Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 47
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 47 ÉG er staðráðin í að hætta að reykja um ára- mótin. Hef hætt nokkrum sinnum áður en ekki gengið of vel. Eldri systir mín greindist nýlega með krabbamein í lungum, líklega vegna reyk- inga, þannig að nú ætla ég að hætta. Ég ætla að standa við áramótaheitið og vildi gjarnan fá ráðgjöf um besta ráðið til að hætta að reykja, t.d. einhver lyf. Hvert er besta ráðið til að hætta? Að hætta að reykja er stór ákvörðun fyrir flesta reykingamenn. Hugur reykingamanns er þó aðalatriðið í þessu sambandi – þú verður að virkilega að vilja að hætta NÚNA. Það er ekki nóg að vilja bara kannski hætta eða lík- lega. Í þínu tilviki eru veikindi í spilinu sem hvetja þig enn frekar til að hætta. Ástæðuna fyrir því að mörgum reynist mjög erfitt að hætta reykingum má rekja til þeirra fráhvarfseinkenna sem nikótínið í tóbaki veld- ur, eins og erfiðum skapsveiflum, svefntrufl- unum, svitaköstum eða ákafri matarlyst. Þessi einkenni geta verið afar erfið viðureignar, þannig að reykingarfólki finnst líkami þeirra beinlínis „öskra“ á meira nikótín, jafnvel mán- uðum eftir að það hefur hætt. Af þessum sök- um er í dag talað um nikótínfíkn sem sjúkdóm og er reykingalyfjum ætlað að hjálpa fólki við að vinna bug á honum. Margar aðferðir hafa verið notaðar gegnum tíðina til að hætta, eins og námskeið af ýmsu tagi. Talið er að aðeins 3–10% þeirra sem reyna að hætta sjálfir, án sérstaks undirbún- ings eða utanaðkomandi hjálpar, heppnist ætl- unarverk sitt. Því er mikilvægt að undirbúa sig vel og nýta sér allan stuðning sem mögulegur er hvort það er námskeið af einhverju tagi eða einfaldlega samtöl við einhvern nákominn. Lyf eru einn möguleikinn en þau hafa hjálpað mörgum í baráttunni gegn tóbakinu. Tveir hópar lyfja eru til gegn reykingum: Lyf án nikótíns (Zyban) og lyf sem innihalda nikótín (Nicorette, Nicotinell). Niðurstöður vísinda- rannsókna sýna yfirleitt að notkun lyfja eykur líkur á að fólki takist að reykja. Það er þó al- gerlega háð því að þau séu notuð rétt og leið- beiningum sé fylgt. Því miður er allt of algengt að fólk hugi ekkert að leiðbeiningum og þar af leiðandi næst ekki árangur. Aðeins eitt lyf án nikótíns er til hér á landi og nefnist það Zyban. Zyban er á töfluformi og eru ein til tvær töflur teknar á dag í nokkrar vikur. Verkun lyfsins byggir á því að nikótínið í tóbakinu raskar ákveðnum boðefnaskiptum í heilanum. Fráhvarfseinkenni nikótínsins eiga því upptök sín í því að líkaminn er að koma þessum boðefnaskiptum í upphaflegt horf, en í stuttu máli „flýtir“ Zyban fyrir því ferli. Lyfið á þannig að draga úr hinum erfiðu fráhvarfs- einkennum með því að minnka eða slökkva löngun líkamans í sígarettur og nikótín. Lyfinu fylgir einnig gagnlegur fræðslubæklingur með ýmsum ráðleggingum fyrir þá sem ætla sér að hætta að reykja. Lyfið hefur verið mikið notað í Bandaríkjunum og Evrópu og getur verið mjög hjálplegt. Ef þú ert að velta þessari leið fyrir þér er rétt að athuga að Zyban er lyfseð- ilsskylt og því verður þú að fara til læknis til að geta fengið lyfið. Nikótínlyf þekkja margir. Þau verka þannig að þau sjá líkamanum fyrir lágmarksmagni af nikótíni og koma þannig í stað nikótínsins úr tóbaksreyknum. Þau fást sem tyggjó, plástrar, soglyf, tungurótartöflur og nefúði. Valið stend- ur því um það sem hverjum og einum þykir henta sér. Sumum hefur reynst vel að nota fleira en eitt nikótínlyf í einu, t.d. tyggjó og plástur saman, og minnka síðan skammtana smám saman. Einn möguleiki er að hætta fyrst að nota plásturinn og minnka síðan notk- unina á tyggjóinu. Mikilvægt er að fara ekki of geyst í að minnka við sig. Það eykur líkurnar á því að maður springi. Nikótínlyf fást í öllum apótekum. Þau inni- halda mismikið magn af nikótíni, en algengt er að hver skammtur innihaldi annars vegar 2 mg og hins vegar 4 mg nikótíns. Það fer alveg eftir því hversu mikið þú hefur reykt og hversu hörð fráhvarfseinkennin verða, hvor skammt- urinn hentar þér betur til að byrja með. Aðalatriðið er þó að þú sért alveg ákveðin í að hætta þegar þú drepur í síðustu sígarett- unni. Lyfin geta ekki „hætt“ að reykja fyrir þig. Aðeins þú sjálf. Á hinn bóginn geta þau hjálpað þér yfir erfiða hjalla. Gleðilegt jól og reyklaust ár! Að hætta að reykja eftir Guðrúnu Jónsdóttur og Álfheiði Árnadóttur Fjöldi mismunandi gerða af nikótín- lyfjum er fáanlegur .......................................................... persona@persona.is Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Álfheiður Árnadóttir ljósmóðir, Samtökum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki. Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræð- inga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Morgunblaðið/RAX JÓLIN eru einn af þeim árvissu atburðum sem hafa áhrif á líf okkar mannanna. Jólin hafa í för með sér lífs- breytingar, lítils háttar lífsbreytingar en breytingar þó. Við förum úr tannhjólum hversdagslífsins og kryddum okkar daglega líf, með gjöfum, veislum, og góðum mat. Þessari árlegu breytingu á högum okkar höfum við van- ist frá blautu barnsbeini, tilhugsunin um komandi jól framkalla hjá okkur sérstakar tilfinningar, oftast góðar. Jólin á ólíkum æviskeiðum Hlutverk okkar í jólaundirbúningi breytist með ólík- um skeiðum ævi okkar. Sem börn erum við þiggjendur og njótum þess að þeir fullorðnu skapi okkur jólahefðir og væntingar. Sem foreldri eru jólin oft tími annríkis þar sem við reynum að skapa fjölskyldu okkar sem gleðilegust jól. Við viljum þá hvorki vera eingöngu þiggjendur, eins og þegar við erum börn, né treystum við okkur til að hvolfa okkur út í bakstur og stjórfjöl- skylduboð. Hinn gullni meðalvegur En einhvers staðar þarna á milli liggur hinn gullni meðalvegur. Þann meðalveg þarf elsta kynslóð okkar lands nú að feta fyrir og um jólin. Tvö hugtök geta skipt máli um hve vel tekst þá til, virkni og stjórn. Oft er talað um að fátt sé hinum aldraða eins mikilvægt og að halda virkni sinni, þ.e. að taka þátt í því sem lífið hefur upp á að bjóða, að deila skoðunum sínum og tíma með öðrum, að vera virkur þjóðfélags- þegn. Virkni er að taka þátt í jólaundirbúningi, skrifa kort og spá í gjafir, fara í veislur og ræða um jólabækur og Kárahnjúka. Hitt hugtakið, stjórn, að hafa stjórn á eigin högum, er manninum mikilvægt hvenær sem er á ævinni. Með hækkandi aldri for- eldra eða ástvinar verður væntumþykjan og greiða- semi oft svo mikil að stjórnin er tekin frá við- komandi. Forsjárhyggja verður þá yfirráðandi og skoðanir og langanir hins aldraða eru ekki virtar, eða ná ekki fram að koma. Um jólin skiptir máli að hver og einn fái að ráða hve margar smákökutegundirnar verða, og á sama hátt skiptir það hinn aldraða máli að fá sjálfur að ráða hvern- ig hann hagar jólunum sínum. Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Að eldast með jólunum Með aldrinum breytist þátttaka í jóla- undirbúningi og jólunum sjálfum VÍSINDAMENN hafa borið kennsl á þau gen í mönnum sem salmonellan notar en hún veldur veikindum m.a. magaverkjum, niðurgangi, hita og uppköstum hjá fólki. Árlega deyja tæplega tvær milljónir manna úr matareit- un af völdum salmonellu en til eru mörg afbrigði þessa sýkils. Rann- sakendur gera sér vonir um að með þessari uppgötvun verði unnt að finna leiðir með lyfjagjöf til þess að stöðva árásir salmonellu á líkamann. Rannsóknin var birt í ritinu Molecular Microbiology fyrr í mánuðinum, en það var dr. Jay Hinton við Institute of Food Research í Norwich á Englandi sem leiddi rannsóknina. Af um 4.600 genum eru ríflega 900 virk þegar salmollusýking á sér stað, samkvæmt rannsókn- inni. Þar af eru um 400 gen sem ekki er vitað hvaða tilgangi þjóna. Sum þessara gena væri jafnvel hægt að hafa stjórn á, án þess að skaða viðkomandi einstakling, að sögn dr. Hintons í samtali við BBC News Online. Jafnframt er vonast til þess að rannsóknin vísi veginn við að afmarka þá sýkla sem valda meðal annars malaríu og berklum. Salmonellan afvopnuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.