Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 60
SKAMMDEGIÐ nær senn hámarki og myrkrið
ríkir stóran hluta sólarhringsins. Þegar enginn
er snjórinn eins og í Reykjavík um þessar mund-
ir er myrkrið enn meira en ella, en við Borgar-
leikhúsið varpar lýsingin skemmtilegu ljósi,
sannkallaðri jólabirtu, á skammdegið.
Morgunblaðið/RAX
Birta í skammdeginu
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
og möguleikar íbúanna til að hafa
áhrif á gang mála í sveitarfélaginu
hafi minnkað. Hins vegar telja þeir
að þjónusta grunnskólans hafi batn-
að. Aðeins liðlega 40% íbúanna á
Stokkseyri og Eyrarbakka styðja
sameiningu sveitarfélaganna sam-
kvæmt könnun sem gerð var fyrir
rúmu ári.
Svipuð niðurstaða kom fram í
könnun sem gerð var í Fjarðar-
byggð. Mikill stuðningur er enn við
sameiningu á Neskaupstað, en tæp-
lega helmingur íbúa á Reyðarfirði
styður sameiningu og innan við
þriðjungur íbúa á Eskifirði.
75% íbúa á Bíldudal studdu sam-
ÓÁNÆGJU gætir meðal íbúa lítilla
þéttbýlisstaða með árangur af sam-
einingu sveitarfélaga. Þetta kemur
fram í rannsókn sem dr. Grétar Þór
Einarsson og Hjalti Jóhannesson hjá
Rannsóknastofnun Háskólans á Ak-
ureyri gerðu á áhrifum og afleiðing-
um sameiningar sjö sveitarfélaga
víða um land. Samkvæmt símakönn-
un sem gerð var á síðasta ári myndu
íbúar þessara minni sveitarfélaga
fella tillögu um sameiningu ef greidd
væru atkvæði um hana á ný.
Eyrarbakki og Stokkseyri eru
dæmi um staði þar sem óánægju
gætir meðal íbúa. Þeir telja að fé-
lagsþjónustan hafi almennt versnað
einingu sveitarfélagsins við ná-
grannasveitarfélög í kosningum sem
fram fóru árið 1993. Samkvæmt
könnun sem Grétar og Hjalti gerðu á
síðasta ári styðja aðeins 5% íbúa á
Bíldudal sameiningu við Vestur-
byggð.
Íbúar stóru þéttbýlisstaðanna og
íbúar í sveitunum styðja hins vegar
almennt sameininguna. Góður
stuðningur er enn við sameiningu í
Snæfellsbæ, en þó hefur dregið úr
stuðningnum í Ólafsvík. Þess má
geta að skrifstofa sveitarfélagsins er
á Hellisandi.
Rannsókn á sameiningu sveitarfélaga víða um land
Íbúar minni staða á
móti sameiningu
Óánægja/12
Sundferð
hækkar
um 10%
GJALDSKRÁ sundstaða Reykja-
víkurborgar hækkaði 10. desember
síðastliðinn þannig að eitt skipti í
sund fyrir fullorðna kostar nú 220
krónur en kostaði áður 200 krónur.
Áfram verður sama verð fyrir börn,
krónur 100. Þá hækkaði gjald fyrir
gufubað um 30 kr. í 330 kr. og stakur
tími í ljósalampa um 100 krónur, í
650 kr. 10 miða ljósakort hækkaði
um 1.000 kr.
Sölu 30 miða korta í sund fyrir
fullorðna var einnig hætt, sem og
sölu 10 miða í gufubað. Áfram verða
þó til 10 miða kort fyrir börn og full-
orðna og er verð þeirra óbreytt.
Anna Kristinsdóttir, formaður
Íþrótta- og tómstundaráðs, segir að
gjaldskrá sundstaðanna hafi ekki
hækkað frá árinu 1998. Í starfsáætl-
un fyrir árið 2002 hafi verið gert ráð
fyrir þessari hækkun, hún hafi átt að
taka gildi síðasta vor en henni hafi
verið frestað þar til nú vegna rauðu
strikanna sem sett voru síðasta vor
til að vinna gegn verðbólgunni.
Anna segir að nauðsynlegt hafi
verið að hækka gjaldskrána vegna
þróunar almenns verðlags, hækkun-
ar launavísitölu og annars kostnað-
ar. Engar aðrar hækkanir séu í bí-
gerð hjá ÍTR.
3&
7*
,1 2*
#
X
83
X
E256
X 25
E
* C
C
* &
&
-**
G ?
BLIKUR eru á lofti um framtíð
paprikuræktar hér á landi, þar sem
bændur telja reynsluna ekki nógu
góða eftir að tollar voru felldir niður
í febrúar síðastliðnum og hætt var að
leggja árstíðabundna verndartolla á
ýmsa framleiðslu. Helgi Jóhannes-
son, stjórnarformaður Sambands
garðyrkjubænda, segir að eins og
mál standi nú virðist tekjur af tómöt-
um og gúrkum verða svipaðar og
þær voru í fyrra. Hvað snertir papr-
iku sé staðan hins vegar mun lakari
og teikn á lofti um að ræktun á henni
gæti jafnvel alveg lagst af.
Um 15 bændur framleiða papriku
hér á landi. „Það eru stórir framleið-
endur á leiðinni út, annaðhvort í
úreldingu eða sölu og þá hugsanlega
í aðra ræktun. Þannig að það er orðið
mjög tvísýnt um paprikuna,“ segir
Helgi. Hann bendir á að hætti bænd-
ur paprikuframleiðslu snúi þeir sér
að annarri ræktun og það geti komið
markaðinum úr jafnvægi og valdið
offramleiðslu. „Þetta er afleiðing af
tollabreytingunum, paprikan hrein-
lega virðist ekki ætla að standast
samkeppni við innflutninginn. Það er
að einhverju leyti í höndunum á inn-
flutningsaðilunum og verslunum
hvernig varan er sett fram. Í sumar
var flutt inn annars og þriðja flokks
paprika, lítil og mjög ódýr og nið-
urgreidd af Evrópusambandinu og
pökkuð í handhægar umbúðir. Menn
virðast ekki gera sömu kröfur til
papriku og til gúrku og tómata, um
að það sé afdráttarlaus gæðamunur
á íslensku og innfluttu paprikunni,“
segir Helgi.
Beingreiðslur til garðyrkjubænda
sem komu í staðinn fyrir tollana hafi
ekki dugað til í paprikunni þar sem
neytendur virðist ekki vera tilbúnir
til að borga hærra verð fyrir íslenska
papriku sem þó sé ræktuð án eitur-
efna og ferskari en sú erlenda.
Tollabreytingar og beingreiðslur til garðyrkjubænda hafa ekki dugað til
Paprikuræktun
hér gæti lagst af
GEORG Ottós-
son, garðyrkju-
bóndi á Jörfa á
Flúðum, segist
vita um tvo
paprikufram-
leiðendur sem
hafa ákveðið að hætta framleiðsl-
unni. „Annar er að ljúka við að selja
sína stöð og hún fer í aðra fram-
leiðslu en hinn hættir. Ég er sjálfur
að velta vöngum yfir því akkúrat
þessa dagana hvað ég eigi að gera
því maður þarf að fara að kaupa
fræ því við sáum í kringum jólin,“
segir Georg en hann ræktar papr-
iku á um 2.500 fermetrum og er
með stærri paprikuframleiðendum
í landinu.
Paprikan virðist koma hvað verst
út úr aðlögunarsamningi um starfs-
skilyrði framleiðenda garðyrkju-
afurða.
Menn íhuga al-
varlega að hætta
Hockney
hrífst af
íslenskri birtu
DAVID Hockney,
einn þekktasti
myndlistarmaður
Breta, sótti Ísland
tvisvar heim á
árinu. Í samtali við
breska blaðið The
Times segist hann
hafa heillast af birtunni hér á landi.
„Í júní sest sólin varla og maður
hefur útsýn yfir landslagið allan
sólarhringinn. Ég heillaðist gjör-
samlega af þessu,“ segir Hockney.
Ísland í verkum/28
Esja verður
Nordica
NAFNI fyrrum Hótel Esju verður
breytt í Nordica Hotel eftir gagn-
gerar breytingar og stækkun sem nú
er unnið að. Ráðgert er að hótelið
verði opnað í mars á næsta ári.
Að sögn Kára Kárasonar, fram-
kvæmdastjóra Flugleiðahótelanna,
má segja að verið sé að breyta hót-
elinu úr „ferðamannahóteli í við-
skipta- og ráðstefnuhótel“ en áætlað
er að um 100 þúsund gestir gisti þar
á hverju ári. Þar af yrðu erlendir
gestir um 90 þúsund.
Nafninu breytt/22
SAMKEPPNI er enn mikil í bóksölu
viku fyrir jól, samkvæmt nýjustu
verðkönnun Morgunblaðsins. Um er
að ræða 50 jólabækur og var verð
oftast lægst í Bónusi, eða 32 sinnum.
Bókabúð Lárusar Blöndal var næst-
oftast með lægsta verð, eða sex sinn-
um. Hæsta verð var oftast í Máli og
menningu, 33 sinnum, og næstoftast
í Eymundsson, Hagkaupum og
Pennanum, 17 sinnum. Verðmunur
hefur aukist milli 21 bókar og minnk-
að milli 22 titla frá síðustu könnun.
Verðmunur á Eyðimerkurdögun var
til að mynda 1.100 krónur 4. desem-
ber og 1.481 króna í gær. Hefur
lægsta verð á Eyðimerkurdögun
hækkað úr 2.480 krónum í 2.499
krónur milli kannana og hæsta verð
úr 3.580 krónum í 3.980 krónur.
Bókaverð
á stöðugri
hreyfingu
Enn mikil samkeppni/26
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦