Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 79 KERTASNÍKI þekkja flestir enda kemur hann með einna vænlegustu gjafirnar í skóinn handa þægu börn- unum á aðfangadagsmorgun. Morg- unblaðið fékk tækifæri til að skyggnast inn í líf mannsins að baki jólasveinsins þrátt fyrir miklar annir. Hvað ertu með í vösunum? Svissneskan vasahníf, penna, minnisblokk, iPod-spilara, GPS- staðsetningartæki og NMT-síma. Ef þú værir ekki jólasveinn hvað vildirðu þá helst vera? Ég hefði áhuga á að reyna fyrir mér í kvikmyndum. Jafnvel fara til kvik- myndaborgarinnar Los Angeles. Þangað hafa nokkrir félagar mínir farið og hefur sumum vegnað nokk- uð vel. Þótt almenningur sjái ekki alltaf muninn eru kvikmyndir með sönnum jólasveinum alltaf betri. Hefurðu tárast í bíói? Já, oft og mörgum sinnum. Ég varð mjög snortinn þegar ég sá It’s a Wonderful Life fyrst og svo grét ég úr hlátri á National Lampoon’s Christmas Vacation. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Það var ekki nándar nærri eins margt í boði í mínum ungdómi eins og nú tíðkast. Ég held því að fyrstu tónleikarnir sem ég fór á hafi verið með Jólasveinakórnum, sem sam- anstendur af nokkrum söngelskum bræðrum mínum og mér sjálfum. En síðustu tónleikarnir sem ég fór á voru með Coldplay og Ash í Laug- ardalshöllinni. Það væri gaman ef Chris Martin féllist á að taka lagið með okkur bræðrunum og gefa út á fyrirhugaðri plötu Jólasveinakórs- ins, sem hefur verið heila eilífð í bí- gerð. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Helst þeir, sem reyna að leika mig með misgóðum árangri, hvort sem er útá götu eða á hvíta tjaldinu. Ekki síst Tim Allen í The Santa Clause 2 …eða nei annars, hann er ágæt- ur greyið. Það fer samt í taugarnar á mér að jólasveinar séu alltaf gerðir svona feitir. Við hreyfum okkur mjög mikið og mér finnst ég sjálfur frekar spengilegur miðað við aldur og fyrri störf. Hver er þinn helsti veikleiki? Segir það sig ekki sjálft? Ég er alltof veikur fyrir kertum og verð helst að eiga margar gerðir. Ég er sérstak- lega hrifinn af ilmkertum sem láta húsið lykta vel um leið og það lýsir og yljar. Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Gjafmildur, skeggjaður, gamall, fyndinn, söngelskur. Bítlarnir eða Rolling Stones? Ég verð að segja Bítlarnir. Ég er sér- staklega hrifinn af John Lennon. Hann hefur gert svo mörg falleg lög með góðum boðskap og tók sig líka svo vel út með myndarlegt skegg. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Það var annaðhvort Vegahandbókin eða Landabréfabókin. Þær eru báð- ar nauðsynlegar fyrir mann í mínu starfi. Hvaða lag kveikir blossann? Flestallt með James Brown og nátt- úrlega „Ég sá mömmu kyssa jóla- svein“. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Jólaplötu stúlknanna í Dest- iny’s Child. Þær syngja eins og englar. Annars er Haukur Morthens og Elly og Vilhjálmur alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir jólin. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég hef nokkrum sinnum gefið krökkum kartöflu í skóinn, sem áttu það ekki skilið. Ég var bara búinn með góðgætið og biðst fyrirgefningar á þessu. Krakkar, þið vitið hvað ég er að tala um. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Hreindýrakjöt. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki verið betri við hana móður mína. Allt þetta glens í okkur strákunum í gegnum tíðina hefur gert hana svo bitra. Trúir þú á líf eftir dauðann? Að sjálfsögðu. Of vondur við mömmu SOS SPURT & SVARAÐ Kertasníkir Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is H ö f u m o p n a ð e f t i r g a g n g e r a r b r e y t i n g a r . N ý s æ t i , m e i r a b i l á m i l l i b e k k j a , m e i r i h a l l i , n ý s ý n i n g a r t j ö l d o g h l j ó ð k e r f i . BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I YFIR 45.000 GESTIR. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi 14. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com RadíóX DV Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30 og 8.30. B.i.12 ára Föruneyti Hringsins + Tveggja Turna Tal = Maraþonsýning kl. 6 miðasala opnar kl. 5. Sýnd kl. 5.30. Nýr og betri DV RadíóX YFIR 45.000 GESTIR. Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tíma www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Enn tekst frændunum Craig og Day-Day að koma sér í vandræði. Þriðja og fyndnasta myndin til þessa í hinni bráðfjörugu Friday seríu. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.