Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 58

Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þetta langar mig í ... Hönnun og list að mínu skapi Hrefna Björk Hallgrímsdóttir leikkona Gallerí Fold - um jólin - Opið til kl. 22.00 Guðrún Öyahals Halla Boga Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is Gler í Bergvík KORNELÍUS BANKASTRÆTI 6 S. 551-8588 Úr, klukkur, skartgripir, og gjafavörur í miklu úrvali. HVÍLDARDAGURINN varð til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins. Ísland, land- ið okkar, er eign þjóðarinnar og fyrir fólkið sem á landinu býr. Þessa dýrmætu eign eigum við að umgangast af virðingu og mikil- vægustu auðlindirnar til lands og sjávar, sem við eigum að þakka hin góðu lífskjör, skulum við kapp- kosta að nýta á sem hagkvæm- astan hátt. En við komust ekki hjá því að breyta og umskapa. Við byggjum ekki svo hús eða leggjum vegi að náttúra landsins, ég vil ekki segja skemmist en breytist. Á minni löngu ævi hefur verið mikið um framkvæmdir sem óhjá- kvæmilega hafa víða gjörbreytt náttúru landsins. Ég vil kalla þetta umbætur sem gerðar eru fyrir fólkið í landinu. Aldrei sem nú er verið að endurbæta og skapa til hagsbóta fyrir þjóðina í nútíð að framtíð. Ég á þar við hinar fyr- irhuguðu stórkostlegu vatnsafls- virkjanir. Aldrei sem nú er deilt um hverju megi breyta og um- skapa. Mér finnst þessar hatrömmu deilur, um t.d. Kárahnjúkavirkjun, ganga út í öfgar og segja manni að ekki eigi að hafa fólk í fyrirrúmi. Kárahnjúkavirkjun er forsenda fyrir stóriðju og eflingu atvinnulífs á Austurlandi, sem um leið skapar þar skilyrði fyrir þróttmikið og fagurt mannlíf. Í minnisstæðri stólræðu sem ég hlýddi á 1958 í Holti í Önundar- firði, komst prestur svo að orði, að ekkert skraut í kirkjum jafnaðist á við fólkið. „Fólkið er mesta skraut- ið,“ sagði hann. Vissulega er eft- irsjá í gróðurreitum og hamra- veggjum sem fara undir vatn en ég vona að sem flestir geti verið sam- mála um það, að fólkið í landinu sé mesta skrautið. Það er leiðinlegt hvað margir virðast meta fólk eftir búsetu. Fyr- ir um 20 árum stóð til að reisa stórt álver á Keilisnesi og sækja orkuna austur á land, sökkva Eyja- bökkum. Þá heyrðist lítið í um- hverfisverndarsinnum, en þegar átti að nýta hina sömu orku fyrir austan ætlaði allt vitlaust að verða. Eyjabakkar urðu allt í einu merki- legasti staður landsins, bæði hvað varðar jurta- og dýralíf. Þessu til sönnunar sáum við í sjónvarpinu kvöld eftir kvöld stóran hóp af heiðagæsum fljúga þarna upp. En eftir að hætt var við að virkja þarna hafa aldrei verið sýndar heiðagæsir á þessum slóðum né minnst á „fáséð grös og steina“ sem varla ættu sinn líka á jörð- unni. Eins og áður segir er eftirsjá af grónu landi undir vatn. En vötn í óbyggðum hafa sannarlega nokk- uð sér til ágætis og mörg skáld hafa lofsungið íslensku fjallavötn- in. „Við fjallavötnin fagurblá er friður tign og ró ...“ „Ég reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði. Þá styttist leiðin löng og ströng ...“ Af hverju styttist hin langa og erfiða ferð? Skáldið svarar þessu í næstu ljóðlínu, þar segir: „Því ljúfan heyrði ég svanasöng, já svanasöng á heiði.“ Er ekki líklegt að á hinum nýju „himinbláu fjallavötnum syndi hvítir svanir eins og svanir eru vanir“. Fyrir nokkrum árum fór ég í ferðamannahópi á skemmtiferða- skipi um geysistórt uppistöðuvatn í Bandaríkjunum (Rooseveltsstífl- an). Mér fannst þessi sigling skemmtileg og rómantísk. Útsýnið fagurt, hamraveggir í kring alsett- ir kaktusum og fjöldi báta á vatn- inu af ýmsum stærðum og gerðum. Á skipinu fengum við veislumat og sáum ástfangið fólk í innilegum faðmlögum. Landsvirkjun hefur alla tíð lagt metnað sinn í að allar framkvæmd- ir falli sem best að landslaginu, grætt sár og gróðursett tré og runna. Ég hef þá trú að kappkost- að verði við Hálslón að koma til há- fjallagróðri og e.t.v. harðgerðum lágreistum trjágróðri, víðirunnum. Fyrirhugað Hálslón mun verða 57 ferkílómetrar. Ég sé í anda að á þessu geysistóra stöðuvatni muni sigla skemmtiferðaskip, þar sem farþegar gæða sér á fjallalambi og hreindýrakjöti og ástarblossa kvikna í hinu stórfenglega um- hverfi. Fólkið er mesta skrautið Eftir Þorstein Ólafsson Höfundur er fyrrv. kennari. „Lands- virkjun hefur alla tíð lagt metnað sinn í að allar framkvæmdir falli sem best að landslaginu, grætt sár og gróðursett tré og runna.“ SÍÐASTLIÐIÐ ár hefur verið starfrækt Reykjavíkurráð ung- menna sem er á vegum ÍTR. Í því sitja 16 ungmenni úr öllum hverfum borgarinnar. Í hverju hverfi eru starfrækt ungmennaráð en fulltrúar skólanna sem sitja í þeim eru kosnir lýðræðislega af nemendaráðum skólans. Ungmennaráð hvers hverf- is kýs svo tvö ungmenni til að sitja í Reykjavíkurráði. Hlutverk Reykjavíkurráðs og ungmennaráðanna er að efla ung- lingalýðræði, þar sem ekki hefur verið mikill grundvöllur fyrir ung- linga til að láta raddir sínar heyrast í íslensku samfélagi fram að þessu. Hlutverk ungmennanna sem sitja í Reykjavíkurráði er að leyfa börnum yngri en 18 ára að koma skoðunum sínum og tillögum að bættum kjör- um ungs fólks í Reykjavík í dag á framfæri á auðveldari hátt. Hug- myndin er einnig að vekja börn og unglinga til umhugsunar um hvað sé að gerast í þjóðfélaginu í dag og hvort hægt væri að bæta á einhvern hátt þá hluti innan samfélagsins sem snerta hagsmuni ungs fólks. Ástæð- an fyrir því er að ekki er mikil til- hneiging hjá börnum og unglingum að koma skoðunum sínum á fram- færi heldur líta þau á galla sam- félagsins og það sem betur mætti fara sem eitthvað sem þau geta ekki haft áhrif á og að óframkvæmanlegt sé að breyta þeim. Nú þar sem Reykjavíkurráð hefur verið sett á laggirnar vonumst við til að viðhorf ungmenna muni breytast og að raddir unglinga geti heyrst betur og tekið verði mark á þeim! Það hefur sýnt sig að börn og unglingar gera sér oft ekki grein fyrir rétti sínum og hafa ekki kynnt sér lög þar að lút- andi svo ekki sé minnst á barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna sem rík- isstjórn Íslands hefur skrifað undir. Þar sem börn og unglingar vita ekki um rétt sinn þá láta þau oft traðka á sér án þess að láta heyra í sér. Þetta er einnig eitt af því sem við erum að reyna að breyta, þ.e.a.s. að ungt fólk geri sér grein fyrir hver réttur þeirra sé og þori að standa upp á móti öðrum ef brotið er á þeim. Ástæðan fyrir því að Reykjavík- urráð fjallar að mestu um hag þeirra þegna þjóðfélagsins sem eru yngri en 18 ára er sú að þeir hafa ekki kosningarétt og hafa þar með ekkert að segja um það sem er að gerast. Oft er ekki tekið mark á þeim og er það hlutverk Reykjavíkurráðs að láta raddir ungmenna heyrast og hafa hagsmuni ungs fólks í fyrir- rúmi. Á borgarstjórnarfundi í mars sl. flutti Reykjavíkurráð tillögur, sem ungmennaráðin höfðu unnið að um veturinn, fyrir borgarstjórn. Það gekk mjög vel og mynduðust heitar umræður um hin ýmsu málefni. Voru tillögurnar sendar til viðeig- andi nefnda. Reykjavíkurráð hefur fengið svör frá nokkrum þeirra og hér verða nokkrar teknar sem dæmi: Umfangsmesta tillagan var að lækka fargjald í strætó vegna þess að öllum finnst of dýrt að nota þenn- an farkost miðað við gæði leiðakerf- isins og aðra farkosti. Þeirri tillögu var vísað til Strætó bs, og hefur bor- ist svar frá þeim þar sem tillagan verður tekin til umfjöllunar við væntanlega gjaldskrárbreytingu á næsta ári. Þetta mál brennur mikið á ungu fólki í dag og hefur fengið mesta umræðu á fundum Reykjavík- urráðs og ungmennaráðanna. Ung- lingar eru almennt mjög ósáttir við bæði verð og gæði leiðakerfisins. Þær tillögur sem sendar voru gatnamálastjóra, að koma yrði upp lýsingu milli Álakvíslar og Sílakvísl- ar í Árbænum og að útivellir í Laug- ardal og við Laugarlækjar- og Lang- holtsskóla yrðu lagfærðir, skiluðu sér með þeim árangri að lýsingin var sett upp og að bæting útivallanna verður tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlana. Nokkrar tillögur vörðuðu skóla- mál og voru sendar Fræðsluráði sem svaraði Reykjavíkurráði. Meðal þeirra voru að komið verði upp læst- um skápum í skólum fyrir nemend- ur, gert verði lesblindupróf fyrir öll börn svo að lesblinda uppgötvist sem fyrst og að komið verði upp mötu- neytum í alla grunnskóla. Þessum tillögum voru öllum svarað jákvætt. Nokkrum tillögum var vísað til Íþrótta- og tómstundaráðs. Meðal þeirra var að komið verði á fót sam- eiginlegri félagsmiðstöð í Grafar- vogi, verið er að skoða leiðir til að framkvæma þessa tillögu; og að að- staða fyrir körfuboltaiðkun verði bætt og að sett verði járnnet í körf- urnar. Þeirri tillögu var vísað til framkvæmdastjóra ÍTR að teknar verði upp viðræður við borgarskipu- lag og gatnamáladeild Reykjavíkur- borgar um þetta mál. Reykjavíkurráð ungmenna hefur nú einungis starfað í eitt ár og hefur okkur fundist mjög gaman og þrosk- andi að fá að starfa á þessum vett- vangi og hefur það verið mikil upp- lifun. Við höfum nú meiri skilning á því hvernig þjóðfélagið virkar og er- um opnari fyrir hugmyndum um að bæta samfélagið. Þátttaka í Reykjavíkurráði ungmenna hefur verið mjög áhugaverð og er það von okkar að nýkosið Reykjavíkurráð sem tók til starfa 1. nóvember síð- astliðinn ýti á eftir þeim tillögum sem ekki hafa náð í gegn og vinni áfram markvisst að lýðræði ung- menna í borginni og hafi hagsmuni ungmenna að leiðarljósi. Unglinga- lýðræði að aukast! Eftir Birgi Ásgeirsson, Írisi Stefaníu Skúladótt- ur og Sigríði T. Tulinius „Umfangs- mesta til- lagan var að lækka fargjald í strætó.“ Birgir Ásgeirsson er nemi við Verzlunarskóla Íslands, Íris Stefanía Skúladóttir er nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð og Sigríður T. Tulinius er nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Birgir Ásgeirsson Íris Stefanía Skúladóttir Sigríður T. Tulinius GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.