Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 42
S ÍÐUSTU tíu ár hafa orðið miklar breytingar í íslensku hagkerfi í frjálsræðisátt. Afnám hafta á gjaldeyrisviðskiptum og fjár- festingum einstaklinga og fyrir- tækja erlendis ásamt opnun íslensks fjár- málamarkaðar fyrir erlendum fjárfestum eru meðal þeirra ráðstafana sem gerðu mögulegt það hagvaxtarskeið sem við njót- um enn ávaxtanna af. Frelsi og einstak- lingsframtak fengu tækifæri til að sanna sig og líkt og annars staðar þar sem menn hafa farið slíkar leiðir í hagstjórn er almenning- ur allur betur settur. Lítið hagkerfi eins og það íslenska hefur þörf fyrir fjölbreytilegt atvinnulífi sem líklegt er að nái fótfestu þar sem frelsi til athafna er sem mest. Upp hafa sprottið fyrirtæki sem líta á erlenda mark- aði sem sinn heimamarkað en kjósa engu að síður að hafa bækistöðvar hér því allt rekstrarumhverfið er hagstætt. Þannig er í dag kleift að framkvæma hluti á Íslandi sem hefðu verið óhugsandi fyrir aðeins tíu árum. Fiskveiðikauphöll Kauphöll Íslands var stofnuð til þess að skapa íslenskan fjármálamarkað þar sem viðskipti með hlutabréf yrðu fyrir opnum tjöldum og verðmyndun bréfanna gæti byggst á traustum upplýsingum. Fjölmörg fyrirtæki hafa skráð sig á þennan markað og eru þau úr öllum greinum atvinnulífsins. Innlend sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið dugleg að skrá sig og hefur flestum vegnað nokkuð vel. Hvergi annars staðar þekkist það að fyrirtæki sem stunda fiskveiðar skrái sig í slíkum mæli í kauphöll. Hluti ástæðunnar kann að vera að í flestum öðr- um löndum eru fiskveiðar svo smár hluti hagkerfisins að slík fyrirtæki myndu fá litla athygli á markaðnum. Greiningu á þeim yrði því trúlega lítt eða ekki sinnt og hætta á að fyrirtækin kæmu illa út í samkeppni við greinar sem meira er fjallað um í fjölmiðl- um. Þessa sérstöðu íslensku kauphallarinnar mætti markaðssetja og stefna að því að fá erlend fyrirtæki í fiskveiðum og vinnslu til að skrá sig á íslenskan hlutabréfamarkað. Enginn annar markaður býr yfir jafn víð- tækri þekkingu á þeim tækifærum og vandamálum sem tengjast rekstri í sjávar- útvegi. Erlendum fiskveiðifyrirtækjum byð- ist þannig sérhæfir veiðum og Fiskveiðikauphöll og Eftir Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur Mikil þekking á sjávarútvegi er til staðar á Íslandi. Hér 42 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ö SSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, gekk þannig fram gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra, að miðvikudaginn 18. desember var henni sú leið ein fær, að lýsa yfir fram- boði sínu í Reykjavík fyrir Samfylkinguna í þingkosn- ingunum 10. maí næstkomandi. Ingibjörg Sólrún sagði, að nú hefði málið borið að með öðrum hætti en um mán- aðamótin ágúst/september, þegar hönnuð var atburða- rás með skoðanakönnun í nafni vefsíðunnar Kreml.is. Niðurstaða hennar sýndi, að með framboði Ingibjargar Sólrúnar mundi Samfylkingin auka fylgi sitt í þingkosn- ingunum. Nú er sá mikli munur, segir Ingibjörg Sólrún, að kallið kemur innan úr Samfylkingunni! Í september var sagt, að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf átt þátt í hönnun atburðarásarinnar. Fyrir Össur Skarphéðinsson skipti miklu að koma flokki sínum úr þeirri klípu, sem myndaðist vegna um- ræðnanna um þingframboð Ingibjargar Sólrúnar eftir skoðanakönnunina. Þá settu þeir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Steingrímur J. Sig- fússon, formaður vinstri/grænna, hnefann í borðið og sögðu hingað og ekki lengra. Í nafni R-listans útilokuðu þeir einn öflugasta Samfylkingar-stjórnmálamanninn frá því að bjóða sig fram til þings. Erfitt var fyrir Samfylkinguna að kyngja þessari nið- urstöðu, enda sýndi hún, að vinstri/grænir og framsókn höfðu einskonar yfirflokkslegt vald yfir henni. Samfylk- ingarmenn dreifðu athygli frá niðurlægingunni með því að velta fyrir sér í fjölmiðlum, hvort Ingibjörg Sólrún gæti orðið ráðherra fyrir Samfylkinguna, þótt hún byði sig ekki fram til þings. Niðurstöður skoðanakönnunar Kreml.is voru birtar 2. september en hinn 10. september gaf Ingibjörg Sólrún yfirlýsingu, þar sem hún sagðist ekki mundu bjóða sig fram til þings vorið 2003. „Niðurstaða mín er sú,“ segir í yfirlýsingunni, „að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um.“ Nauðsynlegt er að hafa þessi orð í huga, þegar rýnt er í ummæli Ingibjargar Sól- rúnar núna, þar sem hún heldur því enn fram, að hún hafi ekki „söðlað um“, þótt hún hafi nú ákveðið að bjóða sig fram til þings, andstætt yfirlýsingu sinni 10. sept- ember. Í samtali við Morgunblaðið 11. septem hún: „Ég sagði í vor að ég stefndi ekki að þing og ég endurtek það núna. Ég hef í sjálfu sér en þetta að bæta. Og að halda áfram endalausum veltum um einhverja óræða framtíð er eins og ur langavitleysa.“ x x x Í leiðara Morgunblaðsins 11. september síð sagði um ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar: „Me svari hefur borgarstjóri styrkt persónulega st sem stjórnmálamaður sem stendur við orð sín kjósendum mjög afdráttarlaus loforð um það í hún yrði áfram borgarstjóri og sneri sér ekki a snemma á kjörtímabilinu. Hún gengur ekki á orða sinna, þótt hún hafi fengið upp í hendurn andi tækifæri til að láta til sín taka á vettvangi anna eftir níu ára starf sem borgarstjóri. Vafa hefðu ýmsir aðrir stjórnmálamenn gripið þett jafnvel þótt þeir hefðu þar með lent í mótsögn sig.“ Í tilefni af þessum leiðara ritaði Jón Steinar laugsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor, Morgunblaðið 12. september og sagði: „Þá vaknar spurningin: Um hvað var hún In Sólrún að hugsa undir feldinum? Var ekki mál Hún hafði sagt fyrir borgarstjórnarkosningar færi ekki í þetta framboð. Einhverjir hafa sjál greitt R-listanum atkvæði vegna þeirrar yfirlý Var ekki einfalt fyrir hana að svara því strax o hugleiðingar komu fram, að þetta kæmi ekki t þeirri einföldu ástæðu, að hún hefði gefið yfirl að lútandi síðasta vor? Það skyldi þó ekki vera hafi verið að hugleiða, að svíkja loforðið? Var u hvað annað hugsað undir feldinum? Það er svo kannski einkennandi fyrir samfé leikritið, að menn skuli telja það til sérstakra v stjórnmálamanns að standa við orð sín, jafnve taki hann einhverjar vikur að ákveða hvort ha gera það.“ Á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lá un inum eða hinn 7. september 2002 birtist grein B. Eggertsson, óflokksbundinn borgarfulltrúa VETTVANGUR „… eins og hver önn Eftir Björn Bjarnason ATVINNULEYSI OG FRAMTÍÐIN Ástandið í atvinnumálum erskuggalegra en það hefur ver-ið um nokkurt skeið. Skráð at- vinnuleysi verður að öllum líkindum 2,9–3,3% í desember. Ekki síst er at- vinnuleysi mikið meðal ungs fólks og er nú til dæmis 8,8% meðal karla á aldrinum 16–24 ára. Þá hefur lang- tímaatvinnuleysi aukist og menntað fólk er meira áberandi í hópi atvinnu- lausra en áður. Hagdeild Alþýðusambands Íslands telur að atvinnulausum muni halda áfram að fjölga á næstu mánuðum og ekki séu líkur á að ástandið fari að batna fyrr en tekur að líða á árið 2004. Það virðist einnig vera mat Samtaka atvinnulífsins að ástandið eigi eftir að versna. „Við teljum að það sjái ekki fyrir endann á þessari þróun, þjóðfélagið er að laga sig að minni útgjöldum svo það dregur úr eftirspurn. Þá eru fyrirtæki undir mikilli pressu að hagræða vegna sam- keppni og mikils kostnaðar,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, í Morgunblaðinu á miðvikudag. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Töl- ur um atvinnulausa eru ekki einungis prósentutölur. Um er að ræða 4.906 einstaklinga sem ekki hafa atvinnu. Þetta er erfitt ástand en þó er já- kvætt að verðbólga er lítil og vextir fara lækkandi. Auknar opinberar framkvæmdir, t.d. við samgöngumannvirki á borð við Sundabraut og tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar hefðu vissulega örv- andi áhrif. Oft hefur verið sagt, að rétt væri að ráðast í stórar opinberar framkvæmdir þegar efnahagslífið er í lægð. Auknar opinberar framkvæmdir eru hins vegar engin lausn á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Þær geta dregið úr áhrifum niður- sveiflunnar en annað þarf að koma til ef nýtt hagvaxtarskeið á að hefja göngu sína. Þegar litið er til næstu ára eru hugsanlegar stóriðju- og virkjunarframkvæmdir hið eina, sem er í sjónmáli. Fyrir liggur að Alcoa hefur áhuga á að reisa álver á Reyðarfirði. Norðurál vill stækka verksmiðju sína á Grund- artanga og Alcan hefur lýst yfir áhuga á hugsanlegri aukningu fram- leiðslugetu álversins í Straumsvík úr 170 þúsund tonnum í allt að 460 þús- und tonn. Þær virkjunarframkvæmdir sem eru nauðsynlegar vegna þessara verkefna, annar vegar við Kára- hnjúka og hins vegar Norðlingaöldu í Þjórsárverum, hafa hins vegar verið mjög umdeildar vegna umhverfis- áhrifa þeirra. Andstæðingar virkjun- aráforma benda á að ýmsir aðrir kost- ir séu í stöðunni. Íslendingar eigi að leggja áherslu á þekkingariðnað en ekki stóriðju. Hjá því verður hins vegar ekki litið, þegar þróun undan- farinna ára er skoðuð, að það eru ekki fyrirtæki í þekkingariðnaði, heldur hefðbundnum atvinnugreinum á borð við sjávarútveg og stóriðju, er hafa haldið uppi lífskjörum okkar. Það ber alls ekki að gera lítið úr mikilvægi þekkingarfyrirtækja og fyrirtæki á borð við Marel og Össur eru glæsileg dæmi um þau tækifæri sem þar leyn- ast. En hvað veldur því, að fleiri slík fyrirtæki verða ekki til. Þeir sem berjast gegn þeirri stefnu að nýta orku vatnsfallanna til þess að byggja upp stóriðju sem aðra meginundir- stöðu afkomu okkar verða að benda á aðrar leiðir og þá þýðir ekki innan- tómt tal. Við stöndum nú á þeim vega- mótum að þessum spurningum verður að svara með raunhæfum hætti. Ungt og vel menntað fólk er atvinnulaust. Það mun ekki byggja afkomu sína í framtíðinni á tali um að mesti auður þjóðarinnar liggi í vel menntaðri og upplýstri æsku. AÐEINS TVEIR KOSTIR Hafi einhver velkzt í vafa um þaðað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri stæði frammi fyrir skýru vali, á milli borgarstjórastólsins í Reykjavík og þess að bjóða sig fram til þings á lista Samfylkingarinnar í borginni, hlýtur sá hinn sami að sann- færast við lestur ummæla samstarfs- manna borgarstjórans á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Afstaða Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær- kvöldi var mjög afdráttarlaus: „Ég get ekki séð að það gangi [að borg- arstjóri bjóði sig fram] og loka- ákvörðunin í þessu verður að sjálf- sögðu tekin af borgarfulltrúum Framsóknarflokksins og vinstri- grænna en mín afstaða í þessu er al- veg ljós og þetta er afstaða framsókn- armanna í Reykjavík Við höfum mik- inn stuðning í þessari afstöðu, það hef ég fundið undanfarna daga og við get- um ekki haft neina aðra afstöðu,“ sagði Halldór. Hann sagði það jafnframt vera frekar spurningu um daga en vikur að framtíð R-listasamstarfsins yrði ráð- in. Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist telja hæpið að R-listinn eigi framtíð fyrir sér fari Ingibjörg úr borginni: „Ég tel það nú afar hæpið en þetta er að okkar mati í höndum borgarstjóra. Það má segja að líf Reykjavíkurlistans sé í hennar hönd- um.“ Það er því augljóst að framsókn- armenn í Reykjavík vilja knýja fram niðurstöðu í málinu með hraði og ekki leyfa Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylk- ingunni að þæfa það næstu vikurnar. Þá segir Steingrímur Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: „Það er niðurstaða borgarfulltrúanna að þetta sé ósam- rýmanlegt og við höfum sagt það for- ystumennirnir að við séum sammála þeirri afstöðu. Það getur í sjálfu sér ekki skýrara verið. Boltinn er hjá Ingibjörgu Sólrúnu og hún verður að velja.“ Þarf frekar vitnanna við? Hvernig getur borgarstjórinn haldið þeirri af- stöðu sinni til streitu, að hún geti bæði haldið áfram að vera borgar- stjóri og farið í framboð til þings fyrir Samfylkinguna? Samstarfsflokkar Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa sett borgarstjóran- um tvo kosti – úrslitakosti. Úr þessu er engin leið að sjá hvernig hún á að komast hjá því að velja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.