Morgunblaðið - 17.12.2002, Page 13

Morgunblaðið - 17.12.2002, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 13 …til a› fullkomna augnabliki› kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s jólaleikur leonard ver› kr.6.900 ver› kr. 4.900 ver› kr. 7.300 ver› kr. 5.300 ver› kr. 5.700 IÐNSKÓLINN í Reykjavík út- skrifar á næstunni fyrstu marg- miðlunarfræðinga sína. Sextán manns eru að ljúka tveggja ára námi og kynntu lokaverkefni sín á föstudag. Fólust þau í gerð hreyfimynda þar sem krafist var framsetn- ingar á góðri hugmynd sem nem- endur áttu að skila af sér í fag- lega unninni tæknilegri útfærslu sem sýndi hæfni þeirra. Á námstímanum hafa nemend- urnir m.a. hannað bæklinga, veggspjöld, nafnspjöld og fleira til prentunar. Einnig hafa þeir hannað vefútlit og smíðað gagna- grunnstengda vefi og hljóðsett margmiðlunarefni. Þá hafa þeir búið til margmiðlunardiska, tölvuleiki, stuttmyndir og tví- og þrívíðar hreyfimyndir. Ari Knörr Jóhannesson þrí- víddarhönnuður og umsjón- armaður með lokaverkefnunum, segir margskonar kröfur gerðar til nemenda í hreyfimyndagerð- inni. „Það þarf að skilgreina verkefnið nákvæmlega, búa til handrit og teikna upp myndina. Einnig þarf að gera verklýsingu og tímaáætlun áður en sest er við tölvuna,“ segir hann. „Nemendurinir þurfa að sýna fram á að þeir geti unnið verk- efnið eftir þessari áætlun á sem hagkvæmastan hátt. Þá þarf að skila kennurum vinnuskrám og þeim skjölum sem unnið hefur verið með. Við lítum á þau til að athuga t.d. hve auðvelt væri fyrir aðra að halda áfram að vinna með sömu skjöl.“ Um er að ræða fullt nám og rúmlega það. Auglýsingastofur og vefstofur eru dæmi um starfs- vettvang þar sem margmiðl- unarfræðingar geta nýtt menntun sína, að sögn Ara. Einnig segir hann það færast í vöxt að stór og meðalstór fyrirtæki opni sínar eigin margmiðlunardeildir og framleiði þar t.d. sjónvarps- auglýsingar og prentað efni, sem áður var í höndum auglýs- ingastofa. Morgunblaðið/Jim Smart Sextán margmiðlunarnemendur útskrifast fyrir jól í margmiðlunarfræði að loknu tveggja ára námi. Fyrsti margmiðlunarhópur Iðnskólans að útskrifast Þrívíð hreyfimynd eftir Saku Petteri Pekonmaki er eitt lokaverkefna. ALÞINGI hefur samþykkt nýja heildarlöggjöf um fjármálafyrir- tæki en hún kemur í stað nokkurra eldri laga á þessu sviði. Meðal helstu breytinga frá núgildandi lögum er að Fjármálaeftirlitið veitir og afturkallar starfsleyfi fjármálastofnana í stað viðskipta- ráðherra nú. Þá hefur ákvæðum um spari- sjóði verið breytt, frá því sem nú er, í því skyni að treysta yfirtöku- varnir þeirra. Ennfremur eru í lögunum ákvæði um að sparisjóður skuli breyta rekstrarformi sínu í hlutafélag áður en samruni við aðrar tegundir fjármálafyrirtækja geti átt sér stað. Ný heildarlöggjöf um fjármálafyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.