Morgunblaðið - 10.12.2002, Side 26

Morgunblaðið - 10.12.2002, Side 26
LANDIÐ 26 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 Þetta langar mig í .... Ari Trausti hefur komið víða við og veit að íslensk myndlist er einstök. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur Gallerí Fold — fyrir jólin Erró Gunnlaugur Blöndal Bragi Ásgeirsson Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Á SNÆFELLSNESI hafa starfað þrjár almannavarnir í stærstu bæj- arfélögunum. Nú hefur orðið breyt- ing á. Oddvitar og bæjarstjórar sveit- arfélaganna á Snæfellsnesi og lögreglustjórinn á Snæfellsnesi hafa skrifað undir samkomulag um skipan sameiginlegrar almennavarnanefnd- ar og aðgerðarstjórnar á Snæfells- nesi. Skipulag almannavarna á Snæ- fellsnesi felst í því að verkefninu er skipt niður á þrjár nefndir. Efst trón- ir almannavarnanefnd með lögreglu- stjórann á Snæfellsnesi sem formann. Auk hans eiga sæti í nefndinni odd- vitar og bæjarstjórar á svæðinu. Að- gerðarstjórn starfar svo í umboði al- mannavarnanefndar og á að skipuleggja og undirbúa viðbragð- sáætlanir og verklagsreglur vegna neyðaraðgerða í sýslunni. Í aðgerð- arstjórn eiga sæti fulltrúar slökkvi- liða í sýslunni, heilbrigðisstofnana, björgunarsveita, Rauða kross Íslands og tæknideilda bæjarfélaga. Þriðja nefndin er vettvangsstjórn sem starfar í hverjum bæ á Snæfells- nesi, þ.e. Snæfellsbæ, Grundarfjarð- arbæ og Stykkishólmsbæ. Hlutverk hennar er að bregðast tafarlaust við áföllum í heimabyggð, sem eru um- fangsmeiri en svo að dagleg neyðar- þjónusta anni þeim. Vettvangsstjórn sinnir verkefnum sem lúta eingöngu að heimabyggð. Vettvangsstjórn er skipuð einum aðila frá lögreglu, ein- um frá slökkviliði og einum frá björg- unarsveit. Markvissari viðbrögð Í máli Ólafs Ólafssonar sýslumanns kom fram að markmiðið með þessu samkomulagi er að gera viðbrögð á neyðarstund markvissari og einfald- ari. Hann taldi að sú nefnd sem mest mundi mæða á væri vettvagnsstjórn- irnar þrjár. Fljótlega yrði skipað í þær nefndir eftir að hafa fengið tilnefningar frá þeim aðilum sem ætlað er að skipa í nefndina. Hann var mjög ánægður með þetta skref sem eykur samvinnu Snæfellinga. Almannavarnir á Snæ- fellsnesi sameinaðar Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Forsvarsmenn sveitarfélaganna á Snæfellsnesi skrifuðu fyrir skömmu undir samkomulag um sameinaðar almannavarnir á Snæfellsnesi. Frá hægri eru Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Björg Ágústs- dóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykk- ishólmi, Ólafur Kr. Ólafsson sýslumaður, Guðbjartur Gunnarsson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Benedikt Benediktsson, oddviti Helgafells- sveitar, og Ólafur Sigvaldason, oddviti Kolbeinsstaðahrepps. KVEIKT var á jólatrjám í Snæ- fellsbæ laugardaginn 30. nóv- ember. Byrjað var á Hellissandi, en jólatréð þar var staðsett á horni Snæfellsáss og Höskuldarbrautar. Í Ólafsvík var kveikt á jólatré sem staðsett er við Pakkhúsið. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfells- bæjar kveikti ljós á trjánum eftir að hafa fengið aðstoð hjá nærstöddum ungmennum við að telja niður. Eftir að ljósin höfðu verið kveikt hófu viðstaddir að syngja og þar á meðal voru börn úr leikskólanum Krílakoti. Nýstofnaður barnakór Tónlistarskóla Ólafsvíkur söng nokkur jólalög undir stjórn Valent- inu Kai og einnig söng Kirkjukór- inn. Jólasveinar sem voru heldur snemma á ferðinni ef tekið er mið af dagatalinu, komu skoppandi inn í mannfjöldann og gáfu þægum krökkum poka með gotteríi í. Inni í Pakkhúsinu var búið að setja upp sýningu á gömlum jóla- kortum og ilminn lagði af heitu súkkulaði og kökum sem verið var að selja. Á meðan fólk gæddi sér á góðgætinu flutti léttsveit Tónlistar- skóla Ólafsvíkur nokkur lög undir stjórn Jens Togøj og kirkjukórinn söng undir stjórn Veronicu Oster- hammer. Afskaplega notaleg jóla- stemming er í Pakkhúsinu um þess- ar mundir og ættu allir að gefa sér tíma til að skoða það. Morgunblaðið/Alfons Í Pakkhúsinu gæddi fólk sér á heitu súkkulaði og kökum. Fjölmenni við jólatré Ólafsvík FJÓRIR kórar í Rangárvallasýslu héldu nýlega sína árvissu jólatónleika í upphafi aðventunnar. Tónleikarnir voru í Heimalandi og vorufyrir fullu húsi áheyrenda. Í kórunum voru um 90 manns sem hlýtur að teljast hátt hlutfall syngjandi fólks í um 3.000 manna sýslu, en að auki eru starfandi í sýslunni margir aðrir kórar. Áheyrendur voru heillaðir af ynd- islegum söng kóranna, sem komu með aðventuna í svo fallegum jóla- söngvum og hljóðfæraleik til hvers og eins. Jólatónleikarnir kveiktu stemningu aðventunnar og áreiðan- lega fundu margir barnið í sjálfum sér frammi fyrir þeirri hátíð sem kemur með jólalögunum, sálmunum, söngnum og tónunum. Fyrst söng kvennakórinn Ljósbrá lögin Jólasnjór og Jólin alls staðar og á eftir söng stúlknakórinn Hekla lag- ið Gleðifréttir og síðan sungu kvennakórarnir saman Boðun Maríu en við það lag söng Guðríður Júl- íusdóttir einsöng. Kórarnir sungu undir stjórn Nínu Maríu Morávek við undirleik Guðjóns Halldórs Óskars- sonar en þær Írena Sólveig Stein- dórsdóttir og Unnur Lilja Her- mannsdóttir spiluðu með á þverflautur. Þá söng Samkór Rangæinga lögin Komið þið hirðar, Hátíð fer að hönd- um ein, Óskin um gleðileg jól og Ljós á kertum loga við undirleik og stjórn- un Stefáns Þorleifssonar. Sigmundur Páll Jónsson lék með á altosax og Birgit Myschi á kontrabassa. Því næst söng Karlakór Rang- æinga lögin Kemur heilög hátíð, Þú borgin litla Betlehem, Guðs kristni í heimi og Syng gleðibrag undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar við undirleik Hédi Maróti. Síðast sungu allir kórarnir saman lögin Jólafriður, Heill þér himneska orð og Ding dong. Á milli söngatriða spiluðu hjónin Hédi Maróti á píanó og László Czen- ek á horn tvívegis, fyrst Ave María og í seinna skiptið Ó, helga nótt. Tónleikar að Heimalandi V–Eyjafjöll Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Fjórir kórar héldu jólatónleika að Heimalandi og voru viðtökur áheyrenda mjög góðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.