Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 23 HJÓLSÖG 5704R 0 = 190 mm, 1200 W TILBOÐSVERÐ 16.000.00 ELDRI borgarar og öryrkjar fá af- slátt af fasteignaskatti í Garðabæ á næsta ári. Jafnframt verður tryggt að þeir tekjulægstu greiði engan fast- eignaskatt. Nýjar reglur um afslátt af fasteignaskatti til þessara hópa voru samþykktar á fundi bæjar- stjórnar Garðabæjar í síðustu viku í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2003. Í frétt frá bænum kemur fram að gera má ráð fyrir að kostnaður Garðabæjar vegna afsláttar af fast- eignagjöldum aukist úr 9,5 m.kr. á árinu 2002 í 24 m.kr. á árinu 2003. Samkvæmt nýjum reglum fá allir elli- og örorkulífeyrisþegar fastan af- slátt af fasteignaskatti, óháð tekjum, sem nemur 35.500 krónum á hverja eign. Jafnframt verður veittur tekju- tengdur afsláttur sem felur í sér að fasteignaskattur elli- og örorkulíf- eyisþega fellur niður hjá hjónum með heildartekjur lægri en 1.848 þúsund á ári og einstaklingum með heildarár- stekjur lægri en 1.203 þúsund. Með þessum reglum er horfið frá því fyr- irkomulagi að allur afsláttur af fast- eignagjöldum sé tekjutengdur og komið til móts við þau sjónarmið að eðlilegt sé að allir elli- og örorkulíf- eyrisþegar njóti einhvers afsláttar af fasteignaskatti. Ráðist verður í byggingu nýs íþróttahúss í Hofsstaðamýri Í fjárhagsáætlun kemur fram að stærstu framkvæmdir sem ráðist verður í á næsta ári er bygging nýs íþróttahúss í Hofsstaðamýri sem taka á í notkun á árinu 2004. Áætl- aðar eru 220 milljónir króna í verkið á næsta ári en samkvæmt kostnaðar- áætlun er gert ráð fyrir að heildar- kostnaður við húsið geti numið 500– 530 milljónum króna. Um 95 milljón- um verður varið í gerð gervigrasvallar á Ásgarðssvæðinu og 215 milljónum í skólabyggingar. Heildartekjur ársins eru áætlaðar 2.705 milljónir króna. Rekstrarút- gjöld eru áætluð 2.398 milljónir. Fræðslu- og uppeldismál eru lang- stærsti málaflokkurinn en til þeirra verður varið 1.272 milljónum. Til æskulýðs- og íþróttamála verður var- ið 264 milljónum og 113 milljónum til félagsþjónustu. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að leikskólagjöld hækki um 7% í jan- úar. Í áætluninni er gert ráð fyrir að leikskólagjöld standi undir þriðjungi af rekstrarkostnaði leikskóla en hlut- fallið er núna um 30%. Gjaldskrá fyr- ir tómstundaheimili grunnskólanna hækkar einnig í janúar um 10% en sú gjaldskrá hefur verið óbreytt frá árinu 1998. Einnig voru samþykktar breytingar á gjaldskrám sundlaugar og bókasafns en þjónusta þessara stofnana hefur verið mun ódýrari í Garðabæ en í nágrannasveitarfélög- um, segir í frétt frá bænum. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 7% hækkun leikskólagjalda Öryrkjar og aldr- aðir fá afslátt af fasteignaskatti Garðabær LJÓSIN voru tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli við hátíðlega athöfn á sunnudag. Börn og fullorðnir fjöl- menntu á Austurvöllinn enda veðrið einstaklega milt miðað við árstíma. Rauðklæddir og fúlskeggjaðir jóla- sveinarnir hafa því væntanlega komist auðveldlega úr fjöllunum þetta árið og létu sig ekki vanta í miðbæinn þar sem þeir tóku nokkur lög með viðstöddum. Það var Erling Lae, forseti borgarstjórnar Óslóar, sem afhenti Reykvíkingum tréð, en hálf öld er nú liðin frá því fyrsta Óslóartréð stóð í fullum skrúða á Aust- urvelli. Af þessu tilefni söng norski drengjakórinn Silfurguttarnir við athöfnina. Þá var einnig flutt at- riði úr barnaleikritinu Honk! sem sýnt er í Borg- arleikhúsinu og jólaleikriti Þjóðleikhússins, Með fullri reisn. Á sunnudag var einnig opnaður jólamarkaður á Lækjartorgi sem verður starfræktur á hverjum sunnudegi auk Þorláksmessu fram að jólum. Þar gef- ur að líta ýmsar handunnar vörur en slíkir markaðir þekkjast víða um heim fyrir jólin. Til að skýla gestum og gangandi fyrir veðri og vindum er markaðurinn inni í tjaldi á torginu. En lífgað verður enn frekar upp á mannlíf miðbæjarins fyrir þessi jólin og má þar nefna Litlu jólin á Hressó, þar sem notalegt verður að hvíla lúin bein í jólainnkaupunum eða fá sér kakó og kökur til að komast í sanna jólastemningu. Bræður þessir höfðu komið sér fyrir við styttu Jóns Sig- urðssonar til að sjá atriðin á sviðinu sem best. Morgunblaðið/Sverrir Jólamarkaður er nú starfræktur í fyrsta sinn í miðbænum á sunnudögum en þar kennir ýmissa grasa, t.d. er mikið úrval af handunnum vörum af ýmsum toga. Tjaldi er slegið yfir markaðinn. Það var múgur og margmenni á Austurvelli þegar ljósin voru kveikt á Óslóarjólatrénu enda veðrið með eindæmum gott og fjölbreytt skemmtidagskrá í boði með jólasöng og tilheyrandi. Barnakór Dómkirkjunnar stóð fyrir kakó- og kaffisölu á Austurvelli. Ljósin kveikt á Óslóartrénu og jólamarkaður opnaður Ljósadýrð loftin gyllir Miðborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.