Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Queen T kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pét- ur Jónsson kemur í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er laugardagsins 21. des- ember er 39546. Mannamót Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofa og skrifstofa félagsins verða lokaðar 23. des. og 24. des. einnig milli jóla og nýárs. Opnar aftur 2. janúar. Félagsstarfið fellur niður milli jóla og nýárs. Hefst aftur með dansleik 5. janúar. FEB óskar öllum eldri borg- um gleðilega jóla og far- sældar á nýju ári. Gerðuberg, félagsstarf. Á Þorlákmessu opið 9– 16.30. Allar uppl. á staðn- um og í s. 575 7720. Vesturgata 7. Nýtt jóga- námskeið byrjar mánu- daginn 6. janúar. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl.10.30– 11.30. Leiðbeinandi Hild- ur Björg Eydal. Frír prufutími, upplýsingar og skráning í s. 562 7077. Starfsfólk Vesturgötu 7 óskar gestum og velunn- urum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, með þökk fyrir hið liðna. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara) kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Ásartrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Suður- landi: Vestmannaeyjar: Apótek Vestmannaeyja, Vestmannabraut 24. Sel- foss: Selfoss Apótek, Kjarninn. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um á Suðurlandi: Í Vest- mannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skóverslun, Vestmannabraut 23, s. 481-1826. Á Hellu: Mos- felli, Þrúðvangi 6, s. 487- 5828. Á Flúðum: hjá Sól- veigu Ólafsdóttur, Versl. Grund, s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Ír- is, Austurvegi 4, s. 482- 1468 og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. Í Þorláks- höfn: hjá Huldu I. Guð- mundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422-7000. Í Kefla- vík: í Bókabúð Keflavík- ur, Pennanum, Sól- vallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Íslandspósti, Hafnargötu 89, s. 421- 5000. Í Vogum: Hjá Ís- landspósti b/t Ásu Árna- dóttur, Tjarnargötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum-Eymunds- son, Strandgötu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um í Reykjavík: Skrif- stofu LHS, Suðurgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552-4045, hjá Hirti, Bónushúsinu, Suður- strönd 2, Seltjarnarnesi, s. 561-4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bókaskemm- unni, Stillholti 18, s. 431- 2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borg- arnesi og hjá Elínu Frí- mannsd., Höfðagrund 18, s. 431-4081. Í Grund- arfirði: í Hrannarbúð- inni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436- 1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísafirði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456-3380, hjá Jónínu Högnad., Esso- versluninni, s. 456-3990 og hjá Jóhanni Káras., Engjavegi 8, s. 456-3538. Í Bolungarvík: hjá Krist- ínu Karvelsd., Miðstræti 14, s. 456-7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um á Norðurlandi: Á Blönduósi: blómabúðin Bæjarblómið, Húna- braut 4, s. 452-4643. Á Sauðárkróki: í Blóma- og gjafabúðinni, Hólavegi 22, s. 453-5253. Á Hofs- ósi: Íslandspóstur hf., s. 453-7300, Strax, mat- vöruverslun, Suðurgötu 2–4, s. 467-1201. Á Ólafs- firði: í Blómaskúrnum, Kirkjuvegi 14b, s. 466- 2700 og hjá Hafdísi Kristjánsdóttur, Ólafs- vegi 30, s. 466-2260. Á Dalvík: í Blómabúðinni Ilex, Hafnarbraut 7, s. 466-1212 og hjá Valgerði Guðmundsdóttur, Hjarð- arslóð 4e, s. 466-1490. Á Akureyri: í Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, s. 462-2685, í bóka- búðinni Möppudýrinu, Sunnuhlíð 12c, s. 462- 6368, Pennanum, Bók- vali, Hafnarstræti 91–93, s. 461-5050 og í blóma- búðinni Akri, Kaupvangi, Mýrarvegi, s. 462-4800. Á Húsavík: í Blómabúð- inni Tamara, Garð- arsbraut 62, s. 464-1565, í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, s. 464-1234 og hjá Skúla Jónssyni, Reykjaheiðarvegi 2, s. 464-1178. Á Laugum í Reykjadal: í Bókaversl- un Rannveigar H. Ólafsd., s. 464-3191. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöð- um á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botnahlíð 14, s. 472-1173. Á Nes- kaupstað: í blómabúðinni Laufskálanum, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egils- stöðum: í Blómabæ, Mið- vangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474-1177. Á Eski- firði: hjá Aðalheiði Ingi- mundard., Bleikárshlíð 57, s. 476-1223. Á Fá- skrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475-1273. Á Horna- firði: hjá Sigurgeir Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478-1653. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu fé- lagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er laugardagur 21. desem- ber, 355. dagur ársins 2002, Tóm- asarmessa. Orð dagsins: En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans. (Post. 16, 31.–33.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 klettaveggur, 8 laun- ung, 9 auðugur, 10 úr- skurð, 11 vísa, 13 manns- nafn, 15 baug, 18 stefnan, 21 blóm, 22 vonda, 23 steins, 24 mikill þjófur. LÓÐRÉTT: 2 drekka, 3 suða, 4 brjósta, 5 vindhviðan, 6 fyrirtæki, 7 tölustafur, 12 ætt, 14 megna, 15 hljóð- færi, 16 spriklinu, 17 þyngdareining, 18 kær- leikurinn, 19 ámu, 20 tæp. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 björk, 4 þjaka, 7 gadds, 8 ótækt, 9 tef, 11 ræða, 13 bana, 14 lægir, 15 mont, 17 átak, 20 fat, 22 lenda, 23 Júðar, 24 Iðunn, 25 nauti. Lóðrétt: 1 bugur, 2 önduð, 3 kost, 4 þjóf, 5 afæta, 6 aftra, 10 eggja, 12 alt, 13 brá, 15 mælgi, 16 nunnu, 18 tuðru, 19 korði, 20 fann, 21 tjón. Víkverji skrifar... VÍKVERJI verður að viðurkennaað hann er að niðurlotum kom- inn – og enn nokkrir dagar til jóla. Nú heldur kannski einhver að Víkverji hafi tapað sér í hreingerningum, kökubakstri eða jólagjafainnkaup- um. Þvert á móti tók hann snemma ákvörðun um að stilla jólaundirbún- ingnum í hóf og hefja hann nægilega snemma til að takast á við aukaálagið í vinnunni og njóta aðventunnar með tveimur börnum sínum – öðru í leik- skóla og hinu í fyrsta bekk grunn- skóla. x x x ÝMISLEGT fer þó öðruvísi enætlað er eins og Víkverji hefur rekið sig á. Víkverji áttaði sig reynd- ar ekki alveg á því í hvað stefndi til að byrja með því að hann hafði ekki átt börn á tveimur skólastigum fyrr. Þegar hann sótti yngra barnið á leik- skólann snemma á aðventunni beið hans þar langur listi yfir ýmsa við- burði í starfinu fram að jólum, þ.á m. föndurstund, jólaball og jólakaffi, allt með þátttöku foreldra. Víkverji var að vonum ánægður með að fá að taka þátt í leikskólastarfinu með þessum hætti og þóttist nokkuð viss um að hann gæti klipið örlítið af vinnutím- anum til að lyfta sér upp með leik- skólabarninu – þó hann hefði reyndar vissar efasemdir um að halda jólaball með þátttöku foreldra kl. 14 á virkum degi. Hann áttaði sig heldur ekki á því fyrr en viku seinna að álíka marg- ar uppákomur svo ekki sé minnst á styttri skóladaga biðu hans í grunn- skólanum – þ.á m. jólaleikrit kl. 15 á föstudegi. Víkverja féll gjörsamlega ketill í eld. Hvernig átti hann að geta sinnt skyldum sínum sem foreldri og starfsmaður síðustu vikurnar fyrir jól? Skemmst er frá því að segja að hnútur byrjaði að myndast í magan- um á Víkverja. Hann hefur ýmist beðið um leyfi frá störfum til að mæta á ýmiss konar uppákomur í leikskól- anum eða grunnskólanum eða ein- faldlega skroppið frá í leyfisleysi með þeim afleiðingum að verkefnin hafa hlaðist upp á borðinu hjá honum. Desember er nefnilega álagstími hjá blaðamönnum eins og fleiri stéttum. x x x SEM DÆMI um dagskrána erhægt að nefna að í þessari viku mætti Víkverji í jólakaffi á leikskól- anum á þriðjudagsmorgni, hádegis- mat í grunnskólanum á miðvikudegi, mætti tveimur tímum of seint í vinn- una á fimmtudegi þar sem skóladag- urinn var styttri í grunnskólanum og var síðan með skólabarnið með sér sex tíma í vinnunni á föstudegi. Nú velta því örugglega einhverjir fyrir sér hvort aðrir í stórfjölskyld- unni hafi ekki getað hlaupið undir bagga með Víkverja og svarið er því miður – nei. Vinna hins foreldris barnanna býður ekki upp á að for- eldrið komist frá og eini afinn og amman í fjölskyldunni eru bæði á fullu í atvinnulífinu eins og gildir reyndar um flesta af þeirra kynslóð. Auðvitað hefur Víkverji metnað til að vera gott foreldri og helst af öllu vildi hann ekki þurfa að vinna jafnmikið og raun ber vitni frá börnunum sín- um. Íslenskur veruleiki er bara allt annar og setur foreldra hvað eftir annað í sömu klípu á milli foreldra- hlutverksins og atvinnulífsins. Þegar skólakerfið síðan bætir um betur með því að ætlast til að foreldrar mæti hvað eftir annað á skólauppá- komur á miðjum vinnudegi er hætt við því að síðasti orkudropinn renni út hjá foreldrum fyrir sjálfa jólahelg- ina. Þjónustugleði og bros á vör ÉG fór ásamt syni mínum að kaupa jólatré hjá Krón- unni við Hvaleyrarbraut þriðjudaginn 17. desember sl. Ung stúlka, Sandra, af- greiddi okkur og þó erfitt væri að finna hið fullkomna tré hætti hún ekki fyrr en það tókst, alltaf jákvæð og með bros á vör. Vil ég óska henni gleðilegra jóla og þakka henni fyrir einstaka hjálpsemi og liðlegheit, óskandi að fleiri væru svona í jólastressinu. Ánægður viðskiptavinur. Ábending til Orkumanna VIÐ Kópavogsbúar voru glaðir þegar Orkan setti upp bensíntank á Smiðju- vegi og þar er jafnan margt um manninn. Eitt skyggir þó á ánægj- una. Lítið virðist hugsað um að hafa þessa ágætu hluti í lagi. Umsjónaraðili hirðir ekki um að hafa sjálf- salann þannig að unnt sé að fá úr honum kvittun fyrir bensíndropanum. Oftast kemur auður strimill út og er bagalegt fyrir þá sem vilja fylgjast með bensín- notkun sinni. Vinsamlega takið þetta til athugunar og bætið þjónustuna. Kópavogsbúi. Að losna við handrukkara ÞAÐ eru til ráð að losna við handrukkara. Í fyrsta lagi að eiga engin viðskipti við slíka gaura. Í öðru lagi að foreldrar brýni fyrir börn- um sínum að þau fjárfesti ekki í meiru en þau eru borgunarmenn fyrir. Að uppalendur sýni sjálfir gott fordæmi hvað þetta varðar. Í mínu ungdæmi voru þeir sem lifðu um efni fram ým- ist kallaðir flottræflar eða óráðsíufólk. Væru hin gömlu góðu gildi meira í heiðri höfð í dag farnaðist fólki betur. Þá væri biðrað- irnar styttri hjá hjálpar- stofnunum. En þær eru gróflega misnotaðar. Eða þegar fólk sækir þangað fulla bíla af varningi út á foreldra sína sem eru á elli- heimilum. Skúrkarnir eru víða. Eldri borgari. Tapað/fundið Svartir hanskar týndust SVARTIR prjónahanskar týndust miðvikudaginn 17. desember. Þeir eru hálf- uppháir, mjög sérstakir og hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 698 0650 og 587 0920. Fundarlaun. Úlpa í óskilum GRÁ, þunn úlpa á fullorð- inn, fannst á Kambsvegi 56. Upplýsingar í síma 553 3793. Gullhringur týndist GULLHRINGUR með grænum steini týndist í síð- ustu viku. Skilvís finnandi hafi samband í síma 690 2490. Dýrahald Castró er týndur CASTRO hvarf frá heimili sínu í Kópavogi 18. desem- ber sl. Hann er grár með svörtu í og hvítur á mag- anum, blandaður skógar- köttur. Hann hefur aldrei farið út án eftirlits og hann er hræddur við bíla. Þeir sem hafa upplýsingar um hann hafi strax samband í síma 554 4157 eða 866 1891. Kanína í óskilum í Hafnarfirði KANÍNA, hvít með gráleit eyru, er í óskilum í Hvömmunum í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 565 4582. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG las grein Jóns Kjart- anssonar frá Pálmholti í Velvakanda 15. desember sl. þar sem hann dregur upp ófagra mynd af út- burðum í Reykjavík nú- tímans. Hann vitnar líka í hvernig gamla hrepp- stjóraþjóðfélagið sundraði heimilum. Svo segir hann: Kannski verður þetta næsta stig í fjölskyldu- stefnu R-listans. Vonandi verður það nú aldrei svo slæmt. Það er farið fram á útburð hjá Félagsbústöð- um hf. ef fólk getur ekki borgað húsaleiguna og fólk hefur verið borið út. Slík vinnubrögð á að banna með lögum. Það er engin lausn mála að henda fólki út á guð og gaddinn og er ekki sæmandi kristnu moldríku samfélagi. Það eru ekki allir svo heppnir að fá bita af góðærishlað- borðinu fræga. Öryrkjar og annað fátækt fólk fá ekki nema örfáa mola frá stjórnvöldum. Góðærið virðist ekki ná til allra. R-listinn lagði til að eytt yrði 11 milljónum króna í sérfræðiþjónustu fyrir borgarfulltrúa. Um svipað leyti er hækkuð húsaleiga hjá Félagsbústöðum í for- gangi. Hallgrímur Kristinsson. Bönnum útburð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.