Morgunblaðið - 17.12.2002, Page 10

Morgunblaðið - 17.12.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), gerði samskipti ESB við nágrannaríki sín að aflokinni stækkun sam- bandsins að um- talsefni í ræðu sem hann flutti í Brussel fyrir um tíu dögum. Þar ræddi hann vítt og breitt um hvernig þessum samskiptum yrði best fyrir komið, og hvernig ríki sem hugsanlega vildu gerast aðilar að ESB á síðari stigum gætu þróað samskiptin á sem bestan hátt. Prodi ræddi ekki sérstaklega um Tyrkland í þessu samhengi en sem kunnugt er vilja Tyrkir fá aðild að ESB sem fyrst. Leiðtogar sam- bandsins ákváðu hins vegar á fundi sínum í Kaupmannahöfn um helgina að fresta ákvörðun um hvort hefja skyldi aðildarviðræður við Tyrki fram í desember 2004. Sagði Prodi rétt að menn veltu því nú fyrir sér í alvöru hvar endi- mörk Evrópu lægju. Hann viður- kenndi að eins og málum væri nú háttað væri leiðtogum ESB ekki fært að sannfæra borgara ESB- ríkjanna um að rétt væri að stækka sambandið lengra til austurs. Menn þyrftu engu að síður að meta hvernig samskiptum við nágranna- ríkin yrði háttað. Prodi gerði því skóna í ræðunni að rétt væri fyrir ríki, sem ekki ættu aðild að ESB, en sem vildu dýpka samband sitt við ESB, að horfa til EES-samningsins sem þrjú EFTA-ríki, Noregur, Ísland og Liechtenstein hefðu gert við ESB. Prodi sagði EFTA-ríkin þrjú að- ila að innri markaði Evrópusam- bandsins gegnum EES-samninginn. Þetta fæli í sér að reglur um hið svonefnda fjórfrelsi giltu í löndun- um þremur, rétt eins og í ESB- ríkjunum, þ.e. frelsi til frjáls flutn- ings á vöru, þjónustu, fólki (til náms og vinnu) og fjármagni. „Ef ríki er komið þetta langt, þá stend- ur það eins nærri ESB og það hugsanlega getur án þess að vera meðlimur að sambandinu,“ sagði Prodi. „Ég veit að það gæti tekið langan tíma fyrir mörg ríki að ná þetta langt. En svona fyrirkomulag gæti hjálpað þeim að framkvæma þær umbætur, sem nauðsynlegar eru, því með þessu hefðu þau að tilteknu marki að stefna. Og sannarlega myndu því fylgja gagnkvæmir kost- ir fyrir bæði sambandið og ná- granna þess, sem aftur gæfi báðum aðilum tilefni til að rækta sam- skiptin.“ „Afar álitlegt form“ Prodi sagði EES-formið ekki gera fyrirfram kröfu til þess að við- komandi ríki gerðist síðar meir full- gildur meðlimur í ESB. Sagan sýndi hins vegar að aðild að EES útilokaði ekki ESB-aðild síðar meir. „Mér finnst þetta form því afar álit- legt,“ sagði forsetinn. „Vissulega er staða landa eins og Úkraínu, Moldóvu og Hvíta-Rúss- lands allt önnur en Noregs, svo dæmi sé tekið. Engu að síður ætt- um við að vera tilbúin til að bjóða þeim upp á ákveðna nálægð í sam- skiptunum sem ákvarðar fyrirfram að full aðild verði til umræðu. Raunar mætti segja, að einmitt vegna þess hversu staða þeirra er ólík, og vegna þeirrar staðreyndar að enn mun líða langur tími áður en þau komast á tiltekið stig, geti ver- ið ómaksins virði að athuga hvað læra megi af því hvernig evrópska efnahagssvæðið var sett á laggirnar – og síðan nota þá reynslu sem módel að nánum samskiptum við nágranna okkar.“ Romano Prodi ræðir samskipti ESB við nágrannaríkin Vill að litið verði til EES-samningsins Romano Prodi RÓSTUSAMT var á Selfossi aðfara- nótt sunnudags en á rúmlega einum klukkutíma var tilkynnt um hópslags- mál á þremur mismunandi stöðum. Lögreglan á Selfossi skakkaði leikinn en handtók engan. Þegar slagsmálin brutust út voru fangageymslurnar fullskipaðar. Sex menn voru þá í haldi vegna tveggja fíkniefnamála sem höfðu komið upp fyrr um nóttina. Að loknu skemmtanahaldi aðfara- nótt sunnudags var slegist við pylsu- vagninn á Tryggvatorgi, við Pakkhús- ið og Inghól. Um var að ræða þrjú óskyld mál, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Í gær hafði enginn lagt fram kæru vegna líkamsárásar og í dagbók lögreglunn- ar var ekkert skráð um meiðsl. Þor- grímur segir óvenjulegt að hópslags- mál brjótist út í bænum en segir ekki víst að hart hafi verið barist. Rétt fyrir miðnætti töldu lögreglu- menn ástæðu til að stöðva bifreið sem ekið var eftir Austurvegi. Rétt áður en bíllinn var stöðvaður tóku lög- reglumenn eftir því að litlum böggli var kastað út um glugga. Böggullinn fannst og reyndist hann innihalda hass. Mennirnir þrír sem voru í bif- reiðinni voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Um einni og hálfri klukkustund síð- ar höfðu lögreglumenn afskipti af þremur mönnum sem voru í bifreið á Suðurlandsvegi við Hrísmýri á Sel- fossi. Við leit í bifreiðinni fundu þeir hass sem falið var á milli sæta. Menn- irnir voru fluttir á lögreglustöð og þar með voru allir fangaklefar stöðvar- innar fullir. Þorgrímur Óli segir að hefði þurft að handtaka fleiri um nótt- ina hefði lögreglan orðið að aka með þá til Reykjavíkur. Húsleit var gerð á heimilum mann- anna í Hveragerði og á höfuðborgar- svæðinu en mennirnir voru látnir lausir þegar yfirheyrslum lauk um morguninn. Lömpum stolið úr gróðurhúsum Aðspurður segir Þorgrímur Óli að erfitt sé að segja til um hvort afbrot færist í vöxt í umdæminu. Kærur vegna umferðarbrota séu þó fleiri en oft áður. Eins kveði mikið að því að ljósalömpum sé stolið úr gróðurhús- um. Í nóvember hafi verið tilkynnt um hátt í tug innbrota þar sem lömp- um var stolið. Í hvert skipti var stolið 2-10 lömpum en hver lampi kostar allt að 20.000 krónur. Hann segir erfitt að segja til um hvað þjófarnir vilji með lampana, a.m.k. sé ekki lagt hald á sérlega marga þegar lögregla upp- rætir kannabisræktun. Erill hjá lögreglunni á Selfossi um helgina Fangageymslur fullar er slagsmál brutust út SÍLD og hænuungar eru notuð til að egna fyrir storkinn sem und- anfarið hefur haldið til í Breið- dalsvík en ætlunin er að fanga hann í búr og flytja hann í Húsdýragarð- inn í Reykjavík. Til greina kemur að flytja hann síðar úr landi, jafnvel til Suður-Svíþjóðar þar sem um 300 storkar halda til allan ársins hring. Á Íslandi mun ekki vera annar storkur. Tveir starfsmenn Náttúru- fræðistofnunar Íslands, þeir Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur og Þor- valdur Björnsson hamskeri, fóru austur fyrir helgi og hafa síðan fylgst með fuglinum og borið út æti fyrir hann. Þegar Morgunblaðið ræddi við Ólaf í gær voru þeir búnir að venja hann á að taka ætið og hef- ur fuglinn að mestu haldið sig á sama stað síðustu dægrin. Ólafur var bjartsýnn á árangur, taldi góð- ar líkur á að þeim tækist að lokka fuglinn inn í búr sem þeir hafa reist á staðnum. Aðspurður segir Ólafur að storkurinn sé hrifnari af síldinni en hænuungunum þótt hann éti hvorutveggja. Fuglafræðingar fanga fugla, bæði unga og fullorðna, til að merkja en íslenskir fuglafræðingar hafa ekki áður fengist við storka- veiðar. Því var leitað til Svíþjóðar eftir leiðbeiningum og er nú unnið eftir þeim í Breiðdalnum. Stork- urinn mun vera í fullu fjöri en hann hefur m.a. veitt sér smásilung úr skurðum og síkjum við Breiðdalsá. Um leið og frystir að ráði verður erfitt eða ómögulegt fyrir fuglinn að ná sér í æti og því eru þeir Ólaf- ur og Þorvaldur í raun í björg- unarleiðangri. Ólafur segir að ef storkurinn náist ekki komi einnig til greina að fá einhvern til að bera fyrir hann æti í vetur. Verður saknað Heimilisfólkið á Ásunnarstöðum hefur fylgst með storknum sem hef- ur verið að sniglast í kringum bæ- inn í vel á annan mánuð. Rúnar Ás- geirsson bóndi segir að storkurinn beri sig vel og sé duglegur við veið- ar úr Breiðdalsá. Hann var spurður hvort storksins verði ekki saknað hverfi hann úr sveitinni. „Jú, alveg hroðalega. Það er nú hætt við því. Þá verðum við ekki í sviðsljósinu lengur,“ segir hann og hlær. „Það er spurning hvort við verðum ekki að fá ein- hverjar storkabætur. Nei, ég held að það sleppi nú alveg.“ Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Hvítstorkurinn kroppar í túninu á Ásunnarstöðum í Breiðdal. Svíar leiðbeina um hvernig eigi að fanga stork HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hug- myndir væru uppi innan Evr- ópusambandsins, ESB, um að Tyrkir fengju mögulega aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Embættis- menn hefðu viðr- að þessar hug- myndir á leiðtogafundi ESB í Kaupmanna- höfn í síðustu viku í kjölfar nýlegr- ar ræðu Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að Evrópska efnahagssvæðið geti hentað þeim ríkjum sem vildu dýpka samstarf sitt við ESB. Halldór sagði þessar hugmyndir ekki hafa komið til tals meðal EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES. Þær sýndu hins vegar vel hve margt væri á lofti í tengslum við framtíð Evrópska efnahags- svæðisins. Ekki yrði þó kallað eftir frekari skýringum frá ESB fyrir hátíðirnar heldur yrðu þessi mál væntanlega rædd í janúar nk. í við- ræðum við framkvæmdastjórnina. „Auðvitað getur Evrópusam- bandið ekki fjölgað ríkjum í EES án samþykktar aðildarþjóðanna. Mér finnst þessar hugmyndir lýsa ákveðinni vanþekkingu á eðli Evr- ópska efnahagssvæðisins. EES fel- ur í sér frelsi í ferðum fólks og við- skiptum landa í milli. Viðkomandi ríki tekur yfir megnið af þeirri lög- gjöf sem er til umfjöllunar hjá Evrópusambandinu. Ég sé ekki hvað það ætti að leysa varðandi hugsanlega aðild Tyrkja að ESB, nema þá að eðli EES-samningsins verði með einhverjum hætti breytt. Ég verð var við þessa vanþekkingu hjá jafnvel æðstu embættismönn- um Evrópusambandsins,“ sagði Halldór. Varðandi þær hugmyndir Prodis að formið á EES-samningnum gæti hentað þeim ríkjum sem vildu auka samstarf sitt við ESB sagði Halldór þær ekki falla vel að þeim samningi sem Ísland ætti aðild að. Slíkur samningur gerði t.d. ekki ráð fyrir aðild að ESB á síðari stigum. Halldór sagðist eiga erfitt með að átta sig á því í dag hvort einhver alvara væri að baki hug- myndum sem þessum. EES-samningurinn lítt þekktur Hann sagði þær hugmyndir einnig hafa verið uppi að þær þjóð- ir sem ekki vildu vera aðilar að ESB, eða neituðu grundvallar- breytingum á samstarfinu, líkt og Danir og Írar, gætu orðið aðilar að evrópska efnahagssvæðinu. „Við verðum varir við það í vax- andi mæli að EES-samningurinn er lítt þekktur og upp kemur ítrek- að að aðilar hafa ekki miklar áhyggjur af því að brjóta ýmis ákvæði hans. Við þurfum að vera vel á varðbergi og undirbúa okkur fyrir framtíðina. Alltaf erum við að lenda í meiri og meiri vörn með þann samning sem við gerðum,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra sagðist eiga eftir að sjá það gerast að Tyrkir yrðu aðilar að EES-samningnum. Til að svo mætti verða þyrfti Evr- ópusambandið að gera nýjan samn- ing. Hugmyndirnar sýndu enn- fremur að sambandið liti á það sem meginmarkmið sitt að allar Evr- ópuþjóðir gengju til aðildar en rök gætu verið fyrir því að skapa möguleika á undirbúnings- og bið- tíma. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um hugmyndir um aðild Tyrkja að EES Sýna vanþekkingu á EES-samningnum Halldór Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.