Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GENGIÐ var frá stofnun Eignarhalds- félagsins Fasteignar hf. í gær. Eigendur fé- lagsins eru fjórir, Ís- landsbanki, Lands- banki Íslands, Reykja- nesbær og Seltjarnar- neskaupstaður og leggja þeir fram fast- eignir að verðmæti fjórtán milljarða króna til félagsins. Íslands- banki og Landsbanki leggja allar fasteignir sínar til félagsins með örfáum undantekning- um. Sveitarfélögin leggja inn hluta af eignum sínum í upp- hafi en síðan væntanlega fleiri eignir þegar á líður og þróunin skýrist. Þau eiga að vísu eftir að ganga formlega frá málinu í bæj- arstjórnum en stefnt er að því að þeirri vinnu og umræðum verði lokið fyrir mánaðamótin janúar- febrúar. Eignarhlutföll skiptast jafnt á milli bankanna tveggja og sveitar- félaganna þannig að hver mun eiga fjórðung í félaginu og einn mann í stjórn. Hlutafé hvers og eins er 525 milljónir eða alls 2,1 milljarður króna. Stjórn Fasteignar skipa Guð- mundur Tómasson frá Íslands- banka, Haukur Haraldsson frá Landsbanka, Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, og Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, en framkvæmda- stjóri verður Ragnar Atli Guð- mundsson. Frumkvæði Íslandsbanka Ragnar Atli Guðmundsson vann að undirbúningi félagsins í sam- vinnu við Íslandsbanka og verður framkvæmdastjóri félagsins. Ragnar er viðskiptafræðingur og hefur reynslu af rekstri fasteigna og var áður m.a. framkvæmda- stjóri eignarhaldsfélagsins Kringl- unnar og fasteignafélagsins Þyrp- ingar. Ragnar segir að félagið sé sniðið sérstaklega fyrir fjármálafyrirtæki og opinbera geirann. Það ætli aftur á móti ekki að hasla sér völl á einkamarkaði. „Það er auðvitað nýtt að opinberir aðilar komi að fasteignafélagi hér á landi en það er þó þekkt víða erlendis, þ.m.t. á hinum Norð- urlöndunum. Fast- eign hefur burði til þess að verða mjög öflugt og stórt félag enda ákaflega traust- ir aðilar sem standa að félaginu. Við reiknum með að fleiri eigi eftir að slást í hópinn. En þetta verða valdir aðilar sem væntanlega koma munu inn. Eignir félagsins við stofnun eru um fjórtán milljarðar en þær fast- eignir sem falla innan þessa ramma sem hentað gætu félaginu eru nú um 200 milljarðar og svo eru framundan verkefni, misstór sem þetta félag gæti átt aðkomu að ef um það nást samningar.“ Kostnaður sýnilegri Ragnar segir að með því að leggja eignir sínar inn í félagið séu stofnendur að kljúfa rekstur fast- eigna frá kjarnastarfsemi sinni. Þá hafi sveitarfélögunum verið gert að stofna eignarsjóði eða setja eignirnar í sérstakt félag og reikna sér leigu. „Það er ein ástæða þess að mönnum hefur hugnast þessi hugmynd ágætlega, þ.e. í stað þess að gera þetta sjálf setja sveitarfélögin eignirnar í þetta félag. Fasteignir hafa til þessa einfald- lega verið hluti af heildarrekstri þeirra og með þessu móti verður mjög skýrt hver kostnaður við að eiga fasteign og reka hana verður, nýting fasteigna verður væntan- lega betri og forsendur nýfram- kvæmda verða skýrari en áður.“ Ragnar segir að félagið muni fyrst og fremst þjóna opinberum aðilum, þ.e. sveitarfélögunum og ríki og fyrirtækjum tengdum þeim. Íslandsbanki, Landsbanki, Seltjarnarnesbær og Reykjanesbær stofna fasteignafélag um opinberar eignir Eignir félags- ins fjórtán milljarðar Ragnar Atli Guðmundsson JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, segir að til viðbótar við hin almennu hag- kvæmnisrök sem búi að baki við- skiptahugmyndinni sé það einkum tvennt sem sveitarfélögin hafi í huga. „Í fyrsta lagi ber okkur sam- kvæmt nýjum reikningsskilavenjum að stofna til fasteignafélaga sem reka fasteignir sveitarfélaganna og leigja þær síðan bæjarsjóði. Í annan stað gefur einhvern veginn auga leið að framtíðin í slíkum rekstri hlýtur að vera sú að leita fyrst sérhæfingar og að lokum hagræðingar. Það að geta nýtt sér sérhæfingu og stærð- arhagkvæmni í félagi á borð við þetta eykur mjög líkurnar á því að við náum fram skilvirkari og hag- stæðari rekstri á okkar fasteignum. Um leið skerpir það sýnina á þjón- ustu sem okkur sveitarfélögunum ber einna helst að veita. Þannig rök- styðjum við þátttöku okkar í félag- inu.“ Jónmundur segist telja að bæj- arfélagið muni áfram hafa sveigj- anleika til þess að taka ákvarðanir og forgangsraða í viðhalds- og fast- eignamálum þótt fasteignirnar verði á vegum hins nýja félags. Kannski verði það einnig til bóta að viðhald fasteigna verði jafnvel stöðugra sem skili sér í betra ástandi þeirra. Samstaða í Reykjanesbæ „Okkur þótti þessi hugmynd spennandi og við skoðuðum hana með opnum hug,“ segir Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. „Það hefur verið góð samstaða um málið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og ég er alveg sannfærður um að þetta er jákvætt skref.“ Böðvar tekur fram að fasteignir sveitarfélaganna verði auðvitað áfram á sama stað og verði nýttar í þá starfsemi sem nú þegar er í þeim. „Sveitarfélögin eru ekki að missa tök á sínum málum því við erum beinir aðilar að félaginu og stjórn þess. Málið snýst auðvitað fyrst og fremst um það að nýta þekkingu til þess að reka og halda við fasteignum með betri og hagkvæmari hætti en nú er.“ Hagkvæm nýting fjár Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka, segir málið hafa lengi verið í undirbúningi af hálfu bankans og hann sé mjög ánægður með að fyrsta skrefið hafi nú verið stigið. „Það er alltaf gaman að glíma við nýja hugsun og við erum að ýta úr vör verkefni sem við teljum að eigi eftir að vera farsælt. Við erum öll að leita að sem hagkvæmastri nýtingu fasteigna með sem hagkvæmustum rekstri og jafnframt að hagkvæmri nýtingu á fjármagni.“ Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segist telja að viðhorf fólks til ýmissa eigna séu að breyt- ast, eins og t.d. í sambandi við bíla. Einu sinni hafi allir viljað eiga sinn bíl en nú sé staðan sú að helmingur bíla sé seldur á fjármögnunarleigu- samningi; menn líti einfaldlega á bíl- inn sem tæki til afnota. „Þessi hugs- un hefur verið að yfirfærast á fasteignir, þ.e. að þær séu tæki á borð við tölvu sem við þurfum að hafa til þess að geta sinnt okkar þjónustu sem við þurfum þó ekki nauðsynlega að eiga. Við höfum séð bæði sveitarfélög og ríki stuðla að því að setja málin í þann farveg að þeir sem hæfastir séu til þess að framkvæma verkin og gera þau á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt sjái þá um það. Það sé frekar hlutverk hins opinbera að sjá til þess að verkin verði framkvæmd.“ Binda vonir við hraðan vöxt Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að þegar þessi hugmynd hafi komið upp að stofna félag sem sérhæfði sig í því að eiga og reka eignir banka, opinberra aðila og þeirra sem eru með áhættu- stig frá 0 til 0,2 samkvæmt banka- reglum hafi mönnum hjá Lands- bankanum þótt það skynsamlegt. „Við teljum að það náist fram ein- hver sparnaður í rekstrinum en að- allega sjáum við í þessu við- skiptatækifæri og flöt á víðtæku samstarfi við sveitarfélög um að leysa fasteignamál. Það er sameig- inleg niðurstaða okkar að það sé skynsamlegt að reka þessar eignir í sérhæfðu félagi. Okkar von er að þetta félag geti vaxið mjög hratt og orðið stórt félag og hægt er að sjá fyrir sér að það kunni einhvern tíma að ná því að verða skráð á hluta- bréfamarkað.“ Morgunblaðið/Golli F.v. Jónmundur Guðmarsson, Halldór J. Kristjánsson, Valur Valsson, Bjarni Ármannsson og Böðvar Jónsson. Framtíðin í sérhæfingu og hagræðingu LAUNANEFND sveitarfélaga hef- ur óskað eftir áfrýjunarleyfi vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness frá því á miðvikudag þar sem Hafn- arfjarðarbær var dæmdur til að greiða kennara við Lækjarskóla laun og orlof sem viðbótarlaun óháð núgildandi kjarasamningi. Fjárhæð- in, 63 þúsund krónur, er undir áfrýjunarmörkum (um 400 þús kr.) og þarf því að sækja um sérstakt leyfi. Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðsstjóri lögfræðisviðs Samband íslenskra sveitarfélaga, segir þó með þessu ekki hafa verið tekna neina ákvörðun um áfrýjun heldur eingöngu tryggja möguleika á henni. „Við lítum svo á að hér sé um mjög alvarlegt mál að ræða sem fer þvert gegn skýru ákvæði í kjara- samningi launanefndar og KÍ,“ seg- ir hann. „Samkvæmt ákvæðinu var það forsenda fyrir gildi kjarasamn- ingsins að allir samningar um við- bótarráðningarkjör féllu niður enda var samið um verulegar taxtahækk- anir í staðinn. Hluti af rökum fyrir þeim hækkunum var tilfærsla á til- teknum kjörum inn í kjarasamning- inn og það var gert í góðri trú.“ Þurfa að átta sig á umfangi afleiðinga dómsins Um það hvort litið verði svo á að kjarasamningurinn sé fallinn úr gildi segir hann að það muni koma í ljós við nánari skoðun málsins hjá launanefnd sveitarfélaga. „Þá þurf- um við einnig að átta okkur betur á umfangi afleiðinga dómsins ef hann stendur svona,“ segir hann. „Á fimmtudaginn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vestfjarða í eðlislíku máli. Það mál sneri reyndar á hinn veginn. Þar var kennari sem krafðist þess að Vest- urbyggð héldi áfram að greiða hon- um staðaruppbót á grundvelli sömu yfirlýsingar og hinn dómurinn fjallaði um. Sveitarfélagið neitaði að greiða þetta, aðallega á grundvelli þess að staðaruppbót er ekki og hefur aldrei verið „launategund kjarasamnings“. Um slíkt er ekki samið í kjarasamningum okkar. Sá dómari taldi hins vegar í því tilfelli að með kjarasamningi sé hægt að hafa áhrif á persónubundin ráðning- arkjör og dæmdi sveitarfélagið til að greiða staðaruppbótina áfram. Ég get ekki betur séð en þessir dómar gangi hvor gegn öðrum.“ Óskað áfrýjunar á máli kennara gegn sveitarfélögum Fer þvert gegn skýru ákvæði í samningi KÆRUNEFND um opinbert eft- irlit með fjármálastarfsemi hefur með nýjum úrskurði sínum stað- fest ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að synja umsókn Starfs- mannasjóðs SPRON um heimild til þess að kaupa virkan eignar- hlut í SPRON, Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis. Í tilkynningu frá stjórn starfs- mannasjóðsins koma fram von- brigði með þessa niðurstöðu kærunefndar og telur stjórnin það miður að stofnfjáreigendum skuli meinað að njóta markaðskosta, eins og það er orðað. Er verið að skoða úrskurðinn og verður áfram unnið að málinu með hagsmuni stofnfjáreigenda og sjálfstæði sparisjóðsins að leið- arljósi. Hefur stjórnin sent stofn- fjáreigendum bréf um stöðu máls- ins. Hagsmunir tryggðir „Meginrökstuðningur í úr- skurði Fjármálaeftirlitsins var á sínum tíma að hátt gengi á stofn- fjárbréfum væri til þess fallið að valda hagsmunaárekstrum á milli stofnfjáreigenda og SPRON. Kærunefndin tekur undir það mat Fjármálaeftirlitsins en legg- ur enn fremur áherslu á að dreifð eignaraðild að stofnfjárhlutum sé best til þess fallin að tryggja hags- muni sparisjóðsins sjálfs gagnvart stofnfjáreigendum,“ segir í til- kynningu stjórnar starfsmanna- sjóðs SPRON. Umsókn Starfs- mannasjóðs SPRON hafnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.