á dagskrána en að henni standa einnig menningarfulltrúi, bókasafn og byggðasafn bæjarins. Börnum boðið á jóla- stund í Duus-húsum Reykjanesbær ALLTAF er hátíðarstund þegar kveikt er á jólatrénu frá Hirtshals, vinabæ Grindavíkur í Danmörku. Um helgina var einnig kveikt á jólatrénu á Tjarnargötutorgi í Keflavík en það er gjöf frá Krist- iansand, norskum vinabæ Reykja- nesbæjar. Eftir þessa athöfn eru Grindvík- ingar almennt komnir í jólaskapið, skreyta hús sín með jólaljósum og hefja undirbúning hátíðarinnar fyrir alvöru. Einhverjir eru reyndar löngu byrjaðir og Grindavíkurbær er bú- inn að setja upp jólaskraut á ljósa- staurana fyrir nokkru. Ljóst er að mörg hús eru mikið skreytt og nú má segja að keppni sé hafin í jóla- götu bæjarins því ekki er lengur hægt að velja á milli einstakra húsa í bænum hvað þetta varðar. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Jólasveinarnir hjálpuðu til við að kveikja á jólatré bæjarins. Jólaljós um allan bæ Grindavík FJÓLA Jóns hefur opnað sýningu á verkum sínum í Gallerí Hringlist, Hafnargötu 16 í Keflavík. Sýningin stendur út mánuðinn. Á sýningunni eru verk sem Fjóla hefur unnið að undanfarið ár. Hún hefur stundað nám í myndlist frá árinu 1993, meðal ann- ars í Myndlistarskóla Hafnarfjarðar og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Einnig hefur hún notið leiðsagnar Reynis Katrínar myndlistarmanns. Þetta er sjötta einkasýning Fjólu en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Fjóla sýnir í Hringlist Keflavík Eitt verka Fjólu. Við erum komin í jólaskap... ...og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemmninguna. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 7 9 4 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.