Morgunblaðið - 10.12.2002, Page 55

Morgunblaðið - 10.12.2002, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 55 SPÆNSKI leikstjórinn Pedro Almodovar var ótví- ræður sigurvegari Evrópsku kvikmyndaverð- launanna 2002 sem afhent voru við athöfn í Róm á laugardag. Mynd hans, Habla Con Ella, eða Ræddu málin, hlaut fimm verðlaun, þar á meðal sem besta myndin, Almodovar var valinn besti leikstjórinn og besti handritshöfundurinn. Þá fékk hann áhorf- endaverðlaun sem besti leikstjóri og Javier Cam- ara fékk áhorfendaverðlaun sem besti karlleikari fyrir leik sinn í myndinni, en Camara sótti Ísland heim fyrr á árinu og var viðstaddur frumsýningu verðlaunamyndarinnar hér á landi, sem var opn- unarmynd Spænskrar kvikmyndahátíðar. Í ljósi þessa yfirburða Almodovars á vettvangi evrópskrar kvikmyndagerðar vekur athygli að mynd hans mun ekki eiga kost á að endurtaka leik- inn vestanhafs við afhendingu Óskarsverð- launanna í mars komandi því Spánverjar völdu í hennar stað sem framlag sitt til Óskarsins Los lu- nes al sol, eða Mánudagar í sólinni, eftir Fernando León de Aranoa. Ítalinn Sergio Castelitto var valinn besti karl- leikarinn fyrir leik sinn í myndinni Bella Martha og átta franskar leikkonur skiptu með sér leik- konuverðlaunum, þær Catherine Deneuve, Isa- belle Huppert, Emmanuelle Beart, Fanny Ardant, Virgine Ledoyen, Daniele Darrieux, Ludivine Sag- nier og Firmine Richard, en þær léku allar aðal- hlutverk í myndinni 8 Femmes. Breska leikkonan Kate Winslet fékk áhorfendaverðlaun fyrir mynd- ina Iris. Besta myndin frá þjóðlandi utan Evrópu var val- in af evrópsku akademíunni palestínska myndin Divine Intervention eftir Elia Suleiman, mynd sem ekki fær að keppa um Óskarinn sem besta erlenda myndin vegna þess að Óskarsakademían við- urkennir ekki Palestínu sem sjálfstætt þjóðríki. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2002 Yfirburðir Almodovars Reuters Sigursæll Almodovar. MINORITY Report, framtíð- artryllir gerður eftir smásögu Philip K. Dick með Tom Cruise í aðal- hlutverki, er almennt talinn með betri myndum gullkálfsins Stevens Spielbergs og verður eflaust of- arlega á listum yfir frambærilegustu myndir ársins. Þykir Spielberg líka gefa nýjan og dýpri tón en hann hef- ur áður gert, málamiðlanir færri, efnistök djarfari og myndmálið myrkara. Unnendur Dick, sem eru heittrúa mjög, hafa það sem meira er lagt blessun sína yfir útkomuna – eftir því sem næst verður komist í það minnsta. Það þarf því vart að koma á óvart að mynddisksútgáfan af Minority Reports teljist af þeim sem um mynddiska fjalla til stærri útgáfa á árinu. Ekki einasta vegna mynd- arinnar sjálfrar heldur líka vegna þess að Spielberg hefur sýnt þessum nýja miðli mikinn áhuga og lagt áherslu á að fútt sé í mynd- diskaútgáfum sínum. Fyrir það fyrsta er ekki ólíklegt að sölumenn mynddiskaspilara eigi eft- ir að nota Minority Report-útgáfuna, alveg óháð hvort hún falli mönnum í geð eður ei, sem dæmi um gæði mynddiska framyfir myndböndin t.d. Myndin er mikið sjónarspil og útlits- lega er óhætt að flokka hana sem visst afrek. Tæknivinnan öll er í raun vitnisburður um hversu langt kvik- myndatæknin hefur þróast og hvar hún stendur í dag, eða réttara sagt hvert hún stefnir. Þannig virðist hreinlega sem hún hafi verið sniðin fyrir mynddiskaútgáfu, bæði hvað hljóð- og myndgæði áhrærir, Minor- ity Report. Útgáfan er á tveimur diskum, myndin á þeim fyrri og síðari upp- fullur af aukaefni þar sem allt það hefðbundna er á boðstólnum og gott betur. Eina sem vantar eru frásagnir leikstjóra og leikara ramma fyrir ramma, sem orðinn er býsna algeng- ur valmöguleiki á mynddiskum í dag. Höfðu greinilega ekki tíma til þess karlangarnir Spielberg og Cruise að setjast niður og horfa á myndina til enda og lýsa því sem fyrir augu bar. Uppsetningin á aukaefninu er nokkuð nýstárleg því að í stað nokk- urra hefðbundinna heimildarmynda er hægt að velja um eina fjörutíu efn- iskafla, horfa þannig á þá þætti kvik- myndagerðarinnar sem höfða til manns en sleppa hinum. Þeir kalla þetta víst gagnvirka framsetningu í þessu mynddiskabransa. En þetta er kostur og gerir ferðalagið um auka- efnisfrumskóginn mun greiðara og markvissara. Framtíðin í hljóði og mynd                                                        !  !   " # #$#%& #$#%&  " # #$#%& #$#%& #$#%& #$#%&  " # !  #$#%& !  !   " # !  #$#%& !  #$#%& ' ( #  ( #  ( #  ' ' ( #  ' ( #  ( #  ) # ' ' ( #  ' ( #  ' ( #  ( #  '                        !" #$ %&$ %&!   '   (  )  * +  ,"  -         (    #  / 0          Minority Report er vafalítið ein af stærri mynd- diska- útgáfum ársins. Minority Report komin út á mynddiski Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30 og 8.30. B.i.12 ára BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com www.regnboginn. is RadíóX DV YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Sýnd kl. 6 og 8. www.laugarasbio.is BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER Sýnd kl. 10. B. i. 16. . “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. RadíóX DV YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.