Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M yndlistarmennirnir Erla S.Haralds- dóttir og Jóhann Ludwik Torfason fengu í gær styrki úr Listasjóði Pennans fyrir árið 2002. Dómnefnd var skipuð mynd- listarmönnunum Kristjáni Stein- grími Jónssyni og Guðrúnu Ein- arsdóttur og Gunnari Dungal eiganda Pennans. Alls bárust sjóðn- um 80 umsóknir, og segir Kristján Steingrímur að margar þeirra hafi verið áhugaverðar og að erfitt hafi reynst að velja úr hópi umsækj- enda. Í ávarpi sínu við athöfnina í gær, þakkaði hann Gunnari Dungal ánægjulegt samstarf: „Að styrkja unga myndlistarmenn er þarft og göfugt verk en það hefur fyrirtæki þeirra hjóna Gunnars Dungal og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur gert af miklum myndugleik undanfarin 10 ár. En það er ekki síður mik- ilvægt að athygli beinist að verkum viðkomandi listamanna. Auk pen- ingastyrks mun Penninn kaupa verk eftir styrkþegana sem bætast munu í listaverkasafn Pennans. Fyrirtæki þeirra hjóna hefur safnað samtímamyndlist til fjölda ára. Framtakið ætti að vera öðrum fyr- irtækjum og einstaklingum hvatn- ing til að leggja sitt af mörkum til að efla myndlist.“ Ákveðið var að styrkja tvo listamenn að þessu sinni, og fær Erla fimm hundruð þúsund krónur og Jóhann þrjú hundruð þúsund. Mikilvægt að fá viðurkenningu á Íslandi Erla S. Haraldsdóttir segir að það hafi verið miklar gleðifréttir þegar hún fregnaði að hún hlyti Pennastyrkinn. „Það er gaman að vera myndlistarmaður, en það er líka púl og basl, og oft er maður ein- mana í vinnunni. Maður þarf líka að trúa á sjálfan sig. Það lyftir manni því mjög upp að fá svona viðurkenn- ingu. Þegar það var hringt í mig með þessa frétt varð allt miklu skemmtilegra. Ég er alltaf að sækja um styrki, eins og myndlistarmenn gera, en svo er maður ekkert endi- lega að vonast eftir svari, þannig að þetta kom mér mjög á óvart. Ég hef búið lengi erlendis, saknað Íslands og verið með heimþrá, og það er ekki síst þess vegna sem það skiptir mig máli að fá svona viðurkenningu á Íslandi.“ Erla S. Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 1967. Hún bjó í Svíþjóð frá níu ára aldri, en er nú sest að í Reykjavík. Eftir undirbúningsnám stundaði hún nám við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi frá 1993 til 1994. Frá 1994 stundaði húm nám við Valand listaháskólann í Gautaborg og úskrifaðist þaðan 1998. Hún dvaldi árið 1997 í San Francisco við nám í Art institute. Erla hélt sína fyrstu einkasýningu 1996 í Gallerí Rotor í Gautaborg. Síðan hefur hún haldið átta einka- sýningar og tekið þátt í um 30 sam- sýningum. Árið 1998 til 2000 rak Erla ásamt listamannahópnum Swe.de gallerí í Stokkhólmi. Frá og með þessu ári á hún sæti í stjórn gallerís Hlemms. Kristján Steingrímur hafði eft- irfarandi orð eftir Erlu um verk hennar: „Ég vinn með umhverfi og rými. Ég nota blandaða tækni með- al annars ljósmyndir, video, texta og gjörninga til að koma hug- myndum mínum á framfæri. Verk mín fjalla gjarnan um skynjun og mörk raunveruleika og ímyndunar.“ Kristján sagði ennfremur: „Þessi einkenni má sjá í verkum Erlu í myndröðinni Beautiful Landscape frá árinu 2000. Verkin eru sam- settar ljósmyndir. Þar teflir Erla saman íslensku landslagi og hlutum sem tilheyra öðrum veruleika. Hún beitir persónulegu innsæi við sam- setningar sínar fremur en rök- hugsun. Myndmálið verður í senn draumkennt en um leið áleitið. Verk Erlu virðast í fyrstu einföld en við nánari skoðun eru þau margræð. Næm tilfinning hennar fyrir við- fangsefninu hrífur áhorfendur.“ Fordæmi Pennans er vegvísir Jóhann Ludwik Torfason segir að viðurkenningin sé mikill heiður fyr- ir sig, en heiðurinn sé þó ekki síðri fyrir myndlistina sjálfa – það að þessi styrkur sé til staðar fyrir myndlist. Hann segir það líka virð- ingarvert að einkafyrirtæki skuli eiga hlut að máli. „Það er erfitt að segja hvað fyrirtæki almennt eiga í pottinum til að veita í menningu og listir. Það er til fyrirbæri sem heitir Listasjóður atvinnulífsins, en þótt hann sé til staðar hefur hann ekki reynst það virka afl sem myndlist- armenn vonuðust til. Fordæmi Pennans er því ákveðinn vegvísir og hvatning fyrir önnur fyrirtæki. Þau ættu að taka höndum saman við listamenn og knýja á um þá gömlu kröfu að Alþingi setji lög um skatta- afslátt til fyrirtækja sem styðja við menninguna.“ Jóhann fæddist í Reykjavík 1965. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991. Að námi loknu dvaldi hann um tíma á Spáni. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1994 og hefur haldið um átta einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og er- lendis. Auk myndlistar hefur Jó- hann fengist við myndskreytingar og kennslu. Í ávarpi sínu við athöfn- ina í gær vitnaði Kristján Stein- grímur í orð Jóhanns sjálfs um verk sín: „Ég bý til draumaleikföng með- vitaðs uppalanda. Í stað hins full- komna heims leikfangsins set ég veruleika raunheimsins. Í verkum mínum mætir neyslusamfélagið meðvituðum uppalanda. Tilgangur verkanna er að vekja áhorfandann til umhugsunar.“ Halldór Björn Runólfsson segir á einum stað í gagnrýni sinni um verk Jóhanns: „Það þarf mikla skipulags- hæfileika til að raða öllum þeim boðum og upplýsingum saman í eina mynd sem leynist í málverki Jó- hanns. Að auki vísar hann til allra átta, þar á meðal í Gjörningaklúbb- inn – Icelandic Love Corporation – þannig að unun er á að horfa. Jó- hann Ludwik sannar svo um munar að málverkið getur hæglega skákað bókmenntum sem ádeiluform, það er ef maður með óvenjulega hæfi- leika og innsæi heldur um stjórnvöl- inn.“ Styrkveitingar úr Listasjóði Pennans Jóhann Ludwik Torfason: ILC 2001. Tölvuverk, 84x152 cm.Erla S. Haraldsdóttir: Pósthússtræti (röðin „Here, there and everywhere“) 2001. Montage, 75x210 cm. Morgunblaðið/Kristinn Styrkþegar Listasjóðs Pennans, myndlistarmennirnir Erla S. Haraldsdóttir og Jóhann Ludwik Torfason. „Ætti að vera öðrum fyrirtækjum hvatning“ NÝTT safn hugleiðinga barna um guðdóminn, Börn skrifa guði, hefur litið dagsins ljós. Bréfin eru þýdd en íslenskur texti ritaður af börnum 4. -B í Melaskóla undir leiðsögn kennara. Mörg bréfanna eru glettnisleg, önnur grafalvarleg og í sumum falin djúp viska. Hvernig skyldi guð hafa áttað sig á því að hann væri guð? Skyldi séra Árni vera vinur hans, eða vinna þeir bara saman? Biðja dýrin til guðs líka, eða er kannski einhver annar fyrir þau? Þótt innihald bréfanna berist skaparanum ekki eftir hefðbundnum leiðum, veita þau full- orðnum dýrmæta innsýn í hugarheim barna og hvetja mann ósjálfrátt til þess að líta veröldina, og guð, í glænýju ljósi. Myndskreytingar eru skemmtilegar, stemma vel við bréfin og vekja kátínu smá- fólks. Tilvist án enda Hvar endar Einar Áskell? (Alfons á frum- málinu) er nýjasta viðbótin í stórt safn vinsælla bóka um samnefndan sjö ára dreng. Viðfangsefni bókarinnar er grundvallar- spurningin um að vera. „ER maður þar sem maður er? Hulstur, hylki með mínu nafni ... er það ég? Hvað með ylinn af kroppnum, á að telja hann með?“ Er það Einar Áskell sem dreifist með hráka sem verður eftir á gang- stéttarbrún? Eða andardrætti með eplalykt? Þótt stórt sé spurt uppgötvar Einar Áskell (og litlir áheyrendur) að hann er til dæmis til hjá öllum sem geyma hann í huga sér og að tilveran tekur engan enda. Söguhetjan Einar Áskell siglir hrað- byri í átt að fertugu þótt drengurinn í bókunum sé enn á barnsaldri. Bækurn- ar um Einar Áskel og Millu vinkonu hans, sem stundum bregður fyrir, eru orðnar 20 tals- ins og þar er gjarnan glímt við daglegan veru- leika. Einar Áskell er venjulegur strákur í hversdagslegum aðstæðum. Einar Ás- kell fær börn og fullorðna líka til þess að hugsa. Er hægt að fara fram á meira? Fjölbreytt krakkakvæði Krakkakvæði er nýútkomið safn eftir Böðvar Guðmundsson, sem minnir á þýddu ljóðabókina Í búðinni hans Mústafa sem Austur-Þýskaland gaf út fyrir jólin í fyrra. Yrkisefni Böðvars er af margvíslegum toga; ís- birnir á manntalsþingi, kötturinn Dröttur, magi mömmu hennar Dísu, amma sem ekki skilur ánægjuna af tölvuspili, samlynd föt á snúru, hunda- þing og síbannandi afi, svo eitthvað sé nefnt. Áslaug Jónsdóttir á heiðurinn af myndlýsingu. Krakkakvæði eru fjölbreytt og sniðug mörg hver. Kvæðið Hundaþing er til að mynda for- vitnilegt fyrir krakka sem búnir eru að ná góð- um tökum á tungumálinu, þar er að finna hátt í 60 orðmyndir um hunda. Ævintýri á hljóðbók Bróðurþel Lalla og Birgis er hljóðbók eftir Konráð K. Björgólfsson, sem jafnframt er upp- lesari og útgefandi. Diskurinn geymir fimm 14–18 mínútna sögur ætlaðar börnum sem sagðar eru eiga sér stoð í raunveruleikanum, þótt frjálslega sé farið með staðreyndir. Þar eru á ferðinni margvísleg ævintýri tveggja bræðra, grallara sem finna upp á ýmsu en eru bestu skinn. Götubardagar, þjóðsögur við mánaskin, draugar, bófahasar, bræðrabönd og leynifélag- ið Arnaraugað eru brotabrot af myndunum sem sögurnar draga upp í huganum og mikið um skemmtilegar athugasemdir. Tónlistarstef og leikhljóð lífga upp á frásögnina. Tilvist án enda og hundar á þingi Helga Kristín Einarsdóttir fjallar um fjórar nýútkomnar barnabækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.