Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ingibjörg verður að velja Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri verði að velja um hvort hún vilji vera borgarstjóri áfram eða fara í framboð til þings. Sekt fyrir vonda ráðgjöf Helstu verðbréfafyrirtækin í Bandaríkjunum hafa samþykkt að greiða næstum einn milljarð dollara í sekt til þess að stöðvuð verði rann- sókn á því hvort þau hafi ráðlagt við- skiptavinum sínum að kaupa vafa- söm hlutabréf og hyglað sumum viðskiptavinum á óeðlilegan máta. Bush vonsvikinn George W. Bush Bandaríkja- forseti kvaðst í gær vonsvikinn yfir vopnaskýrslu Íraka til Sameinuðu þjóðanna. Tók hann undir með Colin Powell utanríkisráðherra er sagði skýrsluna ekki auka líkur á frið- samlegri lausn Íraksdeilunnar. Ræða sameiningu Stærsta fyrirtæki á Íslandi kann að vera í burðarliðnum, verði af sam- einingu SH og SÍF, en stjórnir fyr- irtækjanna hafa lýst áhuga sínum á að ræða formlega um sameiningu. Samkomulag um niðurskurð Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins náðu samkomulagi í Brussel um 45% niðurskurð þorsk- afla miðað við kvóta í ár. Hermenn viðbúnir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði breskum hermönn- um í gær að þeir skyldu vera við- búnir því að fara í stríð við Íraka ef Saddam Hussein Íraksforseti yrði ekki við kröfu Sameinuðu þjóðanna um að afvopnast. Snorri ekki höfundurinn Guðrún Nordal segir að ekki sé hægt að líta svo á að Snorri Sturlu- son sé höfundur þeirrar Egils sögu Skallagrímssonar sem birtist í nýút- komnu safni ritverka Snorra. Egils saga hafi breyst í meðförum kyn- slóðanna og því erfitt að gefa nú mynd af þeirri Eglu er til hafi orðið á þrettándu öld. L a u g a r d a g u r 21. d e s e m b e r ˜ 2 0 0 2 2002  LAUGARDAGUR 21. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GRINDAVÍK BESTI KOSTURINN FYRIR LEE SHARPE AÐ HEFJA NÝTT LÍF / B4 JULIAN Róbert Duranona hand knattleiksmaður hefur gert stuttan samning við þýska úrvalsdeildarliðið Wetzlar og leikur með því tvo síðustu leikina á þessu ári áður en hlé verður gert á deildakeppninni í Þýskaland vegna heimsmeistaramótsins Portúgal. Duranona, sem nær ekk ert hefur leikið handknattleik frá þv í vor að hann var leystur undan samningi N-Lübbecke, spilar með Wetzlar á morgun gegn efsta lið deildarinnar, Lemgo, og laugardag inn 28. desember á móti Flensburg. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Wetzlar auk þess sem helsta skytta liðsins, Hvít-Rússinn Gennadi Ka lepo, er í hálfs árs leikbanni. Dura nona er ætlað að fylla skarð Hvít Rússans. Tveir aðrir Íslendingar leika með liðinu, Sigurður Bjarnason og Róbert Sighvatsson. Hvort Duranona leikur áfram með liðinu eftir HM ræðst nokkuð a frammistöðu hans í leikjunum tveim ur,“ sagði Rainer Dotzauer, fram kvæmdastjóri Wetzlar við Wetzlar Neue Zeitung í gær. „Ef Duranona er í góðri æfingu þá er enginn vafi á að hann getur nýst okkur mjög vel,“ sagði Dotzauer ennfremur. Á undanförnum tveimur árum hef ur Duranona glímt við ítrekuð og erf ið meiðsli í hásin á hægri fæti og m.a vegna þeirra vildi N-Lübbecke ekk endurnýja samninginn við hann vor. Í Wetzlar Neue Zeitung er sagt að Duranona hafi æft upp á síðkastið með 2. deildarliðinu Düsseldorf. Duranona hjá Wetzl- ar um jólin Eigandi Lyn er vellauðugur kaup-sýslumaður, Atle Brynestad, og boðaði hann Teit á fund sinn í gær þar sem þeir komust að samkomulagi um að Íslendingurinn tæki að sér þjálfun liðsins. Lyn hefur leitað að þjálfara að undanförnu en liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar í ár og tekur þátt í UEFA-bikarnum á næsta ári. Teitur hefur komið víða við sem þjálfari en hann hóf ferilinn á því sviði hjá Skövde í Svíþjóð árið 1987. Árið þar á eftir tók hann við Brann í Nor- egi, fór þaðan til Lyn 1991. Árið 1993 þjálfaði hann Grei og tók við liði Lille- ström árið 1994. Teitur þjálfaði lands- lið Eistlands á tímabilinu 1994–1999 auk þess sem hann þjálfaði félagsliðið Flora Tallinn á sama tímabili. Árið 2000 tók hann að nýju við Brann. Á norska vefmiðlinum Nettavisen er haft eftir nokkrum leikmanna liðs- ins að þeir séu ekki yfir sig hrifnir af ráðningu Teits og segir einn þeirra að betra hefði verið að fá hugmyndir frá leikmönnum liðsins. Nettavisen greinir einnig frá því að margir af leikmönnum Lyn hefðu frekar kosið að fá hinn enska Stuart Baxter til liðsins á ný. „Við verðum að bíða og sjá hvað Teitur gerir í framhaldinu Það eru fáir sem þekkja hann vel en hann hlýtur að vera sterkur á svellinu eftir að hafa þolað ýmislegt í herbúð um Brann,“ er haft eftir sama leik manni. Mikil óreiða var á þjálfaramálum liðsins á sl. leiktíð. Ungur norskur þjálfari var ráðinn til starfa, Sture Fladmark, en leikmenn liðsins ósk uðu eftir að fá reyndari mann við hlið hans. Á meðan á leitinni stóð stýrð Fladmark liðinu í hæstu hæðir og um hríð var Lyn með 11 stiga forskot á Rosenborg sem varð síðan meistar um haustið. Króatinn Hrvoje Braovic var ráðinn um mitt sumar og eftir ráðningu hans fór að halla undan fæti, sem endaði með því að Braovic car látinn fara frá félaginu. Teitur til Lyn á ný TEITUR Þórðarson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Lyn um að hann verði þjálfari þess til ársloka 2004. Teitur sagði upp hjá Brann á þriðjudag en að hans mati hafði stjórn félagsins farið á bak við hann í endurskipulagningu innra starfs félagsins. Þetta er í ann- að sinn sem Teitur fer frá Brann og er ráðinn til starfa nánast með það sama hjá Lyn. Undir hans stjórn varð Lyn í fjórða sæti árið 1991 og 5. sæti árið á eftir. ■ Líst vel á Teit B/4 ■ Hugmyndir okkar B/2 KNATTSPYRNUSTJARNAN gamalkunna frá Brasilíu, Pele, er einn af ráðgjöfum Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA og hef- ur hann lagt fram hugmynd þess efnis að í stað gulu spjaldanna verði leikmenn sendir út af í tíu mínútur og þeir komi síðan inn á að nýju þegar sá refsitími er lið- inn. Samkvæmt heimildum norska dagblaðsins VG er hugmyndin upphaflega frá danska knatt- spyrnusambandinu og hafa menn á borð við Pele, Franz Becken- bauer og Michel Platini tekið vel í tillöguna. Leikmaður sem bryti af sér færi þá af velli í stað þess að fá gult spjald og bryti hann aftur af sér myndi hann fá rautt spjald líkt og tíðkast í dag. Fyrirliði norska liðsins Stabæk, Martin Andresen, segir að honum þyki hugmyndin ágæt þar sem gulu spjöldin þjóni ekki sínum til- gangi. Oft væri brotið gróflega á mönnum í upplögðum tækifærum og gult spjald væri ekki næg refs- ing í þeim tilvikum. Terje Hauge, knattspyrnudóm- ari frá Noregi, segir að skoða beri málið með opnum huga en til- lagan veki upp ýmsar nýjar spurningar. Pele vill sleppa gulum spjöldum Reuters Svisslendingurinn Didier Defago á fullri ferð í brekku í Val Gardena á Ítalíu, þar sem hann fagnaði sigri í risasvigi í gær. Samkomulag Elísabetar og ÍBV ÍBV Íþróttafélag í Vestmannaeyjum og El- ísabet Gunnarsdóttir, sem þjálfaði kvennalið félagsins í knattspyrnu síðasta sumar, hafa komist að samkomulagi um starfslok hennar hjá félaginu. Elísabetu var sagt upp störfum af kvennaráði ÍBV í júlí og hún höfðaði mál á hendur félaginu í kjölfarið, en hún hefur nú fellt þá málsókn niður. Í fréttatilkynningu frá aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags, sem gefin var út í gær, segir meðal annars að félagið harmi „þau vinnu- brögð er viðhöfð voru við brottrekstur El- ísabetar Gunnarsdóttur... og vill koma á framfæri afsökunarbeiðni varðandi þau um- mæli sem fráfarandi formaður kvennaráðs ÍBV lét hafa eftir sár í garð Elísabetar við hina ýmsu fjölmiðla í kjölfar málsins.“ Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 46 Viðskipti 14/16 Minningar 48/53 Erlent 16/22 Menntun 54 Höfuðborgin 26 Kirkjustarf 66/67 Akureyri 30 Staksteinar 68 Suðurnes 31 Staksteinar 68 Árborg 34 Myndasögur 70 Landið 35 Leikhús 74 Listir 35/40 Fólk 74/81 Neytendur 46 Bíó 70/73 Heilsa 47 Ljósvakamiðlar 82 Forystugrein 42 Veður 83 * * * HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær átta manns í fangelsi fyrir hlutdeild þeirra í þremur til- raunum til innflutnings á samtals rúmlega 20 kíló- um af hassi árið 2000. Hlutur mannanna í afbrot- unum var afar misjafn. Þyngsti dómurinn var tveggja ára fangelsi en sá vægasti tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Sá sem hlaut þyngsta dóm- inn, Sævar Þór Óskarsson, var búsettur í Hollandi á þessum tíma og sá um að útvega allt hassið þar. Um var að ræða þrjár smygltilraunir. Í þeirri fyrstu var burðardýr stöðvað á Keflavíkurflugvelli með um fimm kíló af hassi. Í annarri tilraun var háseti á Goðafossi fenginn til að koma 10 kílóum af hassi fyrir um borð en lög- regla lagði hald á efnið í Reykjavíkurhöfn. Þá hafði hásetinn lengi neitað að gefa samverkamönnum sínum upp hvar í skipinu hann hefði falið hassið og lögregla hafði leitað að því um borð, bæði í Rotter- dam og í Reykjavík. Hásetinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi. Í þriðju tilrauninni tók þáverandi 3. stýrimaður á Mánafossi að sér að flytja hass til landsins. Ákært var fyrir innflutning á 10 kílóum en dómurinn taldi ekki sannað að meira en 5 kílóum hefði verið komið um borð í skipið. Stýrimaðurinn sá síðan um að kasta hassinu í sjóinn við Engey og hafði búið svo um hnútana að hann taldi auðvelt að ná hassinu aft- ur upp. Tókst ekki að ná pakkanum Það reyndist hins vegar þrautin þyngri og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til leitar tókst honum og öðrum sakborningum ekki að ná pakkanum með hassinu upp. Stýrimaðurinn hlaut eins árs fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Maður sem hafði frumkvæði að innflutningi á 15 kílóum af hassi og aðstoðaði við að koma því í land eftir að hingað til lands kom var dæmdur í 20 mán- aða fangelsi. Annar hlaut 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í smygli á 10 kílóum af hassi. Sú hlutdeild þótti óveruleg en með þessu broti rauf hann skilorð átta mánaða dóms. Menn sem einkum þjónaðu hlut- verki milligöngumanna hlutu annars vegar sex mánaða fangelsi og hins vegar fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Atvinnukafari sem kvaðst aðeins hafa aðstoðað við leitina að nafninu til var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Samstarfsmaður hans staðfesti að ekki hefði verið um eiginlega leit að ræða. Taldi hér- aðsdómur að þó að telja mætti að um hálfkák hefði verið að ræða hefði hann freistað þess að finna um- ræddan pakka. Ekki yrði talið með öllu útilokað að hann fyndi pakkann og því yrði að refsa honum. Jón Finnbjörnsson dómsformaður kvað upp dóminn ásamt héraðsdómurunum Benedikt Bogasyni og Sigurði Halli Stefánssyni. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari sótti málið f.h. ríkissaksóknara. Átta sakfelldir en einn sýknaður í héraðsdómi Ekki sannað að „sjó- pakkinn“ hafi verið þyngri en fimm kíló ÞAÐ var eftirvænting í lofti þegar allir nemendur og starfsmenn Salaskóla í Kópavogi snæddu saman jóla- málsverð í gær en þetta var síðasta samkoman í skól- anum fyrir jólafríið framundan. Alls sátu 210 manns að jólasnæðingnum. Á borðum var hangikjöt og auðvitað rann Ket- krókur á lyktina og tók þátt í borðhaldinu. „Það var sko ekta jólasveinn hjá okkur,“ segir Hafsteinn Karls- son skólastjóri með áherslu. Hann undirstrikar þó að stundin hafi verið ákaflega hátíðleg. „Þarna voru allir krakkarnir með, 6–12 ára og svo voru „virðuleg“ skemmtiatriði eða klassísk jóla- tónlist, sem flutt var af tónlistarfólki í kennara- hópnum.“ Eitthvað virðist eftirvæntingin eftir jólunum hafa verið yfirþyrmandi fyrir hluta matargesta. „Sum fóru að gráta þegar allt var búið af því að þeim finnst svo langt þangað til að skólinn byrjar aftur og eiga eftir að sakna hans,“ segir Hafsteinn hálfhlæjandi en játar að þetta sé ekki slæm viðurkenning fyrir skólann. Líklega má þó ætla að sorgin renni fljótt af unga fólkinu, ekki síst í ljósi hátíðanna framundan. Morgunblaðið/Sverrir Ketkrókur rann á hangikjöts- lyktina í Salaskóla í Kópavogi HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alveg ljóst að fái hann ekki áfram sæti á Alþingi í næstu þingkosningum verði flokkur hans ekki aðili að nokkurri ríkisstjórn. Samkvæmt skoðanakönnun á fylgi flokkanna sem DV birti í gær fengi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sæti á þingi, tæki hún 5. sæti á lista Samfylk- ingar í Reykjavíkurkjördæmi norð- ur, en Framsóknarflokkurinn fengi engan mann kjörinn í Reykjavík- urkjördæmunum tveimur og því dytti Halldór út af þingi. Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var Halldór Ásgrímsson spurður hvort hann teldi, eins og Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, að líkur á vinstri stjórn eftir kosningar til Alþingis næsta vor hefðu minnkað með ákvörðun borgarstjóra að bjóða sig fram. Málin metin eftir kosningar Halldór sagðist ekki vilja kalla það vinstri stjórn en sagði ljóst að „ef Halldór Ásgrímsson fær ekki kosningu inn á þing þá verður nú vart Framsóknarflokkurinn aðili að nokkurri ríkisstjórn. Þannig að við verðum að meta málin að lokn- um kosningum. Við getum ekki verið að spá í spilin núna. Fjöl- miðlar í allan dag hafa verið að reikna þetta út, þótt það muni nú þarna kannski einu atkvæði. Þá náttúrlega liggur alveg ljóst fyrir að ef það er útkoman þá verður Framsóknarflokkurinn ekki með í ríkisstjórn,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Framsókn ekki í stjórn falli Halldór EINN af fjórum Pólverjum sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um þátttöku í innbrotum á Suður- og Vesturlandi er eftirlýstur í Póllandi fyrir nauðgun, innbrot og bílþjófnaði o.fl. Tekið er fram að hann sé ofbeld- isfullur og geti verið hættulegur. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur sent pólskum lögregluyfirvöld- um upplýsingar um að maðurinn sé í haldi hér á landi en ekki hefur borist ósk um að hann verði framseldur. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, fundust munir úr tíu innbrotum, allt frá Jök- ulsárlóni á Breiðamerkursandi að Snæfellsnesi, á dvalarstað mann- anna og í bifreiðinni sem þeir voru í þegar lögregla stöðvaði þá. Í varðhaldi til 9. janúar Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi en Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglunnar um áfram- haldandi gæsluvarðhald til 9. janúar yfir einum þeirra. Hann slasaðist þegar hann kastaði sér út úr bifreið- inni á flótta undan lögreglu. Menn- irnir hafa dvalið hér á landi í mis- langan tíma en hafa ekki dvalar- eða atvinnuleyfi. Auk rannsóknar á inn- brotum og þjófnuðum hefur ferill mannanna verið rannsakaður er- lendis. Tveir eiga sakaferil þar. Öðr- um var vísað frá Danmörku á síðasta ári en hinn er eftirlýstur í Póllandi m.a. fyrir nauðgun og bílþjófnaði. Eftir- lýstur í Póllandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.