Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1999 var haldin röð málstofa í Háskóla Íslands þar sem hagfræðingar og sagnfræðingar ræddu um hagstjórn á Íslandi á tuttugustu öld. Einkum var sjónum beint að tímabilinu frá 1930 til 1960. Nokkrir þátttakenda skrifuðu í kjölfarið ritgerðir um efnið. Nú hafa sjö þeirra verið gefnar út á bók sem Jónas H. Haralz ritstýrir. Bókin er um margt forvitnileg og það er mjög virðingarvert framtak að leiða saman fræðimenn af þessum tveimur sviðum til að ræða efni sem snertir þau bæði. Þá er einnig áhugavert að sjá saman annars vegar unga fræðimenn og hins veg- ar þrjá hagfræðinga og fyrrverandi bankamenn sem þekkja efnið afar vel af eigin reynslu, þá Jóhannes Nordal og Bjarna Braga Jónsson auk ritstjórans. Yngsti höfundur- inn, Magnús Sveinn Helgason, er fæddur 1974 en sá elsti, Jónas H. Haralz, rúmri hálfri öld fyrr, árið 1919. Mikil vinna hefur farið í heim- ildaöflun og enginn vafi leikur á því að bókin mun nýtast vel sem grunnur að frekari rannsóknum og skrifum um efnið. Bókin ber þess augljós merki að höfundarnir hafa mikinn áhuga á efninu og þeir skrifa með lesendur í huga sem hafa það líka. Höfundarnir eru knúnir af skilningsþorsta fræði- manna og það fer lítil orka í að reyna að gera textann skemmti- legan fyrir aðra. Það er ekkert út á þetta að setja, textinn er skýr og málfar ágætt. Bókin er skrifuð fyr- ir tiltekinn lesendahóp og fram- setningin hentar honum að flestu leyti prýðilega. Þó hefði verið til hægðarauka að hafa í bókinni nafna- og efnisorðaskrá og ýtar- legra efnisyfirlit auk heimildaskrár en heimildir eru ein- göngu tilgreindar í neðanmálsgreinum. Frágangur er yfirleitt ágætur þótt nokkrar prentvillur séu í ritinu og orðum sums staðar undarlega skipt á milli lína. Þessi atriði verða öll að skrifast á útgef- anda, ekki er við höf- unda eða ritstjóra að sakast. Hér eru engin tök á að fjalla ítarlega um efni ritgerðanna enda er afar víða komið við. Mest rými fer í umræðu um gengi krónunnar og fjármálakerfi og er sú saga öll afar sérkennileg séð með augum nútímans. Það virðist næsta ótrúlegt nú að þær lausnir í efnahagsmálum sem urðu fyrir valinu á þessum tíma hafi einhvern tíma þótt skynsam- legar. Sérstaklega er forvitnilegt að sjá hvernig grunnurinn var lagður að því að Íslendingar enduðu með aumasta gjaldmiðil í Vestur-Evr- ópu og handónýtt fjármálakerfi sem fyrst var farið að snúa ofan af löngu eftir að því tímabili sem hér er til skoðunar lauk. Þótt bók sem þessari sé sennilega einkum ætlað að hafa fræðilegt gildi getur hún þó augljóslega líka verið afar hag- nýt. Góður skilningur á mistökum fortíðarinnar ætti að minnka lík- urnar á að sagan endurtaki sig. Skilningur á mis- tökum fortíðar BÆKUR Efnahagsmál Þættir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930 til 1960. Ritstjóri Jónas H. Haralz. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag. 364 bls. 2002. FRÁ KREPPU TIL VIÐREISNAR Gylfi Magnússon Jónas Haralz SÝNING Elvu Hreiðarsdóttur í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg ber nafnið Grjót. Elva útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur síðan tekið þátt í nokkrum samsýningum, þetta er önnur einkasýning hennar. Á út- skriftarsýningu LHÍ sýndi Elva verk sem voru þrykk af grjóti. Nú tekur hún grjót og þrykkir því á tréplötur, vinnur síðan pappírsþrykk eftir verksummerkjunum og sýnir einnig plöturnar sjálfar. Verkin búa yfir vissri fegurð augnabliksins, tengslin við grjótið og náttúruna ljá þeim aukna dýpt en þau eru full-átakalítil. Listakonunni væri óhætt að ganga lengra á þessari braut, listamenn eins og Jóhann Eyfells til dæmis koma upp í hugann, sem virkilega hafa tek- ist á við náttúruna og krafta hennar. Tilvitnun Elvu í Steinljóð eftir Gest Þorgrímsson myndhöggvara gefur líka fyrirheit sem erfitt er að standa undir. Halldór Laxness líkti eitt sinn skriftunum við vinnu í grjótnámu, það sama gildir um allar listir. Árang- ur næst sjaldan nema listamaðurinn gangi alla leið, taki áhættu, beri grjót. VIÐ hliðina á Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustígnum hefur nú verið opnuð ný listmunaverslun undir nafn- inu Gallerí nr. 5. Hér eru sex listakon- ur með verk sín. Þær Álfheiður Ólafs- dóttir og Helga Sigurðardóttir sýna olíumálverk og vatnslitamyndir. Álf- heiður hefur áður sýnt málverk í Gall- erí Listakoti. Verk hennar búa yfir krafti og ákefð, en er ábótavant í út- færslu og tækni. Helga Sigurðardótt- ir sýnir landslagsmyndir unnar með vatnslitum, í miklum gylltum römm- um sem bera myndirnar dálítið ofur- liði, hún virðist vinna helst fyrir gjafa- vörumarkaðinn. Auk þessara tveggja selja þær Auður Inga Ingvarsdóttir og Ástrós Þorsteinsdóttir leirlistar- konur leirverk sín í versluninni, Matt- hildur Skúladóttir verk úr steindu gleri og loks er Ingunn Eydal, grafík- og glerlistakona með fallega gler- muni. Það er eiginlega villandi að nefna listmunaverslun gallerí, en merking þess orðs virðist vera þó nokkuð á reiki, hér á orðið listmuna- verslun betur við, sér í lagi þar sem ekki er um sérstakan sýningarsal fyr- ir myndlistarverk að ræða. En sem slík er verslunin falleg og hefur hag- lega og vel unna gripi að bjóða. HANDAN Laugavegarins, í Bankastræti 5, hafa fjórir ungir lista- menn opnað sýningu á verkum sínum í tímabundnu húsnæði. Þarna sýna þau Bryndís Brynjarsdóttir, Elsa Soffía Jónsdóttir, Hilmar Bjarnason og Þórdís Þorleiksdóttir verk sín. Bryndís Brynjarsdóttir útskrifað- ist frá málaradeild MHÍ 1999, síðan hefur hún tekið þátt í nokkrum sam- sýningum og haldið tvær einkasýn- ingar. Hún sýnir hér nokkur stór ol- íumálverk og þrívíð veggverk úr málmi og gleri. Málverkin byggjast á einföldum formum sem gefa til kynna rými og dýpt, líkt og svífandi veggir opnist út í tómið. Þrátt fyrir stærðina eru þau nokkuð hikandi og varfærn- islega unnin. Formin minna töluvert á verk hollenska málarans sem lést fyrir aldur fram, René Daniels, en í verkum hans býr hreinn sprengi- kraftur í einföldum formunum og þau lifa lengi í minninu. Þrívíðu verkin sem Bryndís sýnir á veggjum milli málverkanna vinna beinlínis gegn málverkunum, drepa niður þá svíf- andi rýmishugmynd sem vaknar í þeim. Hér þarf að hugleiða hverju verið er að leita eftir, áður en lengra er haldið. Elsa Soffía Jónsdóttir sýnir nokk- uð mörg málverk, bæði abstrakt og landslagverk. Þessi ólíku verk minna á stöðu málaralistarinnar í dag og það frelsi sem felst í því að nú er hægt að mála abstrakt og fígúratíft jöfnum höndum. Vandinn er bara sá að finna sín eigin markmið og gildi. Þórdís Þorleiksdóttir sýnir þrjú verk málverk af börnum. Verkin eru nokkuð kitsuð í stíl og erfitt að geta sér til um hvert ætlunarverk hennar er, af svo fáum verkum. Hilmar Bjarnason hefur getið sér gott orð fyrir rafræn hljóðverk sín og verk á mörkum myndlistar og hljóð- listar. Taktfast hljóðverk hans gefur sýningunni aukna vídd, það yfirgnæf- ir ekki heldur vinnur með málverk- unum, sérstaklega stóru myndum Elsu Soffíu. Salurinn sem þau velja að sýna í hentar illa til sýningarhalds og fram- setning og upphenging verka er ekki sérlega spennandi. Slitin gólfteppi og uppáþrengjandi rafmagnsstokkar gefa sýningunni óþarflega viðvan- ingslegan blæ. Það er ágætt að sýna viðleitni en málverkin myndu án efa njóta sín betur í hentugri salarkynn- um. Þrjár í miðbænum MYNDLIST Listhús Ófeigs Til 31. desember. Opið samkvæmt versl- unartíma í desember. BLÖNDUÐ TÆKNI, ELVA HREIÐ- ARSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir Verk Elvu Hreiðarsdóttur í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Bankastræti 5 Til 23. desember. Opið laugardag til mánudags kl. 13–18. SAMSÝNING FJÖGURRA LISTAMANNA Gallerí nr. 5, Skólavörðustíg 5 Opið á verslunartíma í desember. MÁLVERK, ÁLFHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, HELGA SIGURÐARDÓTTIR „ÍSLENSKU lögin eru í uppáhaldi hjá mér og aðdáendum mínum, fjölskyldunni og vinum, þannig að mig langaði til að hafa eitthvað ís- lenskt,“ segir Hanna Dóra Sturlu- dóttir sópransöngkona um geisla- disk sem hún gefur sjálf út, en þar leikur Steinunn Birna Ragn- arsdóttir með henni á píanó auk strengjakvartetts sem leikur í tveimur lögum. „Ég bætti þó við ljóðum sem ég hef sungið í gegn- um tíðina; – eftir Grieg, Richard Strauss og Brahms. Ég ætla líka að reyna að notfæra mér mark- aðinn úti, – og þó að ég sé ekki orðin mjög þekkt úti, þá er þar samt ákveðinn hópur sem myndi kaupa diskinn; – og svo mun ég auðvitað nota hann í kynningarskyni líka.“ Hanna Dóra hefur starfað við óperuhús erlendis um árabil; – var um tíma fastráðin við óperuna í Neustrelitz, en hefur að undanförnu verið bú- sett í Berlín og verið í lausamennsku í óperu- heiminum. En hvað er það við íslensku lögin sem heillar söngkonu sem alla jafna stendur á sviði og syngur óperur fyrir þúsundir áheyr- enda? „Það er oft talað um það úti, þegar fólk heyrir mig syngja íslensk lög, að það sé eitthvað við móðurmálið; íslenskuna, sem sýnir á mér aðra hlið í söngnum. Fólk er forvitið og talar um hvað tungumálið hljómar fallega. Svo er maður auðvitað búinn að syngja þessi lög árum saman, allt frá því að maður var í námi, og þekkir líka til allra hinna söngvaranna sem hafa sungið þau og veit að þau eru til í ótal upptökum. En þau eru samt hluti af manni sjálfum, og mér finnst ég verða að eiga hlut í þeim líka. Hver söngvari hefur sína túlkun og sína rödd og það skapar fjölbreytni. Svo syng ég líka tvö lög, Draumalandið og Þú ert yndið mitt yngsta og besta, við undirleik strengjakvartetts, og það er aðeins öðruvísi en þetta hefðbundna. Ég held að íslenskir söngvarar eigi ekk- ert að vera hræddir við að syngja ís- lensku lögin sem oftast, maður verð- ur aldrei þreyttur á þeim.“ Íslendingar brosandi af áhuga Eitt lag á diskinum er eftir föð- urbróður Hönnu Dóru, Halldór Þórðarson, og annað eftir sveitunga hennar úr Dölunum, Guðbjart Björgvinsson. „Ljóðin eru bæði eftir Björn Guð- mundsson sem var barnaskólakennarinn minn. Þessi lög eru þekkt heima í sveitinni og eru mjög oft sungin af kórum. Mig langaði að láta útsetja þau fyrir mig og fékk Árna Harðarson til þess. Þau eru því að heyrast hér í fyrsta sinn í einsöngsútgáfu.“ Fyrir um sex árum hvatti Diet- rich Fischer-Dieskau Hönnu Dóru eindregið til að snúa sér alfarið að ljóðasöng. Söngur hennar á ljóðatónleikum hér á landi hafa líka verið á þann veg að það hefur engum dulist, – hvorki al- menningi né gagnrýnendum, að hún á mikið er- indi í þá grein sönglistarinnar. „Ég hef alltaf haldið mikið upp á Grieg. Ég hef mikið sungið eftir Richard Strauss og söngvar hans henta röddinni minni mjög vel, en það eru bara örfá lög af mörgum fallegum sem ég syng á disk- inum. Brahms hef ég líka sungið mikið. Ég valdi á diskinn þá ljóðasöngva sem ég þekki best.“ Þegar þýski söngvarinn Andreas Schmidt var hér á dögunum sagði hann í viðtali við Morg- unblaðið að ljóðasöngurinn ætti undir högg að sækja í Þýskalandi. Hanna Dóra kannast við það. „Það var nú einmitt ein ástæðan fyrir því að treysti mér ekki til að velja ljóðasönginn ein- göngu. Það er bara ekki hægt. Kannski þegar maður er kominn í þann hóp söngvara að maður geti leyft sér að syngja hvað sem er og vera samt viss um að fá fólk í salinn. Það er ekki eins vel borgað að syngja á ljóðatónleikum og í óp- erunni og áheyrendur eru ekki jafn margir. Ég fór á ljóðatónleika með Dimitri Hvorostovsky í Þýsku óperunni fyrir nokkrum árum, og það var ekki einu sinni hálfur salur af fólki, á sama tíma og hann var að sópa að sér aðdáendum á óp- erusviðinu. Það er því auðvelt að fá miða á ljóðatónleika, jafnvel hjá stórum stjörnum. Þró- unin er svona í dag. Framboðið er mikið af alls konar listviðburðum og afþreyingu. Það er til dæmis uppselt á söngleiki langt fram í tímann, en óperan er að berjast fyrir sínum hlut. Ljóða- söngurinn hefur orðið undir í þessum slag, og ég get ekki útskýrt hvers vegna; en það er synd.“ En það er ekkert lát á vinsældum söng- tónleika á Íslandi og Hanna Dóra segir að það sé langskemmtilegast að syngja fyrir Íslendinga. „Það eru allir svo jákvæðir, og þó að íslenskir tónleikagestir séu góðir gagnrýnendur eru þeir líka þakklátir og brosandi af áhuga. Áhuginn á söng er gríðarlegur. Ég syng fyrst og fremst ánægjunnar vegna og reyni að miðla því til hlustenda í von um að þeir verði ánægðir líka.“ Hanna Dóra Sturludóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir á nýjum geisladiski Hanna Dóra Sturludóttir Fólk talar um það hvað íslenskan hljómar fallega Listasafn Íslands Barnadagskrá verður kl. 11–12 í tengslum við sýn- inguna Íslensk myndlist 1980–2000. Ævintýrapersóna og Halla Margrét Jóhannesdóttir leikari verða með leiðangur um sýninguna. Lúðrasveitin Svanur heldur jóla- tónleika í Ými kl. 16. Flutt verður ýmis þekkt og óþekkt jóla- og hátíð- artónlist, m.a. Cantique De Noël, The Christmas Song, Christmas Scenes, Calypso Christmas og Sleigh Ride. Hápunktur tónleikanna verður svo flutningur á konsertinum Carnival of Venice eftir Del Staig- ers. Einleikari er meðlimur í sveit- inni, hinn ungi trompetleikari Vil- hjálmur Ingi Sigurðsson, en hann mun ljúka einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík næst- komandi vor. Stjórnandi er Har- aldur Árni Haraldsson. Bankastræti 5 (áður Íslandsbanki) Skemmtidagskrá hefst kl. 14 með áritun og kynningu Antoníu Haf- steinsdóttur á bók sinni Ekki segja frá. Björn Thoroddsen leikur lög af nýjum geisladiski, Djass í Reykja- vík, kl. 15 og Tómas R. Einarsson leikur lög af diski sínum Kúbanska. Svo munu tónlistamennirnir leika saman djass af fingrum fram. Kl. 17 syngur Hörður Torfason og leikur lög af nýútkomnum diski sínum Bergmál 71/02. Kl. 20.30 áritar Thor Vilhjálmsson og les úr nýrri bók sinni, Sveigur og kl. 21 munu þeir Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarna- son gítarleikarar leika af nýrri plötu sinni Duo de mano. Anna Kristine les upp úr bók sinni Litróf lífsins kl. 16 í Litlu jólabúð- inni, Grundarstíg 7. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.