Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 39 Síðumúla 3-5 Sími 553 7355 Opið alla daga frá kl. 11-18 23. des. opið frá kl. 11-23 24. des. opið frá kl. 11-13 Satínnáttkjólar Stuttir verð kr. 3.800 Síðir verð kr. 6.400 Silkináttföt Verð kr. 14.200 Undirföt í úrvali Draumagjöfin hennar! VERK eftir listakonuna Línu Rut Wilberg var nýverið valið á forsíðu jólakorts alþjóðlega tækni- og upp- lýsingafyrirtækisins UBICS, Inc. Þetta er í annað sinn sem Línu Rut hlotnast þessi heiður en UBICS, Inc. er fyrirtæki sem er starfandi í fjölda landa víðsvegar um heim. Verk eftir Línu Rut val- ið á jólakort Verk Línu Rutar nefnist „Dancing around the Christmas tree“. FRAMLAG til smáverkasafns listamanna sem áhuga hafa á Íslandi, mætti nefna framkvæmd sem undan- farið hefur verið uppi í Hafnarborg, nánar tiltekið Sverrissal og Apoteki. Annars nefnist sýningin Sambönd Ís- lands sem vísar til persónulegra kynna og sambanda milli lista- kvennanna fimm, sem samtímis sýna í aðalsölum stofnunarinnar. Einnegin vina þeirra og fjölda listamanna bú- settra erlendis sem hingað hafa kom- ið eða þær hitt á ferðum sínum er- lendis. Ennfremur vini vina listamannanna, sem ekki hafa komið hingað en fýsti að fá að lýsa hugrenn- ingum sínum til hins fjarlæga lands við heimskautsbaug. Heillað hefur úr fjarlægð og þeir þrá og hyggjast sækja heim í náinni framtíð. Um að ræða farandsýningu með viðkomu víðs vegar um landið, Pakk- húsið í Ólafsvík upphafsreitur í júní síðastliðinn, meður því að flestir þátt- takendurnir hafa kynnst kraftbirtingi jökulsins í sjón og raun, og þótti væn- legt að hafa hann í bakið þá ýtt skyldi úr vör. Sjötíu og fjórir listamenn frá átján þjóðlöndum eiga verk á sýning- unni í flestum tilvikum eitt hver, og nær allir gefa verk sín sem framlag til væntanlegrar stofnunar alþjóðlegs smámyndasafns á Íslandi. Ennfrem- ur þekja einn vegginn bréf sem farið hafa á milli listamannanna og umönn- unaraðila sýningarinnar; Magðalenu Margréti Kjartansdóttur, Kristínu Geirsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Þor- gerði Sigurðardóttur og Bryndísi Jónsdóttur, sem allar eru virkir lista- menn með vinnuaðstöðu á Korpúlfs- stöðum. Þetta er í senn heilbrigt og áhuga- vert framtak, vænleg leið til að byggja brýr landa á milli og gera listina sýnilega, kemur frá listamönn- unum sjálfum og án þess að nokkur tegund miðstýringar og myndskoð- unar hafi farið fram. Þannig í eðli sínu metnaðarfull, opin, óformleg og líf- ræn framkvæmd sem kemur frá hjartanu, býr þó yfir meðvituðu skipulagi, samanlagt hinn raunsanni grunnur og eðli sjálfrar tjáþarfarinn- ar með sköpunargleðina í öndvegi. Eðlilega kennir hér margra grasa á jafnfjölmennu listaþingi, er í senn styrkur og veikleiki framkvæmdar- innar, en gerir sýninguna aftur á móti fjölþætta og áhugaverða í skoðun. Engan veginn mögulegt og væri í raun í hæsta máta ósanngjarnt að gera upp á milli verka þó áberandi misjöfn séu, einkum vegna þess að jafnaðarlega slæðast undirmálsverk gildra listamanna á slíkt samsafn. Inn á milli eru auðvitað verk sem skír- skota öðrum fremur til skoðandans, að öllu samanlögðu vænlegast að nálgast verkin án þess að setja sig í stellingar. Einungis njóta þeirra eins og þau koma fyrir hvert og eitt, einnig mikilvægt að gefa sér góðan tíma, lifa sig inn í það sem fyrir augu ber, lesa nokkur bréfanna og fletta í möppum sem frammi liggja. Eitt er þó gagn- rýnisvert, sem er tímasetningin, des- embermánuður án nokkurs vafa óheppilegasti tími ársins fyrir sýn- ingu sem krefst jafnmikillar nándar og um leið svigrúms til skoðunar, við bætist að um bókamánuðinn er að ræða með hávaða sem yfirgnæfir allt annað og fyllir alla dálka og listakálfa dagblaðanna, sjónvarpsrásirnar um leið. Innlit er þó vissulega ómaksins vert, og að sjálfsögðu fylgja þessum línum bestu óskir um ríkulega döng- un framkvæmdarinnar. „Sambönd Íslands“ MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðju- daga. Til 22. desember. Aðgangur 300 kr. í allt húsið. SVERRISSALUR/APOTEK MYNDVERK SJÖTÍU OG þRÍR LISTAMENN Bragi Ásgeirsson Verk á sýningunni. ASTRID Lindgren hefði orðið 95 ára hinn 14. nóvember síðastliðinn. Þegar hún lést í janúar hafa vafalaust margir um allan heim fundið fyrir trega og þakklæti. Trega yfir því að hún myndi ekki skrifa fleiri bækur um líflega og óþekka krakka, um æv- intýralönd og um baráttu góðs og ills á þennan undursamlega hátt sem hún ein var fær um. Þakklæti fyrir ótal bækur og eilífar persónur. Mörgum fannst að hún ætti að fá Nóbelsverð- launin og það er furðulegt að svo skyldi ekki verða. Sögur hennar eru mannbætandi af því að þær eru skrif- aðar með hjartanu og sjónarhornið er alltaf sakleysi barnsins í gleði og sorg. Undraland minninganna er falleg lítil bók sem er sett saman úr sex mis- löngum köflum eða greinum og sýnir okkur rithöfundinn Astrid Lindgren. Hún skrifar um uppruna sinn og barnæsku, um það hvernig hún varð barnabókahöfundur, um skoðanir sín- ar á bókmenntum og ráðleggingar til verðandi barnabókahöfunda. Síðasta greinin er dálítið á skjön við hinar en hún er sönn frásögn af ást karls og konu í Þýskalandi á 18. öld. Þó að höf- undareinkenni Lindgren séu áber- andi í greininni á hún ekki heima í þessari bók. Allir hinir kaflarnir tengjast henni sjálfri og því skortir heildarmynd í bókina fyrir vikið. Í bókinni er til viðbótar ágætur eftir- máli Silju Aðalsteinsdóttur um ævi Astrid Lindgren, bækur hennar og viðhorf til bókmennta. Þýðing Höllu Kjartansdóttur er lipur og ljúf og samkvæm hinum hreina og einfalda stíl Lindgren sem íslenskir þýðendur hennar hafa komið vel til skila. Allar sögur Astrid Lindgren eru sagðar af hlýju og frásagnargleði og svo er einnig um pistlana hér. Ást- arsöguna af foreldrum sínum segir hún búa yfir „… meiri ást en nokkur bók sem ég hef lesið og mér finnst hún bæði hugljúf og falleg“. (bls.7) Í frásögninni af því hvernig foreldrar hennar kynntust fáum við einnig lýs- ingar á bernskuheimilinu, uppeldis- aðferðum foreldranna, systkinum, áhrifavöldum og tíðarandanum sjálf- um en allt hjálpar þetta okkur til þess að sjá listakonuna í skýrara ljósi. Það sem er einna mest áberandi er hlýja, virðing, væntumþykja og frelsi til að þroskast. Í næstu grein, Minningum, er æskunni meira lýst frá sjónarhóli barnsins og þar er lesandinn leiddur ljúflega inn í naflann á heimi Emils í Kattholti og fleiri frægra krakka. Leynt og ljóst er því svo komið að hve mikil eftirsjá er að þessum tímum, áð- ur en tæknin lagði undir sig tuttug- ustu öldina: „Hvað það hlýtur að vera langt síð- an miðað við hvað heimurinn hefur breyst á þessum tíma! Hvernig má það vera að allt hefur breyst svo mjög á aðeins hálfri öld? Ég óx upp í veröld sem ekki er lengur til. Hvað varð eig- inlega um hana?“ (bls. 61) Hreinn og tær, í gleði og sorg ein- kennir einfaldleikinn æsku Astrid Lindgren og einfaldleika ráðleggur hún þeim sem hafa áhuga á því að skrifa fyrir börn. Í þeim pistli gagn- rýnir hún þá sem setja sig í óþarfa stellingar eins og að skrifa fullorðins- lega samfélagsádeilu. Frelsi æskunn- ar er veganestið sem hún ráðleggur verðandi barnabókahöfundum; að vera ekki að velta fyrir sér hvernig góð barnabók eigi að vera heldur leyfa hjartanu að ráða og pennanum að leika í höndunum. (bls. 76) Það er augljóst að sumar greinarn- ar í bókinni eru blaðagreinar og aðrar gætu verið stutt erindi en þess er ekki getið. Það er bagalegt að fá hvorki upplýsingar um það né hvenær þess- ar greinar eru samdar á langri ævi höfundarins. Engu að síður er bókin gagnleg og eiguleg því auk þess að upplýsa margt um rithöfundinn Ast- rid Lindgren geymir hún perlur sem gott er að skoða. „Leyfðu hjart- anu að ráða“ BÆKUR Minningar og greinar Astrid Lindgren. Halla Kjartansdóttir þýddi. Mál og menning, Reykjavík 2002, 115 bls. UNDRALAND MINNINGANNA Hrund Ólafsdóttir „ÞÚ skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér, engar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eða því, sem er á jörðu niðri, eða því, sem er í vötn- unum undir jörðinni...“. Þannig hefst fyrsta boðorðið af tíu í biblí- unni og ef skilja á boðorðið orðrétt þá hlýtur öll fígúratíf list að vera ókristileg, hvort sem það eru mynd- ir af fólki, dýrum eða landslagi. Gegn um tíðina hafa kristnir menn þó hundsað bannið og jafnvel sjálft kirkjuvaldið skreytir musteri sín með fígúratífum myndum og lík- neskjum. Kóraninn, líkt og biblían, bannar einnig skurðgoðadýrkun. En ólíkt því sem gert er í kristnum kirkjum þá fylgja múslimar banninu eftir og skreyta bænahús sín með óhlut- bundnu mynstri, sem oft á tíðum eru skrautleg og hvöss símynstur sem minna á hluti eins og spjótsodda eða lauf, án þess þó að vera eftirmyndir af slíkum fyrirbærum. Í anddyri Hallgrímskirkju sýnir listakonan Aðalheiður Valgeirsdótt- ir málverk sem eru á mörkum hins skrautlega mynsturs og eftirmynda af náttúrunni. Aðalheiður málar laufblöð sem verða á myndfletinum eins og lítil pensilför og stilkar lauf- anna taka hlutverk línuteikningar. Eins og gerist í mínu tilfelli kann staðsetning sýningarinnar, þ.e. kirkjan, að kveikja aðra nálgun og hugmyndir hjá áhorfendum en ef hún væri í hefðbundnum sýningar- sal, sem undirstrikar það að mál- verk eru aldrei svo sjálfhverf að um- hverfið hafi ekki áhrif á þau. En burt séð frá því þá er listakonan að fást við málverkið á nokkuð forvitni- legan hátt. Best heppnast henni, að mínu mati, í myndunum sem eru á hvítum grunni. Blái og rauði liturinn sem hún notar í myndir nr. 2, 5 og 6 gerir þær flatari og þá veggfóður- legri, sem kann vel að vera eitthvað sem listakonan sækist eftir, en á hvítum og gegnsæjum grunninum skapast rýmiskennd á myndfletin- um sem verður mikilvægt mótvægi við „dekoratíft“ myndefnið. Á mörkum náttúru- mynda og mynsturs MYNDLIST Hallgrímskirkja Aðalheiður Valgeirsdóttir. Sýninguna er hægt að skoða á opnunartíma kirkjunnar. Henni lýkur 27. febrúar. OLÍUMÁLVERK Á STRIGA Jón B. K. Ransu Eitt af málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur í Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.