Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TILKYNNT var um kaup Baugs ID,
fjárfestingar og þróunar, og Eign-
arhaldsfélagsins Fengs hf. á 47,9%
eignarhlut í AcoTæknivali, ATV, í
gær. Félögin munu eiga hlutinn að
jöfnu. Félögin kaupa hlut Búnaðar-
banka Íslands, en bankinn átti rúm-
an 35% hlut í ATV, auk þess sem selt
er óútgefið hlutafé að nafnvirði 87,7
milljónir króna.
Um helgina ákvað stjórn ATV að
ráða Almar Örn Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóra Banana ehf., sem for-
stjóra ATV.
Jón Scheving Thorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Baugs ID segir að
kaup Baugs ID á 23,95% eignarhlut í
ATV séu venjuleg hlutabréfakaup.
„Þetta eru bara venjuleg hlutabréfa-
kaup og liður í okkar fjárfestingar-
stefnu að leita uppi góð fjárfesting-
artækifæri,“ sagði Jón Scheving.
Pálmi Haraldsson, framkvæmda-
stjóri Fengs hf., vill ekki tjá sig um
kaupverð eða fjármögnun þess.
Hann segir of snemmt að segja til
um hvaða aðgerða reynist nauðsyn-
legt að grípa til í rekstri félagsins.
„Við höfum mikla trú á þessu verk-
efni og fögnum því að hafa fengið að
taka þátt í því. Við teljum okkur hafa
fengið bréfin á mjög góðu verði,“
segir hann. Pálmi á Eignarhalds-
félagið Feng ásamt Jóhannesi Krist-
inssyni.
Kaup Fengs og Baugs á hlut í
ATV er ekki eina verkefnið sem fé-
lögin vinna að í sameiningu því Sam-
keppnisráð veitti á föstudag sam-
þykki fyrir stofnun Græns ehf. um
sameiningu á rekstri Ávaxtahússins,
sem hefur verið til jafns í eigu Baugs
og Fengs, og Banana ehf., sem hafa
verið að fullu í eigu Fengs. Félögin
eru heildsölufyrirtæki með ávexti og
grænmeti. Grænt ehf. verður að
jöfnu í eigu Baugs og Fengs.
Ný stjórn kosin fljótlega
Páll Jensson, stjórnarformaður
AcoTæknivals, segir að boðað verði
til hluthafafundar í félaginu eins
fljótt og auðið er og ný stjórn kosin.
Hann segist gera ráð fyrir því að
fundurinn verði haldinn annaðhvort
milli jóla og nýárs eða strax á nýju
ári. Að hans sögn mun hann hætta í
stjórn félagsins á þeim fundi.
„Stjórn AcoTæknivals fagnar því að
hafa fengið jafnöfluga kjölfestufjár-
festa eins og Baug og Feng að félag-
inu,“ segir Páll.
Að sögn Páls er hætt við að skipta
fyrirtækinu upp í tvennt eins og til
stóð.
Mikið verkefni framundan
Almar Örn Hilmarsson lögfræð-
ingur hefur þegar tekið við störfum
hjá ATV og látið af framkvæmda-
stjórn Banana ehf.
Almar Örn segir ljóst að framund-
an sé mikið verkefni og sameiginlegt
átak starfsmanna og stjórnenda
þurfi til að koma fyrirtækinu á rétt-
an kjöl. Hann telur að kaup Baugs
ID og Fengs styrki stoðir ATV, enda
sé þar um að ræða traust og vel rek-
in fyrirtæki. Hann segir ekki á döf-
inni að selja verslunarsvið eða aðrar
einingar út úr ATV. „Við ætlum að
reyna að reka fyrirtækið eins og það
er í dag, með það að markmiði að
snúa tapi í hagnað. Staða fyrirtæk-
isins er mjög slæm eins og flestir
vita og ljóst að það þarf ýmsu að
breyta og bæta. Það hefur hins veg-
ar verið unnið gott starf inni í fyr-
irtækinu á síðastliðnu ári og þeir
sem þar hafa verið við stjórnvölinn
hafa komið fyrirtækinu áleiðis á
réttan spöl. Það er síðan mitt verk-
efni og annarra starfsmanna félags-
ins að halda þessu starfi áfram og ég
tel að með tengingu við nýja eigend-
ur verði sú vinna auðveldari en ella.“
Almar segist ekki geta sagt til um
það á þessari stundu hvort grípa
þurfi til uppsagna. Það skýrist þegar
fram líði stundir.
Í hálffimm fréttum Búnaðarbank-
ans í gær kemur fram að rekstur
ATV hafi verið erfiður undanfarin
misseri en fljótlega eftir sameiningu
Aco og Tæknivals, um mitt síðasta
ár, varð ljóst að samdráttur í fjár-
festingum í upplýsingatækni kæmi
hart niður á rekstri félagsins. Það
sem af er þessu ári hefur velta ATV
numið 2,6 milljörðum króna sem er
um 30% samdráttur tekna milli ára
og hlutdeild fyrirtækisins á tölvu-
markaðnum hefur lækkað ef miðað
er við tekjuþróun keppinautanna.
„Helsta ástæða þessa mikla tekju-
samdráttar eru lægri fjárfestingar
fyrirtækja í upplýsingatækni auk
þess sem almennur samdráttur
neyslu í samfélaginu hefur komið
niður á verslunarrekstri félagsins.
Árangur hefur náðst í að lækka
birgðir og kröfur félagsins en enn er
nokkuð í land að reksturinn verði
arðsamur. Það sem af er ári er af-
koma fyrir afskriftir og fjármagns-
liði neikvæð um tæpar 140 m.kr. og
tap eftir skatta nemur 114 m.kr.
Eigið fé er nú neikvætt um 140 m.kr.
en meðal eigna er reiknuð skattinn-
eign að upphæð 280 m.kr.,“ að því er
segir í hálffimm fréttum Búnaðar-
bankans.
Baugur ID og Fengur kaupa tæplega 48% hlutafjár í AcoTæknivali
Hætt við að
skipta fyrir-
tækinu upp
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Baugur og Fengur hafa keypt 47,9% hlut í ATV.
KORTAÞJÓNUSTAN ehf. hefur
sent kvörtun til Samkeppnisstofnun-
ar vegna VISA Ísland og Europay Ís-
land. Í fréttatilkynningu frá fyrirtæk-
inu kemur fram að VISA og Europay
Ísland hafi reynt að koma í veg fyrir
að Kortaþjónustan fái aðgang að svo-
kölluðu posakerfi sem starfrækt er á
vegum íslenskra fjármálafyrirtækja.
Segir í tilkynningunni að það sé mat
Kortaþjónustunnar að framferði fyr-
irtækjanna sé liður í viðleitni þeirra til
að hamla gegn samkeppni á markaði
fyrir greiðslukortaþjónustu hér á
landi. Kortaþjónustan telur einnig að
VISA og Europay hafi haft ólöglegt
samráð um aðferðir til að hindra að-
gang Kortaþjónustunnar að posa-
kerfinu.
Óviðunandi samningsdrög
Posakerfið er nú starfrækt af fyr-
irtækinu Fjölgreiðslumiðlun hf. sem
er í eigu banka, sparisjóða og korta-
fyrirtækja. Fyrirtækið var stofnað í
júní 2000. Í tilkynningu frá fyrirtæk-
inu í tilefni af stofnun þess á sínum
tíma kom fram að tilgangur þess væri
að opna nýjum aðilum aðgang að
kerfinu, svo sem nýjum banka eða
sparisjóði, nýju kreditkortafyrirtæki
eða útibúi slíkra erlendra fyrirtækja
hér á landi.
Fram kemur í fréttatilkynningu
Kortaþjónustunnar að Fjölgreiðslu-
miðlun hafi tilkynnt fyrirtækinu að
það geti ekki fengið aðgang að kerfinu
nema með samningum við VISA Ís-
land og Europay Ísland. „Að mati
Kortaþjónustunnar er þetta í hæsta
máta óeðlilegt enda er um að ræða
fyrirtæki sem eru helstu samkeppn-
isaðilar hennar,“ segir í fréttatilkynn-
ingunni. „Nokkur fyrirtæki hafa nú
þegar sambærilegan aðgang og þann
sem Kortaþjónustan hefur óskað eft-
ir, án þess að hafa gert um það sér-
staka samninga við kortafyrirtækin.
Má þar t.d. nefna olíufélögin og fyrir-
tæki sem þjónusta sjóðsvélar.“
Grunur um ólöglegt samráð
Þá segir í fréttatilkynningunni að
starfsmaður Europay Ísland hefur
sent Kortaþjónustunni drög að samn-
ingi um aðild fyrirtækisins að posa-
kerfi Fjölgreiðslumiðlunar. Að mati
Kortaþjónustunnar séu samnings-
drögin algerlega óviðunandi þar sem
þau feli í sér hindranir sem virðist
hafa það eitt að markmiði að tefja fyr-
ir aðild Kortaþjónustunnar að kerf-
inu. „Að mati Kortaþjónustunnar
jafngilda þessar hindranir því að fyr-
irtækinu hafi verið synjað um aðild að
posakerfinu og telur Kortaþjónustan
að þar með hafi verið brotið gegn
ákvæðum 10., 11., og 12. gr. sam-
keppnislaga.“
Þá segir í tilkynningunni að Korta-
þjónustan hafi fengið umrædd samn-
ingsdrög send sem viðhengi með
tölvupósti frá starfsmanni Europay
Íslands. Í ljós hafi komið að skjalið
hafi upphaflega verið samið af starfs-
manni VISA Ísland. „Leikur því rök-
studdur grunur á að fyrirtækin hafi
haft samráð um gerð samningsins,
sem telst ólöglegt samráð skv. 10. gr.
samkeppnislaga. Hins vegar hefur
VISA Ísland sent Kortaþjónustunni
bréf þar sem samningi um aðild
Kortaþjónustunnar að posakerfinu er
alfarið hafnað, sem að mati Korta-
þjónustunnar er einkennilegt í ljósi
uppruna áðurnefnds viðhengis.
Kortaþjónustan kvartar til Samkeppnisstofnunar vegna VISA og Europay
Sakar fyrir-
tækin um ólög-
legt samráð
FASTEIGNAFÉLAGIÐ Stoðir hf.
hefur gert hluthöfum í Baugi
Group hf. tilboð um kaup á bréfum
þeirra í því augnamiði að eignast
7% hlutafjár í félaginu. Tilboðið,
sem er í gildi til klukkan 16:00 á
fimmtudag, hljóðar upp á gengið
11, en fyrir helgi var gengi Baugs
10,5.
Baugur er stærsti hluthafi Stoða
með 44,25%. Baugur hefur til við-
bótar því samið við Kaupþing um
kauprétt á 21,4%. Aðrir stórir
hluthafar í Stoðum eru Ingibjörg
Pálmadóttir með um 15%, Íslenska
fasteignafélagið með 8% og Spari-
sjóður Reykjavíkur og nágrennis
með 3%.
Í tilkynningu frá Stoðum segir
að félagið sérhæfi sig í fasteigna-
rekstri en hafi auk þess fjárfest í
öðrum félögum sem tengist fast-
eignarekstri með einum eða öðrum
hætti. Stjórnin telji að tækifæri sé
til að styrkja eignastöðu Stoða enn
frekar og tilboðið sé liður í þeirri
stefnu.
30% leigutekna frá Baugi
Jónas Þorvaldsson fram-
kvæmdastjóri Stoða segir að
Baugur sé orðinn mjög stór hluti
af útleigutekjum Stoða, en um 30%
teknanna komi frá Baugi. Þess
vegna sé hluti af ástæðunni fyrir
fjárfestingunni að styrkja tengslin
milli félaganna. Spurður að því
hvaða sjónarmið búi þar að baki
segir Jónas að Baugur, líkt og
Stoðir, sé hlutafélag og þar geti
því orðið breytingar í framtíðinni.
Þess vegna sé gott fyrir Stoðir að
vera hluti af eigendahópi Baugs.
Þessu til viðbótar segir Jónas að
Stoðir séu þeirrar skoðunar að
Baugur sé vanmetinn og því sé um
góða fjárfestingu að ræða.
Stoðir
gera til-
boð í 7%
í Baugi
Baugur á 44,25%
í Stoðum og
kauprétt á 21,4%
til viðbótar
8 - #(
0 - (#
46B C #* D
%2 8 9
46B 3* 9
,?
3* D 9
E125
,*
%2 F # 9
G9F
+#H 9
E125
25
/
!/
%!/
/
%/
<
)
& '' ( UNDIRRITUN kaupsamnings
vegna sölu á 45,8% hlut ríkisins í
Búnaðarbankanum hefur verið
frestað til 21. janúar næstkomandi,
en áður hafði verið tilkynnt um að
undirritunin færi fram í síðasta lagi
13. desember.
Í tilkynningu frá framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu segir að
vinnu við áreiðanleikakönnun á Bún-
aðarbanka sé því sem næst lokið.
Gerð kaupsamnings hafi tekið lengri
tíma en upphaflega hafi verið gert
ráð fyrir og þess vegna hafi undir-
skrift kaupsamnings og tilkynningu
um þátttöku einnar eða fleiri er-
lendrar fjármálastofnunar í kaupun-
um verið frestað.
Ólafur Davíðsson formaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu
segir að engin sérstök ástæða sé fyr-
ir þessari frestun, en tímaramminn
hafi reynst of knappur. Verkefnið sé
viðamikið og margir komi að því,
bæði innlendir og erlendir aðilar, og
því taki ákvarðanir langan tíma.
Menn hafi því ákveðið að gefa sér
þennan frest til að ljúka málinu að
fullu.
Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu mun þessi frestun
ekki hafa áhrif á áætlanir um tekjur
ríkissjóðs af sölu eigna.
Sala á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum
Undirritun kaup-
samnings frestað