Morgunblaðið - 17.12.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.12.2002, Qupperneq 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR menn, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um sprengju- tilræði gegn bandarískum stjórnarerindrekum, komu fyrir rétt í Pakistan í gær. Einn mannanna viðurkenndi að sér hefði verið ætlað að aka bíl, hlöðnum sprengiefni, á bíl erind- rekanna. Voru mennirnir úr- skurðaðir í hálfs mánaðar gæsluvarðhald á meðan lögregla grefst fyrir um hver sé eigandi vöruskemmu þar sem fannst efni til sprengjugerðar. Stríðsherra deyr DÆMDUR stríðsherra frá Tétsníu, Salman Radujev, lést um helgina í fangelsi í Rúss- landi, þar sem hann afplán- aði lífstíðar- dóm. Radujev stjórnaði árás á sjúkrahús í Suður-Rúss- landi 1996 þar sem 78 manns féllu. Rúss- nesk stjórn- völd sögðu Radujev hafa látist af eðlilegum orsökum og hvöttu blaðamenn til að forðast getgát- ur um annað. Arafat ekki til Betlehem ÍSRAELSKA þingið hefur ákveðið að Yasser Arafat Pal- estínuleiðtogi fái ekki að fara til Betlehem um jólin, að því er haft er eftir ísraelskum heimildar- manni. Stjórnin ákvað þetta eft- ir að hafa ráðfært sig við örygg- ismálafulltrúa, sagði heimild- armaðurinn. Tvisvar í lukkupottinn HJÓN í Kaliforníu duttu tvisvar í lukkupottinn sama daginn ný- lega og unnu andvirði alls 1,5 milljarða króna í tveimur banda- rískum lottóum, að sögn dag- blaðsins San Francisco Chron- icle. Líkurnar á að þetta geti gerst eru einn á móti 23 billj- ónum, að sögn tölfræðiprófess- orsins Mike Orkin við ríkishá- skóla Kaliforníu. Hjónin segjast hafa keypt miða í lottóunum í 20 ár fyrir alls 124.000 dollara, and- virði 10 milljóna króna. Friedman nýr ráðgjafi GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hefur útnefnt Stephen Friedman sem nýjan efnahags- ráðgjafa sinn en hann kem- ur í stað Lawrence Lindseys, sem sagði af sér að beiðni Bush. Friedman er 64 ára millj- ónamæring- ur. Hann starfaði um þrjátíu ára skeið hjá Goldman Sachs-fjárfestingabankanum og er því talið að Bush vonist til að skipan Friedmans styrki stöðu Hvíta hússins meðal fjármála- sérfræðinga á Wall Street. STUTT Lögðu á ráðin um tilræði Stephen Friedman Salman Radujev FLAK norska flutningaskipsins Tricolor marar í hálfu kafi á Ermarsundi í gær. Því hvolfdi á laugardagsmorgun eftir árekstur við flutningaskipið Kariba frá Bahama-eyjum. Enginn slasaðist við árekst- urinn og Kariba, sem skemmdist mikið, komst í höfn í Belgíu. Um borð í Tricolor voru um 3.000 dýrir bílar af BMW-, Volvo- og Saab-gerð og er talið nær úti- lokað að bjarga þeim. Sjávardýpi er um 30 metrar þar sem flakið er nú. Flak á Ermar- sundi Reuters FUNDUR sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsríkjanna hófst í Brussel í gær en á honum munu verða ræddar tillögur um mikinn kvótaniðurskurð í því skyni að bjarga þorskstofninum. Mun niður- skurðurinn óhjákvæmilega valda því, að þúsundir manna missi vinn- una. Þorskstofninn í Norðursjó er nú aðeins 20% af því, sem hann ætti að vera af allt væri með felldu, og fiski- fræðingar óttast, að minnki hann enn, muni hann ekki ná sér aftur á strik. Sjávarútvegsráðherrarnir koma hins vegar með það í huga til fundarins að tryggja sínu fólki sem besta niðurstöðu. Þeir og aðrir vita þó vel hvernig fór við Nýfundnaland þar sem einn stærsti þorskstofn í heimi hrundi gjörsamlega eftir of- veiði í áratugi. Fundurinn átti að hefjast í gær- morgun og standa fram á fimmtudag en Mariann Fischer Boel, sjávarút- vegsráðherra Danmerkur, sagði, að fundurinn stæði hugsanlega fram í næstu viku. „Rányrkjan á síðustu árum og ára- tugum hefur verið að kippa fótunum undan fiskiðnaðinum. Allt of mörg skip eru að eltast við æ færri fiska,“ sagði Franz Fischler, sem fer sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, í opnu bréfi til sjómanna í síð- ustu viku. Niðurskurður óhjákvæmilegur Fischler og ráðherrarnir stefna ekki að því að banna þorskveiðar með öllu en öllum er ljóst, að ekki verður komist hjá miklum niður- skurði. Til málamiðlunar hefur Fischler lagt til, að hann verði 80% en sjávarútvegsráðherrunum óar við því. Áætlað er, að í Skotlandi einu muni það valda atvinnuleysi 20.000 manna. Margt bendir til, að lítill árangur verði af fundinum nú og Danir, sem eru nú í forystu innan ESB, vilja, að ekki verði gengið frá áætlun um upp- byggingu þorskstofnsins fyrr en í marslok á næsta ári. Það kæmi því í hlut Grikkja að stýra því en þá munu þeir verða í forsæti í sambandinu. Nýsmíðastyrkir afnumdir Eitt erfiðasta málið hvað varðar umbætur á sameiginlegu fiskveiði- stefnunni er áætlun um að stöðva al- veg frá næstu áramótum styrkveit- ingar vegna nýsmíði fiskiskipa. Eru Frakkar og Spánverjar mjög andvíg- ir því og þeir síðarnefndu vilja fresta því til loka 2006. Danir og fram- kvæmdastjórnin segjast geta fallist á að bíða með málið til loka 2004. Í ESB-ríkjunum eru nú um 220.000 sjómenn og jafnmargir vinna í fiskiðnaðinum og greinum tengdum honum. Á einum áratug hefur störf- unum fækkað um 80.000 vegna fisk- leysis og minni kvóta. Framtíð þorskstofnsins í Norðursjó sögð í húfi Mikilvægur fundur sjávarútvegs- ráðherra Evrópusambandsins AP Veiðar og vinnsla hafa lengi verið undirstaða atvinnulífsins í Peterhead í Skotlandi. Á því getur orðið róttæk breyting verði tillögur framkvæmda- stjórnar ESB um 80% niðurskurð þorskveiða samþykktar. Brussel. AP. BASHAR al-Assad, forseti Sýrlands, kvaðst vera bjartsýnn á að ekki kæmi til stríðs í Írak eftir að hafa rætt við Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í London í gær. Þriggja daga heimsókn Assads til Bretlands hófst á sunnudag og er þetta í fyrsta sinn sem sýrlenskur forseti heimsækir landið. „Ég er bjartsýnn núna,“ sagði Ass- ad á blaðamannafundi með Blair þeg- ar hann var spurður hvort hægt yrði að komast hjá stríði í Írak. „Við höf- um hingað til séð gott samstarf milli vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóð- anna og stjórnarinnar í Írak. Við von- um að þetta samstarf haldi áfram þar til deilan verður leyst með friðsam- legum hætti.“ Sýrlendingar eru andvígir hernaði gegn stjórn Íraks og hafa deilt við bresk stjórnvöld um ýmis önnur mál, svo sem viðskipti Sýrlendinga við Íraka. Í sögulegri heimsókn til Sýr- lands í október í fyrra greindi Blair og Assad mjög á um skilgreiningu hryðjuverka og stríðið í Afganistan. Blair sagði á blaðamannafundinum í gær að þá Assad greindi á um Írak en áréttaði að rétt væri að halda áfram viðræðum við sýrlensk stjórn- völd. Assad viðurkenndi að ágreining- ur væri milli ríkjanna en lagði áherslu á að þeir Blair væru „sammála í flest- um mikilvægustu málunum“. Frá því að Assad tók við völdunum í júlí 2000 hefur hann aukið tengsl Sýr- lands við Írak, undirritað viðskipta- samninga við landið og heimilað olíu- innflutning frá Írak í trássi við viðskiptabann SÞ. Deilt um heimsóknina Sú ákvörðun Blairs að bjóða sýr- lenska forsetanum í heimsókn var um- deild. Breskir gyðingar mótmæltu heimsókninni og sökuðu sýrlensk stjórnvöld um að leyfa palestínskum hryðjuverkamönnum að hafa bæki- stöðvar í Damaskus. Financial Times birti í gær grein eft- ir Blair þar sem hann varði viðræð- urnar við Assad og lýsti Sýrlandi sem „mikilvægu og áhrifamiklu ríki“ í Mið- Austurlöndum og grannríki Íraks. Sú ákvörðun Sýrlendinga að greiða at- kvæði með síðustu ályktuninni um af- vopnun Íraka í öryggisráði SÞ sýndi að viðleitni Breta til að hafa áhrif á stefnu sýrlenskra stjórnvalda hefði borið ár- angur. „Okkur greinir til að mynda á um hryðjuverkahópana sem starfa enn í Sýrlandi,“ skrifaði Blair og skírskot- aði til palestínskra hreyfinga, svo sem Hamas og Íslamska jíhad, sem eru með skrifstofur í Damaskus höfuð- stað Sýrlands. Boðið til viðræðna Blair sagði á breska þinginu eftir fundinn með Assad að hann hygðist bjóða leiðtogum Palestínumanna til London á næsta ári til að ræða um- bætur á sjálfstjórnarsvæðum þeirra og hvernig ríki heims gætu aðstoðað þá. Evrópusambandinu, Rússlandi, SÞ, Bandaríkjunum og ríkjum í Mið- Austurlöndum yrði einnig boðið að senda fulltrúa á fundinn. Assad bjartsýnn á að friður haldist London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.