Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Klemens Sæ-mundsson fædd-
ist í Minni-Vogum í
Vogum 28. desember
1916. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 10. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Að-
albjörg Ingimund-
ardóttir frá Hrísbrú í
Mosfellssveit og Sæ-
mundur K. Klemens-
son frá Minni-
Vogum. Systkini
Klemensar eru: Ólaf-
ur Ásgeir, f. 1915, d.
1992, Egill, f. 1918, maki Sigríður
Jakobsdóttir, Inga Margrét, f.
1923, maki Jón Herjólfsson. Klem-
ens átti tvo bræður, Ingimund og
Klemens, sem báðir létu lífið á
barnsaldri.
Klemens ólst upp hjá foreldrum
sínum í Minni-Vogum. Hann stund-
aði vinnu til lands og sjávar, átti
vörubíl og ók því sem til féll, tók
janúar 1943. 3) Kristmann, f. 29.
maí 1946, maki Þóranna Þórarins-
dóttir. Börn þeirra eru a) Kristján,
f. 1970, sambýliskona hans er
Hanna Helgadóttir, og eiga þau
einn dreng, fyrir átti hún tvö börn.
b) Guðrún, f. 1971, sambýlismaður
hennar er Einar Birgisson og eiga
þau þrjár dætur. c) Jóhanna, f.
1973, sambýlismaður hennar er
Sveinn Ari Baldvinsson, og eiga
þau tvö börn. d) Brynja, f. 1975,
sambýlismaður hennar er Kristinn
Björgvinsson, og á hann einn
dreng. e) Péturína Lára, f. 1991. 4)
Elís Björn, f. 11. febrúar 1949,
maki Valgerður Auðbjörg Bergs-
dóttir. Dætur þeirra eru a) Vigdís,
f. 1970. b) Dóróthea, f. 1972, sam-
býlismaður hennar er Hilmar Þór
Hákonarson, eiga þau þrjár dætur.
c) Þuríður Ingibjörg, f. 1975. 5)
Egill Hallgrímur, f. 10. september
1954. 6) Brynjar, f. 3. desember
1957, var í sambúð með Nönnu
Jónsdóttur. Þau slitu samvistum.
Barn þeirra er Jódís, f. 1983, sam-
býlismaður hennar er Gunnar
Halldórsson og eiga þau eina dótt-
ur.
Útför Klemensar fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
vélstjórapróf og fékk
rörlagningaréttindi.
Hann starfaði hjá
Varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli frá 1955
og þar til hann lét af
störfum vegna aldurs.
Hinn 30. maí 1941
kvæntist Klemens
Guðrúnu Kristmanns-
dóttur, f. 23. júní 1919.
Börn þeirra eru: 1)
Sæmundur Kristinn, f.
29. júlí 1941, maki
Soffía G. Ólafsdóttir.
Börn þeirra eru a)
Ólafur Gunnar, f.
1961, maki Hjálmfríður Kristins-
dóttir og eiga þau þrjú börn. b)
Klemens, f. 1963, maki Katrín Sig-
urðardóttir og eiga þau þrjár dæt-
ur. c) Hlíðar, f. 1964, maki Valdís
Edda Valdimarsdóttir og eiga þau
fjögur börn saman en fyrir átti
Valdís tvö börn. d) Guðjónína, f.
1970, maki Bergur Sigurðsson og
eiga þau þrjú börn. 2) Þórður, f. 5.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku pabbi. Með örfáum orðum
vil ég minnast þín og þakka þér allar
stundirnar er við áttum saman. Ég
var svo lánsamur að geta verið hjá
þér og kvatt þig vel áður en þú yf-
irgafst þessa jarðvist, það er mér
mikils virði. Það verður skrítið að
koma heim í Vogana og þú ekki leng-
ur til staðar, en ég veit að þú vakir yf-
ir fólkinu þínu og við eigum eftir að
hittast aftur. Minningin um þig er
mér dýrmæt og mun ég geyma hana í
hjarta mínu. Ég bið góðan Guð að
geyma þig.
Þinn sonur
Brynjar.
Ég vil með nokkrum fátæklegum
orðum minnast tengdaföður míns
hans Klemensar, en það eru rúm 42
ár síðan ég kom inn í fjölskylduna er
ég kynntist elsta syni þeirra Sæ-
mundi. Með okkur tókust góð kynni,
sem hafa varað í öll þessi ár. Þau
hjón voru góð heim að sækja, létt-
leikinn í fyrirrúmi, spjallað í eldhús-
króknum bæði á Sólbakka og svo eft-
ir að þau fluttust á Hólabrautina,
slegið á létta strengi. Klemi hafði
gaman af að segja frá sínum upp-
vaxtarárum og þegar hann var að
vinna á vörubílnum við hafnar-
gerðina í Vogum. Þá var nú unnið í
akkorði, grjót tínt á bílana og þá gilti
að vera fljótur, ekkert hangs eða pás-
ur í tíma og ótíma.
Klemi og Sæmi keyptu saman
drossíu, Buick, árgerð 1947 og áttu
þeir þennan bíl saman í ein fjögur til
fimm ár og það var Klemi sem gerði
við ef eitthvað bilaði en hann var
mjög laginn bílaviðgerðamaður, og
þegar ég kynntist honum var hann
kominn í vinnu hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, þar sem hann
vann í ein 35 ár við pípulagnir. Hann
var vel liðinn af sínum vinnuveitend-
um og starfsfélögum og eignaðist þar
marga góða vini, enda vinnusamur,
heiðarlegur, vandvirkur og útsjónar-
samur.
Klemens var hamingjusamur
maður, hann var giftur yndislegri
konu, henni Guðrúnu. Þau voru alla
tíð afskaplega hamingjusöm, þau
virtu hvort annað, voru samhent og
samrýnd og það var alltaf stutt í
spaugið hjá þeim báðum.
Á fyrstu búskaparárum þeirra var
ekki mikill tími til ferðalaga, það
hafði forgang að koma þaki yfir fjöl-
skylduna og því búið fyrstu árin ansi
þröngt en það var ekki kvartað. Þeg-
ar um hægðist þá fóru þau á hverju
sumri í ferðalag um landið okkar og
oft í fylgd góðra vina.
Er ég heyri lagið „Suður um höf-
in“ sungið þá minnir það mig alltaf á
hann tengdapabba, hann söng þetta
lag af innlifun:
Suður um höfin að sólgylltri strönd
sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd
og meðan ég lifi, ei bresta þau bönd
sem bundið mig hafa við suðræna strönd.
„Vatnsleysuströnd“ söng hann
alltaf.
Hin suðræna strönd var Vatns-
leysuströndin, Vogarnir voru hans
heimdragar, hann fæddist og ólst
upp á Óðalsjörðinni Minni-Vogum og
átti heima alla tíð á þeirri torfu, það-
an sagðist hann aldrei fara fyrr en
hann færi í hina löngu ferð sem við
förum öll í einhvern tíma.
Elsku tengdamamma, missir þinn
er mikill, þið voruð svo samrýnd og
ástin skein alltaf úr augum ykkar
beggja, það var yndislegt að sjá ykk-
ur leiðast saman og nú þegar
draumaprinsinn þinn er farinn eru
það minningarnar sem ég veit þú
hugsar um og yljar þér við, Guð
blessi þig Gunna mín og styrki.
Ég þakka Klemens samfylgdina.
Hvíl þú í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Soffía Ólafsdóttir.
Kæri tengdafaðir, nú komið er að
hinstu kveðju. Ég kom ung inn í þína
fjölskyldu og tók ég fljótlega eftir
þeirri virðingu, ást og góðvild sem
ríkti á milli ykkar hjóna og almennt á
heimilinu. Ég tel mig hafa verið mik-
illar gæfu aðnjótandi að hafa tengst
þér. Dýrmætar eru minningarnar
um heimsóknirnar á Hólagötuna,
gestrisnin ávallt einstök. Orðheppni
þín er mér ofarlega í huga og var oft
glatt á hjalla. Í seinni tíð þegar þú
komst til okkar vildir þú ekki stoppa
lengi en sagðir ávallt með einstakri
gæsku í röddinni: „Við komum fljótt
aftur.“ En nú verða ferðir þínar ekki
fleiri og mun ég sakna þeirra. Aldrei
bar skugga á okkar kynni. Hafðu
þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir
Valgerður Auðbjörg
Bergsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því.
Þú laus er úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við systurnar viljum minnast afa
Klema eins og hann var ávallt kall-
aður. Hann var mjög blíður og góður
maður og orðheppinn með eindæm-
um. Sjaldan höfum við séð jafnsam-
heldin hjón og þau afa og ömmu. Allt-
af var svo gott og hlýtt á milli þeirra
og gleðin og hamingjan geislaði frá
þeim. Fyrir um sjö árum fór að bera
á gleymsku hjá afa Klema en sökum
þess hve orðheppinn hann var og
skondinn í tilsvörum þá bar lítið á
þessu. Hann velti hlutunum ekki
mikið fyrir sér heldur svaraði því
sem kom upp í hugann hverju sinni
þó að það væri ekki alveg viðeigandi
og oft urðu mikil hlátrasköll upp úr
því.
Við systurnar vorum svo heppnar
að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að
þið amma komuð oft með okkur í
sumarfrí víða um landið. Það var
margt skemmtilegt sem gerðist í
þeim fríum. Okkur er mjög minnis-
stætt þegar við vorum í Neskaupstað
og þú áttir að fara út í bíl að sækja
appelsínur en komst þess í stað með
fullan poka af steinum. Amma var al-
veg miður sín en allir hlógu þó glatt
að lokum.
Þegar þú lagðist inn á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja í október síð-
astliðnum þá sáum við að lífskraft-
urinn fór þverrandi þó að þú færir
heim aftur í Vogana. Þú sagðir líka
alltaf að þú hefðir alltaf búið í Vog-
unum og þar myndir þú vera þar til
yfir lyki. Ekki þurftir þú að dveljast
nema fimm daga á sjúkrahúsi núna í
lokin. Við þökkum Guði fyrir það að
þú þurftir ekki að heyja langt og erf-
itt stríð.
Við systurnar erum afskaplega
þakklátar fyrir allar þær dýrmætu
stundir sem við áttum með afa. Allar
góðu stundirnar munu lifa í hjarta
okkar og fylgja okkur hvert sem við
förum.
Að öllum ólöstuðum á Doddi sér-
stakar þakkir skilið fyrir hversu vel
hann hefur hugsað um og hlúð að
ykkur ömmu. Þetta er mjög dýrmætt
fyrir okkur sem fjær búum að vita af
ykkur undir hans verndarvæng.
Takk, Doddi, frá okkur fjölskyld-
unni.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig og varðveita í sorg þinni
og söknuði.
Vigdís, Dóróthea og Þuríður
Ingibjörg Elísdætur.
Elsku afi. Það eru margar góðar
minningar sem koma upp í huga okk-
ar nú þegar komið er að kveðjustund.
Þú varst alltaf svo blíður og góður við
okkur og aldrei sáum við þig skipta
skapi. Það var svo notalegt og gott að
koma til ykkar á Hólagötuna þegar
við vorum búin að vera að leika okkur
uppi á Arhól og vorum orðin köld og
svöng. Þá var svo gott að koma til afa
og ömmu og fá gott í svanginn og fá
að hlýja sér undir sæng. Við systk-
inin eigum eftir að sakna þín.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum með þér.
Kristján, Guðrún, Jóhanna,
Brynja og Péturína Lára.
Klemenz Sæmundsson
Elsku faðir og tengdafaðir. Það er
með söknuði sem við kveðjum þig.
Megi ást okkar fylgja þér til himna.
Megir þú hvílast í friði og lifa í minn-
ingu okkar.
Kristmann og Þóranna.
KLEMENS
SÆMUNDSSON
Elsku mamma mín,
það er svo sárt að
missa þig, en ég
hugga mig við það að
þú ert farin á miklu
betri stað, þar sem ástvinir þínir og
vinir taka fagnandi á móti þér. Ég
tek gleði mína aftur vegna þess að
ég veit að kærleikur Guðs umvefur
þig og að nú ertu alveg laus við þær
hömlur, sem hrjáðu skarpan huga
þinn síðustu árin í þessari tilveru.
Hvernig get ég þakkað þér fyrir
þá ást, blíðu og nærgætni sem þú
sýndir mér alla tíð? Ég var svo lán-
samur að fá að vera barnið þitt og
þú sveipaðir æsku mína dýrðar-
ljóma. Þér tókst að laða fram allt
það besta í mér og gafst mér trú á
lífið. Í mínum augum var enginn
fegurri eða betri en þú. Áhugi þinn
MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Margrét Sigurð-ardóttir fóstra
fæddist á Hauka-
brekku á Snæfells-
nesi 5. júlí 1917. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 10.
desember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Ás-
kirkju 17. desember.
á bókmenntum smit-
aði mig og það er góð
baktería. Það var þér
að þakka að ég las
barn að aldri bækur
eftir úrvals rithöf-
unda, eins og Stefán
Jónsson og H.C. And-
ersen og blaðaði hug-
fanginn í myndlistar-
bókunum, sem þú
safnaðir. Orð ‘Abdu’l-
Bahá eiga hér vel við,
en hann sagði: „Það
uppeldi sem barnið
hlýtur í upphafi hjá
móður sinni, myndar
sterkustu undirstöðuna fyrir
þroska þess í framtíðinni.“
Þú hafðir ekki aðeins mikil áhrif
á mig og systkini mín. Þitt heita
hjarta þráði að hjálpa öllum börn-
um til manns. Ég man glöggt eftir
því þegar við krakkarnir hópuð-
umst í kringum þig í leikskólanum
á Akureyri, til að hlusta á ævintýri
og sögur. Þú tókst tæknina í þína
þágu og sýndir okkur litskyggnur
úr grænu „skuggamyndavélinni“.
Það var töfrum líkast að horfa á
fallegar litmyndirnar og hlusta á
þýða rödd þína flytja ævintýrið um
Nýju fötin keisarans, Stígvélaða
köttinn eða Prinsessuna á baun-
inni. Þú stofnaðir fyrsta leikskól-
ann á Akureyri og seinna áttir þú
eftir að vinna mikið starf í þágu
barna við störf á leikskólum í
Reykavík, á Alþingi og að dagvist-
armálum, sem þú veittir forustu
um marga ára skeið. Er hægt að
hugsa sér göfugra starf en þetta:
Að hlúa að þroska og velferð lítilla
barna?
Þau litríku, ilmandi blóm, sem þú
stráðir um þig hvert sem þú fórst
fölna ekki og sæt angan þeirra
berst víða vegu.
Þinn sonur,
Sigurður Ingi.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.