Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll AÐ minnsta kosti 18 lögreglu- menn féllu og 21 særðist er maó- ískir uppreisnarmenn veittur þeim fyrirsát í Jharkhand og Orissa á Austur-Indlandi í gær. Skæruliðar segjast berjast fyrir réttindum bænda og réttlátri skiptingu jarðnæðis og hafa staðið fyrir mörgum árásum á lögreglustöðvar. Sagt er, að þeir hafi nána samvinnu við maóíska uppreisnarmenn í Nepal. Vill fresta kosningum YFIRKJÖRSTJÓRN í Palest- ínu fór í gær formlega fram á það við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að kosningum sem fyrirhugaðar voru 20. jan- úar, yrði frestað þar til Ísraelar hefðu flutt her sinn frá borgum á Vesturbakkanum. Leggur hún til, að þær fari ekki fram fyrr en liðnir eru 100 dagar frá brott- flutningnum enda séu Palest- ínumenn í eins konar stofufang- elsi nú og ekki frjálsir ferða sinna um eigið land. Hneyksli í Likud DREGIÐ hefur úr fylgi Likud- flokksins í Ísrael vegna fjár- málahneykslis en kosið verður í landinu 28. janúar. Likud er nú spáð 33 til 35 þingsætum í stað 38 til 40 áður. Miðstjórnarmenn í flokknum eru sakaðir um að hafa krafist þess af mönnum, sem vildu komast í framboð, að þeir greiddu þeim fé fyrir. Soros dæmdur FRANSKUR dómstóll dæmdi í gær bandaríska fjármálajöfur- inn George Soros til að greiða sem svarar 165 milljón- um íslenskra króna í sekt fyrir inn- herjavið- skipti. Var hann sakað- ur um að hafa notað trúnaðar- upplýsingar til að hagnast á við- skiptum með hlutabréf í franska bankanum Societe Generale meðan yfir stóðu tilraunir til að taka hann yfir. Afbrot Soros er orðið 14 ára. Hafa margir á orði, að nú sé mælirinn fullur hvað varðar seinaganginn í frönsku réttarkerfi. Viðurkenna mistök Píusar PÁFAGARÐUR hefur í fyrsta sinn viðurkennt, að Píusi páfa XII hafi orðið á mistök meðan á stóð Helförinni gegn gyðingum en hann var sakaður um að hafa þagað þunnu hljóði um fram- ferði nasista. Í Civilita Cattolica, tímariti jesúíta, segir, að Píus, sem var páfi frá 1939 til dauða- dags 1958, hafi vitað af útrým- ingu gyðinga. Í árslok 1942 vissi Páfagarður, að búið var að drepa tvær milljónir gyðinga í gasklefunum en Píus nefndi það aldrei, komst næst því í ræðu á jólum 1942 er hann sagði, að saklaust fólk væri líflátið. STUTT Lögreglu- menn felldir George Soros ÓTTAST var í gær að blóðug átök og götuóeirðir myndu blossa upp í Ven- esúela eftir að andstæðingar Hugos Chavez forseta virtu að vettugi fyr- irmæli hæstaréttar landsins um að starfsmenn olíufyrirtækisins Petro- leos de Venezuela, sem er ríkisrekið, hæfu störf að nýju. Olíuútflutningur Venesúela hefur nánast stöðvast og mikill skortur er á olíu og bensíni í landinu vegna allsherjarverkfalls sem staðið hefur í nítján daga. Olíufyrirtækið hefur krafist þess að hæstiréttur Venesúela úrskurði að verkfallið sé ólöglegt og rétturinn skipaði starfsmönnum fyrirtækisins að hætta verkfallinu þar til hann kvæði upp úrskurð sinn í dómsmál- inu. Málflutningurinn á að hefjast innan fjögurra daga. Andstæðingar Chavez, leiðtogar verkalýðssamtaka og frammámenn í viðskiptalífinu, sögðu þó að verkfall- inu yrði haldið áfram þar til forsetinn segði af sér eða boðaði til forseta- kosninga. „Við erum tilbúin að eyða jólunum og áramótunum fyrir fram- an verksmiðjurnar,“ sagði Juan Fernandez, talsmaður starfsmanna Petroleos de Venezuela. 90% minni útflutningur Olíuútflutningur Venesúela hefur minnkað um 90% vegna verkfallsins sem er ein af helstu orsökum þess að heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað og er nú yfir 30 dollurum á fatið. Venesúela er fimmti mesti olíu- útflytjandi heims. Forstjóri Petroleos de Venezuela sagði að olíuframleiðsla fyrirtækis- ins hefði minnkað um tvo þriðju en leiðtogar verkfallsmannanna segja að hún sé aðeins um 200.000 föt á dag. Framleiðslan hefur yfirleitt ver- ið um 2,8 milljónir fata á dag og þar af hafa 2,5 milljónir verið fluttar út. Margar bensínstöðvar í Venesúela hafa orðið uppiskroppa með elds- neyti. Um 60% allra bensínstöðva landsins og 70% í höfuðborginni Caracas hefur verið lokað. Áætlað er að Venesúela hafi tapað andvirði 415 milljarða króna á verk- fallinu til þessa en stjórnin telur sig þó geta haldið velli. „Íbúarnir eru næstum 24 milljónir, við eigum 15 milljarða dollara [1.200 milljarða króna] í varasjóði og það nægir okk- ur til að standast þetta eins lengi og þarf til að komast út úr þessari kreppu,“ sagði Diosdado Cabello, innanríkis- og dómsmálaráðherra. Powell óttast óeirðir Bandaríkjastjórn hefur fylgst grannt með allsherjarverkfallinu og óttast að það leiði til átaka. „Við höf- um áhyggjur af verkfallinu og götu- mótmælunum sem skapa hættu á of- beldi og mikilli pólitískri og félagslegri ólgu,“ sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Átök blossuðu upp í strandborg- inni Barcelona í fyrrakvöld og hermt er að a.m.k. 27 manns hafi særst þeg- ar þjóðvarðliðar skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi gegn mótmælend- unum. Andstæðingar Chavez boðuðu fjöl- menn mótmæli í Caracas í gærkvöldi og óttast var að til átaka kæmi milli þeirra og stuðningsmanna forsetans og öryggissveita ef mótmælendurnir reyndu að ganga að forsetahöllinni. Nítján manns biðu bana og hundruð særðust þegar skotið var á andstæð- inga Chavez við forsetahöllina 11. apríl. Forsetanum var steypt af stóli nokkrum klukkustundum síðar en stuðningsmenn hans í hernum komu honum aftur til valda tveimur dögum síðar. Stjórnarskránni breytt? Andstæðingar Chavez saka hann um efnahagslega óstjórn og einræði. Þeir segja að verkfallið sé löglegt vegna þess að í stjórnarskránni sé ákvæði sem heimili borgurunum að gera uppreisn gegn ríkisstjórn sem þeir álíti ólýðræðislega. Þeir krefjast þess að Chavez segi af sér eða efni til forsetakosninga snemma á næsta ári, sem er þó ekki heimilt samkvæmt stjórnarskránni. Í henni er hins vegar ákvæði um að efna megi til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort forsetinn eigi að láta af embætti þegar kjörtímabil hans er hálfnað, eða í ágúst á næsta ári. Chavez hefur hafnað kröfum verk- fallsmannanna en hugsanlegt er að lausn finnist á deilunni. Dagblaðið El Nacional skýrði frá því í gær að stuðningsmenn Chavez á þinginu væru að íhuga tillögu um breytingu á stjórnarskránni til að hægt yrði að efna til kosninga á næsta ári. Kjör- tímabil forsetans yrði þá stytt úr sex árum í fjögur. Vinsældir Chavez hafa minnkað mjög frá því að hann var kjörinn for- seti 1998 og endurkjörinn tveimur árum síðar en að sögn tímaritsins VenEconomy er hann þó enn á meðal vinsælustu leiðtoga Rómönsku-Am- eríku. Hann hefur einkum notið stuðnings meðal fátækra, sem eru um 80% af 24 milljónum íbúa Ven- esúela. Óttast að mannskæðar óeirðir verði í Venesúela Verkfallsmenn virða fyrirmæli hæstaréttar að vettugi Caracas. AFP, AP. Reuters Kona heldur á teikningu af Chavez með blóðugar hendur er andstæðingar forsetans mótmæltu í Caracas í gær. NÆSTUM sextíu ár eru liðin síðan hernámi Þjóðverja lauk í Noregi. Það er hins vegar fyrst nú sem norsk stjórnvöld gera sig líkleg til að huga að umkvörtunarefnum barnanna sem nasistar skildu eftir er þeir hrökkluðust frá Noregi í stríðslok. Afkvæmi þýskra nasista og norskra kvenna – „stríðsbörnin“ svokölluðu, en þau eru sögð hafa verið um tíu þúsund talsins – hafa lengi kvartað undan því að hafa verið fórnarlömb fordóma, haturs og útskúfunar á áratugunum eftir að hernámi Þjóðverja lauk 1945. Í vikunni ályktaði norska þingið að stjórnvöld í landinu skyldu kanna hvort þessi börn – sem nú eru öll á sextugs- og sjötugsaldri – eigi hugsanlega rétt á bótum frá ríkinu vegna þess hvernig komið var fram við þau eftir að nasistar flúðu Noreg. „Það er ekki lengra en tíu ár síð- an að frænka mín minnti mig á þá staðreynd að ég hefði verið barn sem enginn kærði sig um,“ segir Anne-Marie Grube, eitt „stríðs- barnanna“. „Guð minn almáttugur, ég er næstum 60 ára gömul og ég er enn að takast á við sár sem ég hlaut í æsku!“ Vistuð á geðspítölum Þýskir hermenn voru beinlínis hvattir til að vingast við norskar konur og eiga með þeim ástaræv- intýr, enda trúðu margir nasistar því að Norðmenn – með sín bláu augu og ljósa hár – væru hrein- ræktaðir aríar. Ef barn kom undir fluttu kon- urnar á sérstök heimili, sem nas- istar komu á fót fyrir þær – en í flestum tilfellum var þessum kon- um útskúfað úr samfélaginu er fréttist um þunganirnar. Þegar stríðinu lauk sneru her- mennirnir aftur til Þýskalands og skildu eftir sig einstæðar mæður, sem Norðmenn höfðu skömm á. Máttu börn þeirra á eftirstríðs- árunum una því að vera uppnefnd „nasistabörn“. Örlög sumra voru jafnvel enn ömurlegri, þau voru tekin frá mæðrum sínum og send á upptökuheimili eða til ættleiðing- ar. Nokkur voru jafnvel vistuð á geðspítölum. Höfðuðu mál í fyrra Sjö þessara „nasistabarna“ höfð- uðu í fyrra mál gegn norska ríkinu fyrir dómstóli í Ósló. Þar lýsti Har- riet von Nickel, ein af sóknarað- ilunum, því hvernig fósturfor- eldrar hennar reyndu „að berja úr henni þýska blóðið“. Sagði hún önnur börn hafa sniðgengið sig og að tannlæknir hefði eitt sinn vísvit- andi borað í tannhold hennar til að sýna henni hvers konar harðræði Norðmenn hefðu mátt þola af höndum nasista. Málið tapaðist vegna fyrning- arreglna. Norska þingið ákvað hins vegar, sem fyrr segir, í vikunni að fela ríkisstjórn landsins að kanna hvort þetta fólk eigi rétt á bótum. „Þær raunir sem stríðsbörnin norsku máttu ganga í gegnum eru svartur kafli í norskri nútíma- sögu,“ sagði Magnhild Meltveit Kleppa, þingmaður Miðflokksins, í þingsályktunartillögu sinni, sem þingið samþykkti á mánudag. „Það er kominn tími til að þessum kafla sé lokað.“ „Svartur kafli í norskri nútímasögu“ Stjórnvöld íhuga að greiða svoköll- uðum „nasista- börnum“ bætur Ósló. AP. Úr bókinni Leifturstríð, Heimsstyrjöldin 1939–1945 Þjóðverjar réðust inn í Noreg 1940 og héldu landinu til stríðsloka 1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.