Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN
62 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BYGGÐASTEFNA íslenskra
stjórnvalda er skýr. Hún er að beina
fólki í þéttbýliskjarna. Hinar minni
byggðir landsins eiga mjög undir
högg að sækja og oft má lítið út af
bera án þess að illa fari. Stöðug sam-
þjöppun í sjávarútvegi og það hvern-
ig kvótinn safnast á æ færri hendur
hefur sett framtíð margra minni
sjávarplássa í mikla óvissu. Alls stað-
ar má heyra sama umkvörtunarefn-
ið. Fólk er hrætt við að sjávarútvegs-
fyrirtæki staðarins pakki saman og
selji lífsviðurværið burt í nafni hag-
ræðingar.
Ekki er það undir sveitarstjórn-
armönnum eða íbúum staðanna
komið hvort kvótinn hverfur á einum
degi. Þetta óréttlæti stafar meðal
annars af því að ekki hefur mátt
breyta kvótakerfinu. Hugmyndir um
að einhver hluti kvótans verði
byggðatengdur hefur ekki hlotið
hljómgrunn hjá núverandi ríkis-
stjórn þrátt fyrir ótryggt ástand
byggðanna. Vert er í þessu sam-
bandi að rifja upp þá umræðu sem
átti sér stað þegar allar bæjar- og
sveitarstjórnir voru hvattar til að
einkavæða útgerðir sínar fyrir
nokkrum árum. Þá var það talið
merki um ákaflega mikla framsýni
og nútímalegan hugsunarhátt að
einkavæða útgerðir sem byggðirnar
áttu í. Nú geta menn spurt: Var
þetta heillavænleg þróun fyrir
byggðarlögin? Svarið er nei – kvóta-
kerfið og það sem því fylgdi var
hrein atlaga að fjölda byggðarlaga.
Með þessum hætti misstu íbúar síð-
ustu möguleika sína á að hafa eitt-
hvað að segja um veiðiheimildir við-
komandi bæjarútgerða. Sömu
veiðiheimildir og eiga að heita sam-
eign þjóðarinnar.
Afstýrum frekari atlögum
Afleiðingarnar blasa alls staðar
við og vonandi geta menn lært af
þeim. Hins vegar er nauðsynlegt að
vara við annarri þróun sem fyrirsjá-
anlegt er að ríði yfir byggðir lands-
ins á næstu árum. Hún er í formi
einkavæðingar og fær nákvæmlega
sömu meðmæli og bæjarútgerða-
hugmyndafræðin forðum daga,
framsýnn og nútímalegur hugsunar-
háttur. Einkavæðing þjónustustofn-
ana eins og Landssímans, Lands-
bankans, Búnaðarbankans og hugs-
anlega rafmagnsveitnanna hefði
gífurleg áhrif á landsbyggðina. Þá
yrðu völdin sett í hendur fjármagns-
eigenda sem beita mælistiku arð-
seminnar við allar sínar ákvarðanir.
Þjónusta við smærri byggðarlög get-
ur því horfið á einum degi ef hagræð-
ingar er þörf. Fyrir þessum breyt-
ingum stendur núverandi
ríkisstjórn. Á meðan hún ber sér á
brjóst fyrir að koma upp álveri á
Austurlandi kippir hún grunnstoð-
um undan sömu byggðarlögum.
Ástæðan fyrir því að ég stilli þess-
um dæmum upp á þennan hátt er að
landsbyggðin hefur fengið ósann-
gjarna meðhöndlun af hálfu ráða-
manna þjóðarinnar. Þó að byggð-
aröskunin eigi sér ekki einungis
orsakir í gölluðu kvótakerfi og einka-
væðingu bæjarútgerða eru þetta
stjórnvaldsaðgerðir sem hafa komið
harðast niður á landsbyggðinni. Fyr-
irhuguð einkavæðing þjónustustofn-
ana og veitna mun hafa sömu áhrif.
Möguleikar fólks í byggðarlögunum
til að hafa áhrif á umhverfi sitt
minnka til muna. Völdin og störfin
sogast úr byggðunum.
Fjölbreytt atvinnulíf
Eini flokkurinn sem hefur skýra
stefnu gegn þessum áformum ríkis-
stjórnarinnar er Vinstrihreyfingin –
grænt framboð. Jafnframt hefur sá
flokkur gert sér grein fyrir því að
möguleikar landsbyggðarinnar eru
ekki einungis undir þessum þáttum
komnir heldur öflugum stuðningi við
smá og meðalstór fyrirtæki á lands-
byggðinni. Stærsti feillinn í byggða-
stefnu ríkisstjórnarinnar er ofurtrú
á risavaxnar lausnir eins og álver.
Smá og meðalstór fyrirtæki á
landsbyggðinni hafa ekki notið eðli-
legrar aðstoðar ríkisvaldsins. At-
vinnuþróunarfélögin hanga á hor-
riminni víða um land og fá lítið sem
ekkert fjármagn. Af hverju er ein-
blínt á álver þegar möguleikar til
annarrar atvinnusköpunar eru svo
margir sem raun ber vitni? Það er
heldur ekki ríkisvaldsins að hugsa
upp allar hugmyndir um atvinnu-
starfsemi úti á landi eins og flestir
forvígismenn Framsóknarflokksins
virðast halda. Markmið stjórnvalda
á að vera að búa til ramma þar sem
menn geta nýtt sér sóknarfærin.
Margar leiðir eru til að styrkja upp-
byggingu og vöxt nýrra fyrirtækja
og hugmynda án þess að ríkið gang-
ist í ábyrgðir eða leggi út fleiri millj-
arða.
Hvaða hugmyndir sem menn hafa
um byggðaröskunina síðustu ár er að
minnsta kosti ljóst að stjórnvöld hafa
ekki gefið fólki tækifæri til að bregð-
ast við þróuninni. Alltaf eru öll vopn
slegin úr höndum fólksins og þannig
ýtt undir þróunina. Með þessum
stjórnvaldsaðgerðum er jafnræði
þegnanna eftir búsetu skert veru-
lega. Það er því ljóst að algjörrar
stefnubreytingar er þörf í þessum
málum.
Einkavæðing –
atlaga að lands-
byggðinni
Eftir Hugin Frey
Þorsteinsson
Höfundur er gjaldkeri Ungra
vinstri-grænna.
„Margar
leiðir eru
til að styrkja
atvinnuupp-
byggingu.“NÚ ER illt í efni hjá sjávarútvegs-
ráðherranum. Hann hefur verið
dæmdur fyrir níð gagnvart blaða-
manni sem gagnrýndi fiskveiði-
stjórnunarkerfið opinberlega. Ráð-
herrann er sem sé dæmdur maður.
Ekki veit ég hvort svona dómur hef-
ur áhrif á sakaskrá viðkomandi, en
það er deginum ljósara að hann hef-
ur mjög slæm áhrif á ráðherrann
sem stjórnmálamann. Ætti maður-
inn ekki að segja af sér?
Kvótakerfið
Þeir eru margir sem hafa orðið til
þess að gagnrýna núverandi fyrir-
komulag á kvótakerfinu, þ.e. kvóta-
framsali og braski með eign þjóðar-
innar. Einnig eru margir sem hafa
gagnrýnt kerfið fyrir brottkast sem
allir vita að viðgengst. Það skýtur
skökku við að stjórnvöld sem bera
ábyrgð á stærstu auðlind þjóðarinn-
ar skuli leyfa sér að loka augunum
fyrir því að brottkast eigi sér stað.
Það er líka undarlegt að það skuli
látið viðgangast að einstök fyrirtæki
og einstaklingar geti hagnast um
milljarða króna með því að braska
með eign þjóðarinnar. Vissulega má
færa rök fyrir því að þau fyrirtæki
sem mest hagnast séu vel rekin og
stjórnendur þeirra kunni að nýta sér
þetta kerfi út í æsar. Það er ekki
þeim að kenna að kerfið skuli vera
þannig úr garði gert að hægt sé að
misnota það. Því miður hef ég enga
töfralausn á þeim vanda sem kerfið
er í, en það hlýtur að vera hægt að
halda kvótakerfinu og afnema fram-
salskerfið. T.d. má hugsa sér að
kvóta sé úthlutað á skip eftir ein-
hverjum reglum líkt og gert er í dag,
en sé kvótinn ekki veiddur verði hon-
um skilað aftur. Það er fáránlegt að
það viðgangist að þeir sem fá leyfi til
að veiða tiltekið magn fisks geti selt
veiðiheimildina og hagnast á því per-
sónulega. Með því er ríkið einfald-
lega að gefa peninga. Mikið vildi ég
að ríkið gæfi mér pening!
Skatturinn
Á sama tíma og ríkið gefur sumum
aur skattpínir það aðra. Meira að
segja þá óheppnu einstaklinga sem
ekki hafa atvinnu eða geta ekki unn-
ið og þurfa hjálp samfélagsins til að
komast af. Ekki er nóg með að skatt-
heimta á einstaklinga aukist ár frá
ári heldur skilar ríkissjóður alltaf
verri afkomu en gert er ráð fyrir í
fjárlögum. Þá koma ráðamennirnir
fram og segja að lakari afkoma sé
hærri launum ríkisstarfsmanna að
kenna. Skárri eru það nú launin.
Kannski hefði verið hægt að hafa
skattalækkunina á fyrirtækin ögn
hóflegri og þá hefði hugsanlega verið
svigrúm til að lækka skattbyrði á
einstaklinga, eða jafnvel bara að
koma í veg fyrir að skattur á ein-
staklinga hækkaði.
Ríkisfyrirtækin
Stjórnvöld selja hverja mjólkur-
kúna á fætur annarri og meira að
segja með afslætti eins og Lands-
bankann. Það er stórundarlegt að
seld séu fyrirtæki sem skila millj-
arðahagnaði ár eftir ár. Þegar fyr-
irtækin hafa verið seld stíga ráða-
menn á stokk og tilkynna lands-
mönnum með bros á vör að mikill
tekjuafgangur verði hjá ríkissjóði
næsta árið eða svo. En hvað með
næstu ár? Þegar ríkissjóður hættir
að fá milljarða í tekjur á hverju ári
vegna þess að búið er að selja fyr-
irtækin. Hvað þá? Ætla stjórnvöld
þá að hækka skatta á einstaklinga?
Eða kannski koma fleiri verkefnum
frá ríkinu til sveitarfélaga og leyfa
sveitarfélögunum að kljást við vand-
ann?
Sveitarfélögin
Sveitarfélög víða um land róa líf-
róður til þess að halda úti þjónustu
sem ríkið hefur komið yfir á sveit-
arfélögin. Á sama tíma reynir rík-
isvaldið að stela peningum frá sveit-
arfélögum með blekkingum og
einhliða ákvörðunum. Þar má nefna
hlutdeild ríkisins í kostnaði við bygg-
ingu hjúkrunarheimila. Til eru dæmi
um það að ríksvaldið ákveði einhliða
að greiða minni hluta í byggingu
þessara stofnana en lög kveða á um.
Það er einfaldlega þjófnaður. Þegar
sveitarfélögin yfirtóku rekstur
grunnskólanna voru stjórnvöld ekki
sein á sér að útbúa og lögfesta nýja
aðalnámsskrá. Öllum má vera ljóst
að þessi nýja námsskrá felur í sér
mikinn viðbótarkostnað fyrir sveit-
arfélögin. Félagslegar íbúðir eru
stór baggi á litlum sveitarfélögum og
eru dæmi um það að sveitarfélög
sem telja innan við sex hundruð íbúa
haldi úti rekstri þrjátíu félagslegra
íbúða. Reyndar virðist aðeins vera að
rofa til í þessum málum með nýjum
reglum um sölu á félagslegum íbúð-
um og sjóði sem á að hjálpa sveit-
arfélögunum. En fjárhæðin sem
verja á til þessa verkefnis er smán-
arleg. Fimmtíu milljónir setur ríkið í
sjóðinn.
Vöruverðið
Það er alveg ljóst að vöruverð á
landsbyggðinni er hærra en á höf-
uðborgarsvæðinu. Kannski má segja
að það sé eðlilegt að vissu marki. Það
kostar vissulega að flytja vörur lang-
ar leiðir. Hugsanlega má segja að
það sé viss fórnarkostnaður fyrir
þau forréttindi að búa úti á landi.
Aftur á móti er það ekki eðlilegt að
ríkissjóður hagnist á þessu. Ég
skora á stjórnvöld að leiðrétta virð-
isaukaskattkerfið þannig að þeir
sem búa úti á landi þurfi ekki að
greiða hærri skatta en aðrir lands-
menn af vörum sem þeir kaupa í
heimabyggð. Það á bæði við um mat-
vöru og aðrar vörur. Einnig má
nefna það að flutningafyrirtækin
þurfa að bera aukakostnað vegna
EES-reglugerðar um hvíldartíma
ökumanna. Þar mætti skoða hvort
ekki sé hægt veita undanþágur á
lengstu flutningsleiðunum.
Er ekki komið nóg?
Er ekki
að verða
komið nóg?
Eftir Valdimar
Másson
„Ég skora á
stjórnvöld
að leiðrétta
virðisauka-
skattkerfið
þannig að þeir sem búa
úti á landi þurfi ekki að
greiða hærri skatta en
aðrir.“
Höfundur er deildarstjóri og sveitar-
stjórnarmaður á Fáskrúðsfirði.
P P F O R L A G
Leiðb.verð 3.490,-
TOLKIEN
Æ V I S A G A
MICHAEL WHITE
P P F O R L A G
Tolkien - ævisaga.
Bókin segir frá ævi
J.R.R.Tolkiens sem er
höfundur Hringadróttinssögu.
Í bókinni kemur fram
að íslendingasögurnar,
Eddukvæðin og norræn
goðafræði höfðu mikil áhrif
á höfundinn við sköpun
þess framandi heims sem
við þekkjum svo vel úr
Hringadróttinssögu.
Frábær jólagjöf frá PP Forlagi.