Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLS bárust 554 umsóknir í 2.000 tonna byggðakvóta sjávarútvegs- ráðuneytisins sem auglýstur var fyrr í þessum mánuði en sjávarútvegsráð- herra kynnti úthlutun kvótans í gær. Alls fengu 59 umsóknir úthlutun en í mörgum þeirra stóðu fleiri en einn aðili að baki umsókninni. Stærsta út- hlutunin kom þannig í hlut umsóknar 14 aðila á Suðureyri, alls 160 tonn. Umsóknirnar voru flokkaðar eftir svæðum, farið yfir þær allar og metnar í samræmi við ákvæði reglu- gerðar sem fjallar um byggðakvóta. Þar segir að á fiskveiðiárinu 2002/ 2003 skuli úthluta 2.000 tonnum af óslægðum botnfiski í þorskígildum reiknað til stuðnings sjávarbyggð- um, sem lent hafa í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi. Við mat á um- sóknum var m.a. horft til stöðu og horfa í einstökum byggðarlögum með tilliti til þróunar veiða og vinnslu. Eins var metið hvort telja mætti líklegt, m.a. miðað við þær áætlanir sem fram komu í umsókn um aflaheimildir, að úthlutunin styrki sjávarbyggð til lengri tíma. Þá var lagt mat á hvort um væri að ræða samstarfsaðila í veiðum og vinnslu innan byggða eða landsvæða og hvort aðrar sértækar aðgerðir hefðu verið gerðar til styrkingar viðkom- andi sjávarbyggðum. Úthlutunin er í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Sérstakt punktakerfi var notað til að meta hlut hvers land- svæðis fyrir sig, þar sem tekið var mið af tekjum, íbúafjölda, fólksfækk- un, breytingum á aflaheimildum, lönduðum afla og afla í vinnslu í ein- stökum sjávarbyggðum. Samstarf vó þyngst Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði að við úthlutunina hafi mikil áhersla verið lögð á sam- starf aðila innan tiltekinna byggðar- laga og svæða. Það væri því einkenn- andi fyrir úthlutunina að samstarfs- aðilar fengju mestan kvótann. Þá hefðu hinar veikari byggðir, sem byggjast á sjávarútvegi og hafa minni möguleika til annarra hluta og samdráttur í sjávarútvegi orðið hvað mestur, vegið þyngra í mati á um- sóknum. Árni sagði að byggðakvót- anum væri ekki aðeins ætlað að koma til móts við útgerðir á viðkom- andi stöðum, heldur einnig land- vinnsluna og landverkafólk. Þó hafi í sumum tilfellum þurft að bregða frá reglunum, til dæmis í þeim tilfellum þar sem landvinnsla sé það veik- burða að litlir möguleikar séu á sam- starfi. Ekki hafi þótt rétt að útiloka einstök byggðarlög vegna þessa. Árni sagði að umsóknirnar hafi þó verið afar mismunandi og í sumum tilfellum hafi þær ekki þótt nægilega marktækar til að hægt væri að út- hluta kvóta eftir þeim. Þannig var 75 tonnum af byggðakvóta Húnaflóa ekki ráðstafað að þessu sinni, 45 tonnum af kvóta Norðausturlands og 50 tonnum af kvóta Mið-Austur- lands. Sagði Árni að væntanlega verði leitað eftir samstarfi við sveit- arstjórnir viðkomandi byggðarlaga við úthlutun kvótans. Sveitarstjórnir margra byggðar- laga hafa haft forystu um samstarf aðila á svæðunum og í mörgum til- fellum verið úthlutað kvóta. Árni sagði jákvætt að sveitarstjórnir tækju að sér að leiða samstarf aðila og tillit hafi verið tekið til þess við mat á umsóknum. Það væri síðan hlutverk sveitarstjórnanna að ráð- stafa kvótanum, enda hafi í flestum tilfellum verið tilgreint í umsóknun- um með hvaða hætti það verði gert. Að umsókn Suðureyrar stóðu 14 aðilar og var þeim úthlutað samtals 160 tonnum. Þeir sem stóðu að um- sókninni eru Fiskvinnslan Íslands- saga hf., Skræpa ehf., Klofningur ehf., Krækir ehf., Flugalda ehf., Út- gerðarfélagið Kristín ehf., Þorsteinn Guðbjörnsson, Golan ehf., Aðal- steinn Oddsson, Guðbjartur ehf., Percy ehf., Útgerðarfélagið Fimman ehf. og Guðmundur Ingimundarson. Næstmest af einstökum aflaheim- ildum kom í hlut Sandgerðisbæjar, 100 tonn, og hreppsnefnd Hríseyjar sem einnig fékk úthlutað 100 tonnum fyrir hönd fjögurra aðila. Fylgst með nýtingu kvótans Byggðakvótinn er framseljanleg- ur, að sögn Árna, til að gefa mögu- leika á að víxla kvóta einstakra teg- unda þar sem sérhæfing í vinnslu er meiri. Hann sagði að við mat á um- sóknum hafi allar einstakar útgerðir verið kannaðar og þær útgerðir sem hafi leigt frá sér kvóta í miklu magni, verið útilokaðar frá úthlutun. Árni sagði að ráðuneytið myndi í fram- haldinu fylgjast með því hvernig kvótinn verður nýttur; hvar honum verður landað og hvar hann verður unninn. Árni sagði að allir umsækjendur hafi haft möguleika á úthlutun, bæði stærri og minni aðilar. Vissulega væri margt matskennt við úthlut- unina og eflaust myndi úthlutunin vekja mismunandi viðbrögð. Að hans mati hafi hér verið valin sanngjarn- asta leiðin sem hægt var að fara. 554 umsóknir bárust í tvö þúsund tonna byggðakvóta sjávarútvegsráðuneytisins Mesta út- hlutunin til Suðureyrar                        ! " #                 $    $!  %  $& ! ' (            )(            *  &         ! #&(  $          )          $       STJÓRNIR SH og SÍF hafa báðar lýst yfir vilja sínum til formlegra viðræðna um sameiningu félaganna. Óformlegar viðræður milli félag- anna hafa átt sér stað að undan- förnu og telja stjórnir beggja félag- anna óheppilegt að það dragist á langinn að finna út hvort samein- ingu verði eða ekki. Formenn stjórna beggja félaganna segjast vonast til þess að af sameiningu verði. 120 milljarða velta Sameinað félag yrði hið lang- stærsta á Íslandi með um 120 millj- arða króna í ársveltu. Samlegðar- áhrif gætu orðið veruleg, sparnaður í rekstri að minnsta kosti hálfur milljarður og aukinn styrkur á mörkuðunum. Stjórn SÍF hf. samþykkti á fundi sínum í gær eftirfarandi tillögu: „Stjórn SÍF hf. lýsir yfir vilja sín- um til formlegra viðræðna við stjórn SH hf. um sameiningu félag- anna og óskar eftir svari þar að lút- andi fyrir 10. janúar 2003. Með vísan til fyrri bréfaskipta og umræðna um þetta mál er það skoð- un stjórnar SÍF hf., að óheppilegt sé, að það dragist lengi enn að finna út, hvort af sameiningu þessara fé- laga geti orðið á næstunni.“ Í kjölfar þess var stjórn SH boð- uð til fundar var þar eftirfarandi samþykkt: „Stjórn SH hf. barst í dag bréf frá stjórn SÍF hf. um vilja til form- legra viðræðna um sameiningu fé- laganna. Í framhaldi af því var stjórn SH hf. boðuð til fundar. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt: Með tilvísan í bréf stjórnar SÍF hf. sem barst í dag lýsir stjórn SH hf. yfir vilja sínum til að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu félaganna. Stjórn SH hf. tók einnig undir það sjónarmið stjórnar SÍF að óheppilegt væri að málið dragist á langinn og lýsti sig reiðubúna til að boða til stjórnar- fundar SH kring- um áramótin þar sem fjallað yrði nánar um for- sendur málsins og kveðið á um fyr- irkomulag við- ræðna.“ Sannfæring mín að félögin eigi að sameinast „Það er eitt og hálft ár síðan ég hreyfði þeim hug- myndum fyrst að rétt væri að ganga til viðræðna um það hvort heppilegt væri að sameina félögin. Ég sagði það á aðalfundi SH í vor að sparnaður í rekstri vegna sam- einingarinnar gæti numið um 500 milljónum króna. Ég skrifaði SÍF einnig bréf í vor og bauð þeim til viðræðna um sameiningu. Þá fékk ég bréf til baka, þar sem þeir töldu það ekki tímabært,“ segir Róbert Guðfinnson, formaður stjórnar SH. „Það er því ljóst að það hefur ver- ið sannfæring mín að félögin eigi að sameinast. Það yrði styrkur fyrir þetta félag og eigendur þess og ekki síður fyrir þá framleiðendur sem fé- lögin kaupa afurðir af. Ég fagna því innilega að þeir hjá SÍF skuli nú taka undir þessar hugmyndir mín- ar. Þetta er fyrsta skerfið og það er mikil vinna framund- an,“ segir Róbert Guðfinnsson. Mikil sam- legðaráhrif „Möguleikinn á sameiningu þessara félaga hefur verið lengi í umræðunni,“ segir Friðrik Páls- son, formaður stjórn- ar SÍF. „Hann hefur farið mjög hátt upp á síðkastið og það má segja að við höfum verið komin nokkuð vel á veg með að ákveða að fara í viðræður fyrir nokkrum vik- um. Síðan hefur það dregizt, en óformlegar viðræður hafa haldið áfram. Vitneskja um þær hefur ver- ið á mjög margra vitorði. Það er mjög óþægilegt fyrir félagið, bæði starfsmenn þess, viðskiptavini og hluthafa að þess háttar orðrómur sé stöðugt í gangi án þess að láta á það reyna hvort því fylgi alvara af beggja hálfu. Við vorum með reglu- bundinn stjórnarfund í SÍF í dag og það var tekin um þetta góð umræða og niðurstaðan var sú að það væri mjög áríðandi að það kæmi í ljós á næstunni hvort svona sameining væri möguleg og skynsamleg. Ef ekki, yrði viðræðum hætt og það gert lýðum ljóst að við værum ekki á þeirri skoðun að sameinast. Það er líka rétt að nefna það að við vorum búnir að kanna það með óformlegum hætti að mikill meiri- hluti stærstu hluthafa SÍF og jafn- vel líka í SH væru þeirrar skoðunar að rétt væri að láta á þetta reyna. Stjórnin taldi því rétt að verða við því. Ég er bjartsýnn á það að menn setjist yfir það að miklum heilindum og áhuga að ræða þessi mál. Það er ljóst að það er eftir talsvert miklu að slægjast í samlegðaráhrifum. Það er líka mjög mikilvægt úti á mörkuðunum að þessi félög nái að sameinast. Þau bæta hvort annað upp að verulegu leyti í mörgu tilliti og viðskiptavinir okkar eru stöðugt að renna saman starfsemi sinni og stækka og eflast. Það skiptir því meira og meira máli að vera stór aðili í viðskiptum við aðra stóra að- ila. Ég hef því fulla ástæðu til þess að ætla að það komi til sameiningar nema menn reki sig á einhver þau ljón í veginum, sem menn sjá ekki fyrir sér í dag. Þetta hefur verið lengi í umræðunni og við höfum ekki hnotið um neina þá annmarka sem væru það alvarlegir að við teld- um sameiningu ólíklega. Ella hefð- um við ekki farið af stað,“ segir Friðrik Pálsson. Full ástæða til að ætla að til sameiningar komi Stjórnir SÍF og SH lýsa vilja sínum til formlegra viðræðna um sameiningu félaganna ● VIÐSKIPTI hófust í gær með hlutabréf Kaupþings í kauphöllinni í Stokkhólmi. 405.200 hlutir skiptu um hendur fyrir andvirði rúmlega 5,4 milljóna sænskra króna, eða sem svarar tæplega 51 milljón íslenskra króna. Velta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands var í gær rúmar 422 milljónir króna. Lokagengi í Stokkhólmi var 13,5 sænskar krónur, eða 126,23 íslenskar krónur. Lokagengi í Kaup- höll Íslands var 127 krónur. Viðskipti með Kaup- þing í Stokkhólmi ● FLUGLEIÐIR seldu í gær eigin bréf fyrir rúmlega 9,3 milljónir kr. að nafn- verði til Burðaráss ehf. á verðinu kr. 4,7. Söluverð hlutarins er því tæpar 44 milljónir kr. Burðarás ehf. greiðir fyrir bréfin með öllum hlutabréfum sínum í Ferðaskrifstofu Íslands hf. og er félagið nú að fullu í eigu Flug- leiða hf. Eignarhlutur Flugleiða hf. í Flugleiðum hf. var fyrir viðskiptin 229 milljónir að nafnverði en er nú rúmar 219 milljónir kr. Eignarhlutur Burðar- áss í Flugleiðum hf. eftir viðskiptin nemur 657 milljónum kr. Burðarás er stærsti hluthafi í Flugleiðum. Burðarás eykur hlut sinn í Flugleiðum ● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Straumur hf. seldi í gær allan hlut sinn, 21,21%, í AcoTæknivali, ATV. Hlut- urinn var að nafnverði rúmar 93 millj- ónir kr. og miðað við lokagengi gær- dagsins, 0,75 kr., er markaðsverð hlutarins tæpar 70 milljónir kr. Kaup- þing í Lúxemborg keypti 14% hlutafjár í ATV í gær, en fyrir átti Kaupþing í Lúx- emborg ekki hlut í félaginu. Nafnverð bréfanna var rúm 61 milljón króna og miðað við lokagengi dagsins er mark- aðsverð þessa hlutar því um 46 millj- ónir kr. Í byrjun vikunnar keyptu Baug- ur ID og Eignarhaldsfélagið Fengur 47,9% hlutafjár í ATV í jöfnum hlut- föllum, 23,95% hvort félag. Straumur selur 21% í AcoTæknivali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.