Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 41 MEÐ tilkomu geislaplötunnar varð útgáfa á hljóðrituðu efni mun ódýrari en áður og útgáfuferlið auð- veldara í framkvæmd. Þess vegna hefur það færst í vöxt að menn ráð- ist í útgáfu á ýmiss konar tónlistar- efni þar sem hvatinn eru hugsjóna- ástæður, tilfinningaleg tengsl eða fjölskyldutengsl. Vinir, söngfélagar og skyldmenni taka sig saman og gera disk til heiðurs einhverjum að- ila sem þeim tengist. Og oft hefur tilefnið verið minna en hér. Jón Björnsson (1903–1987) var mikill frumkvöðull á tónlistarsvið- inu. Hann spilaði fyrir dansi, var organisti um 60 ára skeið, var einn stofnenda Karlakórsins Heimis og stjórnandi í 40 ár, stofnaði og stjórnaði Samkór Sauðárkróks og var stjórnandi Kirkjukórs Sauðár- króks. Auk þess var Jón afkasta- mikill tónsmiður, samdi fjöldann allan af einsöngs-, tvísöngs- og kór- lögum. Einnig stundaði hann bú- skap mestan hluta ævinnar. Í febr- úar á næsta ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Björnssonar og af því tilefni hefur þessi diskur litið dags- ins ljós. Lög Jóns Björnssonar eru áheyrileg og mörg hver falleg. En mig grunar að fæst þeirra séu þekkt utan heimabyggðar Jóns, Skagafjarðar. Svo er að ég held um flest lögin á þessum diski. Und- antekin eru þó lögin Hallarfrúin og Móðir mín sem oft hafa heyrst í út- varpi. Auk fyrrnefndra tveggja laga skara lögin Þráðurinn hvíti, Vornótt í Skagafirði og Lækurinn fram úr að mati undirritaðs. Flutningur flestra laganna er góður og stund- um mjög svo. Hinir ástsælu Álfta- gerðisbræður koma víða við á disk- inum, ýmist saman í hóp eða sem einstaklingar og standa alltaf fyrir sínu. Karlakórinn Heimir hefur þéttan og fallegan hljóm og virðist vera í stöðugri framför ef marka má þessar upptökur. Skagfirska söngsveitin hefur löngum notið góðs af stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur, sem auk þess að vera snjall kórstjóri er einnig meðal bestu söngkennara þjóðarinnar. Ekki má láta hjá líða að minnast á trausta einsöngvarana sem sumir hverjir hafa raddir sem myndu telj- ast góðar hvar sem er. Mér er sagt að þetta sé ekkert merkilegt. Þeir eru jú úr Skagafirðinum, hvað ann- ars! Þegar allt kemur til alls er hér um þarft framtak að ræða. Disk- urinn Lögin hans Jóns er góð heim- ild um merkilegan tónlistarfrömuð sem ekki má gleymast komandi kynslóðum Skagfirðinga og annarra landsmanna. TÓNLIST Geislaplötur Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum: Móð- ir mín, Þú varst mitt blóm, Hallarfrúin, Upprisa, Til mömmu, Hófadynur, Bí, bí og blaka, Þráðurinn hvíti, Björt nótt, Vornótt í Skagafirði, Kossinn, Harmljóð, Í góðra vina ranni, Helga Jarlsdóttir II, Hirðing- inn, Vorið kom í nótt, Lækurinn. Söngur: Karlakórinn Heimir, Steinbjörn Jónsson, Einar Halldórsson, Birgir Þórðarson, Jón Hallur Ingólfsson, Sigfús, Gísli og Pétur Péturssynir, Álftagerðisbræður, Rökk- urkórinn, Skagfirska söngsveitin, Þórunn Ólafsdóttir, Halla S. Jónsdóttir, Margrét Matthíasdóttir, Kirkjukór Sauðárkróks- kirkju, Þorbergur S. Jósefsson, Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson. Stjórn- endur: Jón Björnsson, Stefán R. Gísla- son, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Björg- vin Þ. Valdimarsson, Sveinn Árnason. Hljóðfæraleikur: Ólafur Vignir Alberts- son, Stefán R. Gíslason, Guðmundur Jó- hannsson, Thomas R. Higgerson (píanó). Heildarlengd: 50’05. Útgefandi: Barna- börn Jóns Björnssonar 2002. LÖGIN HANS JÓNS – ALDARMINNING 1903–2003 Til heiðurs tónlistarfrömuði Valdemar Pálsson Jón Björnsson: Merkilegur tónlist- arfrömuður sem ekki má gleymast. BIRGITTA Jónsdóttir skáld hefur staðið í ströngu á útgáfusviðinu þetta árið þó lítið hafi borið á afurðunum í íslenska bókaflóðinu. Hún hefur gef- ið út ljóðabókina Wake Up sem er al- gjörlega unnin af henni sjálfri, því ekki er nóg með að ljóðin í bókinni séu hennar heldur málar hún einnig myndirnar sem prýða bókina og síð- an er hún bundin inn í höndum, hvert eintak eftir pöntun og því ekki marg- ar bækur í umferð. „Mér finnst skemmtilegra að vinna þetta á þennan hátt. Það er dýrt að liggja með óselt upplag af ljóðabók og því fór ég þessa leið, að búa til ein- tökin jafnóðum og falast væri eftir þeim. Mér er líka mikið í mun að geta boðið upp á ódýrar en fallegar bæk- ur og gert þær persónulegar um leið. Engar tvær bækur er alveg eins. Bókin hefur verið þýdd yfir á jap- önsku og svo voru 9 ljóð úr henni ný- verið þýdd yfir á arabísku og hafa verið birt í Marokkóskum dag- blöðum. Ég hef verið sífellt meira að einbeita mér að því að koma ljóð- unum mínum á framfæri erlendis, þá helst með því að vera sýnileg í gegn- um netið,“ segir Birgitta. Birgitta ritstýrði einnig tveimur safnbókum og gaf út á árinu er nefn- ast The Book of Hope og The World Healing Book. Kveikjan að þessum bókum voru atburðirnir þann 11. september 2001 og í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að senda út kall á Veraldarvefnum og bjóða skáldum, listamönnum og trúarleiðtogum alls staðar í heiminum að leggja til verk í safn bóka sem ætlað voru að brúa bil- ið á milli ólíkra menningar og trúar- samfélaga. Svörunin var gríðarlega mikil og fékk hún meðal annars verk eftir þrjú höfuðskálda Bandaríkj- anna, Lawrence Ferlinghetti, Joy Harjo og Ritu Dove, greinar og ljóð eftir Dalai Lama, Sufi Meistarann Muhammad Zuhri og Rabbi Michael Lerner. „Mér fannst heimurinn vera í sár- um eftir þennan skelfilega atburð og stefna í meiri skelfingar, því biðlaði ég til skálda heimsins um ljóð sem á einhvern hátt sýndu vilja til að fara handan við trúarofstæki, þjóðern- ishyggju og hefnigirni. Viðbrögðin voru langt umfram það sem ég átti von á. Ég náði til fólks sem áður fyrr hefði ef til vill tekið mánuði og ár að finna og fá til liðs við þetta verk. Ég tel að bækurnar gefi ákaflega rétta mynd af vilja hins almenna borgara til að finna frið bæði hið innra og ytra á heimsvísu. Ég tók þá stefnu að ritstýra þessu þannig að hafna engum sem sendi inn efni, frekar að setja mjög skýra stefnu um inntak. Það tókst mjög vel enda var aðeins einu skáldi hafnað vegna þess að hún taldi sig ekki eiga verk sem væru ekki þjóðernisleg.“ Birgitta segir að bækurnar megi panta með því að fara inn á slóðina http//this.is/poems/hope. „Þar má líka finna nánari upplýsingar um alla höfundana og komast inn á heimasíð- ur þeirra. Bækurnar fást líka í bóka- búðum miðbæjarins.“ Birgitta kveðst hafa kynnst fjölda af góðu fólki í gegnum þetta verkefni og það eigi eftir að skila árangri langt inn í framtíðina. „Þetta er að- ferð til að eyða fordómum og auka skilning á milli fólks um heim allan. Þarna eiga efni skáld sem játa ólík trúarbrögð og hafa gerólíka lífsýn. Þeim er þó öllum sameiginlegt að vilja þroskast og fræðast og stuðla að friði. “ Þess má geta að allur ágóði af bókunum mun renna til Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna með ósk um að þeir peningar muni renna til barna í Afganistan. Ort um von og frið Birgitta Jónsdóttir UNNUR Guðjónsdóttir gaf Lands- bókasafni Íslands – Háskólabóka- safni kínverska útgáfu alfræðiorða- bókarinnar Britannicu á dögunum. „Ég hef verið að halda upp á 10 ára afmæli Kínaklúbbsins á þessu ári og er þessi gjöf rúsínan í pylsuend- anum. Ég vil með þessari gjöf auka möguleika fólks á því að kynnast Kína, sem landi og þjóð, á sem fjöl- breyttastan hátt. Eins og er eru það ekki margir sem leggja stund á kín- verska tungumálið hér á landi, en ég vona að breyting verði á því. Við nám í kínversku er bæði gagn og gaman að bera saman kínverska texta bók- arinnar við þann enska en bókin geymir allskyns fróðleik og allir ættu að geta fundið eitthvað áhuga- vert að lesa í henni,“ segir Unnur. Hún skipuleggur hópferðir Íslend- inga til Kína og ætlar næst í maí. Ritverkið er í 10 bindum, útgefið 1985–6. Morgunblaðið/Sverrir Kínversk útgáfa af alfræðiorðabókinni Britannicu afhent Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þorleifur Jónsson og Unnur Guðjónsdóttir. Landsbókasafn eignast Britannicu á kínversku Nýja ilmvatnið frá Cindy Crawford fæst í snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.